Morgunblaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2004 29 Barnið og tíminn er eftir Ian McEw- an. Þýðandi er Árni Óskarsson. Höfuðpersóna verksins er Steph- an Lewis, vinsæll barnabókahöf- undur. Líf hans líð- ur áfram í venju- bundnum hægagangi þar til einn morgun er þriggja ára dóttur hans rænt. Ian McEwan er í hópi allra fremstu núlifandi rithöfunda Bretlands. Áður hefur Bjartur gefið út eftir hann skáld- sögurnar Friðþægingu, Amsterdam og Eilífa ást. Fyrir þessa sögu fékk McEwan hin virtu Whitbread-verðlaun. Útgefandi er Bókaútgáfan Bjartur. Prentun verksins var í höndum Odda hf., kápuhönnun annaðist Ásta S. Guðbjartsdóttir. Verð: 1.980 kr. Skáldsaga Sendiferðin er smásagnasafn eftir bandaríska rithöfundinn Ray- mond Carver. Þýð- andi er Óskar Árni Óskarsson. Þegar Raymond Carver lést árið 1988, aðeins fimmtugur að aldri, hafði hann á skömmum tíma skipað sér í hóp fremstu smásagnahöfunda samtím- ans. Sendiferðin hefur að geyma þær sjö smásögur sem Carver lét eftir sig þegar hann lést. Líkt og í fyrri verkum sínum bregður Carver upp myndleiftrum úr lífi hvers- dagsfólks í Bandaríkjunum, atvikum sem láta lítið yfir sér en skilja þó eftir sig djúp spor. Útgefandi er Bókaútgáfan Bjartur. Prentun verksins var í höndum Odda hf., kápuhönnun annaðist Ásta S. Guðbjartsdóttir. Verð: 1.980 kr. FYRRI hluti alþjóðlegu myndlist- arsýningarinnar Fantasy Island verður opnaður á Skriðuklaustri, í dag kl. 15. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, opn- ar sýninguna að viðstöddum nokkr- um listamannanna og gestum. Á Skriðuklaustri verður sýnd hugmyndavinna átta innlendra og erlendra listamanna sem hafa síð- ustu mánuði unnið að þróun lista- verka sem komið verður fyrir á stórsýningu í Hallormsstaðarskógi og á Eiðum í júní. Listamennirnir sem sýna hafa allir verið áberandi á vettvangi samtímalistar undanfarin ár og eru margir hverjir heimsþekktir fyrir sín verk. Sýnendurnir átta eru: Atelier van Lieshout (Hollandi), Paul McCarthy (Bandaríkjunum), Jason Rhoades (Bandaríkjunum), Katrín Sigurðardóttir, Elin Wikstr- öm (Svíþjóð), Björn Roth, Þorvald- ur Þorsteinsson og Hannes Lár- usson. Sýningin er liður í dagskrá Listahátíðar í Reykjavík, en að henni standa: Gunnarsstofnun, Skógræktin á Hallormsstað, en Þór Þorfinnsson skógarvörður í Hallormsstaðaskógi átti frum- kvæðið að gerð sýningarinnar, og Eiðar ehf. Sýningarstjóri er Hann- es Lárusson en Hekla Dögg Jóns- dóttir hefur umsjón með fram- kvæmd sýningarinnar. Myndlistarmennirnir Paul McCarthy og Jason Rhoades hafa undanfarið unnið að nýju verki, sem nefnist Macy’s og hið hol- lenska Atelier van Lieshout, hópur myndlistarmanna sem kenndir eru við Joep van Lieshout, verður einnig með nýtt verk á sýningunni sem unnið er úr efniviði úr skóg- inum. „Það er afar sjaldgæft að erlend- ir listamenn af þessari stærð- argráðu komi hingað til að vinna hérna ný verk sem eru unnin af metnaði sérstaklega fyrir sýningu hérlendis,“ segir Hannes í samtali við Morgunblaðið. Staðið til um nokkurt skeið Hannes valdi saman listamenn- ina á sýninguna, en naut aðstoðar Heklu Daggar Jónsdóttur mynd- listarmanns við ýmis framkvæmda- atriði. Hekla hefur um nokkurra ára skeið unnið fyrir Jason Rhodes við gerð verka og uppsetningu sýn- inga, og átti hún stóran þátt í að fá Rhodes og Paul McCarthy hingað til lands. „Það hefur reyndar verið inni í myndinni um nokkurra ára skeið að McCarthy sýndi hér á landi, en ekki orðið af því fyrr en nú. Það hefur mætt mikið á Heklu og Jason að leggja þetta verkefni þannig upp fyrir hann að hann tæki þátt í þessu.