Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 4

Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. SEPTEMBER 1992 Gagnrýnend- UR í TÍMAHRAKI „Stöku sinnum hafa bók- menntagagnrýnendur Morgun- blaðsins hlotið ámæli fyrir að skrifa um svo margar bækur í nóvember og desember, að óhugsandi sé að bækurnar hafi fengið eðlilega umfjöllun af þeirra hálfu. Af hálfu bókaútgef- enda er hins vegar lögð gríðarleg áherzla á að umsögn birtist um hverja bók fyrir jól. Þeir virðast líta svo á að slík umfjöllun sé nauðsynlegur þáttur í að tryggja sölu bókar. Hins vegar hafa þeir lítið eða ekkert gert til þess að tryggja gagnrýnendum nægan tíma til að fjalla um bækurnar með því að senda þær í handriti eða próförk nokkrum mánuð- um fýrir útgáfudag." Reykjavíkurbréf Mbl. Jóhann P. Valdimarsson, formaður íslenskra bókaút- gefenda „Við [Forlagiðj höfum einmitt látið Morgunblaðið hafa prófarkir á vinnslustigi til þess að þeir geti unnið þetta á lengri tíma. Það höfum við gert nú nokkur undanfarin ár. Ég hef hins vegar heyrt að það sé mis- brestur á því og mér verið sagt að ég sé sá eini sem standi mig í þessu máli. Ég ætla hins vegar ekki að fara að hreykja mér af því, en frnnst sú ósk að skaffa menningardeildinni bækur í próförkum mjög eðlileg. Það er alveg rétt að lagt er mikið upp úr því að skrifa dóma um bækur sem verið er að gefa út fýrir jólin og til þess að gera þeim þetta kleift verður að reyna að koma til móts við þá með því að senda þeim prófarkir." PÚKKAÐ UPP Á SUMA? „Slíkar ályktanir um allskyns mál streyma ffá stjórnum félaga- samtaka án þess að fréttamenn hlaupi upp til handa og fóta. Formaður BSRB er fyrrverandi fréttamaður á ríkissjónvarpinu en vonandi hefur sú staðreynd ekki áhrif á fréttamatið." Ólafur M. Jóhannesson um tví- tekningu í fréttaflutningi RÚV af ályktun BSRB í sambandi við þjóðaratkvæðagreiðslu um EES- samninginn. Erna Indriðadóttir frétta- maður„ Það bannar enginn fjölmiðlarýni Morgunblaðsins að hafa skoðanir, enda til þess ráðinn að skrifa um hluti sem þessa. Rétt er að það streyma alls kyns ályktanir frá félagasamtök- um og er sumt af því tekið upp en annað ekki. Stjórn BSRB efndi til blaðamannafundar þennan dag til að ítreka kröfu sína um þjóðaratkvæðagreiðslu, en þegar þessi krafa var fyrst sett fram var þetta mál ekki jafnlangt á veg komið og núna. Mér fannst ekkert óeðlilegt að þeir áréttuðu hana með tilliti til þess hversu ofarlega á baugi þessi mál eru núna. Ég taldi það, og flestir hér, að það væri full ástæða til að greina frá því. Það hafði ekkert með málið að gera að formaður BSRB er fyrrum fréttamaður hjá sjónvarpinu." ElNKENNILEG BANKAVIÐ- SKIPTI „Niðurstaðan virðist sú að fs- landsbanki telur sig geta tekið út af reikningum viðskiptamanna sinna án heimilda. Þegar það kemur í ljós að úttektirnar eru byggðar á röngum forsendum, þá leiðréttir bankinn ekki mis- gjörðir sínar, heldur bendir við- skiptamönnum sjálfum á að reyna að innheimta þá peninga sem bankinn hefur ranglega af- hent.