Morgunblaðið - 28.04.2004, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 28.04.2004, Qupperneq 46
DAGBÓK 46 MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Skrif- stofa s. 551 4349, mat- araðstoð kl. 14–17. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa og postulín, kl. 13 postulín, kl. 13.30 leshringur í fundar- salnum. Hársnyrting, fótaaðgerð. Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og handavinna, kl. 10.30–11.30 heilsu- gæsla, kl. 13–16.30 smíðar og handavinna, kl. 13 spil. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 8– 12.30 bað, kl. 9–12 gler- list, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 13–16.30 brids/vist, kl. 13–16 glerlist. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 að- stoð við bað og hár- greiðsla, kl. 10 leikfimi, kl. 14.30 bankinn, kl. 14.40 ferð í Bónus. Félagsstarfið, Dal- braut 27. Kl. 8–16 handavinnustofan opin, kl. 10–13 opin verslun- in, kl. 13.30 bankinn, kl. 11–11.30 leikfimi. Félagsstarfið, Hæðar- garði 31. Postulínsmál- un, námskeið og leir- mótun, námskeið kl. 9–16.30. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9.30 hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10 hár- snyrting, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Opnun vor- sýningar í safnaðar- heimilinu Kirkjuhvoli. Opið kl. 13–19. Kl. 14.30 kynning á starfi eldri borgara á vegum félagsstarfs, kirkju og félags eldri borgara. Garðakórinn syngur. Kaffisala á vegum kirkjunnar kl. 14–17. Kvennaleikfimi kl. 9.30, 10.20 og 11.15, brids í Garðabergi kl. 13. Félag eldri borgara Kópavogi. Skrifstofan er opin í dag frá kl. 10– 11.30, viðtalstími í Gjá- bakka kl. 15–16. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli. Kl. 10 myndmennt og málun, kl. 11 línudans, kl. 13 myndmennt, mál- un, glerskurður og pílukast. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Síðdegisdans kl. 14.30– 16.30, húsið opnað kl. 14. Guðmundur Hauk- ur leikur fyrir dansi, kaffi og vöfflur. Söng- fél. FEB, kóræfing kl. 17. Söngvaka kl. 20.30, umsjón Sigurbjörg Hólmgrímsdóttir. Gerðuberg, félags- starf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 10.30 gamlir leikir og dansar, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 13.30 kóræfing. Á morgun kl. 13.15 kyn- slóðir saman í Breið- holti, félagsvist í sam- starfi við Hólabrekku- skóla. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 10–17 handavinna, kl. 9.30 boccia, kl. 9.30 og kl. 13 glerlist, kl. 13 félagsvist, kl. 16 hring- dansar, kl. 16.15 tré- skurður, kl. 17. bobb. Kl. 15.15 söngur, Guð- rún Lilja mætir með gítarinn. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 10 ganga, kl. 11 handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum kl. 13–16. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, útskurður, hárgreiðsla, fótaaðgerð og banki, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9–15 handmennt, kl. 9–10 og kl. 10–11 jóga, kl. 10.30 samverustund, kl. 15–18 myndlist. Fótaaðgerðir virka daga, hársnyrting þriðjudaga til föstu- daga. Korpúlfar Grafarvogi. Á morgun fimmtudag, pútt á Korpúlfsstöðum kl. 10. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 vinnustofa, kl. 9– 16 fótaaðgerð, kl. 14 fé- lagsvist, kaffi og verð- laun. Vesturgata 7. Kl. 10 sund, kl. 10–11.30 ganga, kl. 9–16 fótaað- gerð og hárgreiðsla, kl. 9.15–16 myndmennt, kl. 12.15–14.30 versl- unarferð, kl. 13–14 spurt og spjallað, kl. 13–16 tréskurður. Vitatorg. Kl 8.45 smiðja, kl. 9 fótaað- gerðir, kl. 10 búta- saumur og hárgreiðsla, bókband, kl. 13 föndur og kóræfing, kl. 12.30 verslunarferð. Þjónustumiðstöðin, Sléttuvegi 11. Kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13– 16 keramikk, tau- málun, föndur, kl. 15 bókabíllinn. Vinahjálp, brids spilað á Hótel Sögu í dag kl. 13.30. Hafnargönguhópur- inn. Kvöldganga kl. 20 miðvikudaga. Lagt af stað frá horni Hafnar- húsins norðanmegin. Sjálfsbjörg, Hátúni 12, kl. 19.30 félagsvist. ITC-deildin Melkorka, fundur í kvöld í Borgartúni 22 kl. 20. Í dag er miðvikudagur 28. apríl, 119. dagur ársins 2004. Orð dags- ins: Ver þú ekki of réttlátur og sýn þig ekki frábærlega vitran – hví vilt þú tortíma sjálfum þér? (Pd. 7, 16.)     