Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 14

Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. SEPTEMBER 1992 Afskriftir útlána banka og ýmissa sjóða Á síðustu fimm árum, 1987 til 1991, hafa bankar, sparisjóðir og helstu fjárfestingarlánasjóðir af- skrifað yfir 23 milljarða að núvirði af útlánum sínum og þegar við bætast beinar og óbeinar afskriftir Sverrir Hermannsson Lands- bankastjóri. Á fimm árum af- skrifuðu bankar og sparisjóðir alls 10,4 milljarða króna, þar af átti Landsbankinn 4.240 millj- ónir. Afskriftir Landsbankans 1990 og 1991 námu 2,7 millj- örðum, sem gerir að meðaltali 5,1 milljón króna hvern einasta virkan dag. Núverandi stjórnar- formaður er Eyjólfur K. Sigur- jónsson. Ríkisábyrgðarsjóðs og ríkissjóðs hækkar sú tala upp í rúmlega 28 milljarða króna. Stór hluti þessara milljarða hefur þegar verið afskrif- aður með öllu, en hluti er enn „geymdur“ með innstæðum á sér- Guðmundur Malmquist, for- stjóri Byggðastofnunar. Byggðasjóður, Atvinnutrygg- ingasjóður og Hlutafjársjóður afskrifuðu 5,9 milljarða á tíma- bilinu, þar af átti Byggðasjóður 3,5 milljarða. Stjórnarformaður: Matthías Bjarnason þingmaður. stökum afskriftarreikningum. Al- menn regla varðandi slíka reikn- inga er að á þeim séu geymdar íjárhæðir sem nema um 1 pró- senti af útistandandi lánum, en hlutfallið hjá þeim stofnunum Jóhannes Nordal Seðlabanka- stjóri. Ríkisábyrgðarsjóður er í umsjá Seðlabankans. Ríkisend- urskoðun telur að minnsta kosti 2,2 milljarða króna lán með ábyrgð sjóðsins glötuð og er þegar búið að afskrifa mikið af því. Um helmingur þessarar upphæðar er vegna nokkurra ára gamals raðsmíðaverkefnis og vegna lána Skipaútgerðar ríkisins. sem PRESSAN skoðaði er frá 2 upp í 11 prósent. LANDSBANKINN TAPAR FIMM MILLJÓNUM Á HVERJUM VIRKUM DEGI Þórður Friðjónsson, þartil ný- lega stjórnarformaður Fram- kvæmdasjóðs. 3,2 milljarðar þurrkuðust út á tímabilinu, að- allega vegna ullariðnaðar (Ála- foss) og fiskeldis, en það sam- svarar 15,7 prósentum af úti- standandi lánum sjóðsins um síðustu áramót. Sjóðurinn varð að leysa til sín urmul fasteigna áður en hann var lagður niður I janúar sl. Forstjóri var Guð- mundurB. Ólafsson. Af þessum 28 milljörðum króna hafa viðskiptabankar og sparisjóðir afskrifað samtals 10.400 milljónir eða um það bil 37 prósent heildarinnar. Þar af er Landsbankinn (að Samvinnu- Björgvin Vilmundarson Lands- bankastjóri, stjórnarformaður Fiskveiðasjóðs. Sjóðurinn af- skrifaði 1 milljarð á tímabilinu vegna skipalána og fasteigna- lána til fyrirtækja í sjávarútvegi, en um síðustu áramót stóðu úti- standandi lán sjóðsins í 20,6 milljörðum króna. Forstjóri er Már Elísson. bankanum meðtöldum) með hæstu afskriftirnar eða 4.240 milljónir króna. Af þessari tölu hafa nær 2,7 milljarðar verið af- skrifaðir á árunum 1990 og 1991, en það samsvarar því að Lands- Valur Valsson íslandsbanka- stjóri, formaður framkvæmda- stjórnar Iðnþróunarsjóðs. Stjórnarformaður er Jóhannes Nordal Seðlabankastjóri en framkvæmdastjóri Þorvarður Alfonsson. Sjóðurinn afskrifaði 515 milljónir á tímabilinu, en um síðustu áramót stóðu úti- standandi lán í 5,3 milljörðum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.