Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 39

Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. SEPTEMBER 1992 39 X\.nattspyrnuunncndur eru hræddir um að árangur íslensku liðanna verði ekki beysinn í Evrópukeppnunum í ár því ís- lensku liðin þrjú, sem unnu sér rétt í íyrra til þátttöku í ár, hafa spilað illa undanfar- ið. Frammarar urðu í öðru sæti í deildinni í fyrra og keppa því í Evrópukeppni fé- lagsliða í ár. Liðið spilaði ekki vel á ný- loknu keppnistímabili; endaði í fimmta sæti í deildinni, sem er lakastur árangur þess um árabil, og náði sér ekki á strik á móti Kaiserslautern á þriðjudag. Tapaði þrjú núll og er örugglega fallið úr leik. Víkingar urðu fslandsmeistarar í fyrra og taka því þátt í Evrópukeppni meistaraliða — léku reyndar fyrsta leik sinn í gær- kvöldi, gegn CSKA Moskvu. Þeim gekk illa í deildinni í ár, urðu í sjöunda sæti og voru Iengst af í fallhættu en náðu að bjarga sér í lokaumferðinni. Valsarar unnu bikarkeppnina í fyrra og Ieika því í Evrópukeppni bikarhafa, spila fyrsta leik sinn í dag gegn Boavista. Þeir stóðu sig að vísu með ágætum í sumar; enduðu í fjórða sæti deildarinnar og urðu bikar- meistarar þriðja árið í röð. En þeir léku hroðalega í leiknum gegn KR í síðustu umferðinni og töpuðu níu eitt. íslensk lið hafa oft staðið sig bærilega í Evrópu- keppnum og víst er að öll íslensku liðin sem taka þátt í keppnunum í ár geta leikið ágætlega, en þau hafa ekki verið sannfær- andi undanfarið og því óttast menn að stórar tölur geti litið dagsins ljós. En von- andi reka leikmenn af sér slyðruorðið... 1 lest verk sem tekin verða til sýningar í Þjóðleikhúsinu í vetur hafa þegar verið kynnt en ekki eru þau þó öll komin ffam í dagsljósið enn. Eitt þeirra sem leynd hefur hvílt yfir er afrnælissýn- ing EGG-leikhússins, „Drög að svínasteik", sem frumsýrit verður sem gestaleikur á litla sviðinu um jólaleytið. Eins og stundum áður á ferli leikhússins fer aðeins einn leikari með hlutverk og er það Viðar Eggertsson, sem nú mun túlka svín sem hefur litið á það sem hlut- verk sitt í lífinu að verða svo vel alið að í fyllingu tímans verði það veglegasta steik sem sést hefur. Leikritið gerist á þeim tímamótum í lífi þess sem takmarkinu er náð og það er Ieitt til slátrunar. Verkið verður flutt í tilefni af tíu ára starfsemi leikhússins og verður sýnt á svipuðum tíma og May fair Lady. Gárungar kalla því svínasteikina gjarnan „May fair Pig“ eða „Bacon og egg“. Ingunn Asdísardóttir leikstýrir... I vkki þykir starfsandinn á Ríkissjón- varpinu eins og best verður á kosið þessa dagana og hefur á stundum ekki gengið áfallalaust að koma fréttunum í loftið í sumar. Af þeim sökum hafa áhorfendur fylgst með vinnubrögðum af ýmsu tagi. Þykir mörg- um sem yfirmaður fréttastofunnar, Bogi Ágústsson, sé heldur sinnulaus um starf- semina en flestir vita um áhuga hans á að flytja sig um set. Mikil óánægja kom einn- ig upp meðal gamalreyndra starfsmanna þegar einn af yngri liðsmönnunum, Hall- dór Friðrik Þorsteinsson, fékk tæpa milljón til að fara til Tyrklands. Þótti ýms- um sem þessu fé hefði betur