Brynjólfur Stefánssongagnrýnir landbún- aðarráðherra á Deiglunni fyrir að fresta því enn á ný að afnema opinbera verðlagningu á mjólk og segir rök hans fyrir þeirri ákvörðun ekki standast. „Athyglisverð- ust var þó sú röksemdar- færsla að þar sem stór- kostlegur aðstöðumunur væri á milli lítilla kaup- manna og stórverslana væri þetta fyrirkomulag síðasta haldreipið, blá- þráðurinn, sem kæmi í veg fyrir endalok kaup- mannsins á horninu. Stóru verslanirnar gætu kúgað birgja í verðlagn- ingu á almennri matvöru, þvingað þá til að lækka verð í heildsölu og þannig fengið lægra verð en al- mennum kaupmönnum býðst. Opinber verðlagn- ing á mjólk tryggði hins vegar jafna aðstöðu stórra og smárra kaup- manna og héldi þannig lífi í kaupmanninum á horninu. Með því væri tryggt að fjölbreytni ríkti á matvörumarkaði og lágt vöruverð neytendum til hagsbóta.“     Brynjólfur bendir á aðsamkeppnisráð hafi tvisvar beint þeim til- mælum til landbúnaðar- ráðuneytissins að gera heildsöluálagningu á mjólkurvörum frjálsa og spyr hvort ráðherrann trúi því í raun og veru að opinber verðlagning tryggi fjölbreytni al- mennt eða bara varðandi mjólk – að sumar kýr séu heilagari en aðrar. „Von- andi gera þó flestir sér grein fyrir því að neyt- endur greiða ómeðvitað fyrir þennan „fjölbreyti- leika“ og mjólkurfram- leiðsla hrærist í þeim vanda að starfa ekki í eðlilegu samkeppnis- umhverfi með tilheyrandi aðhaldi og metnaði. Eins ber það vott um forræð- ishyggju á háu stigi þeg- ar stjórnmálamenn vilja vinna að því að halda líf- inu í kaupmanninum á horninu og tryggja þann- ig aukið val neytenda. Af hverju ekki að leyfa fólki að taka þessa ákvörðun sjálft. Bónus eða kaup- maðurinn á horninu hlýt- ur að vera ákvörðun sem okkur er treystandi fyrir.     Sú stærðarhagkvæmnisem hlýst af því að reka stórar verslanir á að sjálfsögðu að koma neyt- endum til góða. Ef ein- stakir kaupmenn geta þvingað verð niður í heildsölu er ástæðan væntanlega sú að þeim býðst svipuð vara annars- staðar á samkeppnishæfu verði. Svo lengi sem allir hafa jafnan aðgang að markaði er eðlilegt að menn keppist við að fá sem mest gæði fyrir minnst verð. Mjólkur- framleiðsla á Íslandi býr nú þegar við ágætis sam- keppnisforskot því að litl- ar líkur eru á því að er- lendir aðilar flytji ný- mjólk til landsins. Hins vegar myndu minni höft á innflutningi á annarskon- ar mjólkurvöru hafa það í för með sér að verð lækk- aði og úrval ykist.“ STAKSTEINAR Heilagar kýr Víkverji skrifar... Tvíhöfða grínistarnir SigurjónKjartansson og Jón Gnarr hafa sameinast á ný og fara mikinn á öld- um ljósvakans um þessar mundir á útvarpsstöðinni Skonrokki. Víkverji verður að viðurkenna að hann hefur átt svolítið erfitt með að skilja vin- sældir Tvíhöfðapilta, þó að vissulega hafi stundum mátt brosa að þessum svarta húmor sem þeir gera út á. En nýlega gerði Víkverji sér betur grein fyrir að piltarnir væru bara nokkuð fyndnir eftir allt saman. Einn morg- uninn var stillt á Skonrokk í bílnum og mátti heyra símtal við mann frá útlöndum. Höfðu Tvíhöfðapiltar þá slegið á þráðinn til sendanda ,,Níg- eríubréfs“, þar sem viðtakandi er beðinn um að leggja til bankareikn- ing með fagurgala um að þar verði lagðir inn vænir peningar, oftast gegn gjaldi. Þeir bulluðu einhverja vitleysu um tíma en síðan báðu þeir manninn að drepa fyrir sig mann að nafni Kunta Kinte. Víkverji man ekki betur en að þetta hafi verið fræg persóna í vinsælum sjónvarps- þáttum á RÚV fyrir margt löngu. En viðmælandinn kom Tvíhöfða þægilega á óvart þegar hann sagðist vera reiðubúinn að drepa Kunta Kinte ef hann fengi þúsund dollara fyrir! Þarna má segja að glæpa- mennskan í kringum þetta peninga- þvætti hafi verið afhjúpuð – á lítilli útvarpsstöð norður undir heim- skautsbaug. x x x Yfir í öðruvísi húmor og ekki einssvartan. Víkverji brá sér á fjöl- skylduleikritið Dýrin í Hálsaskógi í Þjóðleikhúsinu um helgina og skemmti sér konunglega líkt og aðr- ir gestir á svipuðu reki. Eftir