Morgunblaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÁKÆRUVALDIÐ krafðist þess í málflutningi sínum að allir fimm að- ilarnir sem ákærðir eru verði dæmdir til refsingar, en verjendur krefjast ýmist sýknu eða því að refsing verði milduð eins og hægt er. Ákærðu eru Sveinbjörn Kristjáns- son, fyrrum aðalfjárhirðir Landssíma Íslands, Kristján Ra. Kristjánsson og Árni Þór Vigfússon, sem ráku Ís- lenska sjónvarpsfélagið, auk tveggja fyrrum starfsmanna Sveinbjarnar. Lögmaður Landssímans krafðist þess að ákærðu greiði um 275 millj- ónir króna í bætur og kostnað vegna rannsóknar og lögfræðiaðstoðar. Verjendur kröfðust þess að bóta- skylda verði felld niður. Vitni voru leidd fyrir dóminn í gær, og bar Kristján Indriðason, forstöðu- maður fjármála hjá Landssíma Ís- lands, um tildrög þess að málið upp- gvötvaðist og hvernig rannsókn hjá Landssímanum fór fram. Kristján var á þeim tíma sem brotin voru framin starfandi sem framkvæmda- stjóri fjármálasviðs Landssíma Ís- lands. Að sögn Kristjáns komst málið upp í maí 2003 þegar erindi barst Lands- símanum frá Ríkisskattstjóra þar sem óskað var eftir upplýsingum um greiðslur til fyrirtækisins Alvöru lífs- ins, sem var í eigu Kristjáns Ra. Kristjánssonar og Árna Þórs Vigfús- sonar, sem einnig eru ákærðir í mál- inu. Engar greiðslur til fyrirtækisins fundust hjá Landssímanum, sem átti ekki önnur viðskipti við Landssímann en hvað varðaði þjónustu farsíma fyr- irtækisins, og var óskað eftir frekari upplýsingum frá Ríkisskattstjóra. Þegar nánari upplýsingar bárust fundust greiðslur frá Landssímanum sem bókaðar voru á aðra viðskipta- menn Landssímans, en höfðu í raun runnið til Alvöru lífsins. Við nánari skoðun segir Kristján að komið hafi í ljós að rafrænum skrám til banka hafi verið breytt áður en þær bárust bankanum, þannig að svo virtist sem greiðslur sem bárust Alvöru lífsins hefðu í raun farið annað. Kristján bar fyrir dóminum að þeg- ar þetta kom í ljós hafi Sveinbjörn ját- að á sig fjárdrátt, og hafi hann verið fús til að aðstoða við að finna rafræna slóð peninganna. Ákærði kom tvisvar á starfsstöð sína á meðan hann sat í gæsluvarðhaldi og hjálp- aði til við að rekja hvernig fjárdrátturinn fór fram. Segir Kristján að starfs- menn Landssímans hafi fundið slóðina, en Svein- björn hafi í raun ekkert annað gert en að staðfesta það sem þeir fundu. Einnig hafi hann reynt að finna ein- hverjar færslur en ekki getað. Upphæðin ekki nákvæm Sveinbjörn hefur m.a. verið ákærð- ur fyrir að hafa dregið sér tæplega 11 milljónir króna sem var ágóði af Skjálfta-tölvuleikjamótum, en hann hefur ekki játað það brot, og ber því við að upphæðin sem ákært er fyrir sé ekki rétt. Í framburði sínum fór Kristján í það hvernig þessi upphæð er reiknuð út. Hann sagði þessa upphæð ekki al- gerlega nákvæma, en hún sé fundin út frá skráningarlistum á mótin. Kristján segir þessar upphæðir, sem Sveinbjörn hafi í einhverjum tilvikum tekið við, komi hvergi fram í bókhaldi Landssímans, og engin innlegg finn- ist vegna þessara Skjálftamóta. Að- spurður af dómara hvort verið geti að Sveinbjörn hafi lagt þetta fé inn með öðrum hætti sagði Kristján að ekkert hafi fundist sem mögulega geti verið tengt Skjálftamótunum, en hann