Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 27

Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. SEPTEMBER 1992 27 T> A-J æjarins besta á fsafirði greinir ffá því að Zophanías Þorvaldsson á læk í Dýrafirði, sem á og rekur dúnhreinsistöð, sitji uppi með dún að verðmæti fjögurra milljóna króna sem hann getur ekki selt. Zophanías segir í viðtali við blaðið að dúnmarkaðurinn í Evrópu og Japan sé hruninn. Hann kennir kreppu um en seg- ir dýravemdunarsamtök ltka eiga sök á hvernig komið er. ,JvIér skilst að í fyrra- vetur hafi verið sýnd ungversk frétta- mynd í Þýskalandi þar sem sýnt var hvernig gæsir voru hreinlega reyttar lif- andi nokkrum sinnum á ári fyrir fjaðrim- ar... Fólk setur því miður oft samasem- merki á milli dúns og fiðurs,“ segir Zop- hanías. Hann segist ætla að bíða um stund og sjá til hvort markaðurinn lagast ekki eitthvað... ZJ X X reppsnefnd Gerðahrepps krefst þess að nú þegar verði boðað til lands- þings Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hreppsnefndin telur að sambandið hafi ekkert gert til að kynna vinnu- brögð sameiningar- nefndar þeirrar er Jó- hanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra skipaði, en hlutverk nefndarinnar er að athuga möguleika og hagræði við sameiningu sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Suðurnesjafréttum. Hreppsnefndin telur fréttir fjölmiðla af starfsemi sameiningamefndarinnar sýna að eingöngu sé tekið tillit til hagsmuna og þarfa ríkisins og stærri sveitarfélaga á kostnað þeirra minni þegar talað er um fækkun sveitarfélaga í landinu. Hrepps- nefndin krefst því landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga nú þegar til að ræða stöðuna... s VwJú saga hefur gengið í bænum að það hafi verið Ragnheiður Dávíðsdóttir sem klippti númerin af bíl Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrir skemmstu, en Ragn- heiður hefur starfað í lögreglunni í sumar. Þetta hefði náttúrlega verið hefnd ársins, en þvf miður er sagan of góð til að vera sönn. Hinir árvökulu lögregluþjónar í þessu til- felli hétu Sigurður Sigurðsson og Snorri Magnússon. Að því er best er vit- að eiga þeir engra harma að hefna gagn- vart utanríkisráðherra... TZ" XXxeppan gerir vart við Sig á ólíkleg- ustu stöðum. Nemar í tölvunarfræði hafa haldið veglega tölvusýningu á hverju ári og notað afraksturinn til að fjármagna ýmiss konar starfsemi á sínum vegum. Það verður ekkert af slíkri sýningu í ár. Ástæðan? Tölvufyrirtækin virðast ekki hafa efni á að borga þátttökugj aldið... M argar óvenjulegar og framlegar beiðnir koma fýrir borgarráð Reykjavíkur og ein slík kom frá Svanhildi Koiu-áðs- dóttur, fyrrverandi rit- stjóra Mannlífs. Svan- htldur fór fram á styrk frá borginni til að afla gagna um „ímynd Reykjavíkur“. Því miður hafnaði borgarráð beiðninni.., SUZUKI-UMBOÐIÐ HF. SKÚTAHRAUN 15,220 HAFNARFJÖRÐUR, SÍMI: 651725 $ SUZUKI P JL yrir skömmu var sagt frá því að Þórður Ásgeirsson yrði næsti forstöðu- maður Fiskistofu, en það er Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra sem veitir embættið. Það var reyndar ekki úr miklum fjölda umsækjenda að velja því aðeins sóttu tveir um þetta ágæta starf, Þórður og Guð- mundur