Morgunblaðið - 28.04.2004, Side 34

Morgunblaðið - 28.04.2004, Side 34
UMRÆÐAN 34 MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ M aður sem stund- um má taka mark á sagði ein- hvern tíma: „Ég er að verða sold- ið skeptískur á þetta krítíska attitjút.“ Það væri ef til vill oftar hægt að taka mark á blessuðum manninum ef hann kynni að haga orðum sínum á íslensku, en setninguna hér að framan mætti kannski þýða sem svo: „Ég er að verða efins um gildi gagnrýnnar hugsunar.“ Orð þessa vafasama efasemda- manns eru þar að auki undarleg í ljósi þess, að oft er haft á því orð að það skorti einmitt á gagn- rýna hugsun í umræðunni á Ís- landi. Menn eru sagðir slá fram órökstuddum fullyrðingum og éta hugs- unarlaust upp eftir öðrum einhverja hleypidóma sem væru þeir einfald- lega staðreyndir og ekki þurfi frekar vitnanna við. Að ekki sé nú minnst á þegar menn vísi í fullyrðingar yfirvalda eða „al- mannaróm“ til að staðfesta eigin orð. En er það alveg rétt að skort- ur sé á gagnrýnni afstöðu í „um- ræðunni“? Er ekki þvert á móti ástæða til að ætla, ef nánar er að gáð og hlustað um stund á um- ræðuna, að gagnrýnin hugsun vaði uppi í íslensku samfélagi sem aldrei fyrr, allsendis aga- laust? (Út af fyrir sig kæmi það víst engum á óvart að skorti aga í því sem Íslendingar gera.) Áður en lengra er haldið er rétt að staldra við – kannski í anda hinar sönnu gagnrýnu hugsunar – og spyrja hvað gagn- rýnin hugsun sé eiginlega. Og þá vill svo til, að vel ber í veiði. Fyr- ir tæpum tuttugu árum spurði Páll Skúlason, heimspekingur og núverandi rektor Háskóla Ís- lands, að því í útvarpserindi hvort hægt væri að kenna gagn- rýna hugsun. (Fyrirlesturinn birtist síðar í bókinni Pælingar, sem kom út 1987.) Þar segir Páll: „Gagnrýnin hugsun er fyrst og fremst fólgin í viðleitni til að rannsaka hlutina, láta engar til- hneigingar, langanir eða tilfinn- ingar hlaupa með sig í gönur.“ Þetta hljómar skynsamlega og varla getur efasemdamaðurinn sem vitnað var í hérna í upphafi hafa verið að andmæla því að farið sé eftir þessum orðum Páls? Kannski var efasemdamað- urinn öllu heldur að finna að því hversu hætt virðist við því að svokölluð gagnrýnin hugsun breytist í lamandi hugsun. Það gerist þegar menn leggja upp með gagnrýna hugsun en missa hana úr böndunum, ef svo má segja, og hún breytist í einhvers- konar allsherjarneikvæðni og sjálfkrafa höfnun á orðum við- mælandans. Gagnrýnin hugsun fer úr böndunum vegna þess að litið er á viðmælandann sem andstæðing og „samræða“ við hann breytist í kappræðu. Fyrsta viðbragðið við öllu sem hann segir er að hafna því. Menn gleyma sér og verða heitir eins og í leik – samræðan verður að íþróttakappleik þar sem öllu skiptir að leggja and- stæðinginn að velli. (Þess vegna eru skipulagðar kappræður eins og kenndar eru og stundaðar í íslenskum framhaldsskólum stór- kostlega vafasamar). Þetta er einmitt megineinkenni allrar op- inberrar „umræðu“ og kannski þess vegna sem svo oft er erfitt að fá botn í hana og sjá hvort hún eigi sér eitthvert markmið annað en sjálfa sig. Og þetta er líka megin- einkenni allrar pólitískrar um- ræðu á Íslandi – og víðar – og ástæðan fyrir því að hún er jafn lamandi og tilgangslaus og raun ber vitni, nema maður sé í eðli sínu íþróttamaður og líti á öll mannleg samskipti sem íþrótta- kappleik. En þetta – að líta jafn- an á viðmælandann sem and- stæðing sem þurfi að sigra – hefur í rauninni lítið með gagn- rýna hugsun að gera, eins og Páll benti á: „Tilhneiging manna til að finna að skoðunum og verkum annarra og jafnvel sín- um eigin á í sjálfu sér ekkert skylt við gagnrýna hugsun.