Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 28

Pressan - 17.09.1992, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. SEPTEMBER 1992 Tíu öruggar aðferðir til að sjá hverjir eru Hreinræktaðir lýðskrumarar eru kannski ekki si/o ýkja algengir. En margir stjórnmálamenn bera með sér ögn af lýð- skrumaranum og sumir kannski meira en lítið. Nú þegar umræður um Euröpska efnahagssvæðið standa sem hæst á Al- þingi er líklega tímabært fyrir kjósendur að læra að þekkja úr helstu lýðskrumarana og einkenni þeirra. 1. LYÐSKRUMARINN TALAR I SIBYLJU OG HELDUR LANGAR EIN- RÆOUR Að tala er ær og kýr lýðskrum- arans. Hann á sínar sælustu stundir í ræðustóli eða framan við sjónvarpsmyndavélar. Hann talar án afláts, heldur langar einræður, endurtekur sig oft, en vegna þess að hann heldur í raun leiksýningu í hvert sinn sem hann opnar munninn hefur hann lag á því að láta fólk hlusta á sig. Að vissu leyti neyðir hann það til þess. Lýðskrumarinn er aldrei feim- inn eða hóg- skrifa ræður fyrirfram og velta fyr- ir sér hverju orði. Lýðskrumarinn talar blaðlaust, af andagift; allt annað er of þunglamalegt og heft- ir beina sambandið við lýðinn sem er mesta lífsfylling hans. Ekki það að hann sé að segja einhver ný tíðindi. Það gerir hann sjaldnast. Oft gengur hann ekki lengra en að hlera eftir skoðunum lýðsins, sem fyrir honum er líkur ástkonu sem hann er alltaf að reyna að ná valdi yfir. Hann tekur undir skoðanir fólksins, beygir sig undir þær, gerir þær að sínum, þótt kannski finnist honum þær hvort tveggja fáránlegar og fýrirlit- legar. Þannig beitir hann lýðnum fyrir vagn sinn og ef ekki er höfð aðgát er lýðurinn innan skamms farinn að draga hann á eftir sér með erfiðismunum. Lýðskrumarinn vinn- ur ekki á sama plani og annað fólk, og í raun álítur hann sig á öðru og æðra plani en það fólk sem honum hefur verið falið að ráðskast e ð . efhanntelur^ er hræddur um að verða sér til skammar eða koma upp um van- þekkingu sína, þótt hann tali oft löngum stundum um hluti sem hann hefur ekki hundsvit á. Hon- um er hjartanlega sama um slíkt og þess vegna er sjaldan hlegið að honum — mönnum hættir meira að segja til að taka mark á því sem hann segir. Hann er óforbetran- legur blaðrari sem aldrei þagnar; hann hendist milli ræðustóla, blaðamannafunda, sjónvarps- stöðva og hvatningasamkoma með stuðningsmönnum. Með sjónhverfmgum sínum fær hann fólk alls staðar til að hlusta á sig. Honum frnnst fráleitt að lesa upp ræður. Slíkur er háttur smá- menna sem hafa lítið hlutverk í lífinu. Þeir Þess vegna hirðir lýðskrumarinn ekki um rök. Hans tungutak er mál tilfmninganna, hann talar ekki rólegum tóni og yfirveguð- um, heldur af ástríðu og tilfinn- ingu; hann beitir ekki köldum og leiðinlegum rökum heldur heitum loga þess sem hefur mikla sann- færingu. Hann leitast ekki við að útskýra, heldur vill hann hrífa Iýð- inn með sér. Smámenni geta setið í hverju horni og pússað lítil orð sem þeir raða saman í litlar og nákvæmar myndir. Líklega hlustar enginn. Með stórum orðum bregður lýð- skrumarinn upp mikilfenglegum myndum, hræðilegum eða fögr- um — og áheyrendur sperra eyr- un, hvort sem þeim er það á móti skapi eða ekki. Hann býr til ný orð, alls kyns samsetningar, sem eru svo þrungnar gildismati að menn setur hljóða þegar þeir heyra þær. Það slær lýðskrumarann ekki út af laginu að þessi nýyrði eru yfirleitt ónot- hæf í vitrænni samræðu. Fyrir lýðskrumaranum