verið varið í önnur verkefni... LESENDUR Sveitir og útvörp Gunnar Smári Egilsson skrifar um uppsveitir Borgarfjarðar, útvarpsstöðvar og listamenn í fjöimiðlapistli PRESSUNN- AR 10. september. Hann upplýsir lesand- ann um að í téðum uppsveitum heyrist bara í Rás eitt, að Kviksjá sé leiðinlegur þáttur og listamenn séu leiðinlegir þegar þeir tala um vinnuna sína. Hann vill aftur geta hlustað á Rás 2, Bylgjuna, Stjörn- una, FM, Útrás og Aðalstöðina. Þess vegna vill hann ekki búa í uppsveitum Borgarfjarðar. Ég er sammála þessu um listamennina. Islendingar fá alltaf nagandi samviskubit ef þeir halda að fólk haldi að þeir séu ekki að vinna. Þess vegna er allt kallað vinna. Skólanám á að heita vinna. Leikir barna eru vinna. Listsköpun þarf að vera vinna og til að sannfæra þjóðina um það er tuð- að um það sí og æ í hinni hryllilegu Kvik- sjá. Líklega sannfærist þá enginn á endan- um nema sveitamenn í Borgarfirði. Ég er hins vegar ekki sammála Gunnari Smára um forgangsröð leiðindanna. Sög- ur af draumförum tæki ég til dæmis langt fram yfir frásagnir af starfskjörum lista- manna. En verst þykir mér hins vegar ef ég þarf að hlusta á allt þetta fólk sem situr við hljóðnemann á Rás 2, Bylgjunni, Stjörnunni, FM, Útrás og Aðalstöðinni og endurtekur í sífellu hvað það heitir (svo það gleymi því ekki) og hvað klukkan er (ef það kann á hana). Þetta fólk þykir mér leiðinlegra en listamenn; leiðinlegra en kumpánlegar fýllibyttur; leiðinlegra en miðlar á draumarugli. Og ég trúi því ekki að jafn skemmtilegur penni og Gunnar Smári geti ekki einfaldlega hvút sig á út- vörpum þessa fólks og talað bara við sjálf- an sig ef hann á leið um sveitir landsins part úr degi. Þorsteinn Siglaugsson Flókagötu 66, Reykjavík. Sahara vinnuvettlingar hentugir viö öll störf ** s||8 K.Richterhf. Heildverslun Smiösbúö5 Garöabce sími 91 - 40900 Hljómsveitin Undir Tunglinu meö meiriháttar dansleik föstudagskvöld Hljómsveitin Svartur Pipar skemmtir laugardagskvöld Haukahátíb Opiö 23:00-03:00 Snyrtilegur klæönaöur, 20. ár STRANDGÖTU 30 NILLABAR Siðasta helgi fyrir breytingar Karaoke stemming Komiö og takiö lagiö Næstu helgi: Vinir Dóra Opið 18:00-03:00 Snyrtilegur klæönaöur, 20. ár SIM1650123 d m -;Æm, PIZZAHÚSID FRlAR HEJMSENDINGAR ALLAN SÓLARHRINGINN 7 DAGA VIKUNNAR PÖNTUNARSÍMI 679333 PIZZAHÚSIÐ Grensósvegi 11 — þjónar þér allan sólarhringlnn Opið föstudags- og laugardagskvöld kl. 11-03 +/R&SO VIN-K fimmtudagskvöld EXIZT, TUSSULL OG KOL- RASSA KRÓKRÍÐANDI föstudagskvöld HAM laugardagskvöld ftðatréttir Skþtuseísteil( ttieðfersku jjrœnmeti í ts trajjon rjómasósu. %r. 990.- (jfjáó„tfiai“fgúfíinjjaórinjja meðejjjjjanúMum ojj ívítfaufjssósu %r. 1.590.- (jnfíadur íamóafrijjjjjur óorititi jram með rósin piparsoði ojj seíjurótar- œtiþistfamaufi. %r. 1.490.- Ellen Kristjdnsdóttir syngurfyrir matargesti ásamt djasstríói Sigurðar Flosasonar laugardagskvöld (jtiffuð nautafnjjjjjsncið með sfaífottufaulg sveppum, jcrsíýum Baunum ojj madeirasósu. %r. 1.890.- " Opið föstudags- og laugardagskvöld sími 6S9686

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.