Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 34

Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. SEPTEMBER 1992 POPP FIMMTUDAGUR Fánar flagga sínu ^y^Jbesta á Púlsinum með r<^^®Magnús Einarsson á ^^JHoddinum. Myndband þeirráHierur í það minnsta hlotið verðskuldaða athygli. • Viðar Jónsson og Þórir Úlfars- son ásamt dönskum fiðluleikara hafa sinn fasta sess í Borgarvirkinu. Viðar spilar á gítar og syngur og Þórir spilar á stálgítar og raddar. Fyrir þá sem vilja meiri rólegheit er komið á efri hæðina í Borgarvirkinu róleqheitaat- hvarf með básum (ekki þó fyrir belj- ur) og bar. • Fánar færa sig um set og verða nú á Gauknum. Þeir munu enn og aftur flagga sínu besta. Vonandi að minnsta kosti. LAUGARDAGUR • Deitra Farr kyrjar blús á Púlsin- um í síðasta sinn. • Sálin hans Jóns míns leikur þetta kvöld á Hótel íslandi fyrir knatt- spyrnusnillinga og -vonbrigði sum- arsins. Húsið verður hins vegar opn- að á miðnætti fyrir þá sem vilja sjá hvernig knattspyrnumenn skemmta sér öðruvísi en með bolta á milli lappanna. • Deitra Farr, bandaríska blús- söngkonan, syngur Chicagoblús á Púlsinum. Frábært framlag til blús- unnenda. • Kuba Libra leikur létta rokk- blöndu í Police-stíl á Fógetanum. Þetta eru gamlir meðlimir Stuð- kompanísins sem elska Sting og fleira fólk. • Tveir Logar loga enn glatt á Rauða Ijóninu. Það eru þeir Hermann Ingi og Guðlaugur frá Vestmannaeyj- um sem kyrja gömul Eyjalög. ■J.MJilB.VWcMia.M • Tussull leikur leðurrokk með kög- urfvafi á Hressó. Þetta er hljómsveit skipuð þeim Rokkfinni Karlssyni söngvara, Jóhanni Ólafssyni gítarleik- ara, Arnari Knútssyni trommara, Stef- áni Stephensen bassaleikara og Andra Sveinssyni rappara og söngv- ara. Drengirnir eiga um þessar mundir mikið spilað lag á útvarps- stöðvunum. • Exizt verður einnig á Hressó og þess vegna hálfgerð hljómsveitar- veisla því • Kolrassa krókríðandi verður þar einnig. Það eru konurnar sem þegar eru farnar að bræða bresku hjörtun, að minnsta kosti hjörtu þeirra sem vinna á Melody Maker. • Deitra Farr syngur blús á Púlsin- um. • Júpíters leika í fyrsta sinn á (s- landi eftir að þeir héldu tónleika í Re- ading á Englandi. Þar komu þeir skemmtilega á óvart og fengu meðal annars boð um að leika með fræg- asta tónlistarmanni Nígeríu, Péla Kúti. Á meðan Júplters-menn íhuga boðið ætla þeir til dæmis að skemmta á Hótel Borg. • Karaoke á Tveimur vinum með mesta laga- og textaúrvali sem um geturá (slandi. • Dúndrandi diskótek verður á LA Café eins og venja er um helgar. Þeir sem ekki nenna að standa í röð ættu að mæta snemma, því röðin er orðin geysimikil strax um miðnætti. • Pops halda áfram að rifja upp qamlar og villtar minningar á Hótel fslandi. Kombakkið Pétur Kristjáns og vinir hans spilar í síðasta sinn, enda kombakk að verða úti. • Tveir Logar enn á Rauða Ijóninu með Eyjalög. • Hermann Ingi kemur öllum i stuð á Feita dvergnum. Það hlýtur að vera gaman þar. Að minnsta kosti er nafnið á staðnum nógu frumlegt. • Viðar og Þórir ásamt danska fiðluleikaranum ÍBorgarvirkinu. Mun- ið eftir kúrekahöttunum. • Sniglabandið, hið eina sanna, leikuráTveimurvinum. • Fánar enn og aftur á Gauknum. • Tveir Logar eru einhver úthalds- besta og stabílasta hljómsveit norð- ursins, enda alltaf á sama Rauða Ijón- inu. • Viðar og Þórir skemmta líkt og fyrri daginn í Borgarvirkinu. Skemmti- lega .crummy' staður það. • Bogomil Font og Milljónamær- ingarnir