eru orð hvorki heilög né dýrmæt. Út úr þeim er hægt að snúa eftir hentug- leikum, allt til að klekkja á and- stæðingnum, vekja á honum and- úð og tortryggni, gera hann hlægi- legan eða asnalegan, eða það sem betra er — láta hann líta út eins og glæpamann og svikara. En nú getur hið óvænta náttúrlega gerst og lýðskrumarinn orð- ið aðili í einhverju hneykslismáli, hann getur far- ið frjálslega með fjármuni sem hann á ekki eða sofið hjá konu sem hann hefði betur iátið í friði. Yfirleitt „Hans tungutak er ekki mál tilfinninganna, hann talar ekki rólegum tóni og yfin/eg uðum, heldur af ástríðu og tilfinningu." Lít ilfjörlegir stjórnmála menn umgangast orð eins og þau hafi einhverja vigt, lýðskrumaranum finnst ekkert at- hugavert við að kalla saklausan krata „kommúnista", góðlyndan íhaldskarl „landsölumann", duft til að búa til ís „landbúnaðaraf- urðir“, fáeina kaupsýslumenn úti í bæ „fjórtán fjölskyldur“. 3. LÝÐSKRUMARINN SER HNEYKSLI I HVERJU HORNI Það eru hneyksli út um allt. Alls staðar kemur lýðskrumarinn auga á hneyksli. Hann elskar hneykslis- mál. Hann bregður hart við, rýkur upp til handa og fóta og reynir með öllu sínu málskrúði að telja öllum öðrum trú um hvílíkt stór- hneyksli þetta hneyksli sé. Lýð- skrumarinn gætir þess að það fari hneykslisbylgjur um samfélagið. Oftast er hann svo hneykslaður að hann telur sig ekki geta komist hjá því að kveðja sér hljóðs á þingi eða halda blaðamannafund. Yfirleitt er þó eitthvert grund- vallar- eða meginhneyksli sem lýðskrumarinn miðar allt við. Ótal smáhneyksli eru svo eins og útibú eða hjáleigur frá aðalhneykslinu sem tröllríður öllu. Víða í útlönd- um er til dæmis meginhneykslið fjöldi útlendinga sem hafa fengið leyfi til að búa í viðkomandi landi. Aukahneyksli eru svo vandamál á borð við eiturlyfjaneyslu og eyðni, sem lýðskrumarinn telur ósjálffátt að hljóti að vera runnin undan rifjum útlendinga. má ganga að því sem vísu að lýð- skrumarinn bregðist alltaf við slíku með sama hætti: Með lát- lausu málæði og undanbrögðum reynir hann að skella skuldinni á þá sem hann telur vera óvildar- menn sína og hljóti því einnig að standa fyrir ófrægingarherferð á hendur sér. Hann kennir semsagt andstæðingum sínum í pólitík um, en kannski þykir honum ennþá heppilegra að finna blöð og fjölmiðla í fjöru. Fjölmiðlana er hægt að ásaka um allt sem miður fer, það eru einu sinni þeir sem segja vondu fréttirnar. Fyrir lýð- skrumaranum er kjarni málsins semsagt ekki glæpurinn, heldur það hvernig blöðin brugðust við honum. 4. LÝÐSKRUMARINN HIRÐIR EKKI UM STADREYNDIR Það er gjörsamlega útilokað að rökræða við lýðskrumara. Hann er ónæmur fýrir rökum, og líklega má ganga út ff á því sem vísu að hann heyri ekki hvað aðrir segja. Ekki bara að hann skelli við skollaeyrunum, því líklega hefur hann ekki heyrt aðrar raddir en sína eigin og jábræðra sinna í marga áratugi. Það reynir mikið á taugarnar að freista þess að koma vitinu fyrir lýð- skrumara; þeir sem hafa reynt hafa flestir „Með stórum erðum bregður lýðskrumarinn upp mikilfeng- legum myndum, hraeðilegum eða fógrum — og áheyrendur sperra eyrun." „Hann vill nofa valdið fil að bjarga fólki, ef ekki frá öðr- um, þá frá sjálfu sér." það er sóun á tíma og kröftum. Lýðskrumarinn er múraður inni í vígi eigin skoðana og sannfær- inga. Lýðskrumarinn hefur stórar lausnir og oftast nær eru þær allt- umfaðmandi. Þær eru sjaldnast neitt tiltakanlega Qölbreyttar og