Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 9

Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. SEPTEMBER 1992 9 Une kona í Revkiavík i „Mér skilst að þeir sem fá svona háar vinningsupphæðir þurfi á sálfræðingum að halda,“ segir ung móðir tveggja barna sem vann rúma 10 milljón dollara í lóttói í Bandaríkjunum. Þó hún sé óvefengjanlegur vinn- ingshafi hefur hún enn ekki fengið peningana afhenta og hefur fengið lögfræðing til að vinna í málinu. THIS NOTE IS LEGAL TENOER FOR ALL DE0TS. POBLIC AND PRIVATE K 66412234 E WAsh ington.D. 0. K 66412234 E Sjl Strrr1ni»/i>ftla Trtttsttry. Ung íslensk kona sem stödd var í Bandaríkjunum síðla sumars, nánar tiltekið í Baltimore í Marylandfylki, varð fyrir því einstaka happi að vinna hvorki meira né minna 10 milljónir banda- ríkjadala í happdrætti, um 550 milljónir íslenkra króna, sem gerir hana væntanlega að íjáðustu konu íslands. „Ég skilaði inn happ- drættismiðanum í Banda- ríkjunum og fékk nokkru síðar heimsendan miða sem á stóð The person in this letter is undisputed a ten million dollar winner, sem útleggst: handhafi þessa bréfs er óumdeilanlegur vinningshafi 10 milljóna dollara. Einnig stóð í bréfinu að ég mætti ekki týna mið- anum, þá væri vinningurinn glat- aður, og að auki yrði ég að senda hann til höfuðstöðvanna fyrir 7. ágúst ef ég ætlaði að fá hann greiddan. Þegar ég hugsaði málið var ég komin að því að hætta við að senda miðann, enda um óhugnanlega upphæð að ræða. Mér skilst að þeir sem fá svona háar vinningsupphæðir þurfi á sálfræðingum að halda. Ég lét þó tilleiðast fyrir tilstilli vina minna og hafði samband við íslenskan lögfræðing, sem sá ekki betur en vinningsmiðinn væri fullgildur þar sem hann var stimplaður af borgarfógetanum í New Jersey," sagði konan, sem ekki vill láta nafns getið þar sem málið er enn á viðkvæmu stigi. Hún segist ekki vita betur en þetta sé stórt ameríkuhappdrætti sem nái yfir fleiri en eitt fylki og því séu vinningsupphæðirnar svona óhemjuháar. Frekarbölenhitt „Ég vil hins vegar ekki hugsa um þetta, — læt þetta ekki á mig fá. Eg er mjög hamingjusöm með starf mitt og börnin mín og mig vanhagar ekki um neitt. Mér finnst þetta reyndar heldur böl en hitt,“ segir hún. Kunnugir segja hana mjög jarðbundna og að hún láti ekki á neinu bera í fari sínu. En hefur þú ekki aðeins leyft þér að velta vöngum yfir þessu? „Jú, óneitanlega, þótt ég reyni að gera sem minnst af því. Það eina sem ég hef gælt við ef ég fæ peningana í hendur er að setja á stofn einhvers konar barnaheimili fyrir bágstödd börn. Það væri minn draumur.“ Happdrættið sem hún tók þátt í er svokallað Sweep Stake- happ- drætti þar sem nafn þeirra sem eru með — ólíkt lottóinu - - kem- ur við sögu. Hún segist nýlega hafa heyrt af því að auglýst hafi verið eftir sér í blaði í Baltimore. Vinkona hennar, sem búsett er þar vestra, sá náfn hennar í blaði ásamt sex öðrum vinningshöfum sem þegar höfðu unnið í þessu ákveðna happdrætti mismargar milljónir. 1 blaðinu voru birtar myndir af hinum sex vinningshöf- unum en laust pláss var þar sem hennar mynd átti að vera, þar sem hennar var saknað. En undir auða myndplássið var letrað: Justfound (nafn hennar) in Baltimore. Núna er málið í höndum ís- lensks lögfræðings sem búsettur er í Bandaríkjunum. Hann er að skoða málið í samvinnu við ís- lenskan hæstaréttarlögmann og þeir eru að kanna hvort einhverjir hnökrar kunni að vera á því að hún fái peningana í hendur. Að hennar sögn stendur það helst í veginum að hún er ekki banda- rískur ríkisborgari. Á að fá vinninginn Hvað segir helsti happdrættis- sérfræðingur fslendinga, Vil- hjálmur B. Vilhjálmsson, fram- kvæmdastjóri íslenskrar getspár, sem kynnt hefur sér happdrætti vlða um heim, um mál stúlkunn- ar? „Ég sé ekkert því til fýrirstöðu að hún fái vinninginn. Ég giska þó á að hún lendi í öðruvísi reglum en væri hún bandarískur ríkis- borgari. Happdrættisvinningar sem þessi mega fara á milli landa. Annar ríkisborgararéttur á ekki að standa í vegi fyrir því. Helstu hindranirnar gætu verið skatta- mál; að hún þurfi að greiða ákveð- inn hluta upphæðarinnar í skatta þar sem vinningurinn fer yfir landamæri, og svo gætu komið til skilmálar happdrættisins, en mörg bandarísk happdrætti greiða vinninginn út á allt að tutt- ugu árum. Þá eru oftast vextir og annað innifalið í heildarvinnings- upphæðinni. Engu að síður á hún að fá vinninginn. Ég get ekki séð annað fyrir mér.