taka létta sveiflu á Gauknum. Eins og endranær eru þeir hrifnastir af .beibs' og vonast eftir sem flest- um slíkum á Gaukinn. • Tveir Logar á Rauða Ijóninu. Fer þetta ekki að verða svolítið þreyt- andi? • Viðar og Þórir i Borgarvirkinu. Það er það sama með þá og Logana: Þeir eru óslökkvandi. ■anji'ij.M'ii • Dan Cassidy er fjarri því að vera skyldur fyrrum hjartaknúsaranum David Cassidy, enda spilar maðurinn djass ásmat þremur íslenskum félög- um sínum næstu þriðjudagskvöld á Berlín. Aðrir meðlimir eru bassaleikar- inn og píanistinn úr Bogomil Font og fiðluleikari sem enginn veit nánari deili á. BARIR Það var svo sem auð- vitað að drykkjumaður PRESSUNNAR væri vart farinn að stunda einka- klúbbinn Gúliver þegar mör- gæsirnar mæta og eru með uppsteyt. Til allrar óhamingju missti drykkjumaðurinn af því að vera viðstaddur böstið, en kvöldið áður sá hann hins vegar nokkra óeinkennisklædda lag- anna verði þarna inni löngu eft- ir lokun skemmtistaða, en þeir hljóta að hafa verið á frívakt, því að þeir voru engan veginn allsgáðir og voru sífellt að panta glös á barnum. Sem þeir fengu þó ekki, því þeir voru ekki klúbbfélagar. Það gengur svona að vera bara á gestalista. (Tja, nema þá að hér hafi löggan enn einu sinni verið að beita ný- stárlegum aðferðum í öflun sönnunargagna...) En inni á Gúliverv ar sumsé fjölmargt góðra gesta, en þó sá ég Halla Thorst hvergi. Staðurinn er allur málaður með flamingo-bleikri málningu og innréttingin í stíl við það. Það er reyndar mikill galli á staðnum, að það er ekki hægt að komast að barnum án þess að ganga í gegnum líkams- ræktarsal, sem er náttúrulega eins og að þurfa að ganga í gegnum Hressingarhælið í Hveragerði í hvert sinn, sem mann langaði í hamborgara. Barsalurinn er býsna mikill um sig og með flygil í einu horninu og risavaxinn sjónvarpsskjá f öðru. Drykkjumaður gerir ráð fyrir að á góðum degi (góðri nóttu) sé unnt að njóta bæði Rachmaninoff og Guns 'n' Roses í einu. Hið fyrsta, sem gerðist eftir að barrýnir gekk inn, var það að honum var boðinn drykkur á barnum. Slíkar við- tökur mættu vínveitingahús bæjarins gjarnan apa eftir. Og talandi um ókeypis áfengi... Blúsbarinn hefur verið opnaður aftur eftir nokkra hríð. Hann er rekinn með svipuðu sniði og var, það er að segja blúsinn hafður í öndvegi. En annað kvöld og laugardagskvöld ætlar vertinn að gefa gestum Egils Gull og græna skóga milli klukkan tíu og ellefu. Góða helgi og skál! Vala Matt í Litróf Haustið er tími breytinga og vet- urinn færir landsmönnum nýjungar í sjónvarpsdagskránni. Lista- og menningarþátturinn Litróf er þar engin undantekning, en umsjónar- maður hans, Arthúr Björgvin Bolla- son, fær liðsauka í vetur og er þar ekki ómerkari manneskja en Val- gerður Matthíasdóttir á ferð. „Þetta er áframhald af þættinum eins og hann hefur verið en breytist aðeins með tilliti til þeirra persóna sem við Vala Matt gengur til liðs við Art- hann vinna," segir Valgerður, sem húr Björgvin Bollason í vetur og hefur lengst af verið kennd við Stöð segist hlakka verulega til að 2. Hún telur hins vegar að þar hafi takast á við verkefnið. listum og menningu ekki verið sinnt sem skyldi, hlakkar því til að söðla algerlega um og vinna þar sem stefh- an er önnur. „Mér líst mjög vel á og okkur Arthúri kemur vel saman. Við erum ólík að mörgu leyti en lflc að því marki að við höfum bæði verið umdeild og fólk hefur haft á okkur skiptar skoðanir. Ég er líka spennt að vinna með færum aðilum úr leikmyndadeildinni, grafíkinni og svo skriftunni, að ógleymdum Hákoni Má Oddssyni sem sér um dagskrárgerðina.