Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 22

Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. SEPTEMBER 1992 BETRA ÚTHT Enn gætir áhrifa frá sjöunda áratugnum þótt þau séu mun minna áberandi en verið hefur. (haust og vetur verða brúnir litir og nátt- úrulegir allsráðandi svo og mattir varalitir. Förðun fyrirsætunnar var í höndum Línu Rutar í Förðunarmeistaranum. Andlitsfarði fylgir tískusveiflum rétt eins og fatnaður, svó sem alkunna er. í haust og vetur verða brúnir og náttúruleg- ir litir áberandi og varalitir eru mattir. Brúnu litirnir geta verið bæðir Ijósir og dökkir eða farið út í fjólubláa og vín- rauða tóna. Náttúrulega útlitið stendur alltaf fyrir sínu, en það er eins með andlitsfarðann og fatatískuna; flest er leyfi- legt. Konur virðast þó ekki eins mikið málaðar þegar notað- ir eru brúnir litir. fé'lWbÁA. VWiÁa Förðun sjöunda áratugarins er ekknengur í tísku þótt enn gæti nokkurra áhrifa frá henni. „Eyelinerinn" siturtil að mynda eftir og gerviaugnhárin eru ekki horfin enn. bau eru hins vegar ekki jafnáberandi og verið hefur en algengt er að keypt séu stök augnhár og þeim stungið á milli náttúrulegra augnhára til að setja ákveðinn svip. Einn Ijós litur er settur ofan á augnlokið og pínulítil skygging undir augnbein og dregin er sterk lína yfir augnlokið. Augabrúnir eru sterkar og vel lagaðar en eilítið nettari en verið hefur undanfarið. Tískufarðann þola ekki allir og hæfir hann aðeins stúlkum og yngri konum. Stórar, þykkar varir tolla enn í tískunni og öllum brögðum er beitt til að gera þær sem fyllstar. Mikið er um Ijósa, brúna og náttúrulega varaliti en þeir rauðu standa þó alltaf fyrir sínu, sérstaklega á veturna. Helst skal nota varalitablý- ant til að varirnar sýnist fyllri. Þær sem vilja fylgja straumn- um reyna að stækka varirnar, en það er gert með því að forma línu varanna fyrst með blýanti og pensla síðan vara- litinn inn í til að ná fallegum, beinum útlínum. Það á aldrei að bera varalitinn beint á í varalitaforminu. eU* Kinnalitir eru ekki í tísku en það er oft fal- legt að nota örlítið af honum rétt til að skerpa kinnbeinin. Ekki þannig að það sjá- ist heldur á þann hátt að eingöngu bregði fyrir tóni. Kinnalit á alltaf að bera ofan á kinnbeinin. Ef kona er breiðleit og vill hækka kinnbeinin má setja örlítinn dökk- an lit undir þau og Ijósan að ofan og fá þannig ákveðna skugga í andlitið. Munið að Ijóst dregur fram og dökkt ýtir inn. X/f/K/f/K' Stiklað á stóru í gegnum sögu snyrtingar Frá ómunatíð hefur mannskepn- an haft takmarkalausa þörf fyrir að fegra útlit sitt. Aðferðirnar og tískan í þessum efnum hafa breyst stórlega í gegnum aldirn- ar og á sá háttur, sem nú er hafður á, lítið skylt með ýmsu skringilegu sem áður tíðkaðist. Eða hverjum dytti til dæmis í hug nú til dags aó taka upp á því að maka krít framan í sig eða gylla á sér neðri vörina? \Cct í líAÁw^b-yh. Ekki eru heimildir til um hve- nær það var eða hvar, sem maðurinn tók upp á þeim ósköpum að brúka andlitsfaróa. Elsta vitneskja um notkun á snyrtivörum hefur verið rakin til forn- Egypta, en þeir voru býsna duglegir við að nota fegrunar- smyrsl og báru iðulega áberandi andlitsfarða, jafnt konur sem karlar. Ilmolíur voru notaðar til að mýkja og þrífa húðina, enda fyrir tíma sápunnar, og sterkur hennalitur til að flikka upp á neglur, lófa og iljar. Eitt létu