Morgunblaðið - 28.04.2004, Side 28

Morgunblaðið - 28.04.2004, Side 28
UMRÆÐAN 28 MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ BORGARSTJÓRI verðskuldar þakkir fyrir að svara grein minni sem birtist í Morgunblaðinu þriðjudaginn 13. apríl. Fyrir hönd fundarbjóðenda þakka ég honum einnig fyrir að hafa mætt EINN og AÐEINS EINN borgarstjórnenda á opnum borgarafundi vegna yfirvofandi flutn- ings Hringbrautar. Nennir nokkur að lesa ritdeilur? Tel ekki ástæðu að svara borgarstjóra lið fyrir lið. Þó get ég ekki annað en hnotið um orð eins og ranghugmyndir Dóru, ómálefnanlegir útúrsnúningar Dóru, afflutning forsvars- manns fundarboðanda (þetta hlýtur að þýða rangtúlkun mína á orðum borgarstjóra.) Þeim sem hafa áhuga get ég bent á að bera saman grein mína sem birtist í Morg- unblaðinu 13. apríl sem m.a. inniheld- ur spurningar til borgarstjóra og svar hans sem birtist í Morgunblaðinu fimmtudaginn 15. apríl. Nokkrar stokkaborgir sem ekki eru milljónaborgir Borgarstjóri segist hafa sagt að stokkar væru ekki nema í millj- ónaborgum. Gott og vel. Ef hann tel- ur sig hafa viðhaft þau orð voru nægi- lega mörg eyru á borgarafundinum sem heyrðu ekki milljónaborgir nefndar. Var borgarstjóri vísvitandi að útiloka Oslóborg með 512.589 íbúa og fjóra stokka alla setta í jörð til að kljúfa ekki byggðina. Sama á við um Aveiro borg á vesturströnd Portúgal með tæplega 50.000 íbúa og tvo stokka. Boston er með tæplega 800.000 íbúa og stofnbrautir sem nú er verið að leggja. Þetta eru ekki milljónaborgir. Verðmæti lands Það sem gleður mig mjög í svari borgarstórans er að borgaryfirvöld eru í fyrsta sinn að viðurkenna verð- mæti landsins þótt okkur greini á með upphæðir. Hins vegar er sorglegt að lesa álit borgaryfirvalda um hversu létt þau meta ábyrgð sína á skattfé okkar Reykvík- inga að í lagi sé að leggja sex akreina nýja Hringbraut strax, án knýjandi nauðsynjar og síðar megi grafa hana niður, eins og borg- arstjóri lýsti yfir í svari sínu. Hvers kyns að- ferðafræði er þetta? Tvíverknaður gatna- gerðar, gatanagerðar sem enn eru engin haldbær rök fyrir? Hvers kon- ar bruðl og vitleysa viðgengst hjá þessum hópi sem er í meirihluta að- stöðu á þessu kjörtímabili? Eftirfarandi texti er tekinn af vef Vegagerðarinnar: „Megintilgangur framkvæmdarinnar er að sameina Landspítalalóðina og færa meg- instrauma umferðar frá Landspít- alanum – háskólasjúkrahúsi. Varðandi LHS þá virðast ekki vera til 40 milljarðar til uppbyggingar spítalans við Hringbraut. Þar vísa ég til samdráttar í heilbrigðiskerfinu. Einnig er alls óvíst hvernig uppbygg- ing LHS verður við Hringbraut. Væri ekki líka rétt að bíða ákvörðunar um staðarval þar til heildarlausn finnst, hvort heldur við Hringbraut, Fossvog eða annars staðar á höfuðborg- arsvæðinu? Ýmsir, m.a. erlendir ráð- gjafar, hafa bent á að fljótlegra og ódýrara yrði að byggja við Fossvog. Þess vegna spyr ég: „Eru ekki meg- inrökin fyrir færslu Hringbrautar brostin?