Morgunblaðið - 28.04.2004, Side 57

Morgunblaðið - 28.04.2004, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2004 57 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 6 og 8. Með ensku tali / Sýnd kl. 4. Með ísl tali AKUREYRI Kl. 6. Með ísl tali AKUREYRI kl. 6, 8 og 10. B.i.12 ára KRINGLAN Sýnd kl. 6. Með ísl tali Það vilja allir vera hún, en hún vil vera „frjáls“ eins og allir aðrir.Sprenghlægileg rómantísk gamanmynd um forsetadóttur í ævintýraleit! Án efa einn besti spennuhrollur sem sést hefur í bíó. „The Dawn of the Dead“ er hressandi hryllingur, sannkölluð himnasending. Þá er húmorinn aldrei langt undan. Semsagt, eðalstöff. ” Þ.Þ. Fréttablaðið. Stranglega bönnuð innan 16 ára. SV. MBL  VE. DV F r u m s ý n d e f t i r 9 d a g a Fyrsta stórmynd sumarssins KRINGLAN Forsýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16 ára. KEFLAVÍK Sýnd kl. 6 og 8. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10. B.i 16  Tær snilld. Skonrokk. KEFLAVÍK Sýnd kl. 10. KRINGLAN Sýnd kl. 8 og 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10.20. ÁLFABAKKI Kl. 6, 8 og 10.10. FORSÝNING KRINGLAN Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45, 5.45, 8 og 10.10. FRUMKVÖÐULL í snyrtivöruiðn- aðinum, Estée Lauder, er látin 97 ára að aldri. Lauder, sem kom af stað vörumerkjum á borð við Clinique, Aramis, Prescriptives og Origins auk Estée Lauder, lést á heimili sínu á Manhattan á laugardaginn. Árið 1998 var Lauder eina konan á lista tíma- ritsins Time yfir 20 áhrifamestu við- skiptasnillinga aldarinnar. Fyrirtæki hennar var númer 349 á lista Forbes- tímaritsins yfir stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna í fyrra. Til að útskýra velgengni sína sagði hún eitt sinn: „Ég hef ekki unnið einn einasta dag á ævinni án þess að vera að selja eitthvað. Ef ég trúi á eitthvað þá reyni ég að selja það og legg mig alla fram.“ „Fegurð er viðhorf. Það er ekkert leyndarmál. Af hverju eru allar brúðir fallegar? Vegna þess að á brúðkaups- daginn hugsa þær um útlitið. Það eru ekki til ljótar konur, aðeins konur sem er alveg sama eða trúa því ekki að þær séu aðlaðandi,“ hefur verið haft eftir Lauder, sem fæddist í þennan heim undir nafninu Josephine Esther Mentzer í Queens í New York. Laud- er gaf aldrei upp fæðingardag sinn, það var talsmaður fyrirtækisins sem upplýsti að hún væri 97 ára. Byrjaði að gefa prufur Á fjórða áratug síðustu aldar byrj- aði hún að selja andlitskrem sem lyfjafræðingurinn og frændi hennar, John Schotz, útbjó. Uppúr því fór hún sjálf að prófa sig áfram. Lauder fór síðan á snyrtistofur og gaf konum sem voru að bíða undir hárþurrku prufu af vöru sinni. Oftar en ekki urðu þær reglulegir viðskiptavinir í kjöl- farið. Ennfremur stöðvaði hún konur úti á götu á Fifth Avenue á Manhatt- an og fékk þær til að prófa kremin sín. „Ef þú gefur viðskiptavinum vöru talar hún fyrir sjálfa sig ef um er að ræða gæðavöru,“ lýsti Lauder yfir. Lauder seldi framleiðslu sína að mestu leyti í gegnum vöruhús eins og Saks á Fifth Avenue, Bloomingdales og Neiman-Marcus í London, Harr- ods í London og Galeries Lafayette í París. Sölubrella sem hún kom snemma með var að bjóða gjöf með vörukaupum, sem gafst vel. Eins og áður sagði gekk fyrirtækið mjög vel undir stjórn Lauder og hélt áfram að blómstra eftir að sonur hennar tók við. Árið 1995 var fyrir- tækið skráð á hlutabréfamarkað og heldur velgengi þess enn áfram. Lauder sjálf hefur lítið verið í sviðs- ljósinu síðustu ár eftir að hún mjaðm- arbrotnaði árið 1994. Jarðarför Lauder fór fram á sunnudag og voru aðeins fjölskyldu- meðlimir viðstaddir. Minningarat- höfn verður síðan haldin um miðjan maí. Estée Lauder látin 97 ára að aldri „Ekki til ljótar konur“ AP Estée Lauder var ávallt vel til höfð eins og títt er um konur af hennar kynslóð. HALLE BERRY hefur sótt um skilnað frá eig- inmanni sínum Eric Benet. Hjónin giftu sig fyrir þremur ár- um, en skildu að borði og sæng í október í fyrra. Berry skildi einn- ig við David Justice, ruðningsleik- mann, á sínum tíma. Götublöð halda því fram að ástæða skilnaðar Berry væri hversu kvensamur Be- net væri. Hjónin kynntust árið 1999 og giftust tveimur árum síðar. Berry hefur vakið mikla athygli sem leikkona á undanförnum ár- um, en hún hefur unnið til Golden Globe, Emmy og Óskarsverðlauna fyrir leik sinn … ARMANDO MARADONA virðist vera að hressast. Hann opnaði augun í morgun og er farinn að borða fljótandi fæði. Hann var lagður inn á Suizo- sjúkrahúsið í Buenos Aires 18. apríl eftir að hafa fengið alvarlegt hjartaáfall og sýk- ingu í lungun. Hann hefur verið meira og minna sofandi og tengdur við öndunarvél frá því hann var lagður inn. Nú er hann kominn úr öndunarvél og andar eðlilega. Fjöldi aðdáenda knattspyrnukapp- ans fyrrverandi hefur lagt leið sína að sjúkrahúsinu og beðið fyrir hon- um. Kveikt hefur verið á kertum og myndir af átrúnaðargoðinu hengdar upp á veggi nærri sjúkrahúsinu. Vangaveltur hafa verið um að veik- indi Maradona stafi af neyslu fíkni- efna, en læknar hans hafa vísað því á bug. Hann hefur verið í fíkniefna- meðferð á Kúbu vegna kókaín- neyslu. Maradona er 43 ára gamall og hef- ur verið þjóðhetja í Argentínu frá því hann skipaði sér í hóp bestu knattspyrnumanna heims frá upp- hafi í byrjun níunda áratugarins. En frá árinu 1991 og þar til hann lagði skóna endanlega á hilluna ár- ið 1997 settu fíkniefnin svip á fer- ilinn. FÓLK Ífréttum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.