gat þó ekki útilokað að svo hafi verið. Sækjandi spurði Kristján hvernig reglum Landssímans hafi verið hátt- að þegar kom að ávöxtun lausafjár, sem fjármálasvið hafði með höndum. Kristján sagði að þar hafi gilt ákveðnar reglur, undantekningar- laust hafi átt að fara í gegnum við- urkennd verðbréfafyrirtæki eða banka. Aldrei hafi átt að hafa sam- band við fyrirtækin beint. Hann sagði að í engum tilvikum hafi lán verið veitt aðilum sem leituðu beint til deildarinnar. Aðspurður hvort Íslenska sjón- varpsfélagið, sem Kristján Ra. og Árni Þór ráku, hafi leitað eftir því að Landssíminn keypti hlutafé í fyrir- tækinu sagðist Kristján fyrst hafa heyrt af því fyrir tveimur dögum að Kristján Ra. og Árni Þór hafi fundað með forsvarsmönnum Landssímans. Hann sagðist ekki viss hvenær sá fundur hafi farið fram, en sennilega hafi það verið árið 2000. Kristín Guðmundsdótt- ir, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Landssíma Íslands frá janúar 2003, var kölluð fyrir réttinn, og lýsti hún því hvernig málið kom upp í maí 2003. Framburður hennar var samhljóma við framburð Kristjáns, forvera henn- ar í starfi. Hún bar einnig að Svein- björn hafi komið tvisvar á fyrrum starfsstöð sína til að aðstoða við að upplýsa málið. Kristín sagði að mjög margar færslur hefðu legið að baki hverri raunvörulegri færslu þegar Svein- björn dró fé úr Landssímanum. Þannig hafi hann alls framkvæmt 137 færslur þar sem hann dró sér fé, og að meðaltali liggi á bilinu 50 til 70 færslur á bak við hverja af þessum 137 færslum. Alls hafi því verið um á bilinu 5.000 til 7.000 færslur að ræða sem þurfti að rekja til að komast til botns í þessum fjárdrætti. Dómari spurði Kristínu hvernig geti staðið á því að svo margar færslur séu á bak við hverja af þess- um 137 færslum, og sagði Kristín það flókið mál sem erfitt sé að lýsa á ein- faldan máta. Hún sagði fé hafa verið fært rafrænt á milli ýmissa reikninga innan bókhalds Landssímans, milli lánardrottna og bankareikninga. Þannig hafi Sveinbjörn falið slóð sína með fjölda færslna. Hvað varðar fjárdrátt Sveinbjörns vegna Skjálftamótanna segir Kristín það óumdeilt að Sveinbjörn hafi dreg- ið sér fé, en það sé erfitt að finna rétta upphæð. Það segir hún skýrast af því að þátttökulistum og réttum fjölda þátttakenda beri ekki saman, þar sem alltaf hafi bæst við þátttakendur eftir að skráningu lauk. Einnig hafi verið seldar vörur tengdar tölvum á mót- unum, sem hafi skapað einhverjar tekjur. „Mjög samvinnuþýður“ Verjandi Sveinbjörns kallaði Ró- bert Bjarnason lögreglufulltrúa fyrir dóminn, og bar hann að Sveinbjörn hafi verið „mjög samvinnuþýður“, hann hafi farið tvisvar í Landssímann á meðan hann sat í gæsluvarðhaldi til að hjálpa til við úrlausn málsins. Að- spurður hvort það hversu samvinnu- þýður Sveinbjörn hafi verið hafi flýtt rannsókn málsins, sagði Róbert að hann hafi vissulega staðfest það sem Landssímamenn hafi fundið. Vitnið Eyþór Arnalds var kallað fyrir dóminn, og var hann spurður um hvort hann hafi átt einhvern þátt í því að koma Íslenska sjónvarpsfélaginu í gang. Hann sagði svo ekki vera, en fyrirtæki í eigu sinni og föður síns, Suðurljós, hafi hins vegar komið að aukningu hlutafjár Íslenska sjón- varpsfélagsins