“ Val- gerður er því aftur komin í það starf sem henni líkar hvað best og segir fátt eins yndislegt og að þeysast út um allan bæ og miðla því sem er að gerast í menningarlífinu. EITTSLATURA HVERT MANNSBARN Nú má búast við því að meg- inþorri þingmanna landsins verði upptekinn við sláturgerð á næstunni ef taka á mið af þing- mannakönnnuninni sem birtist í síðustu PRESSU þar sem fram kom að nánast allur þingheimur borðar slátur og tekur það fram- yfir öndvegismatinn hveitilengj- ur. Nú þegar í hönd fara kreppu- tímar má því búast við að há- markssala verði á slátri. Áætíað er að yfir tvö hundruð þúsund slátur seljist til sláturgerðar í ár, sem þýðir að hvert mannsbarn á íslandi þarf að láta ofan í sig að minnsta kosti eitt slátur. Eitt slátur þýðir tíu til tólf keppir og einn sviðinn kindahaus, eða Tíu til tólf slíkir keppir eru etn- ir af hverjum fslendingi á hverju ári. tveir kjammar, auk innmatarins. í flestum tilfellum eru það húsmæður heimilisins sem leggja það á sig að sauma vam- birnar og blanda slátrið og eru það ýmist konurnar í fjölskyld- unni eða saumaklúbburinn sem taka sig saman. En þetta eru oft ágætistímar. Að minnsta kosti selst sérríið aldrei betur en ein- mitt á þessum árstíma! „Okkur finnst stundum að við séum hálfgerð vin í eyðimörkinni, miðað við það sem er að gerast í tónlist hér í bænum,“ segir Gunn- þór Sigurðsson, bassaleikari rokk- sveitarinnar Vin-K sem leikur á Hressó í kvöld (þeir sem eru vel lesnir í Bob Moran vita að Bob og einkavinur hans og félagi Bil Ball- entine dvöldu löngum stundum í Vin-K og þaðan er nafn sveitar- innar komið). Ásamt Gunnþóri eru þeir Mikki Pollock og Gunnar Er- lingsson í hljómsveitinni. Þetta eru allt drengir sem rokkáhuga- menn ættu að kannast við. Byrj- uðu strax á pönktímabilinu og hafa verið viðloðandi ýmsar þekktar sveitir allar götur síðan, til að mynda Q4U, Utangarðsmenn, Frakkana, Baðverðina, The Most, Das Kapital, Wonderfuls og fleiri og fleiri. „Við erum í þeirri þægilegu að- stöðu að vera undir áhrifum frá sjálfum okkur,“ segir Gunnþór og vísar til tímans sem þeir hafa verið í rokkinu svo og sveitanna sem þeir hafa spilað með. Vin-K er púra rokksveit og leikur frumsamið efni og gamla klassíska standarda.l bígerð er hjá þeim félögum að fara í hljóð- ver og því ekki loku fyrir það skot- ið að sveitin sendi eitthvað frá sér áður en langt um líður, rokkunn- endum til gleði og yndisauka. Hressó í kvöld með Bob Moran- mönnunum. Tóbakskaupmaðurinn í Bankastrætinu, Sölvi Óskars- son, pantar inn eðaltóbak. Hann er sjálfur með í Sölvi Óskarsson er sjálfsagt eini tóbaks- kaupmaðurinn á landinu og segist standa undir nafni. Hann rekur tóbaksbúðina Björk í Bankastræti og hefur gert undanfar- in átta ár. Það er búðin sem áður bar nafn- ið Bristol og hefur verið starfandi frá því seint á þriðja áratugnum. Eitt meginverkefni Sölva hefur verið að panta inn eðaltóbak fýrir pípu- og vindla- reykingafólk og fyrir þá sem vilja taka í nef- ið. Nokkuð er um það á haustin að neftób- akið komist í tísku meðal ungs fólks. Er það sérstaklega tengt því að skólarnir eru að hefjast og kvefið að gera vart við sig og þá er gott að fríska upp á nefgöngin með smávegis af mentoltóbaki. Sölvi segist