Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 13
Egill Eyfjörð Eiríksson
FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. SEPTEMBER 1992
13
MEB 90 MILLJðNA
GJALDÞROT
jttrpfawát, 'l ...— A9Púy' G/fi.
Nc/KX. z Lz$t (.'2m ú
* /Lti W/-V Arftfy/ísr'*», tý tsfift fr'Z'/>i’n»f/t/ f4ttu/»<i; t*tJi/*Mttttt tttr/
‘y
TT
<>?**-*'■ ESS HF.
Ki. 6Si 1X94499 S'x-í
A BAKINU
0G HEFUR HÚS AF
ÖLDRUDUM HJÚNUM
Víxillinn sem gömlu hjónin
segja að séfalsaður.
Að þeirra sögn breyttist
hann úr 100.000 króna
víxli í 3.100.000 króna víxil
ímeðförum Egils.
Hæstiréttur hefur til meðferðar
kærumál vegna uppboðsbeiðni á
stóru einbýlishúsi í Reykiavík.
Beiðnin er í raun lokahnykkurinn
á langri viðskiptasögu þar sem
ljóst er að þeir sem verða fyrir til-
finnanlegasta tjóninu eru öldruð
hjón á áttræðisaldri. Einbýlishús
þeirra er mjög veðsett vegna við-
skipta sem þau hafa með óbein-
um hætti blandast inn í og má
segja að þau séu þar í hlutverki
fórnarlambsins. Þau báðust und-
an því að nöfn þeirra væru nefnd í
greininni.
Upphaf málsins má rekja til
þess er þrír menn kynntust við
meðferð á Vogi og ákváðu að
hefja veitingarekstur á Laugavegi
22, en sá staður hefúr löngum ver-
ið kallaður 22.
Einn þessara manna var Egill
Eyjjörð Eiríksson en annar hinna
er sonur gömlu hjónanna. Þriðji
maðurinn í rekstrinum var síðan
Sveinn Sævar Valsson. Utan um
reksturinn var stofnað fyrirtækið
ESS hf. og var stofnfundur hald-
inn 23. nóvember 1989. Gömlu
hjónin voru í upphafi skráð fyrir 5
prósenta hlut hvort og skráð sem
varamenn í stjórn. Hinir þrír áttu
30 prósent hver.
Miklar endurbætur hófust á
húsnæðinu og sagði aðili sem þar
átti hlut að máli að stórhugur
hefði ríkt í upphafi, en rekstur
veitingastaðarinsn N1 Bars á
Klapparstíg var samtvinnaður
rekstrinum. í upphafi höfðu Egill
og sonur hjónanna prókúru.
Strax í maí 1990 verða hins veg-
ar breytingar á fyrirtækinu.
Sveinn Sævar selur hlut sinn
tveimur ungum stúlkum, sem
voru það ungar að þær gátu ekki
sest í stjórn fyrirtækisins. Um leið
gengur sonur gömlu hjónanna út
og Egill er einn eftir með prókúru-
umboð. Hjónin eru hins vegar
flutt upp í fyrirtækinu sem með-
stjórnendur, en í samtali við
blaðamann upplýstu þau að þau
hefðu aldrei haft nein afskipti af
rekstrinum og reyndar litla sem
enga innsýn haft í hann.
SKILAÐIPRÓKÚRU EFTIR
EINNDAG
Um haustið, nánar tiltekið 24.
október, skilar Egill inn prókúru-
umboðinu og við því tekur Jakob
A. Traustason, en samkvæmt
heimildum blaðsins mun hann
hafa lánað mikið til rekstrarins.
Jakob var hins vegar ekki með
prókúru fyrir ESS hf. nema einn
dag, því 25. október skilar hann
inn tilkynningu um að hann sé
hættur með prókúru og síðan
virðist fyrirtækið hafa beðið ör-
laga sinna þar til skiptum lauk.
En áður en þetta gerðist var bú-
ið að flækja gömlu hjónin í marg-
víslegar ábyrgðir. Eftir miklu var
að slægjast þar, því þau búa í
stóru einbýlishúsi sem var með
tiltölulega hreint veðbókarvott-
orð. Viðhaldi er reyndar ábóta-
vant á húsinu en líklegt má telja
að á milli 16 og 18 milljónir króna
fengjust fyrir það. Vegna þessara
viðskipta er húsið nú mjög veðsett
og eins og áður segir er beðið eftir
niðurstöðu Hæstaréttar um lög-
mæti þeirra krafna sem standa á
bak við uppboðsbeiðni á húsinu.