“ Framtíðarsýn og ábyrgð borgaryfirvalda Í dag eru fjölmargir þættir óljósir um framtíð Vatnsmýrarinnar þegar flug- völlurinn verður lagður niður og um framtíðarstaðsetningu LHS. Hvers vegna vilja ekki borgaryfirvöld sýna ábyrgð á fjármunum sem þeim er treyst fyrir og bíða með breytingu Hringbrautar þar til framtíðarsýn verður aðeins skýrari? Fyrirhuguð breyting á Hringbraut er stórmál sem á eftir að skipta sköp- um fyrir framtíð Reykjavíkur og allra landsmanna. Ef borgaryfirvöld keyra áfram á sama hátt og jafnsjálf- umglöð, sitja þau uppi með alvarlega ábyrgð á umhverfis- og skipulagsslysi í Reykjavík sem komandi kynslóðir eiga eftir að sakfella þau um. Er þessi gjörningur þau minningarorð sem borgaryfirvöld vilja hafa á legsteini sínum? Íbúalýðræði Enn og aftur spyrjum við, sem erum algjörlega andvíg fyrihuguðu skipu- lagsslysi. Hvað þarf að gerast til að núverandi borgaryfirvöld samþykki að Reykvíkingar fái að kjósa um þetta stórmál vonandi samhliða vænt- anlegum forsetakosningum 26. júní? Spurning okkar í væntanlegri kosningu er svohljóðandi. „Ert þú samþykk(ur) því að frestað verði framkvæmd á færslu Hringbrautar Já / Nei“ Reykvíkingar og íbúar höfuðborg- arsvæðisins sem aðild eiga að átaks- hópnum gegn færslu Hringbrautar óska fyrst og fremst eftir að sam- göngu- og borgaryfirvöld bíði með framkvæmdina þar til ákveðnari línur verði dregnar um framtíð þessa dýr- mæta svæðis. Slíkt gefur rúm til öfl- ugrar kynningar á málinu, nánari skipulags- og fjárfestingaáætlana, meiri framsýni, betri ákvarðana um hvar fjármunir nýtist best, bæði um íbúabyggð í Vatnsmýri, staðarvali LSH, umferðarskipulagi á Hring- brautar- og Vatnsmýrarsvæði og – ekki síst, ég endurtek, – hvort fjár- munir nýtist betur með: 1. Skiptingu fjármuna og hag- væmni í framtíðarstaðarvali LSH 2. Eflingu miðborgarkjarna Reykjavíkur og kostum íbúð- arbyggðar í Vatnsmýri 3. Heildar- en EKKI búta-áætlun um framtíðarlegu Hringbrautar. Byggið ekki á 34 ára „framtíð- arsýn, gefið íbúum Reykjavíkur og höfuðborgarsvæðisins alls, tækifæri til áhrifa á eigin framtíð. Umhverfisvernd Reykja- víkur og Reykvíkinga Dóra Pálsdóttir svarar efnis- legum svörum borgarstjóra ’Fyrirhuguð breyting áHringbraut er stórmál sem á eftir að skipta sköpum fyrir framtíð Reykjavíkur og allra landsmanna.‘ Dóra Pálsdóttir Höfundur er kennari. Hringbraut í stokk og samfelld byggð frá Reykjavíkurhöfn að Nauthólsvík. Raunveruleiki 6 akreina stofnbrautar. Skeifan og Smáíbúðahverfið að- skilin + 100 metra óbyggilegt svæði til sitt hvorrar hliðar við brautina. HS Bólstrun ehf. www.bolstrun.is/hs M EI ST AR AF ÉLAG BÓLSTRA R A STOFNAÐ 1928 Í GREIN eftir Hjálmar Árnason alþingismann, sem birtist í Frétta- blaðinu 10. apríl sl., fer hann rang- lega með staðreyndir um þróun at- vinnuleysisbóta. Hann gerir mikið úr hækkun sem stjórnvöld hafa lofað að verði á atvinnuleysisbótum núna á næstunni og kallar