Pressan - 06.02.1992, Blaðsíða 45

Pressan - 06.02.1992, Blaðsíða 45
FIMMTUDAGUR PKMSSAN 6. FEBRÚAR 1992 45 LÍriÐ E F T I V I N N U Ásdís fór aldrei á sjóinn. BOIU.ARSTELPA 6ERIR SJÓMANNAMYND „Þetta er saga af sjávar- plássafólki, saga um „hitt ís- landið" sem við í borginni þekkjum mörg hver ekki nema af afspurn," segir Ásdís Thoroddsen, en Ingaló, kvik- mynd sem hún hvort tveggja skrifar og leikstýrir, verður frumsýnd í Reykjavík og á ísafirði á laugardaginn. En af hverju er hún, stelpa úr borginni, að fjalla um fólk í sjávarplássum? „Kannski af því ég komst aldrei á sjó þótt mig langaði. Eg var reyndar í fiski, en margir vinir mínir voru eilíf- lega á sjónum. Þegar ég var 13 til 16 ára hlustaði ég stöð- ugt á sjóarasögur. Ætli þær séu ekki að hluta til uppistað- an í þessari kvikmynd." Myndin fjallar um Inguló, 17 ára stelpu úr sjávarplássi á Ströndum. Hún lendir í úti- stöðum við foreldra sína, fer að heiman og gerist kokkur á Matthildi ÍS 167, 100 tonna bát. Ásdís segir að myndin sé hvorki gamanleikur né harm- leikur, heldur spanni hún breitt svið: „Þetta er mynd um það hvernig fólk er hvað við annað, hvernig það talar saman, um það hvernig ís- lendingar haga sér og hreyfa sig." CARÐARSYNCUR ÓÞELLÓ OC SECIR BLESS Garðar Cortes er að kveðja íslensku óperuna, a.m.k. um sinn. Að öðrum ólöstuðum hefur hann verið prímus mótor í óperunni þau sléttu tíu ár sem hún hefur starfað, en nú hyggur hann á landvinninga og verður óperustjóri í Gautaborg. Það verður ekki annað sagt en að Garðar kveðji með stæl; óperan frumsýnir á sunnudag Óþelló, sem kannski er mesta stórvirki Verdis, og þar syngur Garðar titilrulluna, márann Óþelló. Það er allsendis óumdeilt að þetta hlutverk er eitt hið alerfiðasta sem hefur verið skrifað fyrir tenór, og varð frægt þegar sjálfur Pavarotti féllst loks á að glíma í fyrsta sinn við Óþelló fyrir stuttu. VANTARBARA NOKKUR KÍLÓ Það er enginn hörgull á til- finningu á þessari mynd af henni Margréti Kristínu Sig- urðardóttur djasssöngkonu. Margrét er langmenntuð í tónlist og hefur síðustu árin dvalið í Iangdvölum í Noregi og á ítalíu þar sem hún lagði stund á söngnám og kom fram í djassklúbbum. Nú er hún komin heim og heldur ís- landsdebútt sitt í Púlsinum á sunnudagskvöldið ásamt djasshljómsveit. Þar syngur hún mestanpart þekkta djass- standarda, eins og það heitir, og af mikilli innlifun þótt hún viðurkenni að sig vanti bæði lit og nokkur kíló til að líkjast fyllilega helstu djasssöngkon- um sögunnar. gamla vaxmyndasafninu sem ork- aði svo sterkt á barnssálir upp úr miðri öldinni. Þarna eru bæði skúrk- ar og skörungar, Hitler er á sínum stað og Churchill líka, og svo íslend- ingar sem voru hvað nafnkunnastir á árunum eftir stríð; Ríkisstjórnin 1944, Jónas frá Hriflu, Davið frá Fagraskógi, Anna Borg o.fl. Svo er náttúrlega mynd af Óskari Halldórs- syni síldarkóngi sem gaf safnið til minningar um son sinn látinn. Ókeypis fyrir börn unglinga og elli- lífeyrisþega, skitnar 200 krónur fyrir fullorðna. • Af líkama og sál. Dálitið skrítin uppákoma og á skjön við þá hug- feáJzÍH- CLINTON HEYLIN DYLAN: BEHIND THE SHADES Huldumaðurinn Dylan hefur dvalið í skugga eigin heimsfrægðar í 30 ár og taldi sig með- al annars þurfa að dul- búa sig áður en hann hjólaði um Reykjavík. Margar ævisögur hafa verið ritaðar um kapp- ann og þessi er örugg- lega með þeim betri. í aevisöguflokknum fær hún 8 af 10. BIOIN SVIKRÁÐ Deceived BÍÓBORGINNI Þokkalega vel skipulagður hryllingur. Undirhakan á Goldie Hawn fer þó yfir strikiö i þeirri deild. En það hryllilegasta er að það er ekkert skemmtilegt í myndinni. Ekki ein setning. ** BAKSLAG Ricochet REGNBOGINN John Lithgow er dásamlega ógeðfelldinn mannhundur