Pressan - 06.02.1992, Blaðsíða 19

Pressan - 06.02.1992, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR PKESSAN 6. FEBRÚAR 1992 19 F .M-_Jnn er bankaráð Búnaðarbank- ans ekki búið að ráða í stöðu Garð- ars Eiríkssonar, útibússtjóra bankans á Selfossi, Garðar var sem kunnugt er rekinn með nokkrum hvelli og síðan hafa skeyt- in flogið milli hans og Guðna Ágústs- sonar, formanns bankaráðsins. Hefur Guðni orðið að þola ýmsar ákúrur heimamanna sem ekki hafa fyllilega sætt sig við brottreksturinn enda Garðar vin- sæll maður og lánaði mikið. Lenti Guðni meðal annars í því að sitja fyrir svörum á bændafundi skömmu eftir uppsögnina og fékk ekki mikið betri viðtökur en Jón Baldvin Hannibalsson utanríksráðherra á GATT-fundi. . . að fá færri íþróttafélög en vilja samning við Reykjavíkurborg um byggingu íþróttahúsa. Fram og Fylk- ir hafa þegar fengið jákvæð svör um byggingar. Næst á eftir þessum fé- lögum er KR. Áætlað er að íþrótta- hús verði byggt hjá KR fyrir alda- mót. KR-ingar eru þó ekki með öliu settir hjá. Reykjavíkurborg mun styrkja þá um 25 milljónir króna til að byggja þak yfir áhorfendastúku við aðalakeppnisvöll félagsins ... i að vakti athygli að sjúkrahúsið á Patreksfirði leigir íbúðarhús af einkabílstjóra Sighvats Björgvins- sonar heilbrigðis- ráðherra, og það þrátt fyrir að húsið standi autt. Það eru fleiri en bílstjóri Sig- hvats sem leigja sjúkrahúsinu íbúð- arhúsnæði. Fram- kvæmdastjóri sjúkrahússins, Símon Fr. Símonarson á íbúðarhús með tveimur íbúðum. Hann býr í annarri íbúðinni og leigir sjúkrahúsinu hina íbúðina . . . s k*_Jtjórnendur Knattspyrnufelags- ins Þróttar hafa ákveðið að leggja gervigras á malarknattspyrnuvöll félagsins. Framkvæmdum við völi- inn á að vera lokið á næsta ári. Þróttarar hafa revnslu af gervigrasi, en félagið á einu tennisvelli landsins sem lagðir eru gervigrasi. Þróttarar áætla einnig byggingu íþróttahúss á félagssvæði sínu við Sæviðarsund í Reykjavík . . . F i_Jins og hefur komið fram í PRESSUNNI eru tveir fiskmarkaðir í Ólafsvík. Eðlilega er mikil sam- keppni milli þeirra. Annar markað- anna, Fiskmarkaður Breiðafjarðar, er hálfopinber, þar sem meðal eig- enda er Héraðsnefnd Snæfellsness, bæjarsjóður Ólafsvíkur, Verkalýðs- félagið Jökull í Ólafsvík og sveitar- sjóður Grundarfjarðar. Svo virðist þó sem þessi markaður sé að tapa baráttunni við Fiskmarkað Snæ- fellsness. Alltént gengu stjórnendur Fiskmarkaðar Breiðafjarðar skrefi lengra en venja er þegar þeir buðu grálúðu úr togaranum Má til sölu, án þess að krefjast bankaábyrgðar af kaupanda. Slíkt er einsdæmi í við- skiptum fiskmarkaða hér á landi. Takist kaupendum grálúðunnar ekki að standa í skilum falla greiðsl- urnar á bæjarsjóð Ólafsvíkur, þar sem markaðurinn er með bæjar- ábyrgð ... HAFA Royal Dansanl Útsölustaðjr: Málningarþjónustan Akranesi K.B. Borgarnesi Húsgangaloftið ísafirði K.F. Hún, Blönduósi K.F. Skagfirðinga, Sauðárkróki K.F. Þingeyinga Húsavík Vík, Neskaupstað Valberg Ólafsfirði K.A.S.K. Hornafirði K.F. Rangæinga, Hvolsvelli Mikið úrval baðinnréttinga W*nuls&n Suðurlandsbraut 10, sími 68 64 99 ITSUBISHI Sérstakt tílboðsverð: Mifsubishi FZ-129 D15 farsími ásamt símfóli, tólfestingu, fólleiðslu (5 m), sleÓa, rafmagnsleiðslum, handfrjálsum hlióÓnema, loftneli oq loftnetsleiðslum. Verð áður 115.423,- Verð nú aðeins 89.900,- eða SIMI29800

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.