“ Ef þetta er rétt hjá Páli má ef til vill til sanns vegar færa að það skorti á gagnrýna hugsun í „umræðunni“, þótt ekki skorti þar á meinta gagnrýna hugsun sem farið hefur úr böndunum og breyst í lamandi hugsun. En hvers vegna skyldi vera svona hætt við því að gagnrýna hugsunin, sem menn leggja upp með í góðri trú, fari úr bönd- unum? Líklega er skýringin sú, að það gleymist að gagnrýnin hugsun þarf sjálf á gagnrýni að halda. Ekki svo að skilja að mað- ur eigi sífellt að draga eigin orð í efa (slíkt myndi líklega fljótt gera mann eitthvað undarlegan), heldur þarf maður að gefa öðr- um færi á að gagnrýna mann. Þetta gengur auðvitað alveg þvert á grundvallarreglur kapp- ræðunnar og er ef til vill þess vegna eitur í beinum mikilla íþróttamanna. Og það er líklega alveg borin von að þetta geti nokkurn tíma orðið alsiða í stjórnmálaumræðu, vegna þess að lykillinn að svona sjálfsgagnrýni er fólginn í því sem annar heimspekingur, Þjóð- verjinn Hans-Georg Gadamer, kallaði „hæfileikann til að hlusta á [viðmælandann] í þeirri trú, að hann kunni að hafa rétt fyrir sér“. Stjórnmálamaður sem tæki upp á því að samsinna orðum pólitísks andstæðings væri eins og fótboltamaður sem viljandi skoraði sjálfsmark. Kannski finnst einhverjum þetta hljóma eins og rass- vasaheimspeki af ódýrustu og flötustu gerð, ættuð úr smiðju mjúka og skilningsríka mannsins sem er löngu orðinn úreltur. En því má ekki gleyma að ef þessi krafa á að skila einhverjum ár- angri verður hún að vera algild. Það er að segja, það verða allir að gera hana til sjálfra sín, og þar af leiðandi má maður ætlast til þess að viðmælandinn geri hana til sín og sé tilbúinn til að hlusta á mann og taka mark á því sem maður hefur að segja. Það mætti kannski kalla þetta „uppreisn mjúka mannsins“. Lamandi hugsun Lykillinn að sjálfsgagnrýni er fólginn í því sem heimspekingurinn Hans-Georg Gadamer kallaði „hæfileikann til að hlusta á [viðmælandann] í þeirri trú, að hann kunni að hafa rétt fyrir sér“. VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ tekur í gær, þriðjudag, afstöðu til fjölmiðlafrum- varps Davíðs Odds- sonar. Morgunblaðið styður frumvarpið – þrátt fyrir þær tak- markanir sem það leið- ir af sér í rekstri fjöl- miðla í framtíðinni, þrátt fyrir að þar sé gerð einstök atlaga að einu fjölmiðlafyr- irtæki, Norðurljósum hf., þrátt fyrir aft- urvirkni sem sennilega samrýmist ekki stjórn- arskránni, þrátt fyrir að markmið frum- varpsins viðist vera að sinna duttl- ungum eins valdsmanns í stað þess að fara almennar leiðir sem bent er á bæði í frægri skýrslu fjölmiðla- nefndarinnar og í þingsályktun- artillögu okkar Samfylkingarmanna: Gagnsæi í eignarhaldi og rekstri, að- gerðir til að tryggja sjálfstæði rit- stjórnar. Það er auðvitað