Eg- yptar aldrei vanta og þaó voru svörtu strikin í kringum augun sem máluð voru með kolum. Lýsandi dæmi um það er Kle- ópatra drottning sem m.a. var kunn fyrir sérstætt útlit sitt — kolbikasvart hár og glæfralega augnmálningu. Margir Egyptar rökuðu af sér augabrúnirnar og settu í staðinn svört strik, auk strikanna í kringum augun, og því ekki hægt að segja annað en menn hafi verið ágætlega búnir til áugnanna á þessum tíma. Snyrtingin varafar mikil- væg athöfn og hluti af daglegu munstri forn-Egypta. Og svo sem ekki aðeins meðal lifenda, því það þótti afar mikilvægt að fara vel farðaður í kistuna, til að vera vel búinn undir næsta líf. Ka*X Forn-Grikkir voru heldur ekki að spara við sig þegar ilmvötn og snyrtivörur voru annars veg- ar. Auk þess sem það þótti sjálf- sagt að ganga um ilmandi og með andlitsmálningu gegndu snyrtivörurnar mikilvægu hlut- verki við helgiathafnir og.lækn- ingar. Grískar konur notuðu blý sem andlitsfarða og báru skín- andi rautt litarefni á varir og kinnar. Dökk málning var notuð á augun og þess eru jafnvel dæmi að konur hafi notað gerviaugnhár. Bæði konur og karlar höfðu mikið dálæti á Ijósu hári og lögðu oft á sig ómælt erfiði til að breyta háralit sínum. Var það gert með því að bera smyrsl í haddinn og sitja síðan tímunum saman í brenn- andi heitri sólinni, uns hárið uppl itaðist. Um 454 fyrir Krist tóku róm- verskir karlmenn upp á því að sneiða af sér skeggið sem áður hafði fengið að vaxa óáreitt öld fram af öld og varð upp úr því vinsælt að ganga um vel rakað- ur. Ljóst hörund var gæðamerki tískukvenna sem notuðu krít sem farða, og voru þær í því meiri metum sem þær voru hvítari. Rómversku böðin höfðu gífurlega mikilvægu hlutverki að gegna í lífi Rómverja, en þar hugðu menn ekki aðeins að lík- amshirðu heldur voru böðin hálfgerður samkomustaður þangað sem menn fóru til að sýna sig og sjá aðra. JewhWUhWi. 'UJXaXm. Meðal Austurlandabúa fyrr á öldum líktist andlitsförðun meira list en snyrtingu og er svo reyndar enn, t.d. um japanskar lagsmeyjar — geisjurnar. Jap- anskar tískukonur notuðu þá hvítan farða á andlitið, rétt eins og þær kínversku, hárauðan kinnalit og sumar kórónuðu allt með því að gylla neðri vörina. Þveröfugt við ímynd okkar tíma svertu japanskar konur tennur sínar og rökuðu auk þess auga- brúnir og máluðu nýjar. Frum- stæðir ættbálkar í Afríku gátu státað af sérlega skrautlegri and- lits- og líkamsmálningu, svo ekki sé talað um frumlega hár- greiðslu þeirra, og er svo reynd- ar víða enn. í Ástralíu voru frumbyggjarnir ósparir á húð- flúrið, enda þótti það hin mesta prýði. Auk þess voru líkami og andlit máluð í öllum regnbog- ans litum, sem unnir voru m.a. úr antilópublóði, mykju, sóti og laufi. Tvffvt. Óhjákvæmilega verður að fara hér með ógnarhraða yfir sögu snyrtingarinnar en þó er full ástæða til að staldra aðeins við miðaldirnar. Óhraust- legt útlit þótti aðalsmerki og því héldu konur ótrauð- ar áfram að hvítkalka sig í framan. Notaðir voru marg- litir augnskuggar og örfínar svartar línur dregnar eftir augnlokunum, í anda forn- Egyptanna. Á fjórtándu öld varð mikil breyting á auga- brúnatískunni er konur tóku upp á að plokka sig svo eftir urðu aðeins örmjóar, ræfilslegar línur. Tími óhófsins, valdatími Maríu Antoinette Frakklands- drottningar 1755 til 1793, er forvitnilegur kafli í sögu snyrt- ingar, enda með algjörum