Morgunblaðið - 29.05.2004, Page 29

Morgunblaðið - 29.05.2004, Page 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2004 29 Barnið og tíminn er eftir Ian McEw- an. Þýðandi er Árni Óskarsson. Höfuðpersóna verksins er Steph- an Lewis, vinsæll barnabókahöf- undur. Líf hans líð- ur áfram í venju- bundnum hægagangi þar til einn morgun er þriggja ára dóttur hans rænt. Ian McEwan er í hópi allra fremstu núlifandi rithöfunda Bretlands. Áður hefur Bjartur gefið út eftir hann skáld- sögurnar Friðþægingu, Amsterdam og Eilífa ást. Fyrir þessa sögu fékk McEwan hin virtu Whitbread-verðlaun. Útgefandi er Bókaútgáfan Bjartur. Prentun verksins var í höndum Odda hf., kápuhönnun annaðist Ásta S. Guðbjartsdóttir. Verð: 1.980 kr. Skáldsaga Sendiferðin er smásagnasafn eftir bandaríska rithöfundinn Ray- mond Carver. Þýð- andi er Óskar Árni Óskarsson. Þegar Raymond Carver lést árið 1988, aðeins fimmtugur að aldri, hafði hann á skömmum tíma skipað sér í hóp fremstu smásagnahöfunda samtím- ans. Sendiferðin hefur að geyma þær sjö smásögur sem Carver lét eftir sig þegar hann lést. Líkt og í fyrri verkum sínum bregður Carver upp myndleiftrum úr lífi hvers- dagsfólks í Bandaríkjunum, atvikum sem láta lítið yfir sér en skilja þó eftir sig djúp spor. Útgefandi er Bókaútgáfan Bjartur. Prentun verksins var í höndum Odda hf., kápuhönnun annaðist Ásta S. Guðbjartsdóttir. Verð: 1.980 kr. FYRRI hluti alþjóðlegu myndlist- arsýningarinnar Fantasy Island verður opnaður á Skriðuklaustri, í dag kl. 15. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, opn- ar sýninguna að viðstöddum nokkr- um listamannanna og gestum. Á Skriðuklaustri verður sýnd hugmyndavinna átta innlendra og erlendra listamanna sem hafa síð- ustu mánuði unnið að þróun lista- verka sem komið verður fyrir á stórsýningu í Hallormsstaðarskógi og á Eiðum í júní. Listamennirnir sem sýna hafa allir verið áberandi á vettvangi samtímalistar undanfarin ár og eru margir hverjir heimsþekktir fyrir sín verk. Sýnendurnir átta eru: Atelier van Lieshout (Hollandi), Paul McCarthy (Bandaríkjunum), Jason Rhoades (Bandaríkjunum), Katrín Sigurðardóttir, Elin Wikstr- öm (Svíþjóð), Björn Roth, Þorvald- ur Þorsteinsson og Hannes Lár- usson. Sýningin er liður í dagskrá Listahátíðar í Reykjavík, en að henni standa: Gunnarsstofnun, Skógræktin á Hallormsstað, en Þór Þorfinnsson skógarvörður í Hallormsstaðaskógi átti frum- kvæðið að gerð sýningarinnar, og Eiðar ehf. Sýningarstjóri er Hann- es Lárusson en Hekla Dögg Jóns- dóttir hefur umsjón með fram- kvæmd sýningarinnar. Myndlistarmennirnir Paul McCarthy og Jason Rhoades hafa undanfarið unnið að nýju verki, sem nefnist Macy’s og hið hol- lenska Atelier van Lieshout, hópur myndlistarmanna sem kenndir eru við Joep van Lieshout, verður einnig með nýtt verk á sýningunni sem unnið er úr efniviði úr skóg- inum. „Það er afar sjaldgæft að erlend- ir listamenn af þessari stærð- argráðu komi hingað til að vinna hérna ný verk sem eru unnin af metnaði sérstaklega fyrir sýningu hérlendis,“ segir Hannes í samtali við Morgunblaðið. Staðið til um nokkurt skeið Hannes valdi saman listamenn- ina á sýninguna, en naut aðstoðar Heklu Daggar Jónsdóttur mynd- listarmanns við ýmis framkvæmda- atriði. Hekla hefur um nokkurra ára skeið unnið fyrir Jason Rhodes við gerð verka og uppsetningu sýn- inga, og átti hún stóran þátt í að fá Rhodes og Paul McCarthy hingað til lands. „Það hefur reyndar verið inni í myndinni um nokkurra ára skeið að McCarthy sýndi hér á landi, en ekki orðið af því fyrr en nú. Það hefur mætt mikið á Heklu og Jason að leggja þetta verkefni þannig upp fyrir hann að hann tæki þátt í þessu.