“ Vilhjálmur Ingi Árnason, for- maður Neytendafélags Akur- eyrar og nágrennis, í lesenda- bréfi Mbl. um mál verkamanns sem varð fyrir því að bankinn tók út fé af reikningi hans í leyf- isleysi. Bjöm Eysteinsson, útibús- stjóri íslandsbanka í Kringl- unni „Vilhjálmur hefur reyndar sagt mér þetta sjálfur í símtali sem við áttum og kvartaði hann um þetta tiltekna mál. Þá fór hann frjálslega og liðugt með staðreyndir en hann notar þessa Hjörleifur Guttormsson alþingismaður B E S T Hjörleifur er ótrúlega starfssamur og afskap- lega vel að sér. Þeir sem til hans þekkja segja fáa hafa álíka vinnu- hæfni og hann. Hann er einfaldlega of góður fyrir íslenska pólitík. (s- lensk stjórnmál eru á of lágu plani fyrir hann og fáir geta fylgt þekkingu hans eftir. Hann er ekki allra en þó ágætis fé- lagi. V E R S T Hjörleifur er langt frá því að vera auðveldur í samstarfi. Það má rekja til þess að hann finnur fyrir því og leynir því ekki ef aðrir eru ekki eins vel að sér og hann. Fáir heyra fuglana syngja í návist hans. Hann er ívið neikvæður og húmorslaus og held- ur „ósympatískur" per- sónuleiki. aðferð gjarnan til að vekja at- hygli á þeim málum sem hann með til umfjöllunnar. Þessi um- mæli hans segja mest um hann sjálfan og það er allt sem segja þarfíþessu máli.“ SOVÉT-ÍSLAND „En nei, í ljós kom að síma- skráin var ekki til. Upplagið er búið og það verður ekki bætt við það. Því verður kunningi Vík- veija nú að útskýra fyrir hinum útlenda vini sínum sem hefur hug á að efla viðskiptin við ís- land að hér á landi sé þetta eins og í Sovétríkjunum sálugu — ríkisstofnun stjórni símaskrán- um og skammti þær. Þær fáist sem sagt ekki eftir þörfum.“ Víkverji Mbl. Ágúst Geirsson, umdæm- isstjóri Pósts og síma „Þetta var misskilningur og ég hringdi strax til að leiðrétta hann. Önnur útgáfa er í prentun og þetta hef- ur verið misskilningur í ein- hverjum póstmanninum en vandinn við 160 þúsunda ein- taka upplag sem fer á yfir 100 af- greiðslustaði er að það getur hist þannig á að einstakir staðir verði uppiskroppa. Það verður að segjast að hvorki Mogginn né viðkomandi póstmaður leituðu staðfestingar á því hvort þetta væri rétt eða ekki, en manni finnst stundum sem fjölmiðlar séu að hnýta í okkur að ósekju.“ F Y R S T F R E M S T BJARNI ÁKASON er formaður handknattleiks- deildar Vals og jafnframt í for- svari Samtaka fyrstudeildarfé- laga. Félagaskiptareglur þær sem samtökin settu hafa vakið mikið umtal og úlfúð. Þær kveða á um að leikmaður fari sjálfkrafa í tíu mánaða keppn- isbann skrifi félag það sem leikmaður óskar eftir að skipta úr ekki undir félagaskiptin. Félögin krefjast mikilla pen- inga fyrir leikmenn sem þau vilja ekki sjá af og geta þar með útilokað þá leikmenn frá keppni, sé félagið sem skipt er yfir í ekki tilbúið að borga það sem uppsett er — allt upp í eina og hálfa milljón króna. Leikmönnum er haldið í sperru, eins og kallað er. Reglurnar fáránlega Eruð þið handboltamenn ekki að grafa ykkur gröf með þessum furðulegufélagaskiptareglum? „Það eru ekki fyrstudeildarfé- lögin sem samþykktu þetta, held- ur samþykkti ársþing Handknatt- leikssambands fslands breytingu á reglunum. Það var alltaf sex mánaða sperra en síðan kemur upp sú staða að félög vilja fara að kaupa leikmenn og láta þá bara vera í sperru, að öðrum kosti gætu þeir verið lausir í úrslitakeppninni og leikið í henni með nýju félagi. Því kom fram tillaga um tíu mán- aða sperru og hún var samþykkt, en ég er persónulega á móti þessu.