Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 20

Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. SEPTEMBER 1992 E R L E N T Madonna og Dafoe Madonna í djörfum ieik Madonnu hefur gengið mis- jafnlega að verða kvikmynda- stjarna og flestar myndir hennar hafa verið lánlausar. I myndinni „Body of Evidence" sem verður frumsýnd á næstunni reynir hún enn. Þar leikur hún konu sem leikur elskhuga sinn svo grátt að hann fær hjartaslag. Hún er ákærð fyrir morð og á vettvang kemur verjandi sem er leikinn af Willem Dafoe. Samskipti þeirra verða svo heitfeng að kvikmyndaeftirlit í Bandaríkjunum hefur bannað myndina innan 17 ára. Framleið- endur myndarinnar íhuga nú að klippa burt atriði svo fleiri geti fengið aðgang. Frá Madonnu mun líka vera væntanleg ný plata sem ber heitið „Erotica“ og myndabók sem heitir einfaldlega „Sex“. Gefur ýmislegttilkynna... Glæpur og refsing — kvikmyndin Leikstjórinn og kvikmyndafram- leiðandinn Mena- hem Golan ætlar ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er læestur, . . heldur hefur íJonVo,ght hyggju að kvikmynda útgáfu sína á skáldsögunni Glæp og refsingu eftir Fjodor Dostoévskí, en hana telja margir einhverja snjöllustu skáldsögu allra tíma. Golan hyggst færa söguna fram í tíma, láta hana gerast í róstusömum nútímanum en ekki á 19. öld. Jon Voight leik- ur Petrovitsj lögreglufulltrúa, en Golan hefur enn eldd fundið leik- ara sem hentar í aðalhlutverk stúdentsins Raskolnikovs. Lýðræðið lifir! Á sunnudaginn ganga Frakkar til kosninga og greiða atkvæði um Maastricht-sáttmálann. Eftir ótal skoðanakannanir virðist jafnræði meðal fylkinga þeirra sem eru með og á móti. Stærstu stjórnmálaflokkarnir eru flestallir klofnir í af- stöðunni til Evrópusamrunans, en í þessari grein færir Hughes Beaudouin rök fyrir því að þjóðaratkvæðagreiðslan sé meinholl fyrir lýð- ræðið í Frakklandi. Alveg burtséð frá því hvert verður svar Frakka í þjóðar- akvæðagreiðslunni á sunnudag- inn.má að vissu leyti segja að þetta frumkvæði Francois Mitterrand forseta hafi heppnast með ágæt- um. Þjóðaratkvæðagreiðslan hef- ur nefnilega haft holl áhrif á stjórnmálaumræður í Frakklandi; loks virðist ffanskur almenningur taka virkan þátt í uppbyggingu Evrópu, sem óneitanlega hefur haft tilhneigingu til að fara fram í lokuðum herbergjum skriffmn- annafBrussel. En samt var það ekki þetta sem forsetinn hafði í huga þegar hann ákvað að efna til þjóðaratkvæðis meðal Frakka um Maastricht-sátt- málann, aðeins fáeinum dögum eftir að Danir felldu hann í at- kvæðagreiðslu. Líklega var Mitt- errand fýrst og fremst umhugað um að takast það sem de Gaulle forseta mistókst í svipaðri að- stöðu; að reyna að útmá í huga þjóðarinnar óvinsældirnar og öll skakkaföllin sem tengjast nafni hans og eru Frökkum minnis- stæðari en það sem vel hefur tek- ist. Það var nánast óhugsandi að Frakkland, sem er orðlagt fyrir að Geena Davis Kyntákn tíunda áratugarins Annað slagið tekur Hollywood sig til og uppgötvar stórstjörnur. Oft rísa þær reyndar ekki undir nafni, endast stutt og eru smærri i sniðum en vonir stóðu til. Og i raun er varla hægt að segja að neitt offramboð sé á miklum kvikmyndastjörnum þessa dagana. En þar vestra binda menn nú hvað mestar vonir við Geenu Davis sem i kvikmyndinni „Thelma & Lou- 1U| ise" þótti sanna endanlega að hún væri verð stórstjörnunafnbótar. Síðan hefur hún leikið aðalhlut- verkið i hafnaboltamyndinni „A Le- ague of their Own" og nú síðast í stór- slysagrinmyndinni „Hero" á móti Dustin Hoffman. Geenu er líka hampað i flestum tímaritum þetta sumarið og haustið og í Vanity Fair er hún kölluð kyntákn og kvik- myndastjarna tiunda áratugarins... vera Evrópusinnað, segði annað enjá! Hitt markmiðið var óefað að magna óeiningu meðal stjórnar- andstöðunnar, sem hefur mikinn meirihluta í skoðanakönnunum, en er mjög sundurleit þegar mál- efni Evrópu eru annars vegar. En þarna voru Frakkar varla teknir með í reikninginn, þjóðin sjálf sem hefur umturnað þjóðar- atkvæðagreiðslunni og með því lagt áherslu á tvö meginatriði, sem