Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 2

Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. SEPTEMBER 1992 ÞETTA BLAÐ ER LJÓN- HEPPIÐ ... einsog lánar- drottnar íslenskra banka og peninga- stofnana. Eins og sjá má á blaðsíðu 14 hafa þessar útláns- stofnanirtapað 28 milljörðum af útlán- um sínumá undan- förnum fimm árum. Það er því auðséð að einhver hópur manna hefurfengið lán án þess að borga það og líklega án þess að hafa nokkurn tímann haft mögu- leika á að geta það. ... eins og Evrópubú- ar. Ef Hitler hefði unnið stríðið í stað þess að tapa væri margtílífi þeirraá annan veg en í dag og flest á verri veg ef marka má það sem lesa má um á blað- síðu 19. ... eins og maðurinn á Akureyri sem lögg- an grunaði um nauðgun. Ef ekki hefði komið til DNA- rannsókn á blóði hans hefði hann sjálf- sagt legið undir grun um nauðgun til ei- lífðarnóns eins og sjá má á blaðsíðu 10. ... einsog lýðskrum- ararnir í íslenskum stjórnmálum sem lesa má um á blað- síðu 28. Þeir eru ótrú- lega heppnir að starfa meðal þessar- arþjóðarsem leyfir þeim að komast upp með skrumið. ... eins og unga kon- ansem vann 580 milljónir í lóttóinu og lesa má um á blað- síðu 9. Bara að hún fari ekki að fjárfesta í Sambandsfyrirtækj- unum! Á að moka ofan í hol- una aftur, Þorbjörg? „Einhvern veginn verður gengið frá þessu, það er augljóst. Það er ekki alveg útséð með það hvort það verður gert á morgun eða ekki.“ Þorbjörg Daníelsdóttir er formaður sóknarnefndar-Digranessóknar en í fyrradag hafnaði sókn Digraness því að kirkja yrði reist á Víghól. Fyrsta skóflu- stungan hafði þegar verið tekin. F Y R S T F R E M S T JÓN BALDVIN HANNIBALSSON. Fékk afar litlar undirtektir hjá Öss- uri, Gunnlaugi og Rannveigu. JÓN SIGURÐSSON. Veitti hart leikn- um bankamönnum af mikilli rausn. INNSKATTURINN ÚTI HJÁ KRÖTUM Það varð brátt um hugmyndir Friðriks Sophussonar um breytingar á virðisaukaskatti þeg- ar þær komu til umræðu í stjórn- arflokkunum. Meðal krata kynnti Jón Baldvin Hannibalsson mál- ið án nokkurs sýnilegs áhuga á framgangi þess. Strax lýstu efa- semdum Gunnlaugur Stefáns- son, össur Skarphéðinsson og Rannveig Guðmundsdóttir og ekki var að sjá að neinn væri bein- línis í spreng af hrifningu. Á næsta fúndi fjölgaði andstæðingum enn og var málið þá jarðað. Ekki tók betra við, þegar næsta lausn fólst í að hætta endurgreiðslum á inn- skatti sumra atvinnugreina. Sumir þingmenn vissu einfaldlega ekki að endurgreiðslurnar tíðkuðust og aðrir ranghvolfdu augunum yf- ir þessu inn- og útskattatali öllu. Eins og eflaust þorri þjóðarinnar. HART LEIKNIR BANKA- MENN í LÚXUSREISUM 9. til 11. september var haldið í Reykjavík norrænt þing banka- manna um „hart leikna“ banka- starfsmenn og voru 92 þátttak- endur skráðir til leiks. Megin- þema þingsins var stefnumótun til ársins 2000 til að bregðast við 20 prósenta fækkun starfsmanna á Norðurlöndum, sem taldist afleið- ing af dómgreindarskertum ákvörðunum bankastjóranna. Þingdagana var að sjálfsögðu mikið rætt og spjallað. En hinir hart leiknu bankastarfsmenn voru ekki bara að puða. Þriðjudaginn 8. september var lent á'fslandi og áður en farið var á hótel var hópnum boðið í kokkteil í Perlunni. Að kveldi sama dags buðu Sverrir Hermatmsson og fé- lagar í Landsbankanum upp á kvöldverð í Viðeyjarstofu. Miðvikudaginn bauð Jón Sig- urðsson bankamálaráðherra hópnum í kvöldverð í Borgartúni 6. Á fimmtudegi