oftast er hann lítið fyrir að hirða um smáatriði. Málflutningur hans hefur einatt upphaf og endi í sama punkti; kannski eru það millilið- irnir sem allt eru að drepa, eða sauðkindin og bændurnir sem eru að eyða lífvænleika þessa lands, eða þá óalandi kapítalistar eða óferjandi kommúnistar. Lýð- skrumarinn talar einfalt og skýrt og flækir ekki hlutina að óþörfu. Hann hefur skipað hug- myndum sínum í kerfi. AU- ar staðreyndir sem passa ekki við kerfið eru ósjálfrátt túlkaðar upp á nýtt, þeim hag- rætt eða þeim hafnað. Gagnrýni bítur ekki á kerfið, hún myndi aldrei ná að rjúfa gat á varnar- garðinn. Kerfið er heilt — að vissu leyti er það vítahringur. Lýðskrumarinn ályktar og liggur ekki á þeirri skoðun sinni að allar mótbárur hljóti að vera sprottnar af óeðlilegum hvötum, líklega hagsmunum þess sem andmælir eða einhverra lags- bræðra hans. Þess vegna eru hugmyndir lýð- skrumarans skotheldar og þannig getur hann boðað fullvissu sína af ótta við dauðann, árásarhneigð, löngun til að jafna um óvini sína, hatur. Hann útmálar andstæðinga sína sem ofsækjendur sem noti hvert tækifæri til að klekkja á sér, enda þýðir ekki að beita neinni hálfvelgju. Lýðskrumarinn heldur að fólki skelfilegum og ógnvæn- legum myndum, sem geta haft áhrif á skynsamasta og dagfars- prúðasta fólk. Hann þrumar um glæpamenn sem fara myrðandi, rænandi og nauðgandi, eiturlyfja- sala sem leggja heimili í rúst — og kannski gengur hann skrefinu lengra og talar um útlendinga sem koma og eyðileggja tungumálið okkar, skyldfólkið sem kemur hingað og Qölgar sér — það er engin hemja hvílíkri svívirðu lýð- skrumarinn getur lýst, en eiturlyf, alnæmi og glæpir eru vatn á myllu hans. Af því lýðskrumarinn snið- gengur með þessu þær heilastöðv- ar þar sem vitsmunirnir hafa að- setur getur besta fólki stundum virst að rödd hans sé fersk og skynsöm. Það er eitthvað sem hvíslar að kannski hafi hann rétt fýrir sér, þegar reyndin er sú að hann hefur ekki annað gert en að sá tortryggni, öryggisleysi og ótta. I slíku andrúmslofti þrífst hann líkaeinnabest. 6. LÝDSKRUMARINN EINFALDAR Hvemig á maður að fá alla hina til að hugsa það sem maður vill að þeir hugsi? Adolf Hitler, skæðasti lýðskrumari aldarinnar, kunni svarið. „Með því að nota töffamátt einfaldana, I andspænis þeim ÉL | hrynur öll mót- ■k spyrna,“ er haft ■ eftir harðstjóran- um. Hitier þóttist nefnilega viss um | lært að slíkri ákefð. 5...LÝDSKRUMARINN HOFDAR TIL LAGRA HVATA Það er ekki aðferð lýðskrumar- ans að höfða til skynseminnar eða vitsmunanna. Þar stæði hann fljótt á gati og yrði vægast sagt hjá- kátiegur. Nei, hann notar rök til- finningalífsins, sem yfirleitt eru óhrekjandi. Hann höfðar til þeirra heilastöðva sem geyma frumstæð- ar og lágar hvatir sem mann- skepnan á sameiginlegar með dýrunum — tortryggni, hræðslu, að fólk væri heimskt, það væri hægt að reka það eins og sauði. Og kannski hafði hann rétt fýrir sér, að minnsta kosti starfa flestir lýð- skrumarar sem eitthvað kveður að eftir þessu meginatriði: Þorri fólks veit að A er fýrsti stafurinn í staffófinu. En ef reynt er að skýra út fýrir því að B sé næsti stafur er hluti fólksins hættur að vera með á nótunum. Því sé best að halda sig við A, fáeinar einfaldar fullyrð- ingar, sem þurfa alls ekki að vera snjallar, nýjar eða ffumlegar. Gott er til dæmis að ala á ótta við eitt- hvað óþekkt, útiendinga eða Evr-

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.