hjóta að teljast afar þýðingarmikil fyrir Evrópu og Frakkland: f fyrsta lagi: Frakkar eru ekki orðnir dauðleiðir á stjórnmálum líkt og margir álitu. Maastricht- samningurinn er orðinn metsölu- bók ársins. f þorpum og borgum Frakklands tala menn vart um annað en evrópska seðlabankann, valddreifmgu og ECU! Frökkum finnst að málið komi þeim við og virðast upp til hópa hafa ákveðið að flykkjast á kjörstað — líklega verða þeir fáir sem nota ekki at- kvæði sitt. I öðru lagi: Frakkar hafa að undanförnu gert stjórnmála- mönnunum að gegna því hlut- verki sem þeir voru kosnir til. Flestir hafa þeir þurft að kasta fyr- ir róða alls kyns bellibrögðum, pólitískum sjónhverfingum og háði og köpuryrðum um and- stæðinginn. Nú er í tísku að upp- ffæða. Það er hlutverk stjórnmála- mannsins að skýra út og sann- færa. Þannig hefur umræðan um Maastricht að vissu leyti náð há- punkti; það gerðist þegar forseti lýðveldisins kom í eigin persónu fram í sjónvarpi og svaraði spurn- ingum þjóðarinnar í þijár stundir. Tuttugu Frakkar höfðu verið vald- ir til að ræða við forsetann; það var ekki að sjá að neinn þeirra gerði sér far um að hlífa honum, heldur voru spurningarnar bein- skeyttar, markverðar og stundum eitraðar. En Mitterrand skjöplaðist ekki þegar hann ályktaði að þjóðarat- kvæðagreiðslan myndi riðla hefð- bundnum fylkingum í franskri pólitík. Einungis verður ekki vart við klofning í Kommúnista- flokknum og Þjóðfylkingu hægri- öfgamannsins Jean Marie Le Pen\ þar eru menn einhuga í andstöð- unni við samninginn, að minnsta kosti opinberlega. Stærsti hægri- flokkurinn, RPR, er hins vegar í mjög einkennilegri aðstöðu. For- ingi flokksins, Jacques Chirac for- setaefni og borgarstjóri í París, er hlynntur samningnum, en hins vegar eru 90 prósent flokksmanna andvíg. Staðan er semsagt svipuð og ef Davíð Oddsson berðist nán- ast einn fyrir því að EES- samn- ingurinn yrði samþykktur, í and- stöðu við þorra sjáfstæðismanna. Sárin eftir slíka óeiningu munu varla gróa á svipstundu. Að útskýra og sannfæra: þessi tvö leiðarljós stjórnmálanna höfðu að vissu leyti gleymst í stétt franskra pólitíkusa. Þannig hefur þjóðaratkvæðagreiðslan að vissu leyti fært stjórnmálin nær þjóð- inni, þjóðina nær stjórnmálunum. Drjúgur hluti umræðunnar um ERLENT SJÓNARHORN Frökkum svelgist á Maastricht JEANE KIRKPATRICK Þrátt fyrir að engin lög kveði á um að bera verði Maastricht-sátt- mála Evrópubandalagsins (EB) undir þjóðaratkvæði í Frakklandi leit Fram;ois Mitterrand Frakk- landsforseti svo á að það myndi styrkja hann til muna (eftir fallið í •Danmörku) að bera hann undir þjóðina. Ekki síst þar sem menn töldu niðurstöðuna vera sýnda veiði og gefna. Frakkar hafa verið fremstir í hópi jafningja í Evrópu- samrunanum — allt frá Jean Monnet og Robert Schuman til Jacques Delor — og það gerði enginn ráð fyrir öðru en að drjúg- ur meirihluti Frakka myndi styðja sáttmálann. Raunin varð önnur. í lok ágúst voru ákveðnir andstæðingar sátt- málans komnir í meirihluta þótt naumur væri. Stuðningsmenn sáttmálans hertu við þetta mjög róðurinn og hafa vinninginn sem stendur. En það er afar mjótt á mununum, franskir kjósendur eiga til að skipta um oft skoðun og um fjórðungur kjósenda hefur ekki gert upp hug sinn. Að líkindum hafa Frakkar aldrei deilt jafnhart um skipan mála í landinu (frá byltingu a.m.k). Stuðningsmenn Maast- richt-samningsins hafa málað rósrauða mynd af framtíðinni, þar sem Frakkar sitja í öndvegi Evrópu, sem er fyililega sam- keppnishæf við Japan og Banda- ríkin, sjálfstæð, fær um að annast eigin varnir og laus undan bandarískum áhrifum og þýsk- um ógnum. Andstæðingarnir mála öllu dekkri mynd þar sem Frakkar hafa gengist undir ok þýska bankavaldsins, iðnaðurinn orðið japönskum innflutningi að bráð, matvælaiðnaðurinn í skugga MacDonalds, skattborgararnir arðrændir af fátækari aðildarríkj- um EB og borgirnar fúllar af at- vinnulausum innflytjendum, sem streymt hafa yfir hin opnu landa- mæri Evrópu. Allt hið góða sem Frakkland hefúr að bjóða — svo . jafnvelþó svo Frakkarfelli