Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 38

Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 38
36. tbl 3. árgangur GULA PRESSAN Fimmtudagur 17. september Gekkst Hannes Hólmsteinn undir plastikskurðaðgerðir til að líkjast Margréti Thatcher? f ■ ■ EKKIMIN SOK EF VID MAGGA ERUMLIK segir Hannes, sem neitarþví að hafa farið í fegrunaraðgerðir. Þetta er óhugnaniegt, - segir Þorbjörn Broddason, samstarfsmaður Hannesar. Það ereins og að fyigjastmeð innrás líkams- ræningjanna að horfa upp á manninn breytast hægt og bítandi íjárnfrúna. Súgfirðingar leita lausna á byggðavandanum KEMUR TIL GREIIUA AÐ FLYTJA RYGGfl- INA ÚT Á SJQ Það er eðlilegt nú þegar frystingin er farin út á sjó að fólkið fylgi á eftir, - segir Grímur Viðarsson, deildarstjóri í Byggðastofnun. Ég á mér þann draum að íbúðarskip muni elta uppi frystitogarana og síðan fylgi skólaskip, kirkjuskip og kaupfélags- skip á eftir. Þetta er eina lausnin sem við á Byggðastofnun sjáum á vanda lands- byggðarinnar, - segir Grímur Viðarsson. Efnahagstillögur ríkisstjórnarinnar Um 300 þúsund krónur koma í hlut hverrar fjölskyldu og á skuldin að vera greidd fyriráramót. Okkur fannst þetta einfaldlega hreinlegri lausn en að vera sífellt að velta þessari skuldasúpu á undan okkur, - segir Davíð Oddsson. Samkvæmt útreikningum fjármálaráðuneytisins á at- kvæðasölu einstakra þing- manna hefði ríkissjóður haft mestar tekjur af Árna Johnsen á árinu 1991 eða um 240 þúsund krónur. Skattstofn virðis- aukaskatts víkkaður KAUP OG SALA Á ATKVÆÐUM GERÐ SKATT- SKYLD Hugsanlegt að það verði flókið að reikna út skattinn afhrossakaupum á borð við þegar landsbyggðar- þingmaður fær vegar- spotta í kjördæmið gegn því að samþykkja skatt á íþróttir, - segir Friðrik Sop- husson fjármálaráðherra. LANDSBANKiniN LEVSIR TIL SÍN EIGNIR SAMBANDSINS Höfum lengi leitað að góðum tapmöguleikum fyrir bankann, - segir Sverrir Hermannsson. Ef eignir Sambandsins uppfylla ekki tapþörf bankans höfum við hug á að kaupa landbúnaðarráðuneytið, - segir Sverrir Hermannsson bankastjóri. Eins og sjá má á þessum myndum er orðinn ótrúlegur svipur með þeim Hannesi Hólmsteini og Margréti Thatcher. Reykjavík, 17. september. Samkvæmt heimildum GP hefur Hannes Hólmsteinn Gissurarson, dósent í stjórn- málafræði við Háskóla íslands, gengist undir röð af plastik- skurðaðgerðum í því augna- miði að líkjast Margréti Thatc- her, fyrrverandi forsætisráð- herra Breta, sem allra mest. Saga hans minnir þvi um margt á tilraunir Michaels Jackson til að líkjast Díönu Ross. „Ég hef ekki gengist undir nein- ar aðgerðir," sagði Hannes þegar GP bar þetta undir hann. „Ef við Magga erum lík þá er það af nátt- úrulegum ástæðum; nema ef hún hefur gengist undir einhverjar að- gerðir til að líkjast mér. Um það get ég ekkert sagt.“ „Það hefúr verið óhugnanlegt að fylgjast með því hvernig mað- urinn hefur breyst stig af stigi,“ segir Þorbjörn Broddason, sam- kennari Hannesar. „Þetta er eins og að horfa á bíómyndina Innrás líkamsræningjanna (e: Invasion of the Body Snatchers). Fyrst hafði maðurinn sömu skoðanir og Thatcher, síðan fékk hann húm- orinn hennar, þá röddina og nú er hann kominn með útlit jámffúar- innar.“ Samkvæmt heimildum GP hef- ur Hannes gengist undir þessar aðgerðir í Kalifomíu, en þar hefur hann dvalið í námsleyfi og á laun- um ffá Háskólanum. Það er meðal annars út af þessu atriði sem mál- ið hefur verið tekið fyrir á fundum Háskólaráðs. „Háskólinn gerir engar athuga- semdir við útlit eða útlitsbreyting- ar kennara," segir Sveinbjörn Björnsson háskólarektor. „Ef skólinn ætti að skipta sér af útliti kennara þá mundi hann sjálfsagt styrkja þá suma til fegrunarað- gerða ffekar en standa í vegi fyrir slfku.“ Tilraunaútsendingum Sýnar hætt ÉG TEL AÐ TIL- RAUnilAI HAFI KOMIÐ MJÖG VELÚT Við höfum aflað upplýsinga um hvernig staðið skuli að útsending- um á óvenjustuttri og óvenjuleiðin- legri dagskrá, - segir Páll Magnús- son sjónvarpsstjóri. Nú þegar þessar upplýsingar liggja fyrirer bara eftir að finna einhver not fyrir þær, - segir Páll um reynsl- una af tilraunaút- sendingum Sýn- Bárður Ólafsson vélvirki ætlaði að kvænast Berg- lindi en misskildi bendingar prestsins, settist í stól svaramanns- ins og horfði upp á sína heittelsk- uðu giftast svaramanninum og æskufélaga Bárðar. \ iÆm Ung kona í Árbænum GIFTIST SVARA MANNI BRÚDGt ANS FYRIR MIS- SKILNING Ég var svo stressuð að ég vissi ekkert hvað ég var að gera, - segir Berglind Guðmundsdóttir hárgreiðslu- 68 55 raso

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.