fullur og sjálf- sagður réttur Morgunblaðsins að styðja þetta frumvarp Davíðs Odds- sonar og ríkisstjórnar hans. Enda hefur Morgunblaðið allajafna stutt frumvörp Davíðs Oddssonar og rík- isstjórna hans. Á hinn bóginn er það út í hött hjá höfundi rit- stjórnargreinarinnar að halda því fram að Morgunblaðið hafi „enga viðskiptalega hagsmuni af þessu frumvarpi“. Frumvarp- inu er beinlínis ætlað að veikja báða helstu keppinauta Morgunblaðsins á dag- blaðamarkaði, Fréttablaðið og DV. Þess má minnast að Árvakur hf. ætl- aði fyrir nokkrum mánuðum að eign- ast síðarnefnda blaðið – var það af hugsjónaástæðum eða vegna við- skiptahagsmuna? Samsteypan Norðurljós, sem auðvitað er ásamt RÚV einn helsti keppinautur Morg- unblaðsins á auglýsingamarkaði – henni á að skipta upp með afleið- ingum sem enginn sér nú fyrir. Mannsbragur hefði verið að því að leiðarahöfundur Morgunblaðsins viðurkenndi það fullum fetum að blaðið og útgáfufélag þess hefur ein- mitt mikla viðskiptahagsmuni af því hvernig þessu frumvarpi reiðir af. Þá hefðum við betur getað trúað því að ritstjórnargreinin væri skrifuð með ein saman þjóðfélagsleg sjón- armið fyrir augum. Afstaða ritstjóra og hagsmunir fjölmiðils Mörður Árnason skrifar um fjölmiðla ’Frumvarpinu er bein-línis ætlað að veikja báða helstu keppinauta Morgunblaðsins á dag- blaðamarkaði, Frétta- blaðið og DV.‘ Mörður Árnason Höfundur er alþingismaður. Í MORGUNBLAÐINU 5. apríl sl. er grein eftir hæstvirtan forseta Alþingis Halldór Blöndal. Í grein- inni segir hann frá að hann og átta þingmenn úr ýmsum flokkum hafi lagt fram tillögu til þings- ályktunar. Halldóri og félögum hans finnst stórsnjallt að leggja hálendisveg frá Blönduósi til Reykja- víkur. Þar er áætlað að leggja veginn um Stórasand um Arn- arvatnsheiði og hann komi niður Hvítársíðu í Borgarfirði. Sam- kvæmt því sem sagt er í greininni er veg- urinn 72 kílómetrar og þar af 10 kílómetrar í yfir 700 metra hæð. Ef þessi vegur verður lagður stytt- ist leiðin á milli Akureyrar og Reykjavíkur um 42 km. Mikið af veginum liggur í um 400–600 metra hæð. Mælt er með að þeir sem vilja kynna sér þennan mál- flutning Halldórs Blöndals lesi grein í Morgunblaðinu frá 5. apríl sl. og ritstjóragrein í sama blaði frá 6. apríl sl. Halldór setur í grein sinni fram ýmsar kostnaðartölur en ekki allar. Það vakna margar spurningar, eins og hvaða skemmdir verða á landinu þegar búið er að ryðja fyrir vegi. Það má spyrja hvað kostar að halda vegi í svona mikilli hæð opnum að vetri. Hvað er veturinn langur í þessari hæð, norðan Langjökuls? Einnig má spyrja hvaða veðurfarskann- anir hafa verið gerðar á þessu landsvæði. Er hugsanlegt að í hvassviðri verði mikill sandbylur á Stórasandi? Allur þessi vegarkafli er sagður um 70 kílómetrar og áætlað að hann kosti 2,4 milljarða. Er ekki skynsamlegra að nota þessa fjárhæð til lagfæringar á þjóðvegi nr 1, þeim vegi sem þræðir þéttbýlisstaðina norðvest- anlands? Það var grein í Morgunblaðinu 1. apríl sl. sem er samantekt á ráð- stefnu sem Vátryggingarfélag Ís- lands hélt og nefndi „Úti að aka“. Fyrirsögn greinarinnar er „Mikill hraði og óöruggt umhverfi vega hættulegast“. Þessi fyrirsögn á vel við veginn sem liggur um Norð- vesturland og reyndar víðar. Eins og Halldór Blöndal segir á einum stað í grein sinni: „Óhjákvæmilegt er að árétta, að á síðustu árum hefur veginum milli Akureyrar og Reykjavíkur verið lítið sinnt. Hann er bein- línis hættulegur á löngum köflum eins og í Norðurárdal í Skagafirði og um Stafholtstungur. Það er Guðs mildi, að ekki hefur stór- slys hlotist af.