Morgunblaðið - 04.06.2004, Síða 8

Morgunblaðið - 04.06.2004, Síða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Verið þið bara kyrr, ég kem bara með skepnurnar hingað. Dagur lúðrasveita í Hafnarfirði Þar sameinast kynslóðirnar Dagur lúðrasveitaHafnarfjarðarverður haldinn á morgun í Hafnarfirði. Þetta er í þriðja skipti sem efnt er til þessarar uppá- komu, en fyrstu tvö árin var haldið upp á daginn í Reykjavík. „Þessum degi er ætlað að vekja athygli á lúðrasveitum og þeirra starfi, ekki síst hjá ungu fólki,“ segir Stefán Ómar Jakobsson, stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarð- ar. Í Hafnarfirði koma sam- an níu lúðrasveitir af höf- uðborgarsvæðinu, um 500 manns, og hefjast skrúð- göngur víða um bæinn kl. 13 og síðan hátíðardags- skrúðganga frá Íþrótta- húsinu við Strandgötu kl. 14. Það verður sýningarskrúðganga, ein- ungis ætluð lúðrasveitum, og er fólk vinsamlegast beðið um að vera uppi á gangstétt og fylgjast með hersingunni fara framhjá. „Við hvetjum náttúrlega aðstandendur og annað áhugafólk til að fjöl- menna í miðbæ Hafnarfjarðar og taka með sér fána til að hafa þetta sem skrautlegast,“ segir Stefán Ómar. Eftir skrúðgöngurnar verða skemmtiatriði og gleðistund í Íþróttahúsinu við Strandgötu, þar sem fram koma fönkbandið Run- ólfur og stelpnabandið Barbarella. Fyrir utan íþróttahúsið verður boðið upp á ókeypis grillaðar pyls- ur fyrir lúðrasveitarmeðlimi og aðra gesti. – Þið eruð að vekja athygli á starfi lúðrasveita; er það öflugt nú um stundir? „Já, það gengur að vísu í bylgj- um eins og hjá öðrum félagasam- tökum, en það er á flestum stöðum í góðum gír. Og mikil gróska í skólahljómsveitum hjá yngri krökkum. Þarna koma saman tvenn lúðrasveitarsamtök, annars- vegar Samband íslenskra lúðra- sveita, sem eru með eldra fólki, svona bæjarlúðrasveitir. Og hins- vegar Samtök íslenskra skóla- lúðrasveita, en þau eru með yngri krökkum.“ – Hverjar eru vinsældir lúðra- sveitartónlistar hjá ungu fólki? „Ef krakkar kynnast því að vera í lúðrasveit, þá finnst þeim það gaman. Ég er með stóran hóp af unglingum í Hafnarfirði, sem hefðu ekki viljað missa af þssu. Ég held að krakkar séu oft hræddir við að ganga í lúðrasveit og for- eldrarnir vilji frekar að börnin læri á píanó eða eitthvað sem er ein- faldara í meðförum. En ég vil hvetja alla til að kynnast þessari hljómsveita- og félagsstarfsemi, því hún er þegar á reynir virkilega skemmtileg og gefandi.“ – Sameinar lúðrasveitartónlist kynslóðirnar? „Tvímælalaust. Þarna leika allir saman. Þarna eigum við okkar sameiginlega tungumál og skiptir ekki máli hvort maður sé átta eða áttatíu. Það er bara skemmtileg blanda.“ – Er mikið af tónlist samið fyrir lúðrasveitir? „Já, það er mikið samið og mikið gert af því að útsetja popplög sem eru vinsæl á hverjum tíma; það er vinsælt hjá lúðrasveitum að fá svo- leiðis tónlist. Síðan er búið að um- skrifa töluvert af klassískri sinfón- íutónlist yfir í lúðrasveitartónlist. Þar er krefjandi verkefni fyrir lúðrasveitir. Loks semja mörg frá- bær tónskáld fyrir lúðrasveitir, Páll Pampichler Pálsson og Tryggvi Baldvinsson, sem er stjórnandi Lúðrasveitar verka- lýðsins. Þessi hlið málsins er því á góðu róli; við erum að færast nær nútímanum í tónlistinni, að verða nær í tíma með tónlist lúðrasveita og stíllinn hefur örlítið breyst.“ – Er ekkert erfitt að sameina spilamennskuna hreyfingunni í skrúðgöngum? „Það er mjög erfitt að sameina það að ganga í skrúðgöngu, gæta þess hvert maður gengur, lesa nót- urnar, leika á hljóðfæri, ganga ekki of nálægt næsta manni og labba í takt. Ég held að bæði heilahvelin séu nýtt þar. Þetta er mikil kúnst og lærist á löngum tíma. Síðan þarf líka að fylgjast með stjórnandan- um, sem stýrir og gefur merki um hvenær skal leikið, hvar beygt, o.s.frv.“ – Hvað var það sem olli því að þú fórst út í þetta? „Ég er gamall og gróinn lúðra- sveitarmaður úr Lúðrasveit Hafn- arfjarðar. Þegar ég kom hingað ár- ið 1988 var mér falið að reisa við lúðrasveit tónlistarskólans, sem ég gerði og stofnaði foreldrafélag sem hefur verið mér stoð og stytta og okkur sem starfa að þessu, aldrei öflugra en nú, verkefnin óþrjót- andi og fólkið með ómælda krafta. Þetta hefði aldrei verið svona blómlegt öðruvísi en með svona sterka forelda sér við hlið. Mér finnst gaman að vinna með börnum og foreldr- um og þetta veitir manni nýja lífssýn að umgangast unglinga og er virkilega skemmtilegt og gef- andi.“ – Eru þeir óalandi og óferjandi? „Þeir lagast með árunum,“ segir hann og hlær. „Þeir verða ágætir í restina, það er svoleiðis. Ég fór í ferðalag með elstu krökkunum í Þórsmörk og við fullorðna fólkið vorum í þeim pakka að við lágum bara í bókunum, en krakkarnir sáu um að grilla, leggja á borð og vaska upp. Það var bara kallað: Matur!“ Stefán Ómar Jakobsson  Stefán Ómar Jakobsson er fæddur 11. nóvember árið 1960 í Hafnarfirði. Hann lauk stúdents- prófi frá Flensborgarskóla og blásarakennaraprófi frá Tónlist- arskólanum í Reykjavík og svo stundaði hann framhaldsnám í básúnuleik í Graz Austurríki. Frá 1986 hefur hann unnið við tónlistarkennslu, fyrst við Tón- listarskólann í Njarðvík og síðan í Hafnarfirði, auk þess að vera starfandi tónlistarmaður. Eig- inkona Stefáns Ómars heitir Hanna María Ólafsdóttir, banka- starfsmaður í KB banka í Garða- bæ, og eiga þau börnin Ólafíu Mjöll, Sóleyju, Eirík Rafn, Jakob Fannar og Agnar Frey. Erfitt að spila í skrúðgöngu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.