var hlé gert á þinginu: Hópurinn fór í „sight seeingtur“ til Gullfoss, Geysis og ÞingvaUa. Innifalið í þeirri ferð var kvöldverður í Skíðaskálanum í Hveradölum. Þetta var í boði „Is- lands bankar". Þinginu var slitið á hádegi föstudags, en síðdegis sama dag var haldið í heimsókn í Norræna húsið og síðan í mót- töku hjá Vigdísi Finnbogadóttur, forseta fslands, á Bessastöðum. Megninu af laugardeginum var síðan eytt í „sightseeingtur" með flugi og rútum tU og upp á Vatna- jökul. Og þá er bara spurningin: Voru þessir tUteknu bankastarfsmenn verr eða betur haldnir eftir ferð- ina? ÓLAFUR ARNAR í EURIMAGES Ólafur G. Einarsson mennta- málaráðherra hefur skipað full- trúa sinn í evrópska kvikmynda- sjóðinn Eurimages, en hann ver miklum fjármunum til að styrkja kvikmyndagerð um alla Evrópu. Fulltrúi í sjóðnum hefur að und- anförnu verið Þorsteinn Jóns- son, en hann hætti um leið og hann lét af starfi framkvæmda- stjóra Kvikmyndasjóðs. Ekki þurfti Ólafur að leita langt yfir skammt að nýjum manni, því hann kallaði til nafna sinn Olaf Arnarson aðstoðarmann. Ekki mun öllum kvikmyndagerðar- mönnum skemmt yfir tUnefning- unni, því þeir telja eðlilegast að fúlltrúinn tengist KvUcmyndasjóði íslands og eins að hann hafi ein- hverja þekkingu á kvikmyndum, en ekki er sannað að Ólafur hafi það. HRAFN KOMINN Á KREIK Tökum er lokið á Helgum vé- um, nýrri kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, og aftur verð- ur vart við nokkurn ófrið í kring- um hann. I fyrsta lagi mun hafa orðið nokkuð órólegt í stjórn Kvikmyndasjóðs á dögunum þeg- ar byijað var að ræða um skipan úthlutunarnefndar kvikmynda- styrkja. Stutt er í úthlutun og er það meðal annars hlutverk stjórn- arinnar að skipa nefndina. Þeir Ragnar Arnalds formaður og Lárus Ýmir Óskarsson lýstu því Þjóðin semur skaupið sjálf . Auglýsing ffá Sjónvarpinu þar sem óskað er effir gaman- efnitrá almenningi til nota í hið árlega áramótaskaup Sjón- varpsins hefur vakið nokkra athygli, en þarna fer Sjónvarp- ið nýstárlega leið í efnisöflun. Sigmundur örn Arn- grímsson aðstoðardagskrárstjóri sagði í samtali við PRESSUNA að enn væri ekki komið í ljós hver viðbrögðm við þessu yrðu. „Við vitum að víða um land er fólk að skrifa fyrir árshátíðir, kvenfélagasamkomur og annað slíkt, bæði gamanvísur og stutta leikna þætti. Þetta efni er náttúrlega meira „lókalt", en það þýðir samt sem áður ekki að við komandi gæti ekki skrifað eitthvað sem hefði almenna skírskotim. Það er einmitt þetta fólk sem við viljum ná til; ef við sjáum af því efhi sem við fáum að ffábærir höfúndar gamanmála eru á ferðinni þá myndum við jafnvel leita til þeirra um fleira,“ segir Sigmundur Orn. Ekki munu sjónvarpsmenn ætla að treysta al- farið á þessa leið til efhisöflunar, en það besta af því sem berst verður væntanlega notað með öðru efhi. Leikstjóri skaupsins að þessu sinni er Þórhildur Þorleifsdóttir. En eru sjónvarpsmenn ekki bara að þessu til að sagt verði, ef skaupið fellur ekki í góðan jarðveg hjá þjóðinni: Þetta gerðuð þið sjálf, þetta er ykkar húmor? „Nei, nei, við erum ekki að reyna að firra okkur ábyrgð. Þetta er fyrst og ffemst gert til þess að reyna að ná til fleiri." t viu- - W'Jf ssssssssb """"" L ot "*>*“ W yfir að þeir hygðust víkja af fúndi þegar nefndin yrði skipuð, enda ættu þeir báðir hagsmuna að gæta. Varamenn taka því sæti þeirra. Hms vegar mun Hrafn ekki hafa sagt neitt og