“ Þetta er vægt til orða tekið hjá þingforsetanum vegna þess að allur vegurinn frá Reykjavík til Akureyrar er meira og minna stórhættulegur, þó að hættan sé kaflaskipt. Það er svo í dag að hver sá sem ekur í bifreið um þennan veg er í lífshættu hvert sinn er hann mætir bifreið, sér- staklega ef bifreiðin er flutn- ingabíll, stór rúta eða stór fjalla- jeppi, þá er nánast ekki pláss fyrir annað farartæki vegna þess hve víða á leiðinni vegurinn er mjór. Í raun þyrfti að tvöfalda veginn alla leið á þann hátt að hægt sé að að- skilja akreinarnar svo bifreiðar lendi síður saman. Það kemur fram í grein VÍS að flest dauðaslys verða í dreifbýli. Væri ekki rétt að lagfæra umræddan veg svo frekar megi forðast stórslys? Það er mikil villa að ætla að færa þjóðveginn upp á hálendið frá öllum byggðum og telja fólki trú um að það sé hagkvæmt. Hvaða gagn hafa Vestfirðingar af þessum vegi, hvort sem þeir velja Bröttu- brekku eða eru á leið til Ísafjarðar og kauptúnanna þar í kring? Eða það fólk sem býr á Hólmavík og annars staðar í Strandasýslu? Það er engu líkara en hæstvirtur for- seti Alþingis og hans meðreið- arsveinar setji einungis stefnuna á Akureyri. Og ekki nóg með það. Það á að taka vegatoll af hugs- anlegum háfjallavegi. Þar segir Halldór í millifyrirsögn: „Nýtum kosti einkaframkvæmda og veggjalda“. Það má einnig spyrja: Hvar er ásetningurinn um jafna byggð landsins þegar aðeins er hugsað um einkaveg Reykjavík- Akureyri? Það má einnig íhuga hvað kostar það mörg mannslíf ef ekkert er gert við þjóðveg nr. 1, sem er tæpast ökufær fyrir tví- stefnuakstur á alltof mörgum stöð- um. Ef þeir milljarðar sem áætl- aðir eru í Háfjallabraut væru settir í þjóðveg nr. 1, Reykjavík- Akureyri, mætti lagfæra marga slæma staði. Það er ljóst að þjóð- vegurinn sem tengir saman byggð- arlögin á Norðvesturlandi verður að vera í góðu lagi. Á meðan ástand vegarins er svona lélegt er æskilegt að lækka leyfðan há- markshraða í t.d. 80 km. Áskorun Af því tilefni hvað þjóðvegur nr. 1, Reykjavík-Akureyri, er lélegur skora ég á hæstvirtan forseta Al- þingis, Halldór Blöndal, og aðra háttvirta flutningsmenn að breyta tillögu sinni til þingsályktunar um Norðurveg. Tillagan verði svo orð- uð: Tillaga til þingsályktunar þess efnis að vegagerðinni verði falið að undirbúa og hrinda í framkvæmd nauðsynlegum lagfæringum á þjóðvegi nr. 1, Reykjavík- Akureyri, og leitast verði við að halda akreinum aðskildum. Reykjavík – Akureyri, þjóðvegur nr. 1 Sigurður Magnússon skrifar um hálendisveginn ’Er ekki skynsamlegraað nota þessa fjárhæð til lagfæringar á þjóðvegi nr. 1, þeim vegi sem þræðir þéttbýlisstaðina norðvestanlands?‘ Sigurður Magnússon Höfundur er fv. yfirrafmagns- eftirlitsmaður. VEÐUR mbl.ismbl.is STJÖRNUSPÁ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.