Morgunblaðið - 04.06.2004, Side 6

Morgunblaðið - 04.06.2004, Side 6
JÓN Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra vígði í gær nýja hjúkrunarálmu sem er við eldri hluta Hrafnistu í Reykjavík. Mun álman vista 60 heimilismenn. Álmunni er ætlað að létta á þeim vanda sem blasir við í hjúkr- unarmálum aldraðra, en talið er að um 260 manns séu á biðlista eftir hjúkrunarrými. Álman er 3.910 fermetrar að stærð, á tveimur hæðum, sem hvor um sig vistar 30 manns, auk kjallara og tengigangs við Hrafn- istu. Hver heimilismaður fær til afnota 22 fermetra herbergi útbú- ið með salerni og sturtu. Sjómannadagsráð sér um rekst- ur álmunnar en það rekur nú tvö Hrafnistuheimili, eitt í Reykjavík og annað í Hafnarfirði ásamt því að reka tvö önnur hjúkrunarheim- ili, samkvæmt samningum við heil- brigðis- og tryggingarmálaráðu- neytið. 70 manns koma til með að starfa við deildina, í um 60 stöðu- gildum, að sögn Sveins H. Skúla- sonar, forstjóra Hrafnistuheim- ilanna. Stoðdeildir nýtast betur Sveinn segir það vera mikinn kost að byggja nýja álmu við eldri bygginguna, með því náist full nýting á stoðdeildinni og almennt betri nýting á ýmislegri þjónustu við heimilismenn. „Við erum með sömu yfirstjórnina og sömu launa- deildina og allar stoðdeildir nýtast og ekki síst nálægðin við end- urhæfingu og sundlaug sem er við gaflinn á þessu.“ Sveinn segir ennfremur að tilvonandi heim- ilismönnum, sem hafa farið í sýn- isferð um álmuna, lítist mjög vel á. „Þetta er mjög glæsilegt og það hefur náðst að gera þetta heim- ilislegt.“ Sveinn segir að mikið breyting- arferli standi yfir á eldra húsinu, sérstaklega á aðkomunni, sem eigi að ljúka á sunnudag, sjó- mannadag. Þá verður húsið opið almenningi. Fyrstu heimilismennirnir munu flytja í nýju álmuna nú í byrjun júlí samkvæmt því sem fram kem- ur í fjárlögum. Léttir verulega á vanda í hjúkrun- armálum aldraðra Hjúkrunarálman er tæplega 4.000 fermetrar. Hún er á tveimur hæðum, sem hvor um sig vistar 30 manns, auk kjallara og tengigangs við Hrafnistu. Morgunblaðið/Eggert Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra klippir á borða á vígsluhátíð sem fram fór í gær í hinni nýju hjúkrunarálmu. Ný hjúkrunarálma við Hrafnistu vígð FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur sýknað karlmann á fertugs- aldri af ákæru fyrir að hafa notað kreditkortanúmer annars manns til að kaupa vörur og einkadans- þjónustu á nektarstað í Reykja- nesbæ fyrir tæpa hálfa milljón króna í apríl 2002. Maðurinn var hins vegar sakfelldur fyrir að hafa notað sama kortanúmer til að greiða 50 þúsund krónur fyrir einkadans á sama skemmtistað viku áður. Undirskrift á kreditkortanótun- um var rakin til ákveðins manns, sem vann hjá fyrirtæki sem korta- eigandinn hafði keypt af vöru með símgreiðslu. Maðurinn viðurkenndi fyrir dómi, að hafa notað umrætt kreditkortanúmer í heimildarleysi 21. apríl 2002 og þannig blekkt starfsmann Striksins til að láta honum í té þjónustu einkadans- meyjar. Hins vegar sagðist hann hvorki geta játað né neitað því að hafa beitt sömu aðferð til kaupa á einkadansi 28. apríl 2002 þar sem hann myndi ekki eftir því að hafa verið inni á staðnum. Kreditkortanóturnar voru send- ar til rithandarrannsóknar hjá lög- reglunni í Svíþjóð en niðurstaða þeirrar