Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 10

Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. SEPTEMBER 1992 FRIÐRIK Sophusson er týndur. Það er eina skýringin á þeirri ólfldegu niðurstöðu að hann er hvergi sjáanlegur á iista yfir óvinsæl- ustu stjórnmálamenn lands- ins, heldur dúkkar upp á hin- um listanum, yfir þá vinsæl- ustu. Þetta er ekki normalt. Það er ekki eðlilegt að fjár- málaráðherra í súrrandi skatt- píningu á mannlífinu og bull- andi niðurskurði á sjúklingum, háskólanemum og öðru undir- málsfólki skuli ekki vera hat- aðasti maður landsins. Eina skýringin er sú að fólk sé al- mennt búið að gleyma hver er fjármálaráðherra, sem aftur skýrist af því að hann sést aldrei né heyrist nema hann sé að rífast við ÓlafRagnar, for- niann flokksins sem er að týn- ast í sérvisku. Friðrik er meira að segja nteira týndur en ÖGMUNDUR Jónasson, formaður BSRB. Man einhver eftir að hafa séð Ögmund síðan hann blés í her- lúðra mánuðum saman áður en hann samdi um eitt komma sjö prósentin handa fólkinu sem Friðrik er núna að pína? Nú dúkkar Ömmi upp líka, ekki í kjarabaráttu, heldur til að segjast ekki taka afstöðu til EES- samningsins en vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um hann. Þetta er orðin algengasta fjarvistarsönnun þess sem finnur út af fyrir sig fátt að samningnum, en finnst eins og hann ætti samt að vera á móti. Til að vera ekki með. Einn maður sem hefitr hins vegar skoðun á samningnum er æL EYJÓLFUR Konráð Jónsson, sem lagði hausinn að veði fyrir þeirri skoðun og þurfti enga þjóðar- atkvæðagreiðslu. Eykon liggur yfirleitt ekki á skoðunum sín- um, en vildi samt ekki segja PRESSUNNI í síðustu viku hver væri uppáhaldshljóm- sveitin hans. Við vitum núna hver er ekki í náðinni hjá Ey- kon. Ian Anderson, rokkari og fiskalandi, keypti leifar úr þrotabúi fsnó, fiskeldisfyrir- tækis Eykons, og sagði svo að íslenskir fiskalendur væru heimskir. Þetta hafa fáir þorað að segja, ekki einu sinni ömmi, og er þetta þó frekar áhættulítil skoðun. Svoleiðis skoðanir hefur líka HJÖRLEIFUR Guttormsson sem óttast að fólk frá Miðjarðarhafslöndun- um komi til íslands að vinna. Einu sinni var Hjörleifur sósí- alisti og alþjóðasinni og fannst að fátækt fólk ætti ekki að vera fátækt ef hægt væri að hafa það öðruvísi. Núna hefur það breyst; fátæka fólkið er dökk- hært og útlent og Hjörleifur týndur í vörn fýrir kerfið. Þess vegna er Alþýðubandalagið líka að týnast. Það er ekki nema normalt. Nauðgunarmálið á Akureyri r ■ LA LKREGUN A NIBIIR- STÖHIM ÚR DNA-PRÚflNU? Efnið er hvorki vigtað né efnagreint áður Ný leigubílastöð væntanleg Undirbúningur er kominn vel á veg fyrir stofnun nýrrar leigu- bflastöðvar í Rykjavík. Starfsleyfi fékkst hjá Reykjavíkurborg í desember í fyrra og nú liggur fyrir vilyrði fyrir sex stæðum víðs vegar um höfuðborgar- svæðið. Stöðin kemst væntan- lega í gagnið snemma á næsta ári. Ástæðan fyrir stofnun nýs fyrirtækis er óánægja bílstjór- anna með stjórnun stöðvanna sem fýrir eru og þá þjónustu sem bílstjóramir fá þar. Að sögn Jóns Smith, eins aðstandenda fyrirtækisins, verður hið nýja fýrirtæki hlutafélag bflstjóranna sjálfra og hlutafjáreign skilyrði fyrir því að bílstjórar komi á stöðina. í núgildandi fýrirkomu- lagi eru bílstjórarnir sjálfstæðir atvinnurekendur, en kaupa ákveðna þjónustu af stöðvun- um. Ekki liggur fýrir nafn á nýju stöðinni, en gert er ráð fýrir að þar verði um eitt hundrað bílar í þjónustu. Það þýðir þó ekki fjölgun á leigubílum á höfuð- borgarsvæðinu, heldur koma þeir af gömlu stöðvunum, sem hafa nú á snæram sínum um sex hundruð bfla samtals. Leigubílastöðvum fjölgar bráðlega um eina, en bílarnir verða jafnmargir og þeir hafa vei ið. Neikvæð niðurstaða úr DNA-prófmu var orðin almannarómur og íjölmiðlaefni á Akureyri töluvert áður en lögreglan segir hana hafa borist til landsins. Ekkert benti til þess að maðurinn væri sekur áður en hann var handtekinn