Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 23

Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. SEPTEMBER 1992 23 \]c%W\a4*4* Við notum yfirleitt meiri farða á vet- urna en sumrin, því flestar konur hafa misst litinn sem þær náðu yfir sumarið. Sérstaklega nota konur meiri andlits- farða, sem er mjög gott til að verja húðina gegn kuldabiti og æðasliti. Fólk er því oft hissa þegar það sér kafmál- aða konu uppi á fjöllum, en í raun er hún að verja húðina betur en margur annar. Pað eru auðvitað til ýmis krem til verndar húðinni en þetta er ekki verri leið. Kona sem ætlar að stunda vetraríþróttir og vill verja andlit sitt á að setja á sig frostvörn, andlitsfarða óg púður og hefur þá klætt andlit sitt eins og líkama sinn... Ef konur vilja farða burt æðaslit, sem getur verið það áberandi að venjulegur farði nær ekki að hylja það, dugar ekk- ert annað en „græna kremið" svokall- aða. Það er borið á rauðu dílana og andlitsfarði síðan settur yfir. Varast skal að setja of mikið af kreminu á sig því það myndar nokkurs konar litleysu. Reglan sem best er að fylgja er sú að ekki má sjást rauður litur af slitinu en alls ekki grænn litur heldur. Ef rétt leið er farin á að myndast nokkurn veginn grár tónn. Á eftir er andlitsfarðinn sett- ur á. Hann á ekki að bera á andlitið eins og venjulega því þá getur „græna kremið" dregist til og best að „dúmpa" farðanum varlega ofan á... Margar konur eru meo bauga og ráða ekkert við þá tilfinningu að láta þá fara í taugarnar á sér. Það finnst þó ráð við þessu eins og svo mörgu öðru og er sérstakt baugakrem notað til að gera þá minna áberandi. Konur setja kremið gjarnan undir andlitsfarðann en það er alrangt. Pað á að setja það eftir á, ann- ars er hætt við að kremið dragist í burtu þegar andlitsfarðinn er settur á. Sem sagt, „dúmpa" baugakreminu var- lega á eftir að andlitsfarðinn er kom- inn... HAFNARSTRÆTI15 REYKJAVÍKSÍMI13340 BETRA ÚTLIT kti+áA’ Undirstaða góðrar augnförðunar er að eiga góða pensla. Eru marðarhár- spenslar það besta sem völ er á, en í þeim eru náttúruleg hár. Þetta eru sömu penslar og myndlistarmenn nota í vatnslitamyndir og þeir mýkstu sem til eru, og annað á ekki að nota á hið viðkvæma svæði í kringum augun. Það á til að mynda alls ekki að nota svampa eða gervihársbursta, sem yfir- leitt fylgja augnskuggum. Marðarhár- spenslar eru töluvert dýrir en duga endalaust og góðir penslar eyðileggjast ekki. Margir förðunarpúðar eru til en þeir sem vert er að eiga í snyrtivöru- safninu eiga að vera þannig að hægt sé að bleyta þá. í „kökumeik" er sérstak- lega gott að nota blautan meikpúða... Ef dekkja á augabrúnir má benda á að ekki er æskilegt að nota blýanta til þess arna og ekki vænlegt til árangurs. Betra er að nota dökka, matta augnskugga og bera þá á með pensli. Ef konur eru að mála sig á annað borð er fallegt að setja aðeins á augabrúnirnar til að skerpa þær örlítið, en þær eiga að vera mun dekkri en háralitur að því tilskildu að þær séu Ijóshærðar. Dökkhærðar konur þurfa engar áhyggjur að hafa...

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.