“ Að sögn Heklu hafa þeir McCarthy og Rhodes unnið sam- vinnuverkefni síðan árið 1997, en Rhodes var á sínum tíma nemandi McCarthy. „Þeir eiga vel saman í lundarfari og samvinnu og hafa svipaðar áherslur í vinnubrögðum,“ segir hún. Atelier van Lieshout tekur hins vegar þátt í sýningunni vegna tengsla Hannesar Lárussonar við forystuaðila hópsins, Joep van Lieshout, sem hélt sýningu í gall- eríi Hannesar fyrir nokkrum árum. „Það stóð alltaf til síðan þá að að hann sýndi aftur á Íslandi og ég gekk því í málið að fá þau til að taka þátt í sýningunni núna,“ segir Hannes. Alþjóðleg myndlist á Skriðu- klaustri Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Bandaríski myndlistarmaðurinn Jason Rhoades skoðar aðstæður á Hall- ormstað ásamt Heklu Dögg Jónsdóttur og Þór Þorfinnssyni skógarverði. Íslenska óperan kl. 20 Gyða Val- týsdóttir sellóleikari heldur út- skriftartónleika frá Listaháskóla Íslands. Á efnis- skránni er Áróra og Úrverk, samin af Gyðu sjálfri, Fratres eftir Arvo Pärt, són- ata op. 40 eftir Shos- takovich, allemande úr 6. svítu eftir Bach, From Jewish Life eft- ir Ernest Bloch í út- setningu Daníels Bjarnasonar og Solitaire eftir Hafliða Hall- grímsson. Aðalkennari Gyðu við LHÍ hefur verið Gunnar Kvaran. Í fyrravor lék hún Shostakovich sellókonsert nr. 1 í Es-dúr með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Félagsheimili Seltjarnarness kl. 14 Sig K. Árnason opnar sýningu á verkum sínum. Um er að ræða yf- irlitssýningu frá 40 ára ferli hans. Sýningin stendur til 6. júní. ASH gallerí í Lundi Varmahlíð kl. 14 Guðrún Pálína Guðmundsdóttir opnar Svipi, sem er 11. einkasýning hennar en hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hér- og erlendis. Hún er starfandi myndlistarkona á Akureyri og rekur listagalleríið Gallerí + , ásamt eiginmanni sínum Joris Rademaker. Sýningin stendur til 19. júní. Opið daglega kl. 10–18. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Gyða Valtýsdóttir FYRIRLESTRI franska arkitekts- ins Dominique Perrault, sem vera átti í Listasafni Reykjavíkur – Hafn- arhúsi í dag, er frestað um óákveðinn tíma. Fyrirlestur fellur niður Blue Lagoon hvítasunnuhelgina Spa-meðferðir og nudd má bóka í síma 420 8800 • Opið alla daga frá 9.00–21.00 • www.bluelagoon.com Gestir heilsulindar geta einnig notið þess að fá endurnærandi axlarnudd undir Blue Lagoon fossi, farið í eimbað, sauna og gengið í gegnum frískandi vatnsúða. Spa-dagar fara fram helgina 28.–31. maí í Bláa Lóninu – heilsulind. • 15% afsláttur af 30 mínútna slökunarnuddi og kísilnuddi • allir þeir sem panta spa-meðferð og nudd fá baðsloppa til afnota meðan á heimsókn stendur • kynningar og tilboð á Blue Lagoon húðvörum • spa-matseðill á veitingastað spa-dagar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.