ólík- indum upp á hverju var tekið til að fegra útlitið. Konur böðuðu sig upp úr mjólk og jarðarberj- um og notuðu yfirgengilega mikið af snyrtivörum. Varir og kinnar voru bleikmálaðar og andlitið stíft af púðri. Mikill íburður var í klæðaburði og ýmsu skarti, og bæði menn og konur skörtuðu himinháum hár- kollum sem púðraðar voru hátt og lágt. Eftir gegndarlaust óhóf í andlits- förðun, hársnyrtingu og fata- tísku tók við tímabil íburðar- leysis — Viktoríutímabil ní- tjándu aldarinnar. Andlitsfarði þótti mesti óþarfi og segir sagan að konur hafi frekar klipið sig í kinnarnar og bitið í varirnar til að ná fram roða en að nota varalit og púöur. Þegar tuttug- usta öldin gekk í garð voru kon- ur því orðnar langþreyttar á íburðarleysinu og meira en til í að fara að setja liti framan í sig. Um 1920, í kjölfar iónbyltingar- innar, fóru konur að klippa hár- ið stutt og augnskuggar og vara- litir í ýmsum litum komu fram á sjónarsviðið. Snyrtivörufyrirtæki spruttu upp í Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi og litir, krem og olíur af öllum hugsan- legum gerðum flæddu yfir svelt- an markaðinn. Kvikmynda- stjörnur urðu fyrirmyndir kvenna um allan heim, ekki síst hvað varðaði hártísku, og áttu vinsældir liðaðs hárs og Ijóss einmitt upptök sín á hvíta tjald- inu. Sú varð áfram þróunin á stríðsárunum, og þegar eitthvað nýtt í tískunnar málum sást á hvíta tjaldinu hermdu milljónir kvenna eftir. Á þessum tíma voru augabrúnir mjúkar og bogadregnar og augnskuggar og varalitirí mildum litum. Þrátt fyrir vöruskort af völdum heims- styrjaldarinnar jókst sala á snyrtivörum og hreinsikremum jafnt og þétt. Aií/wi í kjölfar velmegunarinnar eftir stríð jókst enn almennur áhugi á andlitsförðun, hárgreiðslu og fatatísku. Hárgreiðslustofur döfnuðu og húðsnyrti- og nudd- stofur spruttu upp. Á árunum 1950 til 1960 voru augnblýant- ar, breiðar augabrúnir og þykk- ar varir í tísku og fölsk augnhár slógu í gegn. Vara- og kinnalitir voru að mestu í Ijósum litum. Á árunum eftir 1970 hófst fram- leiðsla á ýmsum nýjum vörum fyrir húð og hár. Þrátt fyrir að tími blómabarna gengi í garð og unga kynslóðin hunsaði allar snyrtivörur risu nýjaröldur og áhugi á betri umhirðu húðar- innar vaknaði. Sífellt var verið að finna upp nýjar og betri leið- ir til að snyrta og hirða húðina, bæði andlit og líkama. Augn- málning varð mjög áberandi með skærlitum augnskuggum og dökkum lit í kringum augun. Eftir róstusaman tíma friðarbylt- ingar og kvenréttindabaráttu gekk níundi áratugurinn í garð. Þar með var horfið aftur til for- tíðarinnar og andlitsförðun fékk á sig klassískara yfirbragð. Undanfarið hafa hártíska og förðun sjöunda áratugarins tröllriðið öllu með áberandi augnmálningu og túperuðu hári, og hafa íslenskar konur ekki látið það framhjá sér fara frekar en aðrar sveiflur sem orð- ið hafa í tískunni síðustu ára- tugi. En þróunin í tískuheimin- um er óþægilega hröð og þetta „útlit" áranna í kringum 1960 er nú á undanhaldi. Það sem nú er að ná yfirhöndinni er fágaðra og náttúrulegra yfirbragð, þó áfram verði vart einhverra leifa af tísku sjöunda áratugarins. Augnmálning verður nú ekki eins glannaleg og hlutlausari fölsk augnhár koma í stað þeirra þykku og löngu sem verið hafa við lýði og vafist fyrir margri konunni — í orðsins fyllstu merkingu.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.