Morgunblaðið - 28.04.2004, Síða 9

Morgunblaðið - 28.04.2004, Síða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2004 9 Kringlunni, sími 588 1680. Seltjarnarnesi, sími 561 1680. tískuverslun iðunn Stretch gallabuxur fást í 4 lengdum Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222. www.feminin.is Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Úrval af fatnaði frá Simply Stærðir 38-56 i LAGERÚTSALA Á ELDRI VÖRUM - ÓTRÚLEG VERÐTILBOÐ RÝMUM FYRIR NÝJU HÁSUMARLÍNUNNI Kynning á vor- og sumarfatnaði vikuna 24.-30. apríl Stærðir 40-52 Nýtt! Heimilisilmur frá Marina Rinaldi Gjöf til viðskiptavina HVERFISGÖTU 6 101 REYKJAVÍK - SÍMI 562 2862 ®Fitulausa pannan Smiðjuvegi 11, gul gata, Kóp. símar 568 2770 og 898 2865 • Opið 9-17 mán.-fös. Dönsk gæðavara - einstök ending 25% afsláttur af pottum í nokkra daga Kynningartilboð! Dagana 28. - 30. apríl bjóðum við 20% kynningarafslátt af öllum Vajolet og Axiom microfibra bolum og nærfötum fyrir dömur og herra. Mikið úrval af fallegum sumarlitum. Hraunbæ 119, (í nýjum verslunarkjarna í Árbæ), sími 567 7776. Opið virka daga kl. 11:00-18:00. Opið laugardaga kl. 11:00-16:00. FLUGFÉLAG Íslands hefur keypt þrjár Fokker 50-flugvélar auk fylgi- hluta af þýska flugfélaginu Luft- hansa. Koma þær í stað tveggja véla sem félagið hefur leigt til skamms tíma en áfram verða þrjár vélar í langtímaleigu. Verða því sex Fokker-vélar í rekstri hjá Flug- félagi Íslands í sumar. Kaupverð vélanna með varahreyflum og fleiri varahlutum er alls 350 milljónir króna. Fyrsta vélin kemur til landsins í byrjun maí en hún verður afhent félaginu næstu daga. Hinar vélarn- ar koma í júní. Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍ, segir að mikill vöxtur sé í farþegaflutning- um félagsins og því hafi þurft að stækka flugflotann. Það sem af er árinu hefur mest aukning verið í Egilsstaðaflugi eða kringum 40%, um 15% milli Reykjavíkur og Ísa- fjarðar og um 10% á Akureyrarleið- inni. Einnig segir Jón Karl mikla eftirspurn eftir Grænlandsferðum félagsins. Vélarnar eru smíðaðar á árunum 1990 til 1992 og eru því álíka gaml- ar og Fokker 50-vélarnar sem FÍ hefur í þjónustu sinni í dag. Hafa þær frá upphafi verið í rekstri hjá Lufthansa og tengdum félögum og segir Jón Karl þeim hafa verið flog- ið heldur minna en vélum FÍ. Fokker-flugvélar hafa verið not- aðar í innanlandsflugi hjá Flugleið- um og FÍ í um fjóra áratugi, fyrst Fokker F27 og síðan nýja gerðin, Fokker 50. Einnig hafa þær verið notaðar í áætlunarflug til Færeyja og Grænlands. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Kaupir þrjár Fokker 50-flug- vélar fyrir 350 milljónir króna Fleiri farþegar hjá Flugfélagi Íslands kalla á fleiri flugvélar AÐ SÖGN Sigurðar Gunnarssonar, sýslumanns í Vík í Mýrdal, er ekki talin hætta í nágrenni upptaka Jök- ulsár á Sólheimasandi þar sem vind er tekið að hreyfa. Almannavarna- deild ríkislögreglustjórans og lög- reglustjórinn í Vík sendu frá sér viðvörun í fyrradag þar sem fólk var varað við að vera í nágrenni upptaka Jökulsár á Sólheimasandi vegna megnrar brennisteinsfýlu á svæðinu. Hættan er mest í logni, en þá liggja eiturgufurnar yfir svæð- inu. Helstu einkenni brennisteins- mengunar eru sviði í augum og óþægindi frá öndunarfærum ásamt ógleði og höfuðverk. Nýlega fékk Ólafur Ingólfsson, prófessor í jarðfræði við Háskóla Íslands, snert af brennisteinseitrun þegar hann var við undirbúning kennsluferðar. „Við vorum fyrst hjá Sólheimajökli og svo keyrðum við nánast upp að Kötlujökli. Mikill brennisteinsfnykur lá í loftinu, sér- staklega við Sólheimajökul,“ segir Ólafur. „Nóttina áður hafði verið nokkur skjálftavirkni og þá hefur komið gusa af vatni sem hefur verið mettuð af þessum gastegundum.“ Þegar líða tók á daginn fór Ólafur að finna fyrir þeim eitrunaráhrifum sem fylgja brennisteinsvetni, ert- ingu í augum og vaxandi höfuðverk. „Þegar frá leið varð höfuðverkurinn mjög skæður og ég var alveg að sál- ast, en þetta leið hjá eins og gengur og gerist. Þetta var ekki mjög al- varleg eitrun, ég var við Sólheima- jökul í þrjá til fjóra tíma.“ Að sögn Ólafs geta alvarleg eitr- unaráhrif verið firnahættuleg og getur mikill styrkur brennisteins- vetnis valdið blindu og jafnvel löm- un í öndunarfærum og dauða. Ekki lengur talin hætta á brennisteinsmengun VEGNA fréttar í Morgunblaðinu sl. laugardag um sölu á jörðinni Vogi í Dalabyggð er nauðsynlegt að fram komi að í dómi Héraðs- dóms Vesturlands um málið var ekki tekin bein afstaða til for- kaupsréttar Dalabyggðar á jörð- inni eins og skilja mátti á fréttinni. Samkvæmt dómnum var sala jarðarinnar úrskurðuð ógild á þeirri forsendu að þinglýstur af- salshafi eignarinnar hefði ekki samþykkt kauptilboð fyrir sitt leyti. Dómurinn taldi að forkaups- réttur hefði ekki verið réttilega fram boðinn af hálfu seljenda og því hefði sveitarstjórn ekki gefist tækifæri til að gæta hagsmuna sinna með hliðsjón af ákvæðum jarðalaga. Dómurinn taldi hins vegar ekki ástæðu til að taka af- stöðu til kröfu Dalabyggðar um að seljandi yrði að bjóða sveitarfé- laginu forkaupsrétt þar sem sala jarðarinnar var dæmd ógild. Kröfu Dalabyggðar um að seljendum yrði gert að gefa út afsal fyrir jörðinni til Dalabyggðar var hafn- að. Ekki tekin afstaða til forkaups- réttar www.thjodmenning.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.