og færður í varðhald. en því er eytt Það vakti athygli fýrir skömmu þegar Böðvar Bragason lögreglu- stjóri viðurkenndi í fjölmiðlum að fíkniefnadeild lögreglunnar greiddi uppljóstrurum fýrir upp- lýsingar. Böðvar sagði þessar greiðslur vera í formi peninga, en nokkrir viðmælendur PRESS- UNNAR í fíkniefnaheiminum fullyrða að fíkniefnalögreglan hafi boðið þeim fíkniefni í skiptum fýrir upplýsingar. Lögreglan harð- neitar öllum slíkum viðskiptum og segir að öllum efnum, sem lagt er hald á, sé eytt með aðstoð lyfja- eftirlits ríkisins. Eftirlitið, sem haft er með þeirri eyðingu, tryggir hins vegar ekki að öllum fíkniefnum sé til skila haldið eins og vera ber. Fíkniefnin eru í vörslu lögreglu þangað til dómur er fallinn í við- komandi máli. Þau eru færð í efhaskrá og eru gögn í málinu, en teljast hins vegar eign sakbornings þar til dómari kveður á um að þau skuli gerð upptæk og þeim eytt. Eyðingin fer fram einu sinni á ári og eru efnin þá afhent fulltrúa lýljaeftirlitsins, sem á að ganga úr skugga um að þau séu í samræmi við færslur í bókum lögreglunnar. Fulltrúar lyfjaeffirlits og lögreglu fýlgjast síðan með því þegar efnin eru brennd. Þegar lyfjaeftirlitið fær efnin í hendur hefur það ekkert nema orð lögreglu fýrir því að þar séu á ferðinni réttu efnin í réttu magni. Lyfjaeftirlitið hvorki efnagreinir né vigtar efhin, heldur fýlgist með því að „sirka“ rétt magn sé afhent af hveiju efni. Guðrún Eyjólfsdótt- ir, forstöðumaður lyfjaeftirlitsins, sagði stofnunina aldrei hafa haft ástæðu til að ætla að misræmi væri milli þess sem stæði í lög- regluskýrslum og þess magns sem væri eytt. Langur tími getur liðið frá því að efni er tekið þar til dómur feÚur og að auki fer eyðing aðeins fram einu sinni á ári. Á þessum tíma geta efnin rýrnað töluvert, bæði að styrk og magni. Viðmælandi innan lögreglunnar benti á að am- fetamín og kókaín gæti rýrnað um allt að 20 prósent á tveimur til þremur árum vegna rakabreyt- inga í efninu. Þar fýrir utan er vonlítið að fýlgjast með þvf að efn- ið sem eytt er sé af sama styrkleika og það sem var tekið — sem sagt að það hafi ekki verið drýgt á ein- hvern hátt. Það er því fræðilega hugsanlegt að fíkniefnalögreglan geti skotið undan effti til að láta í skiptum fyrir upplýsingar. Einhverjum „Ég hleypi ykkur ekki nálægt mér," sagði Björn Halldórsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lög- reglunnar, þegar PRESSAN leit- aði leyfistil myndatöku af fíkni- efnum f vörslu deildarinnar. kann að þykja það ffeistandi fýrir lögregluna að spara sér þannig peningaútgjöld á tímum aðhalds, en lögreglan bendir á að það sé alltof áhættusamt fýrir þá að taka þátt í slíku. Þeir þurfi stundum að vinna á mörkum þess löglega, en greiðsla með fíkniefnum væri hreint lögbrot og enginn lögreglu- maður tæki áhættuna af að lenda í slíku máli. Til viðbótar við pen- ingagreiðslur er vitað að lögreglan hefur „verslað" við þá sem hand- teknir eru um vægari meðferð eða niðurfellingu ákæru gegn upplýs- ingum eða annars konar sam- vinnu við að upplýsa mál. DNA-keðja er röð frumeinda sem hafa að geyma erfðafræðilegar upplýsingar og er ekki eins í neinum tveimur einstaklingum. hafði milligöngu um prófunina, segir að skriflegar niðurstöður séu ekki komnar til landsins, en hann hafi fengið þær símleiðis í síðustu viku. Hins vegar er vitað að nei- kvæð niðurstaða í prófinu var orðin að almannarómi á Akureyri töluvert fyrr. Sterklega er að henni ýjað í forsíðufrétt í Degi á föstu- daginn, sem skrifuð var að minnsta kosti degi áður en lög- reglan segir niðurstöðurnar hafa komið til landsins. Á föstudaginn var maðurinn svo kallaður inn og honum tilkynnt um niðurstöð- una. Maðurinn hefur orðið fyrir verulegum erfiðleikum vegna þessa máls, enda fljótt að fréttast í bænum hver hafði átt í hlut. Hann mun nú íhuga skaðabótakröfu á hendur dómsmálaráðuneytinu, en vænta má að sátta verði leitað í málinu áður en til málaferla kem- ur. Á meðan er málið enn óupp- lýst og nauðgarinn gengur laus, en að sögn Gunnars Jóhannssonar er áfram unnið að rannsókn málsins af fullum krafti._____________ Karl Th. Birgisson Töluverð töf virðist hafa orðið á því að birtar voru niðurstöður úr DNA-rannsókn, sem fór fram í tengslum við nauðgunarmálið á Akureyri í sumar. Rannsóknar- lögreglan á Akureyri segir þær hafa borist til landsins síðastliðinn föstudag, en þær virðast þó hafa verið á margra vitorði töluvert fýrr. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að maðurinn, sem grunaður var um verknaðinn, er saklaus, en þær voru ekki kynntar honum fýrr en á föstudaginn, 11. septem- ber, og hafði þá birst frétt um þær í dagblaðinu Degi á Akureyri. Upplýsingar PRESSUNNAR benda til þess að rannsóknarlög- reglan hafi á sínum tíma verið bú- in að bíta í sig að maðurinn væri sekur og hafi ekki lagt mikið upp úr atriðum sem bentu til þess að svo væri ekki. Margt er óljóst um rannsókn málsins og ber heimild- um PRESSUNNAR ekki saman um mikilvæg atriði hennar. FÁTT SEM BENDLAÐI HANN VIÐ GLÆPINN Nauðgunin átti sér stað um klukkan 5 aðfaranótt fimmtu- dagsins 16. júlí. Þá braust maður inn í íbúð á Brekkunni á Akureyri, vopnaður hnífi og með andlitið hulið. í íbúðinni bjó kona ásamt tveimur börnum sínum og hótaði maðurinn að gera börnunum mein ef konan léti ekki að vilja hans. Vegna hótananna veitti konan ekki mikla mótspyrnu og maðurinn kom fram vilja sínum, en hún skarst lftillega á hendi í átökunum. Lögreglan viðurkenndi að hún hefði litlar vísbendingar til lausnar málsins, en sunnudaginn 26. júlí handtók hún Akureyring á fer- tugsaldri. Honum var haldið þar til eftir hádegi á þriðjudag og hafði þá verið tekið úr honum blóðsýni, sem ætlunin var að bera saman við sæðisleifar sem fundust eftir verknaðinn. Maðurinn hélt statt og stöðugt fram sakleysi sínu, bæði við yfir- heyrslur og fyrir dómara. Hann kvaðst hafa verið heima við þegar glæpurinn var framinn og þann framburð kannaði lögreglan hjá fjölskyldu hans, en Gunnar Jó- hannsson hjá rannsóknarlögregl- unni á Akureyri sagði í samtali við blaðið að ekki hefði verið hægt að færa sönnur á framburð manns- ins. Gunnar tók við rannsókn málsins af Daníel Snorrasyni, sem hafði umsjón með því þar til um síðustu mánaðamót er hann hóf störf hjá ríkissaksóknara í Reykjavík. I dagblaðinu Degi er skýrt frá því að armbandsúr hafi fundist á staðnum eftir verknaðinn og sam- kvæmt upplýsingum blaðsins bar úrið á góma við yfirheyrslur í mál- inu. Gunnar Jóhannsson sagði hins vegar í samtali við PRESS- UNA að ekkert úr hefði fundist og væri það misskilningur sem hefði komið fram í fjölmiðlum. Lögreglan vildi ekki upplýsa hvað varð til þess að maðurinn var handtekinn, en lýsing á hæð og líkamsvexti nauðgarans — lág- vaxinn og grannur — korii heim og saman. Ekkert kom fram við rannsókn málsins, sem benti til þess að hann væri sekur, en hann kom hins vegar við sögu lögregl- unnar í vor vegna máls allt annars eðlis. Svo virðist sem það hafi ver- ið ástæða þess að lögreglan ákvað að handtaka hann og yfirheyra. Mun fleiri voru yfirheyrðir, en hann einn handtekinn og úr hon- um einum tekið blóðsýni. Við val á fólki sem fært var til yfirheyrslu virtist áhugi lögreglunnar einkum beinast að þeim sem staddir voru á veitingastaðnum Kjallaranum umrætt kvöld og nótt, en sam- kvæmt upplýsingum blaðsins var maðurinn eldd staddur þar þá. KALLAÐURINN ÞEGAR BLAÐAFRÉTT BIRTIST Blóðsýni úr manninum voru send í rannsókn til Englands. Ekki er hægt að tímasetja endanlega hvenær niðurstöðurnar bárust til landsins, en Gunnar Jóhannsson rannsóknarlögreglumaður segir að þær hafi borist til landsins síð- astliðinn föstudag. Þá hafi þær farið rakleitt til Akureyrar, en ekk- ert hafi frést af þeim fyrr. Gunn- laugur Geirsson prófessor, sem OVERULEGT EFTIRLIT MED EYDINGU FÍKNIEFNA

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.