Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 35

Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. SEPTEMBER 1992 35 Alda lék einnig í Hvíta víkingnum, þá nunnuna Helgu sem hátt í 200 stúlkur sóttust eftir að leika. NÝJASTA STJARNA HRAFNS Alda Sigurðardóttir heitir leik- konan sem fer með annað burðar- hlutverkið ásamt tíu ára gömulum dreng, Steinþóri Rafni Matthías- syni, í nýjustu mynd Hrafns Gunnlaugssonar, Hinum helgu véum, sem nýlega er lokið tökum á út við Gróttu á Seltjarnarnesi, sællar minningar. Hrafn hefur gjört kunnungt að með gerð myndinarinnar sé hann að leita í æskuforðann. En hver erþessi nýjasta stjama Hraftis? „Ég lék nunnuna Helgu í Hvíta víkingnum og var meðal 200 um- sækjenda um það hlutverk. Síðan sótti ég um hlutverk í Hinum helgu véum eftir blaðaauglýsingu. Þar sem Hrafn vissi af mér hafði hann samband við mig og hvatti mig til að sækja um. Ég veit að við vorum nokkrar sem komum til greina og ég fékk hlutverkið eftir að hafa farið í gegnum nokkrar leikprufur," segir Alda Sigurðar- dóttir, nítján ára Reykjavíkurmær, sem hefur lokið tveimur árum í Verslunarskólanum og vinnur um þessar mundir á pizzastað, svona rétt á meðan hún er að átta sig á hvað hún ædar að leggja fyrir sig í ffamtíðinni. Hún segir leiklistina ekki í blóðinu. Hins vegar hafi hún oft sett upp leiksýningar fýrir móður sína sem barn. Kemur leiklistin til greina sem framtíðarstarf? „Leiklistin er í það minnsta áhugaverð. Hver veit nema ég leggi hana fýrir mig? Ég er mikið að velta því fyrir mér.“ Er sagan sem Hrafn er að segja spennandi? „Já, þetta er áhugaverð saga, en annað vil ég ekki um hana segja á þessu stigi.“ Hvernig er að vinna með Hrafni? „Þar sem ég hef áður leikið í kvikmynd hjá Hrafni vissi ég út í hvað ég var að fara. Hrafn er eins og hann er, en það er ágætt að vinna með honum.“ Líf ríkr & ungr Sjónvarpsþáttaröðin Vinir og vanda- menn (Beverly Hills 90210) hefur hitt unglingana beint í hjartastað ef marka má vinsældir þáttarins víða um heim. Hann var einnig kjörinn vinsælasta sjórnvarpsefhið á íslandi í nýafstöðnum vinsældakosningum PRESSUNNAR. Þátturinn er einskonar sápuópera um ríka unglinga í hæðum Beverly Hills sem lifa í skugga eyðni, eiturlyfja, ofbeldis og fordóma. Uppskrift þáttanna er að hætti Am- eríkana þar sem hið góða sigrar alltaf að lok- unt. Sumir segja að vinsældirnar liggi í því að þátturinn hefur eitthvað fram að færa fýrir alla, aðrir halda því fram að forvitni urn líf ríka fólksins ráði þar úrslitum. Þess má geta að handritshöfundur þáttanna ólst upp meðal ríka fólksins í Beverly Hills. Vegna vinsælda þáttanna hafa Ameríkanar eignast nýjar stjórstjörnur. Ein þeirra er Luke Perry, sem þykir hafa nokkuð af persónuein- kennum og útliti goðsagnarinnar James Dean. Hann er að auki sagður eiga í rómantísku sam bandi við söngkonuna Madonnu. Töffarinn með allt niður um sig. Leikarinn Luke Perry úr Vinum og vandamönnum, vinsælustu þáttum á (slandi. Blúsdrott á Púlsinum Frá fimmtudegi til sunnudags mun bandaríska blúsdrottning- in Deitra Farr frá Chicago skemmta gestum Púlsins. Hún er hingað komin fýrir tilstilli fs- landsvinarins Chicago Beau, sem skemmt hefur landsmönn- um nokkrum sinnum að undan- förnu, og Halldórs Bragasonar, sem hefur ásamt hljómsveit sinni, Vinum Dóra, lagt leið sína til höfuðborgar blússins. Margir telja Deitru eina bestu blússöngkonu sem Chicago hefur alið. Reyndar býr meira í henni en söngurinn einn, því hún þykir einnig feikigóður rithöfundur og ljóðasmiður. Hún hefur ferðast vfða um heim og meðal annars skemmt á festivöl um í DÁsseldorf og ferðast um Italíu með ítölsku blúsbandi. Innblástur