Karlsson, fýrrverandi alþingis- maður sjálfstæðismanna úr Vestmanna- eyjum og núverandi framkvæmdastjóri. Þorsteinn mun hafa lent í mestu vand- ræðum með að velja á milli þeirra og end- að á því að ráða Guðmund líka, en eftir er að finna starf fyrir hann hjá hinu opin- bera... að að Þórður Ásgeirsson skuli vera að sækja um hjá hinu opinbera þýðir væntanlega endalok Baulu, fyrirtækis hans. Rekstur Baulu hefur gengið afskap- lega illa undanfarin ár vegna samkeppni við mjólkurrisann. Mun nú svo vera komið að líf fyrirtækisins er að mestu í höndum Mjólkursamlags Húsavíkur... Verslun um helgar: I Kolaportinu er lítið um barlóm og krepputal því seljend- um þar ber flestum saman um að haustið nafi venð alveg æv- intýralega gott og gamalgrónir seljendur segja mikla aukn- ingu vera a sölil fra sama tíma í fýrra. Þá er einnig áberandi ao sunnudagarnir verða sífellt vinsælli verslunardagar og margir kaupmenn í Kolaportinu segjast selja mun betur a sunnudögum en laugardögum. Það er athyglisvert hve vel gengur í Kolaportinu nú þegar samdráttur er á flestum sviðum verslunar, en þetta kem- ur aðstandendum Kolaportsins ekki á óvart. „Það er vafalaust rétt að fólk hafi nú minna á milli handartna,“ segir Jens Ingólfsson, framkvæmdastjóri Kola- portsins, „en þá leggja menn lfka um leið meiri áherslu á að fá meira fyrir pening- ana sína og versla þar sem vöraverð er hagstæðast." Kompudótið vinsælt í Kolaportinu gildir sú regla að þar getur hver sem er selt hvað sem er, svona innan ramma laga og velsæmis, og sam- kvæmt skoðanakönrtunum hafa meira en 15.000 manns prófað slíkt þessi tæp fjögur ár sem markaðstorgið hefur verið starffækt. Fjölskyldur og vinahópar taka sig gjarnan saman um að hreinsa úr kompunum og fataskápunum. Sam- kvæmt talningum koma að meðaltali um 10.000 gestir í Kolaportið á venjulegum markaðsdegi og sú tala getur jafnvel tvö- faldast þegar eitthvað sérstakt er um að vera. Þá er jafnvel ekki óalgengt á mesta álagstíma að gestir bíði hundruðum saman í biðröð eftir að komast inn í Kolaportið, því reynt er að gæta þess að ekki myndist of mikill troðningur í hús- inu. Meira fyrir peningana Þó að kompudótið svokallaða sé vin- sælt í Kolaportinu er þar einnig mildð af sölubásum með nýja muni af öllu mögu- legu tagi og ekki má gleyma fjölbreyttu úrvali matvæla, sem markaðstorgið er þekkt fyrir. „Ég held að hér sé hægt að selja nánast alla hluti með góðum ár- angri,“ segir Jens, „og ég er sannfærður um að verslun í Kolaportinu á eftir að halda áffam að aukast jafnt og þétt. Aukatekjur eða atvinna Sífellt fleiri átta sig á því hve auðvelt er að afla sér aukatekna eða jafnvel lifa af sölumennsku í Kolaportinu. Tilkostnað- urinn við að selja þar er tiltölulega lítill og þess vegna hægt að hafa álagninguna minni og vörurnar ódýrari en annars staðar þekkist. Það er nú allur Ieyndar- dómurinn á bakvið þetta fræga „Kola- portsverð" og þessa miklu sölu.“ Auglýsing Mikil verslun og ekkert krepputal f Kolaportinu. Vaxandi vinsældir Kolaportsins Nlaslhiiuia P292 SAMBYGGT FAX OG LJÓSRITUNARVÉL ÞAÐ ÓDÝRASTA SEM NOTAR VENJULEGAN PAPPÍR OPTÍMA ÁRMtiLA 8 - SÍMI67 90 00

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.