bendir því ekk- ert til annars en að hann ætli að taka þátt í að skipa úthlutunar- nefhdina. í öðru lagi er svo að segja af bréfi sem Hrafn ritaði Félagi kvik- myndagerðarmanna á dögunum og hefur valdið taugatitringi. Þar segir hann að vegna þess að félag- ið sé ekki lengur allsherjarsamtök kvikmyndafólks á íslandi sé það ekki rétti aðilinn til að velja þá ís- lensku kvikmynd sem fær að keppa um Óskarsverðlaunin. Bréfið ritar Hrafn sem formaður Sambands íslenskra kvikmynda- ffamleiðenda og segir að sá félags- skapur hafi þegar skipað tvo menn í nefnd til að velja Óskars- myndina, þá Friðrik Þór Friðriksson og Ara Krist- insson. Er FK boðið að skipa líka fulltrúa. Þetta kom nokkuð á óvart, enda mun aldrei áður hafa verið rætt um að skipa nefnd til að gegna þessu hlutverki. Hitt mun nær að menn hafi verið nokkuð ánægðir með óbreytt fyrirkomu- lag, enda hefúr hver félagsmaður í FK, langfjölmennustu samtökum stéttarinnar, haft eitt atkvæði. Munu ffamkvæmdaaðilar í Holly- wood meira að segja hafa lokið lofsorði á þetta fyrirkomulag. SIGRÚN í EITT OG HÁLFT STARF Fyrir skömmu voru auglýstar lausar tvær stöður við fféttastofu Ríkissjónvarpsins. Umsóknir hafa eflaust verið fjölmargar ef tekið er mið af bágu atvinnuástandi í land- inu og ekki síst í heimi íjölmiðl- anna. Nú þykir liggja nokkuð ljóst fyrir að Sigrún Stefánsdóttir, lektor í fjölmiðlafræði, og Vil- helm G. Kristinsson, formaður siðanefndar blaðamanna, hreppi stöðurnar. Ekki er þó endanlega búið að ganga ffá ráðningum en ef af verður kemur Sigrún til með að vera í hálfú starfi. Það hafa margir velt því fyrir sér hvort leyfilegt sé að sami starfsmaður þjóni tveim- ur vinnustöðum í ernu innan rík- isgeirans, en að sögn Sigrúnar er slíkt leyfilegt gagnvart Háskólan- um að því tilskildu að einungis sé um hálfa stöðu að ræða. 1 fram- haldi af því má ímynda sér að það hljóti að vanta í hálfa stöðu á fréttastofunni. Námsbraut í fjölmiðlafræði mun fara af stað eins og til var ætl- ast í vetur, en um tíma leit út fýrir að ekki yrði af kennslu. ÓLAFUR ARNARSON. Veit kannski ekki margt um bíó en sest í voldugan kvikmyndasjóð. RAGNAR ARNALDS. Ætlar að víkja af fundi í Kvikmyndasjóði. HRAFN GUNNLAUGSSON. Líklega ætlar hann að sitja sem fastast. SIGRÚN STEFÁNSDÓTTIR. Er í lektorsstöðu í Háskólanum, en líka fréttamannsstöðu hjá Sjónvarpinu. UMMÆLI VIKUNNAR „Þau spurðu um allt milli himins ogjarð- ar og ekki síst um náttúru landsins. “ Jóhann Sigurjónsson, konunglegur leiðsögumaður. aö fá sér ifavini ff á þvf að segja að ríkisstjórn Islands hefur ekki svarað bréfi undirritaðs, sem sent var fyrir meira en fjórum mánuð- um.“ Gunnar Birgisson Hann hefuralltafverið hógvær „Ég tefldi nokkuð vel.“ Má ekki loka? „Við höfúm engin tiltæk ráð önn- ur en að auka þarna hlutafé ennþá einu sinni.“ Sigurður Markússon í útfararnefnd SÍS Merkilegt! „Vissulega er ég fýrirmyndarfaðir en ég er þó ,ekki eldri en 22 ára.“ nema sjálfsmorð! „Við erum að skoða allar leiðir og útilokum ekkert.“ Bobby Fischer eilifðarheimsmeistari Kristófer Helgason Ijúflingur Davíð Oddsson forsætisráðherra Eða jarða Blikana undir henni „Nú er bara að ná í þessa þúfu á Kópavogsvellinum og ramma hana inn.“ Ömar Jóhannsson þjálfari peir 9,ö milljarða. 490 próeenta aukninp. Effram heldur eem horfir munu bankarnir Ea æt\a éq að vera fluttur af landi brott.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.