Morgunblaðið - 04.06.2004, Síða 11

Morgunblaðið - 04.06.2004, Síða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2004 11 ÍTÖLSK FÖT Á HRESSA KRAKKA 0-12 ÁRA Sumartilboð 15% afsláttur af öllum vörum föstudag og laugardag Laugavegi 53, sími 552 3737 Í hjarta miðborgar                          !   " #     $ %     &     &    ' ()                             !"# $ !"%  ***'   & # '! " # ( ) ) * +    , -        ./  * +*  * + /   0  1  / ) 2 ) starfsmaðurinn hafi treyst Sveinbirni og ekki gert sér grein fyrir því að um lögbrot hafi verið að ræða. Að loknum málflutningi saksókn- ara tóku verjendur til máls. Verjandi Sveinbjarnar, sem játar brot sitt, krafðist vægustu mögulegu refsing- ar, sýknu fyrir einn ákærulið, að gerð væri refsing fyrir umboðssvik en ekki fjárdrátt, og að skaðabótakrafa verði verulega lækkuð eða felld niður. Enn- fremur krafðist hann þess að greiðsla vegna lögmannskostnaðar og sakar- kostnaðar komi úr ríkissjóði. Hann vísaði til þess að peningarnir fóru aðeins að óverulegu leyti til Sveinbjarnar, sem og að hann hafi unnið með lögreglu við að upplýsa málið. Einnig séu engin brot á saka- skrá hans sem þyngja ættu refs- inguna. Hann sagði ljóst að bótakröf- urnar séu gífurlegar upphæðir sem yrði mikil og ósanngjörn refsibót verði Sveinbirni gert að greiða alla upphæðina til baka. Krafist var sýknu fyrir fjárdrátt á afrakstri Skjálfta- mótana þar sem rétt upphæð liggi ekki fyrir. Verjandi Árna Þórs sagði galla á málflutningi saksóknara í máli skjól- stæðings síns, og krafðist sýknudóms bæði hvað varðar refsingu og sýknu- dóm, og ennfremur að lögfræðikostn- aður verði greiddur úr ríkissjóði. Verjandinn sagði ónákvæmni hafa gætt í málflutningi ákæruvaldsins, oft hafi verið rætt um Árna Þór og Krist- ján Ra. saman þegar sanngjarnara hefði verið að fjalla um þá algerlega sitt í hvoru lagi eins og lög segi fyrir um. Hann gagnrýnir ennfremur ákæruvaldið fyrir að leggja Árna Þór orð Kristjáns Ra. í munn. Verjandi Árna Þórs lýsti umbjóð- anda sínum sem manni sem hefði aldrei tekið lán áður en hann fór út í rekstur Íslenska sjónvarpsfélagsins, og að hann hafi ekki einu sinni gert eigin skattaskýrslu á þeim tíma. Hann segir Árna Þór einfaldlega hafa fengið viðskiptahugmynd og leitað til vinar síns með að framkvæma hana. Hann sagði ekki hafa verið færðar sönnur á að Árni Þór hafi á nokkurn hátt komið að því sem hann taldi vera lán frá Landssímanum, hann hafi ein- faldlega treyst félaga sínum fyrir því. Þar sem Árni Þór er ákærður fyrir hylmingu sagði verjandi hans ljóst að ef svo hafi verið hafi verið um gáleysi að ræða. Í því tilviki sé fyrningartími brotsins tvö ár, og því sé málið í raun fyrnt. Ef um refsingu verði að ræða benti verjandinn á hreint sakavottorð umbjóðanda síns, sem koma ætti til refsilækkunar. Kröfum um skaðabætur mótmælti verjandi Árna Þórs, og sagði hann skilyrði um saknæman verknað ekki uppfyllt. Til vara krafðist hann nið- urfellingar bóta eða stórkostlegrar lækkunar þeirra. Verjendur sakborninganna, Krist- jáns Ra., Ragnars Orra Benedikts- sonar og Auðar Hörpu Andrésdóttur kröfuðust allir sýknu fyrir hönd skjól- stæðinga sinna og gagnrýndu mála- tilbúnað