rannsóknar var ekki afger- andi. Í dómnum er gagnrýnt, að ákæruvaldið skuli ekki hafa reynt að hafa upp á nektardansmeyjunni Lindu enda þótt hún hljóti að telj- ast mikilvægt vitni í málinu. Segir dómurinn að þetta rýri óneitanlega sönnunarstöðu ákæruvaldsins í málinu. Niðurstaða dómsins var að fall- ast yrði á það með verjanda ákærða að skynsamlegur vafi leiki á því hvort ákærði hafi gefið upp kreditkortanúmer annars manns í viðskiptunum 28. apríl 2002. Mað- urinn viðurkenndi hins vegar brot sitt sem framið var 21. apríl en dómurinn ákvað að gera sakborn- ingnum ekki sérstaka refsingu vegna þess. Sýknaður af ákæru fyrir að svíkja út einkadans TEKIST hafa samningar milli Sýnar og Ríkissjónvarpsins um beina útsendingu allra leikja í Evrópukeppni landsliða í knatt- spyrnu – EM, sem fram fer í Portúgal. Sjónvarpið og Sýn hafa einnig samið um útsendingu ákveðins efnis frá ólympíuleikunum í Aþenu og golfmótunum British open og Ryder Cup, en Sjónvarpið hafði tryggt sér sýningarrétt frá þess- um viðburðum. Leikirnir í Evr- ópukeppni landsliða í knattspyrnu verða sýndir í opinni dagskrá á Sýn. Með þessum hætti fá íslenskir áhorfendur í fyrsta sinn tækifæri til að sjá alla leikina sem fram fara í Evrópukeppninni, þar sem fleiri en einn leikur fer fram á sama tíma. Keppnin í Portúgal stendur frá 12. júní til 4. júlí, og verða alls sýndir 26 leikir á RÚV og 5 leikir á Sýn. Hvað varðar ólympíuleikana mun ítarleg dagskrá verða á RÚV, og einnig sýnt beint frá leikunum 16 daga á Sýn, í um þrjár klukku- stundir dag hvern. Allir leikir EM í opinni útsendingu Samningar milli Sýnar og RÚV SAMKOMULAG hefur náðst milli Landsvirkjunar og Skeiða- og Gnúpverjahrepps um tilhögun Norðlingaölduveitu í Þjórsárverum. Í framhaldi af samkomulaginu, sem samþykkt var einróma í hrepps- nefndinni á þriðjudag, munu Ása- hreppur og Skeiða- og Gnúpverja- hreppur setja framkvæmdina inn á aðalskipulag sitt og auglýsa það í sumar. Þá mun samvinnunefnd um svæðisskipulag miðhálendisins gera breytingar á svæðisskipulaginu og setja það í kynningu síðar í sumar. Samkvæmt samkomulaginu verð- ur lónhæð Norðlingaöldulóns miðuð við að gúmmílokur á stíflu verði í 566 metra hæð yfir sjó (m y.s.) að sumarlagi en í hæstu stöðu 567,8 m.y.s. að vetrarlagi. Rekstrarhæð lónsins að vetrarlagi verður hins vegar 30 cm lægri, eða í 567,5 metr- um. Samkomulagið kemur í kjölfar funda viðræðunefndar deiluaðila frá því í haust, sem sett var á laggirnar eftir úrskurð setts umhverfisráð- herra, Jóns Kristjánssonar, í janúar 2003 og umsögn Umhverfisstofnun- ar frá júlí sama árs. Viðræðunefndin hélt fimm vinnufundi og kynnti sér málið, m.a. með fundum með settum umhverfisráðherra og ráðgjöfum hans. Áratuga löngum deilum lokið Landsvirkjunarmenn segja að með samkomulaginu sé lokið ára- tuga löngum deilum um þessa fram- kvæmd. Afar mikilvægt sé að sátt verði um veituna og góð samvinna takist við heimamenn um hana og önnur sameiginleg mál. Agnar Olsen, yfirmaður fram- kvæmdasviðs Landsvirkjunar, segir fyrirtækið vera ánægt með niður- stöðuna. Umsamin lónhæð sé lág- markshæð til að gera veituna rekstrarhæfa að vetrarlagi. Ekki sé um mikla breytingu að ræða frá upphaflegum áformum. „Við teljum að með þessu móti eigi lónið ekki að hafa áhrif inn í sjálft