Maast- richt-samkomulagið, þá mun Rómarsátt- málinn standa og Einingarsáttmáli Evr- ópu sömuleiðis, þannig aðþað sem þegar hefur áunnist mun ekki tapast. “ sem Camembert-osturinn góm- sæti — verður háð duttlungum smekklausra möppudýra í Brus- sel. Deilan hefur gengið þvert á flokkalínur og aðra pólitíska skiptingu í landinu. í lið með Mitterrand hafa gengið þeir Valéry Giscard d’Estaing, Jacques Chirac og Fran<;ois Leotard, leið- togar stjórnarandstöðunnar. Á hinn bóginn hafa flokksmenn þeirra ekki endilega fylgt for- mönnum sínum að málum. I flokki andstæðinganna má finna öfgamenn Le Pen, gaullista, sósíalista, kommúnista, græn- ingja og í raun fylgismenn lang- flestra flokka. Grundvallardeilan snýst vita- skuld um það hvar völdin skuli liggja: hjá yfirþjóðlegum stofnun- um eða fullvalda ríkjum. And- stæðingarnir ítreka að þeir séu ekki á móti Evrópusamvinnu en hamra á að Evrópa í anda Maast- richt-samkomulagsins sé aðeins ein möguleg tegund Evrópu, miðstýrð Evrópa skriffmna allra þjóða. Hugsjónirnar, sem tekist er á um, byggjast ekki á ágreiningi um efnahagsstefhu eða trúarsannfær- ingu, heldur er þjóðemi og þjóð- ernisvakning lykillinn, likt og gerst hefur víðs vegar annars staðar í Evrópu að undanförnu. Sovétríkin gömlu hafa marg- klofnað, um Júgóslavíu þarf ekki að ræða og í Þýskalandi eiga út- lendingar undir högg að sækja. Og það er fyrst og fremst af þjóðernisástæðum, sem Frökk- um hefur svelgst á Maastricht. Þeir óttast að franska þjóðarsálin muni flekkast af og að Frakkar glati fullveldi sínu. Mitterrand hefur mótmælt þessu hástöfum og spurt kjósendur hvernig þeim detti í hug að hann vilji leggja þetta í hættu. Ég hef reyndar þá trú að fylgis- mönnum samkomulagsins muni vaxa fiskur um hrygg á síðustu dögum baráttunnar og merja staðfestingu þess í gegn. En jafn- vel þó svo Frakkar felli Maast- richt-samkomulagið, þá mun Rómarsáttmálinn standa og Ein- ingarsáttmáli Evrópu sömuleiðis, þannig að það sem þegar hefur áunnist mun ekki tapast. Hvernig sem fer mun Evrópa lifa Maastricht af.____________ Höfundur er fyrrverandi sendiherra Banda- rikjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Ljósmynd, dæmigerð fyrir kosn- ingabaráttuna í Frakklandi. Yfir auglýsingaspjald þar sem sam- einuð Evrópa er lofuð og prísuð hefur verið límt plakat þar sem kjósendur eru hvattir til að kveða nei við Maastricht — og Mitterrand. Maastricht-samninginn hefur far- ið í gagnrýni á þá Evrópu sem er stjórnað af tæknikrötum. En lík- lega er misskilningur að sú um- ræða beinist einvörðungu að Evr- ópubandalaginu. Ætli það séu ekki allt eins skýr skilaboð til þeirra sem stjórna heimafyrir? Kannski segja franskir kjósendur nei á sunnudaginn (samkvæmt skoðanakönnunum er jafnræði milli þeirra sem eru með og á móti), vísast er öllu skynsamlegra að segja já, en víst er að Evrópa getur dregið ómældan lærdóm af þessari þjóðaratkvæðagreiðslu sem virðist ætla að gera lýðræðinu mikið gagn! Hughes Beaudouin erfyrrum blaðafulltrúi franska sendiráðsins í Reykjavík og ritar fyrirdagblaðið Libération Danir binda vonir við Evr- ópu með Barböru Sukowu í aðalhlutverki Kristín fær harða sam- keppni Svo á jörðu sem á himni, kvikmynd Kristínar Jóhann- esdóttur, keppir fyrir fslands hönd um evrópsku kvik- myndaverðlaunin sem verða afhent í Berlín 12. desember. En samkeppnin verður hörð því þar keppa myndir eftir fræga leikstjóra um hin eftir- sóttu Felix-verðlaun. Meðal mynda sem hafa fengið til- nefningu í heimalöndum sín- um er „Evrópa“ eftir danska furðufuginn Lars von Trier, „Van Gogh“ eftir ffanska leik- stjórann Maurice Pialat, „Há- ir hælar“ eftir Spánverjann Pe- dro Almodovar, „II Capitano“ eftir Svíann Jan Troell, auk mynda eftir Ungverjann Ist- van Szaho, Pólverjann Jerzy Skolimowski og Bretann Ter- ence Davies. Allt eru þetta þekktir kvikmyndamenn og sumir stórfrægir, en verðlaun- in eru veitt af evrópsku kvik- myndaakademíunni. Forseti hennar er ekki minni maður en Ingmar Bergman... I

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.