“ Það stefnir í að leikmenn eins og Alexie Trúfan og Hans Guð- mundsson, góðir leikmenn sem áhorfendur vilja sjá, fái ekki að spila. Er ekki hœtt við að þessar reglur valdi íþróttinnni óbœtan- legu tjóni? „Ef ekki semst á milli félaganna þá fá þeir ekki að spila, það er rétt. Þetta veldur íþróttinni kannski ekki óbætanlegu tjóni, en tjóni samt, það er ljóst.“ Þessar reglur hleypa greinilega illu blóði í menn og stór orð hafa verið látin falla. Vinir eru orðnir að óvinum vegna þessara reglna. „Þetta eru náttúrlega fáránlegar reglur. Alveg út í hött. En menn voru að kaupa sér tíma til að breyta lögunum og koma með gerðardóm, eins og er í Svíþjóð, sem dæmir í málinu. Ef lið vill kaupa leikmann og segist vilja borga fýrir hann hálfa milljón, en klúbburinn hans vill milljón, þá fer málið fyrir dóm og félögin færa rök fyrir máli sínu og dómurinn ákveður upphæðina. Það gerðist til dæmis í Svíþjóð, í máli Magn- úsar Anderssonar, að dómurinn ákvað að borguð skyldi Iægri upp- hæð en félagið sem vildi kaupa hann var búið að bjóða.“ Myndi gerðardómur sem ákveður upphœðina leysa þetta? „Hann leysir þetta já. Þá verða menn að sætta sig við það sem hann ákveður. Það kom tillaga ffá félögum um þennan gerðardóm fram á síðasta ársþingi HSf, en þingið tók ekki á málinu. Það er mjög flókið lagalega séð að koma slflcum dómstól á fót og því vildu menn fresta því um ár til að geta staðið rétt að málum. Það er nefnd á vegum HSf að vinna að gerð tillagna um hvernig þessi kjaradómur á að starfa.“ Nú finnst mönnum eins og þessar reglur séu misnotaðar. Fé- lögin fara fram á óraunhœfar upphœðirfyrir leikmenn sem þeir vilja ekki að fari eða telja sig eiga hönk upp í bakið á, og geta eyði- lagt tímabilið fyrir mönnum sem eiga að vera áhugamenn. íþróttamennirnir eru ekki nógu miklir íþróttamenn til að láta vera að misnota reglurnar þetta ár sem gerðardómurinn starfar ekki. „Það eru mörg sjónarmið í þessu. Menn verða líka að geta vemdað sitt lið_“ Erum við ekki að tala um áhugamenn? Hvers vegna mega þeir ekki skipta um líð ef þeim sýnist? „Þá geturðu spurt á móti: Hversu miklir áhugamenn eru þeir sem hafa flakkað um landið á undanförnum árum til að spila handbolta? Ef þeir væru áhuga- menn væru þeir ekki alltaf að skipta um klúbba, væm bara í sín- um klúbbi en ekki á þessu flakki hérna innanlands. Það eru ákveðnir flakkarar sem fara á milli og þeir em engir áhugamenn.“ Á RÖNGUNNI TVÍFARAR Þeir hafa báðir haslað sér völl ílistageiranum. Annar í leikhúsinu en hinn ípoppinu. Þeirganga báðir meðgler- augu en blessunarlega ekki eins gleraugu, þvíánþeirra er öldungis ómögulegt að þekkja þá Jón Ólafsson í Nýdanskri ogSigurð Hróarsson, leikhússtjóra Leikfélags Reykjavíkur, ísundur. Allt annað er eins. Augun, hárið, nefið, tnunnur- inn. Bara allt. Hvor er hvað? Sigurður er sá með kringlóttu gleraugun.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.