einnig selja og senda mikið af píputóbaki til sjómanna sem vilja sér- tóbak við útstím og annað við heimstím. Við útstímið fá þeir kolsvart tyrkneskt píputóbak til að halda sér vakandi á lífsins ólgusjó, en við heimstímið fá þeir sérstakt drottningarhunangsblandað píputóbak sem gerir þá afskaplega góða við konurnar sínar þegar heim kemur: „Pípureykingar eru í raun og veru skástu reykingarnar. Þeir sem reykja pípu losna við bréfið sem er á vindlum og sígarettum, og að auki fylgja pípureykingum ákveðin rólegheit. Fyrir pípureykingamönnum er það helg stund að setjast niður og kveikja sér í pípu og totta um stund. Sígarettureykingar eru hins vegar nútímareykingar, í raun og veru svar reykingamannsins við hraða nútím- ans, enda vitum við að allt að því hálf sígar- ettan brennur upp hjá þeim. Þess má geta að í versluninni fást einnig Don Thomas-vindlar úr karabíska hafinu, en þeir eru taldir vera samir að gæðum og hinir eftirsóttu Kúbuvindlar en þriðjungi ódýrari. Kj ördæmapopparar meðal þingmanna í óformlegri könnun sem PRESSAN gerði fyrir skömmu, þar sem athugaðar voru „neysluvenjur" þingmannaliðsins, kom í ljós að meðal þeirra leynd- ust svokallaðir kjördæmapopparar — og það fleiri en einn, fleiri en tveir og fleiri en þrír. Kjördæma- poppari er þingmaður sem hlustar á tónlist flytjenda úr eigin kjördæmi. Guðni Ágústsson (F) er þingmaður Suðurlands- kjördæmis og heldur því að sjálfsögðu upp á Mána frá Selfossi. Stefán Guðmundsson (F), þingmaður Norðurlandskjördæmis vestra, er fæddur og uppal- inn á Sauðárkróki og það er uppáhaldspopparinn hans líka, sem er að sjálfsögðu Geirmundur Valtýs- son. Egill Jónsson (S), þingmaður Austurlandskjör- dæmis, heldur líka tryggð við heimaslóðir sínar og velur sér Skaftfellinginn Örvar Kristjáns sem sinn uppáhaldstónlistargæðing. Guðmundur Hallvarðs- son (S) situr þing fyrir hönd Reykjavíkurkjördæmis og finnur sér uppáhald í HLH-flokknum og hlustar helst á Riddara götunnar. Kristinn H. Gunnarsson (G) er alveg á grensunni og telst ef til vill ekki hrein- ræktaður kjördæmapoppari. Hann hlustar helst á Bubba Morthens, sem á að vísu ekki rætur að rekja til Vestfjarðakjördæmis þingmannsins en starfaði mikið og söng fyrir vestan á uppreisnarárum sínum. Ef til vill er smekkur Kristins þaðan kominn. Svo eru það óvenjukjördæmahollir þingmenn sem ná því að vera tvöfaldir fyrir það eitt að eiga sér tvo uppáhaldsflytiendur úr kjördæmi sínu. Einn þeirra er Árni R. Arnason (S), Reykjaneskjördæmi, sem finnst allar plöturnar með Trúbroti góðar, en allir vita hvaðan sú hljómsveit var. Árni lætur ekki þar við sitja heldur dáir lflca Deep Jimi and the Zep Creams, sem ætla að meika það í Bandaríkjunum en eru bomir og barnfæddir suður með sjó. Finnur Ing- ólfsson (F), þingmaður Reykjavíkurkjördæmis, hlustar á lög af Veggfóðri en jafnframt er Chicas með Gildrunni uppáhaldslagið hans. Hann heldur því upp á hreint Reykjavíkurpopp og er jafnframt eini þingmaðurinn sem ratar inn á vinsældalista útvarps- stöðvanna. Allaballarnir Margrét Frímannsdóttir (G), Suðurlandi, og Guðrún Helgadóttir (G), Reykja- vík, eiga báðar uppáhaldslag og uppáhaldsplötu sem rekja má til kjördæmanna. Eru Vestmanneyingarnir Oddgeir Kristjánsson, Arnþór Helgason og Gísli Helgason ljúfastir í huga Margrétar en Guðrún held- ur upp á Reykvíkingana Megas og Sverri Stormsker.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.