sinn hefur hún frá ekki minni mönnum en Muddy Waters, Litle Waltei og Jimmy Reed. Með henni á fimmtudagskvöldið mun hljómsveitin Fánar, sem ný- lega vakti athygli á sér með sérstöku myndbandi, taka lagasyrpu. Tveir leikarar af yngstu kynslóðinni, þau Stefán Jónsson sem lék í Bílaverkstæði Badda, einnig eftir Ólaf Hauk, og Þórey Sigþórsdóttir, fara með nokkuð stór hlutverk í Hafinu. OLCANDI HAFIÐ Hvernig fannst þér á Tunglinu um helgina? Steingrímur Ólafsson dag- skrárgerðar- maður „Ég á eiginlega aðeins eitt fjög- urra stafa orð til að lýsa því; fínt. Svo hefði ég gjarnan vilj- að taka eitthvað heim afhús- gögnunum sem þarna voru.“ Jóna Lárus- dóttir, Módel >79 „Mér fannst mjög gott, þótt __________ tónlistin væri alveg við mitt hæfi og i mátt vera fjölbreyttari. breyting. Gott fólk. Góðar Tolli tekur beygju FRUMSÝNT „Án upplifunar verður engin minning, engin pensilstroka sem skiptir máli.“ Á sýningunni sem opnuð verður á listaverkum Tolla á laugardag í Listasafni ASÍ eru minningabrotin litir, heitir og kaldir, ofnir í myndræna heild sem á sér enga aðra forsendu en heita minningu án andlits og forms. Af sýningaskrá Tolla að dæma er hann að fást við nýja hluti, hann tekur beygju, og athyglisvert form kemur í ljós þar sem hann leysir upp pensilskriftina og kemst að niðurstöðu. „Þetta hefur verið að gerjast í mér lengi og það hefur orðið í mér ákveðin tæming eftir þá niðurstöðu sem ég komst að með þessum myndum sem nú verða sýndar í Listasafni ASÍ,“ segirTolli. Tolli á margar sýningar að baki, þar á meðal nýlega samsýningu með félögum sínum Jóni Áxeli og Sigurði Órlygssyni í Barcelona. Svo vel gekk sú sýning að hún var framlengd um tvær vikur. Sýning- in stóð því allt í allt yfir í fimm vik- ur. Síðustu einkasýningu sína hér á landi hélt Tolli hins vegar á vinnustofu sinni fyrir ári. Sýningunni lýkur fjórða októ- ber. Guðmundur Karl Frið- jónsson „Mér leið eins og í sautjánda júní-tjaldi við Sindrabæ á Höfn árið 1974.“ Bryndís Einarsdótt- ir, dans- kennari „Mér fannst rosalega gam- an og skemmti mér vel. Mér leist líka vel á breytingarnar og tónlistin var góð.“ Fyrsta frumsýning vetrarins í Þjóðleikhúsinu verður á laugar- daginn á verkinu Hafinu eftir Ólaf Hauk Símonarson í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar. Gjaldþrot og atvinnuleysi í litlu siávarplássi eru undiraldan í verki Olafs Hauks. Gamla útgerðarjaxl- inn Þórð, sem bókstaflega átti sjávarplássið, á nú að senda í þjónustuíbúð aldraðra í Reykja- vík, en karlinn harðneitar að ger- ast ómagi í einhverri gamal- mennageymslu. Þórður á mikið af börnum sem nú mæta.í sjávar plássið og ræða framtíð hans. Börnin eru að gera ólíka hluti í líf- inu og má segja að hvert þeirra standi fýrir ákveðna stétt í þjóðfé- laginu, enda átökin mikil í verk- inu en það ku líka vera fýndið og beinskeytt. Karlinn Þórð leikur Helgi Skúlason, Margrét Guð- mundsdóttir leikur einnig í verk- inu svo og Bríet Héðinsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Jóhann Sigurðarson og þrír Spaugstofu- manna; Randver Þorláksson, Pálmi Gestsson og Sigurður Sigur- jónsson. Af yngstu leikarakyn- slóðinni eru í verkinu þau Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Stefán Jónsson, Þórey Sigþórsdóttir og Edda Arn- ljótsdóttir. ■ ■■■■■■■■,! Ferðin til Vesturheims Far and Away Rómantísk stórmynd, ákaflega gamaldags en oft stór- skemmtileg Nicole Kidman stelur senunni frá bónda sínum Tom Cruise, sem á í erfiðleikum með írskan framburð. Það er ekki oft að Hollywood gerir svona myndir nú- orðið. Batman snýr aftur Batman Re- turns ★ ★★ Augnakonfekt og pottþétt skemmtun, þrátt fyrir þunnan