hlé greip þó undarleg tilfinning Vík- verja þar sem honum fannst hann allt í einu vera staddur í hringiðu stjórnmálanna og umræðna um fjöl- miðlafrumvarp. Ástæðan var inn- koma Arnar Árnasonar í hlutverki bangsapabba, foringjans í skóginum sem önnur dýr líta upp til af virð- ingu. Raddbeiting og tilburðir Arnar voru þannig að Víkverja fannst for- sætisráðherra vera mættur á sviðið, ekki síst þegar hann las dagblaðið í Hálsaskógi, Laufblaðið, og kvartaði yfir útburði þess. Aðeins hárkolluna vantaði upp á hjá Erni og kannski hér sé hugmynd að handriti fyrir Spaugstofuna í lokaþætti vetrarins um næstu helgi. Þegar bangsapabbi var kominn til sögunnar í leikritinu komst það ferli af alvöru í gang að setja lög um að öll dýrin í skóginum ættu að vera vinir og mættu ekki éta hvert annað. Síðan endaði leikritið á því að lagasetningu var fagnað og bangsamamma, sem allt eins gæti verið framsóknarmaddaman í með- förum Spaugstofunnar, minnti dýrin á að bangsapabbi ætti líka afmæli. Í fagnaðarlátum dýranna á sviðinu, þar sem bangsapabbi sat makinda- lega í ruggustól á meðan sungið var honum til heiðurs og blöðrum sleppt á loft, fannst Víkverja sem runninn væri upp 15. september. Morgunblaðið/Ásdís Tvíhöfði. LÁRÉTT 1 slökun, 8 gamalt, 9 nuddið, 10 elska, 11 ávinningur, 13 ójafnan, 15 sjór,18 ófullkomið, 21 rándýr, 22 heitis, 23 bak við, 24 notfærsla. LÓÐRÉTT 2 ný, 3 málar, 4 titts, 5 grafið, 6 styrkja, 7 nýver- ið, 12 klaufdýrs, 14 bein, 15 óslétta, 16 afbiðja, 17 viljugan, 18 fast við, 19 kærleikurinn, 20 þyngd- areining. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 hamra, 4 bjóða, 7 perla, 8 rjómi, 9 röð, 11 rask, 13 átan, 14 yggla, 15 skán, 17 regn, 20 ára, 22 álits, 23 nadds, 24 annir, 25 aurar. Lóðrétt: 1 hopar, 2 marks, 3 afar, 4 barð, 5 ómótt, 6 as- inn, 10 öggur, 12 kyn, 13 áar, 15 skána, 16 ásinn, 18 eld- ur, 19 nasar, 20 ásar, 21 anda. Krossgáta  Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html Í VELVAKANDA 23. apríl er spurt af hverju hætt hafi verið að þýða bækur Mar- git Sandemo um Ríki ljóss- ins. Þar sem ég þýddi þær 13 bækur sem út komu í flokknum, er mér málið skylt. Ég hætti einfaldlega að þýða þegar enginn var lengur til að gefa út. Útgáf- an varð gjaldþrota. Hins vegar á ég þær sjö sem eftir eru og skal með ánægju þýða þær ef ein- hver vill gefa þær út. Snjólaug Bragadóttir. Frábær dýrabúð ÉG er búin að fara nokkr- um sinnum og versla í Dýrabúðinni á Grensás- vegi, m.a. fékk ég þar tvo hamstra. Mér finnst alveg frábær þjónusta þar því ég hef fengið að skipta dýrum og fá önnur. Séstaklega vil ég þakka Berglindi og Unni. María Árnadóttir, 11 ára. Glæsileg söngsýning ÉG fór á sýningu hjá Nýja tónlistarskólanum sem starfar í Ými í Skógarhlíð. Þar voru ungir söngvarar með glæsilega sýningu undir stjórn Guðbjörns Guðbjörnssonar. Ég hvet tónlistaráhugafólk að fara og sjá og heyra unga söngv- ara. Áheyrandi. Tapað/fundið Kassabíll horfinn SUMARBÚÐIRNAR í Vatnaskógi voru með sum- arhátíð á sumardaginn fyrsta í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg á móts við Langholtsskóla. Hátíð- in gekk vel, en kassabíll hvarf af staðnum. Kassabíl- ar þessir eru vinsæl leik- tæki í sumarbúðunum og eru auðþekkjanlegir, sá sem hvarf er hvítur á lit og sömu tegundar og sá á myndinni. Finnandi vin- samlega hafið samband í síma 899 7746. Videóspóla í óskilum VIDEÓSPÓLA (merkt kafbátur) og tvær hvítar rúllur í poka eru í óskilum í miðasölunni á Hlemmi. Einnig eru nokkur gler- augu í óskilum á sama stað. Lyklakippa týndist LYKLAKIPPA með 7 lykl- um týndist í sl. viku, líklega á Seltjarnarnesi eða í Vest- urbæ. Finnandi hringi í síma 552- 3257. Dýrahald Kettlingar fást gefins TVEIR kettlingar, högnar, 8 vikna, fást gefins. Upp- lýsingar í síma 565 0143, 899 0041 og 698 1811. Kettlingar fást gefins SJÖ vikna orientalblandað- ir kettlingar, 2 læður og 1 fress, óska eftir framtíðar- heimili. Eru kassavanir og kattþrifnir. Uppl. í síma 692 7487. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Ríki ljóssins – svar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.