og um leið og hann missir undirtökin og Washington kemst á skrið er gamanið búið. Það er ein- mitt vegna þessa sem svona margt fólk er illa innrætt. Það er svo miklu skemmtilegra. ** mynd aö Islendingar séu ekki nátt- úraðir fyrir heimspeki. Fyrir hálfum mánuði hófu nokkrir háskólamenn roö alþýðlegra erinda um tengsl lík- ama og sálar. Fyrstu erindin voru í Odda, en aðsóknin reyndist svo mikil að nú hefur verið ákyeðið að flytja þá yfir í Háskólabíó. Á laugar- daginn kl. 14 fjallar dr. Sigurður J. Grétarsson um heimsmynd sálar- fræðinnar. SJÓNVARP • Söngvakeppni Sjónvarpsins. Hér rúllar hún aftur Eurovisi- on-hringekjan og öllum finnst lögin hálfömurleg og flytjendurnir lélegri en i fyrra. Samt horf um við á og tuð- um með bros á vör. Sjónvarpið fös kl. 21.05. • Morse lögreglufulltrúi. Það var þjóðarsorg í Bretlandi þegar John Thaw ákvað fyrir skemmstu að hætta að leika þennan skapstygga,' seinheppna og sjónumhrygga lög- reglumann. Hér rannsaka Morse og Lewis, aðstoðarmaðurinn þolin- móði, morð á drykkfelldum mynd- listarmanni. Sjónvarpið lau. kl 21.30. • Vetrarólympíuleikamir. Það er náttúrlega yfirdrifið nóg af íþróttum í sjónvarpinu, en meðan Ólympíu- leikar standa yf ir hlýtur maður að af- saka þaö. Sjálfum sér likir hafa Frakkar lagt ærinn metnaö í leikana og það er þokkalega forvitnilegt aö sjá hvernig þeim tekst til með setn- ingarhátiðina. Sjónvarpið lau. kl. 15.50. • Stjúpa mín er geimvera. Húmor- inn er aulalegur en við og viö má þó brosa út í annað, kannski skella upp úr ef maður er í góðu skapi. Dan Aykroyd er ekkert ofboðslega fynd- inn, en Kim Basinger þykir sexí. Stöð 2 fös. kl. 21.25. LÍKA í BÍÓ BÍÓBORGIN: Svikráð** Löggan á háu hælunum* Billy Bathgatc** í Dulargervi** BÍÓHÖLLIN: Kroppa- skipti** Thelma & Louise*** Svikahrappurinn** Dutch** Tímasprengjan* háskólabíó: Has- ar i Harlem** Brellubrögð 2* Mál Henrys** Addams-fjölskyldan** Af fingrum fram** Tvöfalt líf Ver- óniku*** The Commitments**** LAUGARÁSBÍÓ: Hróp* Glæpageng- ið** Barton Fink*** REGNBOGINN: Bakslag** Morðdeildin* Náin kynnio Fuglastríðið*** Homo Fa- ber**** SAGABÍÓ: Peningar ann- arra** Flugásar** STJÖRNUBÍÓ: Bilun i beinni útsendingu*** Tor- tímandinn 2**** Börn náttúrunn- ar***. ... fær Össur Skarp- héðinsson. Hann var einn fárra Þjóð- viljaritstjóra sent fengu ekkt að skrifa t endurminninga- blaðið en samt snerist nteira en helntingur grein- anna utn hann. Það var eins og hann hefði dáið en ekki Þjóðviljinn. Þetta er afrek. m ... að Vilhjálmur Svan veit- ingamaður var dæmdur til að sitja 9 mánuði inni ef hann greiðir ekki 11 milljóna króna sekt innan fjögurra vikna. Ef hann greiðir ekki mun hann því hafa um 1.222.222 krón- ur á mánuði fyrir fangels- isvistina. Það eru hærri laun en hátekjumenn á borð Thor Ó. Thors og Halldór H. Jónsson hafa haft á undanförnum ár- um. wu»v ... að ef 5.400.000.000 króna uppsöfnuðum gróða Sameinaðra verk- taka (eigið fé fyrirtækisins og útgreiðslur undanfar- inna ára) væri skipt í 10 króna mynt mundi hann vega 4.320 tonn. Burðar- geta Esjunnar gömlu, nú Búrfells, er 1.100 tonn. Gróðinn mundi því fylla Esjuna gömlu 4 sinnum og kæmust þá hvorki vatn né olía um borð. Vinsœlcistci myndböndin 1. Naked Gun 2% 2. Kiss Before Dying 3. Mermaids 4. Hröi höttur 5. Murder 101 6. State of Grace 7. Silence of the Lambs 8. Out for Justíce 9. The Pope Must Die 10. LA Story FRUR HBMSENDINGAR AULAN SOLARHRINGINN 7 DAQA VIKUNNAR PÖNTUNARSÍMI: 679333 PIZZAHÚSIÐ Qraraátvtgi 10 - Mónar þér ¦llan sólarhrlnglnn FRlAR HBMSENOINGAR ALLAN SÓLARHRINOINN 7 DAGA VIKUNNAR PÖNTVNARSlMI: 679333 PIZZAHÚSIÐ Qrwwátvtgl 10 - ÞJómr þér lilin sólartiringlnn

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.