söguþráð. Samt erfitt að horfa á leikmynd í tvo tíma. Veggfóður HHH Fjörug og skemmtileg þrátt fyrir augljósa hnökra. Tveir á toppnum 3 Lethal Wea- pon 3 ★★ Minní hasar og minna grín en í fyrri myndum en meira af dramatískum tilburðum. Hvítir geta ekki troðið. White Men Can't Jump ★ ★★ Glúrin mynd og oft stórsniðug um hvítan mann og svertingja sem iðka körfubolta á götum Los Angeles. Beethoven ★★ Ágæt mynd fyrir fjölskyldur þar sem börnin eru á aldrinum sjö til tólf ára. Höndin sem vöggunni ruggar The Hand that Rocks the Cradle ★ ★★ Ansi spennandi mynd um vitstola barnfóstru. Tveir á toppnum 3 Lethal Wea- pon 3 ★★ Minni hasar og minna grín en í fyrri.myndum, en meira af dramatískum tilburðum. Svo á jörðu sem á himni ★★★ í heildina séð glæsileg kvikmynd og átakanleg. Varla hefur sést betri leikur í íslenskri bíómynd en hjá Álfrúnu litlu Örnólfsdóttur. Gott kvöld, herra Wallenberg ★★★ Með skárri sænskum mynd- um í háa herrans tíð. Átakanleg og mikil saga, en dálítið þunglamaleg. Stellan Skarsgárd er afburðaleikari. Ár byssunnar Year of the Gun ★★ John Frankenheimer var eitt sinn með efnilegri leikstjórum, síð- an hefur hann gert myndir í með- allagi og þar fyrir neðan. Þessi er í meðallagi. Rapsódía í ágúst Rhapsody in Agust ★★★ Kurosawa-mynd með Richard Gere í aðalhlutverki. Hug- Ijúf og heillandi. Veröld Waynes Wayne's World ★★ í flokki mynda sem gera út á geðveikan húmor. Gallinn er að húmorinn er ekki nógu geðveikur og of sjaldan fyndinn. Steiktir grænir tómatar Fried green tomatoes ★★★ Konumynd; um konur og fyrir konur. Góðir eig- inmenn láta undan og fara með. LAUGARASBIO Ferðin til Vesturheims Far and Away ★★★ Rómantísk stórmynd, ákaflega gamaldags en oft stór- skemmtileg. Nicole Kidman stelur senunni frá bónda sínum Tom Cruise, sem á í erfiðleikum með frskan framburð. Það er ekki oft að Hollywood gerir svona myndir nú- orðið. Ameríkaninn American Me ★★ Einföld, gamaldags, þokkalega sterk, en minnir á köflum á fræðslumynd í sjónvarpi. Það er erfitt að vera Mexíkómaður. Hringferð til Palm Springs Ro- und Trip to Heaven ★ Allt að því óbærileg leiðindi. Beethoven ★★ Ágæt mynd fyrir fjölskyldur þar sem börnin eru á aldrinum sjö til tólf ára. imnnm Grunaður um græsku Under Suspicion ★★★ Spennumynd sem gengur upp þótt smáhikst verði í lokin. Laura San Giacomo er sæt og klár og það er gaman að sjá niðurnítt England í amerískri glæpamynd. Biskup í vígahug ®Langdregin stuttmynd. Handritið rugl. Á ekkert erindi á opinberar sýningar. Varnarlaus Defenseless ★★★ Ágætur þriller, þótt áhorfandinn sé stundum á undan söguþræðinum. Sam Shepard er aðgerðalítill leikari að vanda. Ógnareðli Basic Instinct ★★ Markaðsfræðingarnir fá báðar stjörnurnar. Annað við myndina er ómerkilegt. Lostæti Delicatessen ★★★★ Hugguleg mynd um mannát. Homo Faber ★★★★ Mynd sem allirverða aðsjá. MJMÍMMM Ofursveitin Universal Soldier ★★ Mynd um karlmenni, fyrir stráka sem kannski pína kærusturnar með. Schwarzenegger gerir þetta allt miklu betur. Náttfarar Sleepwalkers ★★ Það er orðið langt síðan tekist hefur að búa til almennilega mynd eftir sögu Stephens King. Þessi tilraun er með því skárra af afurðum síð- ustu ára. Hún mun gleðja hörð- ustu unnendur hrollvekja. Óður til hafsins The Prince ofTi- des ★★★ Nick Nolte heldur myndinni á floti. Börn náttúrunnar ★★★ Róm- aðasta íslenska bíómyndin. S O G U B Á hálum ís The Cutting Edge ★★ Ástir og afrek íshokkímanns og skautalistdanskonu. Dálítið sérhæft og ekki vantar klisjurnar. Veggfóður ★★★ Fjörug og skemmtileg unglingamynd en ef til vill ekki stórkostlegt kvikmynda- verk.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.