árið 2000. Hann bar að hann hafi ekki séð kostnaðaráætlanir eða fjárþörf fyrirtækisins árið 1999, en sagðist hafa séð „einhverjar tölur“, þó ekki rekstrartölur. Theodór Sigurbergsson, sem var endurskoðandi Íslenska sjónvarps- félagsins á árunum 1999–2000, kom fyrir réttinn í gær að beiðni verjanda Árna Þórs, og var hann beðinn að lýsa aðkomu Árna Þórs að fjármálum fé- lagsins. Hann sagði Árna Þór hafa komið að kynningarmálum og öðru því tengdu, en hann hafi ekki komið að fjármálahlið rekstrarins. Theodór kom sem endurskoðandi að stofnun ýmissa fyrirtækja Árna Þórs og Kristjáns Ra., en hann segir að þar hafi sitt hlutverk eingöngu verið að staðfesta við stofnun að eigið fé sé til staðar. Óvissa um fund með Landssímamönnum Kallaður var fyrir dóminn Sigur- geir Sigurgeirsson, forstöðumaður í dóttur- og hlutdeildarfélögum Lands- síma Íslands, og bar hann vitni um fund sem hann sat ásamt Þórarni V. Þórarinssyni, þáverandi forstjóra Landssímans, og Árna Þór og Krist- jáni Ra. Hann staðfesti að fundur hafi átt sér stað þar sem Kristján Ra. og Árni Þór hafi kynnt Íslenska sjón- varpsfélagið fyrir Landssímanum sem ákjósanlegan fjárfestingarkost. Sigurgeir bar að hann minnti að þriðji maður frá Íslenska sjónvarps- félaginu hafi setið fundinn, en mundi ekki til hlítar hver sá maður var. Hann sagði fundinn hafa átt sér stað annaðhvort síðla árs 1999 eða snemma árs 2000, en þegar verjendur spurðu hann nánar út í málið sagðist hann ekki viss um tímasetningu fund- arins, og sagði hugsanlegt að fund- urinn hafi ekki farið fram fyrr en árið 2001. Árni Þór hafði áður borið að hann hafi ekki setið slíkan kynningar- fund á árunum 1999 eða 2000, en það skiptir tals- verðu máli þar sem fram hefur komið að þá töldu Árni Þór og Kristján Ra. sig vera að fá regluleg lán frá Landssímanum, og því ekki til- efni til að kynna fyrirtækið sem fjár- festingarkost. Ákærðu Sveinbjörn og Kristján Ra. voru kallaðir aftur fyrir réttinn, sitt í hvoru lagi, og spurði saksóknari þá út í hvernig stæði á því að tölur stæðu ýmist á heilu þúsundi eða hundruðum þúsunda annars vegar, en hins vegar sé um upphæðir sem eru upp á krónu. Sveinbjörn sagði að það sé komið þannig til að í einhverjum tilvilkum hafi hann reiknað þá upphæð sem Kristján Ra. bað um eins og um hefð- bundið lán hafi verið að ræða, tekið af því ímynduð stimpilgjöld og færslu- gjöld, svo viðtakendur myndu halda að um raunveruleg lán væri að ræða. Hann skýrði þær upphæðir sem stóðu á heilum tölum sem leti eða flýti hjá sér, áætlunin hafi verið að laga þær síðar. Hann staðfesti við dóminn að hann hafi frá upphafi leynt þessum fjárdrætti fyrir yfirmönnum sínum hjá Landssímanum. Aðspurður hvort hefði verið hægt að halda fjárdrættinum leyndum lengi sagði Sveinbjörn að í raun hafi þetta tímabil sem ekkert komst upp verið „ævintýralega langt“, og að hann hafi átt von á því að þetta kæm- ist upp fyrr. Kristján Ra. var því næst kallaður aftur fyrir dóminn og spurður að því sama og Sveinbjörn, hvernig stæði á því að sumar tölur séu upp á krónu en aðrar standi á þúsundum. Hann sagð- ist engar skýringar hafa á því, hann hafi einfaldlega haft samband við Sveinbjörn og beðið um ákveðnar upphæðir, og yfirleitt fengið