“ Hvað eru þessi svokölluðu Sweep Stake-happdrætti? „Þetta er ólíkt lottóinu að því leyti að þetta eru svokölluð fyrir- tækjahappdrætti, sem í flestum tilfellum eru bundin við ákveðin fýlki og kannski nokkur jaðar- svæði. I mörgum fylkjum Banda- ríkjanna eru happdrætti nefnilega bönnuð, til dæmis í fylkjum eins 1 ■&J. 1 7? og Utah, þar sem trúin er mjög sterk. Vegna smáa letursins sem oft er í amerískum happdrættum eru Bandaríkjamenn æstari að spila í kanadískum happdrættum og þar er engin hindrun. Ástæðan fyrir því er að Kanadamenn borga allt- af strax út allan vinninginn.“ Þarf að greiða skatta I bandaríska sendiráðinu fékkst það enn ffekar staðfest að íslenski vinningshafinn ætti rétt á vinningnum. „Þátttakendur í bandarískum happdrættum þurfa sannarlega ekki að vera banda- rískir ríkisborgarar til að mega fá vinninga greidda út. Ég veit dæmi um Ástrala sem unnu nokkrar milljónir dollara í samskonar happdrætti í Virginíufýlki og þeir fengu vinninginn greiddan út undanbragðalaut. Eg býst hins vegar við því að stúlkan þurfi að greiða einhverja skatta,“ sagði Colin S. Helmer, viðskiptahag- fræðingur hjá bandaríska sendi- ráðinu. Veistu hversu háir skattarnir kunna að verða? „Nei, og ég ætla heldur ekki að reyna að giska á það vegna þess að það er svo mismunandi eftir fýlkjum. Hver fýlkisstjórn ákveð- ur hve háir skattarnir eru á happ- drættisvinningum sem fara út fýr- ir fylkið og mér er ekki kunnugt um hve háir skattarnir eru í Mary- landfylki. En það er alveg öruggt að þjóðerni vinningshafa í banda- rísku happdrætti skiptir engu máli.“ Guðrún Kristjánsdótti Gæti rekið Mikla- garð í eitt ár og tapað öllu eða skroppið daglega til Dyflinnar næstu 88 árin Ef öll upphæðin fæst greidd út er óhætt að segja að ekki þurfi að væsa um stórvinningshafann í fram- tíðinni. Með þessa fjárhæð milli handanna verður hún í hópi ríkustu núlifandi íslendinga. Aðeins örfáir hafa verið nefndir sem eru ríkari en hún, menn eins og Þorvaldur í Síld og fisk og Margrét G. Gíslason, ekkja Halldórs H. Jónssonar, að minnsta kosti á meðan hún situr í óskiptu búi. Fyrir peninginn gæti stórvinn- ingshafinn til dæmis eignast 546 þúsund Macintoch classic-tölvur, eignast 218 Bensa eða 1362 og 1/2 Lödu. Hún gæti hæglega eignast þrjú hótel miðað við nýlegt kaup- verð Tomma á Hótel Borg og litlu minna af þorskígildum en eru í eign Alla ríka eða keypt tvisvar sinnum upp kvóta Tanga. Hún gæti hrein- lega keypt upp Stöð 2 ellegar borg- að áskrift að henni næstu tvöhundr- uðþúsund mánuðina. Þá gæti hún hæglega rekið Miklagarð í rúmt ár og tapað öllum peningunum eða gefið hverri fimm manna fjölskyldu í landinu tíuþúsundkall. Hún gæti fjárfest í 37 allgóðum einbýlishús- um, rekið embætti forseta íslands í 10 ár eða embætti biskupsins af ís- landi í 14 ár. Bágstödd börn voru henni ofar- lega í huga. Með þessa peninga milli handanna gæti hún rekið öskjuhlíðarskólann næstu fimm ár- in. En ef hún vildi losna við pening- ana í hítina gæti hún greitt 10% inn á áætlaðan fjárlagahalla næsta árs eða rekið Hafrannsóknastofnun í eitt ár. Ef hún er mikið fyrir utan- landsferðir gæti hún skroppið dag- lega fram og til baka til Dylfinnar næstu 88 árin. Hefði hún hins vegar unnið þessa sömu peningaupphæð fýrir tveimur árum hefðl upphæðin verið fimmtíu milljón krónum hærrf, því 10 milljónir doflara þá voru sex- hundruð milljónir.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.