“ Að sögn Heklu hafa þeir McCarthy og Rhodes unnið sam- vinnuverkefni síðan árið 1997, en Rhodes var á sínum tíma nemandi McCarthy. „Þeir eiga vel saman í lundarfari og samvinnu og hafa svipaðar áherslur í vinnubrögðum,“ segir hún. Atelier van Lieshout tekur hins vegar þátt í sýningunni vegna tengsla Hannesar Lárussonar við forystuaðila hópsins, Joep van Lieshout, sem hélt sýningu í gall- eríi Hannesar fyrir nokkrum árum. „Það stóð alltaf til síðan þá að að hann sýndi aftur á Íslandi og ég gekk því í málið að fá þau til að taka þátt í sýningunni núna,“ segir Hannes. Alþjóðleg myndlist á Skriðu- klaustri Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Bandaríski myndlistarmaðurinn Jason Rhoades skoðar aðstæður á Hall- ormstað ásamt Heklu Dögg Jónsdóttur og Þór Þorfinnssyni skógarverði. Íslenska óperan kl. 20 Gyða Val- týsdóttir sellóleikari heldur út- skriftartónleika frá Listaháskóla Íslands. Á efnis- skránni er Áróra og Úrverk, samin af Gyðu sjálfri, Fratres eftir Arvo Pärt, són- ata op. 40 eftir Shos- takovich, allemande úr 6. svítu eftir Bach, From Jewish Life eft- ir Ernest Bloch í út- setningu Daníels Bjarnasonar og Solitaire eftir Hafliða Hall- grímsson. Aðalkennari Gyðu við LHÍ hefur verið Gunnar Kvaran. Í fyrravor lék hún Shostakovich sellókonsert nr. 1 í Es-dúr með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Félagsheimili Seltjarnarness kl. 14 Sig K. Árnason opnar sýningu á verkum sínum. Um er að ræða yf- irlitssýningu frá 40 ára ferli hans. Sýningin stendur til 6. júní. ASH gallerí í Lundi Varmahlíð kl. 14 Guðrún Pálína Guðmundsdóttir opnar Svipi, sem er 11. einkasýning hennar en hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hér- og erlendis. Hún er starfandi myndlistarkona á Akureyri og rekur listagalleríið Gallerí + , ásamt eiginmanni sínum Joris Rademaker. Sýningin stendur til 19. júní. Opið daglega kl. 10–18. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Gyða Valtýsdóttir FYRIRLESTRI franska arkitekts- ins Dominique Perrault, sem vera átti í Listasafni Reykjavíkur – Hafn- arhúsi í dag, er frestað um óákveðinn tíma. Fyrirlestur fellur niður Blue Lagoon hvítasunnuhelgina Spa-meðferðir og nudd má bóka í síma 420 8800 • Opið alla daga frá 9.00–21.00 • www.bluelagoon.com Gestir heilsulindar geta einnig notið þess að fá endurnærandi axlarnudd undir Blue Lagoon fossi, farið í eimbað, sauna og gengið í gegnum frískandi vatnsúða. Spa-dagar fara fram helgina 28.–31. maí í Bláa Lóninu – heilsulind. • 15% afsláttur af 30 mínútna slökunarnuddi og kísilnuddi • allir þeir sem panta spa-meðferð og nudd fá baðsloppa til afnota meðan á heimsókn stendur • kynningar og tilboð á Blue Lagoon húðvörum • spa-matseðill á veitingastað spa-dagar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.