það risastökk, ef þær fara upp í 89 þúsund krónur. Ég spyr: Hverjir hafa haldið bótunum svo lágum undanfarin ár að það þurfi risastökk til að koma þeim upp í 89 þúsund krónur og hverjir eru ábyrgir fyr- ir þessari ósvinnu? Ef þú veist það ekki, Hjálmar, þá eru það framsóknarmennirnir Páll Pétursson og Árni Magnússon. Fram- sóknarflokkurinn hef- ur haft þennan mála- flokk síðan 1995. „Risastökkið“ Á árunum frá 1990 til 1995 héldust lágmarkslaun verkafólks og atvinnu- leysisbætur nokkurn veginn í hend- ur, þó voru bæturnar aðeins hærri. Sem dæmi má nefna að 21. febrúar 1995, rétt áður en Framsókn tók við félagsmálunum, hækkuðu atvinnu- leysisbæturnar í kr. 50.036 á mánuði en ekki í kr. 43.000 eins og Hjálmar fullyrðir í grein sinni. Þá voru lág- markslaun verkafólks kr. 46.838 (sjá meðfylgjandi töflu). Eftir að Fram- sóknarflokkurinn kom inn í rík- isstjórn vorið 1995 hættu bæturnar að fylgja launaþróun og síðan þá hafa þær stöðugt dregist meira og meira aftur úr. Þeim sögulegu staðreyndum verður ekki breytt. Réttur samanburður á lágmarkslaunum og atvinnuleysisbótum frá 1995 sýnir allt aðra mynd en Hjálmar dregur upp í fyrr- nefndri grein. Risa- stökkið sem hann talar um, dugar hvergi nærri til að jafna þann mikla mun sem orðinn var. Þó svo að bæturnar hækki nú þegar í kr. 88.767 eins og félagsmálaráðherrann hefur lofað, þá verða þær samt 12,65% lægri en lágmarkslaun í landinu. Fullyrðingar Hjálmars Árnasonar alþingismanns og Árna Magn- ússonar félagsmálaráðherra um mikla hækkun atvinnuleysisbóta frá 1995 eru því alrangar og í raun sögu- fölsun. Hið sanna er að bæturnar eru og hafa undanfarin ár verið langt undir lágmarkslaunum og í stað þess að hæla sér af því ætti Hjálmar og allur Framsóknarflokk- urinn að skammast sín fyrir það. Hærri bætur Árið 1991 voru atvinnuleysisbætur 7,59% hærri en lægstu launataxtar verkafólks, en nú á árinu 2004 eru þær 12,65% lægri en lágmarkslaun, þó svo að þær hækki í tæplega 89 þúsund krónur. Þetta verður að laga sem fyrst. Alþingi verður að taka rögg á sig og lögfesta að atvinnu- leysisbætur verði aldrei lægri en lágmarkslaun og fylgi launaþróun í landinu. Með því yrði komið í veg fyrir að upphæð bótanna sé háð geð- vonskuköstum einstakra ráðherra eins og verið hefur tvö síðastliðin kjörtímabil og það sem af er þessu. Um „risastökkið“ sem hann Hjálmar segir að atvinnuleysisbæt- urnar hafi tekið vil ég segja þetta: Svo lengi má trassa og treina, tefja og setja í bið, að risastökk reynist það eina sem réttir hlutina við. „Risastökkið“ hans Hjálmars Sigurður T. Sigurðsson skrifar um atvinnuleysisbætur ’Hið sanna er að bæt-urnar eru og hafa und- anfarin ár verið langt undir lágmarkslaun- um …‘ Sigurður T. Sigurðsson Höfundur er starfsmaður hjá Vlf. Hlíf. Sendum til fyrirtækja í hádeginu • Magnafsláttur Upplýsingar í síma 552 2028 og 552 2607 www.graennkostur.is flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.