Pressan - 06.02.1992, Blaðsíða 19

Pressan - 06.02.1992, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. FEBRÚAR 1992 19 Inn er bankaráð Búnaðarbank- ans ekki búið aö ráða í stöðu Garð- ars Eiríkssonar, útibússtjóra bankans á Selfossi. Garðar var sem kiinnugt er rekinn með nokkrum hvelli og síðan hafa skeyt- in flogið milli hans og Guðna Ágústs- sonar, formanns bankaráðsins. Hefur Guðni orðið að þola ýmsar ákúrur heimamanna sem ekki hafa fyllilega sætt sig við brottreksturinn enda Garðar vin- sæll maður og lánaði mikið. Lenti Guðni meðal annars í því að sitja fyrir svörum á bændafundi skömmu eftir uppsögnina og fékk ekki mikið betri viðtökur en Jón Baldvin Hannibalsson utanríksráðherra á GATT-fundi. . . JL að fá færri íþróttafélög en vilja samning við Reykjavíkurborg um byggingu íþróttahúsa. Fram og Fylk- ir hafa þegar fengið jákvæð svör um byggingar. Næst á eftir þessum fé- lögum er KR. Áætlað er að íþrótta- hús verði byggt hjá KR fyrir alda- mót. KR-ingar eru þó ekki með öllu settir hjá. Reykjavíkurborg mun styrkja þá um 25 milljónir króna til að byggja þak yfir áhorfendastúku við aðalakeppnisvöli félagsins ... að vakti athygli að sjúkrahúsið á Patreksfirði leigir íbúðarhús af einkabílstjóra Sighvats Björgvins- sonar heilbrigðis- ráðherra, og það þrátt fyrir að húsið standi autt. Það eru fleiri en bílstjóri Sig- hvats sem leigja sjúkrahúsinu íbúð- arhúsnæði. Fram- kvæmdastjóri sjúkrahússins, Símon Fr. Símonarson á íbúðarhús með tveimur íbúðum. Hann býr í annarri íbúðinni og leigir sjúkrahúsinu hina íbúðina... s k»Jtjórnendur Knattspyrnufelags- ins Þróttar hafa ákveðið að leggja gervigras á matarknattspyrnuvöll félagsins. Framkvæmdum við völl- inn á að vera lokið á næsta ári. Þróttarar hafa reynslu af gervigrasi, en félagið á einu tennisvelli landsins sem lagðir eru gervigrasi. Þróttarar áætla einnig byggingu íþróttahúss á félagssvæði sínu við Sæviðarsund í Reykjavík . . . Ims og hefur komið fram í PRESSUNNI eru tveir fiskmarkaðir í Ólafsvík. Eðlilega er mikil sam- keppni milli þeirra. Annar markað- anna, Fiskmarkaður Breiðafjarðar, er hálfopinber, þar sem meðal eig- enda er Héraðsnefnd Snæfellsness, bæjarsjóður Ólafsvíkur, Verkalýðs- félagið Jökull í Ólafsvík og sveitar- sjóður Grundarfjarðar. Svo virðist þó sem þessi markaður sé að tapa baráttunni við Fiskmarkað Snæ- fellsness. Alltént gengu stjórnendur Fiskmarkaðar Breiðafjarðar skrefi lengra en venja er þegar þeir buðu grálúðu úr togaranum Má til sölu, án þess að krefjast bankaábyrgðar af kaupanda. Slíkt er einsdæmi í við- skiptum fiskmarkaða hér á landi. Takist kaupendum grálúðunnar ekki að standa í skilum falla greiðsl- urnar á bæjarsjóð Ólafsvíkur, þar sem markaðurinn er með bæjar- ábyrgð... HAFARoyal Dansam Útsölustaðjr: Málningarþjónustan Akranesi K.B. Borgarnesi Húsgangaloftið ísafirði K.F. Hún, Blönduósi K.F. Skagfirðinga, Sauðárkróki K.F. Þingeyinga Húsavík Vík, Neskaupstað Valberg ólafsfirði K.A.S.K. Homafirði K.F. Rangæinga, Hvolsvelli B /fí ) -iJSmi'-.'-fJBFfn » __«*¦—•-7 Mikið úryal baðinnréttinga Suðurlandsbraut 10, sími 68 64 99 Amitsubishi Sérstakt tiiboðsverð: Mitsubishi FZ-I29 D \5 farsírrti ásamt símtóli' tólfestingu, tótölu (5 m), sleða, rafmagnsleiSslum, hondfrjálsum hljóðnema, foftneti og bftnetsleiðslum, Ver5 áöur 115.423,- VerSnúoSeins 89.900,-eoo " rsimi SKIPHOLT119 SÍMI 29800

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.