Eyvafenið. Nú verður hægt að setja skipulagsvinnu í gang þannig að við verðum þá við- búnir því að fara í framkvæmdina þegar þar að kemur,“ segir Agnar. Lengra varð ekki komist Aðalsteinn Guðmundsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir hreppsnefndina hafa á endanum samþykkt framkvæmdina eftir að tekist hafi að fá Landsvirkjun til að lækka lónhæðina lítillega frá upp- haflegum áformum. Lengra hafi ekki verið komist, „með ráðherraúr- skurð á bakinu“, eins og hann orðar það. „Innst inni erum við ekki sátt við þessa niðurstöðu en eftir mikil fundahöld varð að komast að ein- hverju samkomulagi. Þegar skekkja kom í hæðarmælingar á lóninu varð ljós sú staða að Eyvafenið sleppur nær alveg. Að því fengnu féllumst við á að setja framkvæmdina inn á skipulag,“ segir Aðalsteinn, sem vonast þó til að eftir fjögur ár verði Norðlingaölduveita óþörf. Lands- virkjun hafi frestað framkvæmdun- um um fjögur ár og í dag sé því eng- in þörf fyrir raforku frá þessu svæði. Óskar Bergsson, formaður sam- vinnunefndar um svæðisskipulag miðhálendisins, segir að nefndin hafi á fundi sínum á miðvikudag fengið kynningu á samþykkt Skeiða- og Gnúpverjahrepps og í kjölfarið hafi lítið annað verið gert en að dusta rykið af ályktun nefndarinnar frá sl. hausti um sama mál, þ.e. að fara af stað með auglýsingu um breytt svæðisskipuleg vegna Norð- lingaölduveitu. Hins vegar sé sú breyting að virkjunarsvæðið sé sett utan friðlands Þjórsárvera og nán- ari útfærsla verði í höndum sveitar- félaganna og aðalskipulags þeirra. Samkomulag við heimamenn um Norðlingaölduveitu FORSETAFRAMBOÐ Baldurs Ágústssonar opnaði kosn- ingaskrifstofu í Þverholti 11 í gærdag. Í tilkynningu frá fram- boði Baldurs segir að þar muni stuðningsmenn hans eiga athvarf fram að kosningum. Enn fremur kemur fram að áherslur Baldurs sé margþættar, en einna hæst beri markmið hans um að hefja for- setaembættið aftur til fyrri virð- ingar og yfir deilur og dægurþras. Hefur honum þótt það heldur áberandi í tíð núverandi forseta. Baldur Ágústsson er fæddur ár- ið 1944 í Reykjavík. Hann útskrif- aðist úr Loftskeytaskólanum árið 1963, og var loftskeytamaður á skipum um hríð og réðst síðar til Flugmálastjórnar Íslands. Hann vann hjá stofnuninni í rúm tutt- ugu ár, síðustu sjö árin sem varð- stjóri í aðflugs- og vallarstjórn Reykjavíkurflugvallar. Baldur stofnaði öryggisþjónustuna Vara árið 1969 og rak hana í 20 ár. Síð- astliðin ár hefur hann stundað fasteignaviðskipti í Bretlandi og á Íslandi. Hann er kvæntur Jean Plummer. Baldur Ágústsson opnar kosningaskrifstofu Morgunblaðið/Golli Baldur Ágústsson forsetaframbjóðandi við opnun kosningaskrifstofunnar. ♦♦♦ NOKKUR erill var hjá slökkvi- liði höfuðborgarsvæðisins í fyrrinótt, en tilkynnt var um eld á þremur stöðum í vest- urbæ Reykjavíkur á skömmum tíma. Fyrst varð eldur laus í bifreið og svo kom upp eldur í gröfu við Þjóðminjasafnið. Bæði ökutækin eru ónýt, að sögn slökkviliðsins. Eldsupp- tök liggja ekki fyrir. Þá varð eldur laus í ruslatunnu við blómaverslun við Birkimel. Mikinn reyk lagði yfir Suður- götu við Melatorg eftir að kveikt var í skurðgröfu við Þjóðminjasafnið og varð að loka Suðurgötu um skamma hríð. Kveikt í skurðgröfu við Þjóð- minjasafnið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.