KÆRÐU MEINTA FÖLSUN Á
VÍXLIEN ÁN ÁRANGURS
Áður en Egill losaði sig út úr
ESS fékk hann gömlu hjónin til að
skrifa upp á víxil. Þau segja að
upphafleg fjárhæð víxilsins hafi
verið 100.000 krónur en síðan hafi
tölustafurinn 3 verið settur fram-
an við. Víxillinn hafi því farið upp
í 3,1 milljón króna, en gömlu
hjónin játa að þau hafi boðið upp
á misneytingu vegna þess að þau
gleymdu að fýlla út bókstafahluta
hans. Víxillinn var undirritaður
10. ágúst 1990.
Skömmu síðar var gefið út
tryggingabréf fyrir víxlinum og
fleiri skuldum, samtals 4.240.000
krónur. Undir það tryggingabréf
rita gömlu hjónin og bera því við
að þau hafi treyst þeim sem þar
voru viðstaddir og ekki áttað sig á
því hvað um var að ræða.
Tilurð vlxilsins og meint fölsun
hans var kærð til Rannsóknarlög-
reglu ríkisins, sem afgreiddi málið
í desember 1991. Segir í bréfi frá
RLR að „...eins og málið liggur
fyrir þykja ekki vera komin fram
gögn sem leitt geti til saksóknar og
hefur rannsókn verið hætt“. Ekk-
ert kom því út úr rannsókn RLR,
en ekki fengust upplýsingar um
hvort rithandarrannsókn hefði
fariðfram. -
ESS HF. FÓR í 50 MILLJÓNA
KRÓNA GJALDÞROT
En fyrirtækinu ESS hf. varð
ekki auðið langra lífdaga. Bú ESS
var tekið til gjaldþrotaskipta með
úrskurði Skiptaréttar Reykjavíkur
uppkveðnum þann 3. febrúar
1992. Skiptameðferð lauk 18. maí
án þess að nein greiðsla fengist
upp í lýstar kröfur, sem samtals
voru að fjárhæð 50.805.438 krón-
ur.
Almennar kröfur voru upp á
46.896.333 krónur en forgangs-
kröfúr 3,9 milljónir króna. Þar var
fyrst og fremst um að ræða launa-
lífeyris- og orlofskröfúr. Þær lentu
á ríkissjóði og má geta þess að
einn starfsmanna veitingastaðar-
ins sagðist í samtali við blaða-
mann hafa fengið launin greidd í
vor sem leið.
Einnig má sjá af kröfúskránni
að bankastofnanir, eins og
SPRON og íslandsbanki, hafa átt
þarna inni verulegar kröfur. Þá er
grafa frá Gjaldheimtunni upp á
7,8 milljónir króna og 13 milljóna
króna krafa frá tollstjóraembætt-
inu.
EGILL Á SAMA TÍMA í 40
MILLJÓNA GJALDÞROTI
Það vekur reyndar athygli til
hve mikilla skuldbindinga Agli
hefúr tekist að stofna, en eftir því
sem næst verður komist hefur
hann sjálfur ekki haft úr digrum
sjóðum að taka.
Skiptameðferð á persónulegu
þrotabúi hans lauk um það bil
mánuði seinna en lokin á skiptum
ESS. Skiptameðferð fór fram hjá
bæjarfógetanum í Keflavík og
voru lýstar kröfur upp á
40.717.212 krónur. Engar eignir
fúndust hins vegar í búi hans. Að
mestu leyti er þar um að ræða víx-
il- og skuldabréfaskuldir og er
dómur reyndar genginn í ákaflega
mörgum þessara mála. Athygli
vekur hve miklu lánastofnanir
eins og íslandsbanki, SPRON og
Sparisjóður Keflavíkur tapa á
gjaldþroti Egils.
Egill sjálfúr hefúr reyndar áður
verið til umfjöllunar hér í PRESS-
UNNI þó að með óbeinum hætti
sé. Hann var skráður í forsvari
fyrir fýrirtækið Rolf hf., sem notað
var sem svikamylla í viðskiptum í
kringum Úlfar Nathanaelsson.
Einnig átti Egill í töluverðum við-
skiptum tengdum Eyvindi Ólafs-
syni, bílasala í Keflavík.
Egill sagðist ekki vilja svara
spurningum blaðamanns um
þetta mál, en hann er nú búsettur
í Njarðvík.___________________
SigurðurMár Jónsson
ESS hf. rak ekki veitingastaðinn 22 í langan tíma en gjaldþrotið varð
þó upp á 50 milljónir. Þar af þurfti ríkissjóður að greiða tæpar 4
milljónir króna í lífeyris-, launa- og orlofskostnað fyrir veitingastað-
inn.