nokkurn veginn þær fjárhæðir. Refsingar krafist yfir öllum ákærðu Í málflutningi saksóknara kom fram að krafist væri sakfellingar og refsingar yfir öllum ákærðu, og fór fyrst í ákæru yfir Sveinbirni. Hann er ákærður fyrir fjárdrátt, en einnig er hugsanlegt að brot hans flokkist und- ir umboðssvik, þó saksóknari segði ljóst í sínum huga að um fjárdrátt væri að ræða. Því sé hugsanleg refs- ing allt að sex ára fangelsi. Saksóknari sagði brotin marg- slungin og dulin fyrir starfsmönnum Landssímans. Hann sagði að við ákvörðun refsingar ætti að líta til þess að Sveinbjörn hafi verið sam- vinnufús í málinu og leitast við að upplýsa það. Þó verði að taka til greina að brotin hafi staðið í langan tíma, og hafi haldið áfram eftir að Sveinbirni varð ljóst að ólíklegt væri að þessar upphæðir verði greiddar til baka. Einnig verði að taka tillit til þess að um stærsta mál þessar teg- undar sé að ræða við ákvörðun refs- ingar. Frásögn Sveinbjörns var í mörgum atriðum afar ótrúverðug og ótraust, að mati saksóknara, hvað varðar hug- myndir hans um að hegðun hans hafi einhverntíman geta talist í lagi. Einn- ig beri að líta til þess að Sveinbjörn blandaði mörgum inn í brot sitt, þar með talið starfsfólki og ættingjum sínum. Ákærðu máttu vita að féð var illa fengið Kristján Ra. og Árni Þór voru báð- ir ákærðir fyrir að hafa hylmt yfir með fjárdrætti Sveinbjarnar, og sagði saksóknari ljóst að báðir hafi annaðhvort vitað, eða að þeir hefðu mátt vita að fé sem Sveinbjörn lét þeim í té hafi ekki verið fengið með eðlilegum hætti. Hámarksrefsingu sagði saksóknari vera fjögurra ára fangelsisdóm. Saksóknari benti á að aldrei hafi legið fyrir neinir pappírar um þessi meintu viðskipti, engar rekstraráætl- anir eða ákveðin lánsþörf, engar um- ræður hafi átt sér stað um kjör eða endurgreiðslur. Engar skuldaviður- kenningar hafi verið undirritaðar og þær aldrei verið til um- ræðu. Sagði saksóknari að báðum mönnum hafi mátt vera ljóst að slíkt stæðist ekki, slíkar lánveitingar væru einfaldlega ekki stundaðar. Frændi Sveinbjörns og fyrrum starfsmaður var ákærður fyrir hylm- ingu og peningaþvætti, og er há- marksrefsing fyrir peningaþvætti tveggja ára fangelsi. Saksóknari sagði að ákærða hefði mátt vera það ljóst að greiðslurnar stæðust ekki sem launagreiðslur frá Landssíman- um, og því bæri að dæma hann til refsingar. Starfsmann Sveinbjörns sem ákærður er fyrir hylmingu yfir pen- ingaþvætti sagði saksóknari að eigi að sakfella, en lagði til að hann verði dæmdur í lágmarksrefsingu þar sem Aðalmeðferð í Landssímamálinu lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær Verjendur krefjast sýknu eða mildaðrar refsingar Aðalmeðferð í Lands- símamálinu hélt áfram í gær, vitni voru leidd fyr- ir dóminn og málflutn- ingur fór fram. Málið var dómtekið í gær- kvöldi og verður dómur kveðinn upp 23. júní. Morgunblaðið/Golli Fulltrúar ákæruvaldsins, Steinar Dagur Adolfsson, Jón H. Snorrason og Róbert Bjarnason, á tali við Brynjar Níelsson, verjanda eins sakborningsins, í upphafi aðalmeðferðar málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Slóðin falin með þúsund- um færslna Verjandi segir galla í mál- flutningi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.