ákæruvalds. Sögðu þeir enn- fremur að meint brot ákærðu væru fyrnd og af þeim sökum m.a. væri ekki grundvöllur til sakfellis. Verjandi Kristjáns Ra. sagði alla málsreifun ákæruvalds fyrir dómi um háttsemi ákærða, lúta að hlutdeild í fjárdráttarbrotum ákærða, Svein- björns, en í ákæru lyti verknaðarlýs- ingin að hylmingu og peningaþvætti af gáleysi. Mótmælti saksóknari þessu og taldi um misskilning verj- anda að ræða. Varðandi þátt ákærða sagði verj- andi hans að huglæg refsiskilyrði væru ekki fyrir hendi og því yrði að sýkna hann. Mætti ekki sakfella ákærðan mann samkvæmt öðrum kröfum en þeim sem í ákæru greindi. Verjandinn sagði að ekki yrði dæmt fyrir hylmingu ef vitneskja um frumbrotið, þ.e. fjárdrátt Svein- björns, hefði skapast eftir að búið var að neyta andlagsins, þ.e. ráðstafa peningunum sem um ræðir. Í málinu lægi ekkert fyrir annað en að Krist- ján hefði tekið við fjármunum en sem lánum og hefði hann haft fullan end- urgreiðsluvilja. Hefði ákæruvaldinu ekki tekist að sanna að Kristján hefði haft vitneskju um vanheimildir Svein- björns til að veita lánin. Þá hefði ekki tekist að sanna að Kristján hefði tekið við peningunum í auðgunarskyni. Þannig hefðu hvorug þessara hug- lægu refsiskilyrða verið sönnuð í mál- inu. Bentu öll gögn til hins gagn- stæða, en þau gögn væri að finna í framburði ákærðu, sem væru sam- mála um að Sveinbjörn hefði komið fram sem fulltrúi Landssímans og að fyrirtækið hefði samþykkt að veita Kristjáni og Árna Þór lánafyrir- greiðslu. Verjandinn lýsti huglægri afstöðu Kristjáns, eftir að lánafyrirgreiðslan hófst árið 1999 á þann hátt m.a. að hann hefði vitað að Landssíminn stæði í stórfelldri lánastarfsemi og væru til gögn sem sönnuðu það. Um hefði verið að ræða „svakalegar“ fjár- hæðir sem Landssíminn hefði varið m.a. í kaup á óskráðum víxlum fyr- irtækja. Þá hefði Kristján unnið í við- skiptaumhverfi sem kennt var við „aldamótabóluna“ þar sem gráir markaðir hefðu verið mjög virkir á tímabilinu 1998–2000. Hefði Kristján vitað að mikil viðskipti færu fram í landinu símleiðis, en í því sambandi mætti nefna fyrirgreiðslu Sparisjóðs Kópavogs til Íslenska sjónvarps- félagsins. Kristján upplýsti við aðal- meðferðina á miðvikudag, að bankinn hefði látið félagið hafa tugi milljóna króna án formlegra pappíra. Á upphafstíma Íslenska sjónvarps- félagsins sagði verjandinn að Krist- ján hefði talið sig vera þátttakanda í stórkostlegri viðskiptahugmynd sem varðaði félagið og hefðu forsvars- menn þess gert ráð fyrir að verðmæti þess myndi snarhækka, sem varð raunin, a.m.k. í upphafi. Á meðan lán- in frá Landssímanum hafi komið, hafi eign þeirra aukist á vettvangi Ís- lenska sjónvarpsfélagsins með hluta- fjárkaupum ýmissa fyrirtækja og hafi þessum aukna hlut verið ætlað til endurgreiðslu Landssímalánanna. Verjandi Ragnars Orra Benedikts- sonar sagði ákæruvaldið ekki hafa sannað sök ákærða og ætti hann ekki sakaferil sem máli skipti í þessu máli. Ragnar fékk 300 þúsund króna mán- aðarlaun í 11 skipti, sem starfsmaður veitingahússins Priksins í eigu Svein- björns, og sagði verjandinn Ragnar hafa gefið fullgildar skýringar á því hvernig féð komst í hans hendur. Gögn málsins sýndu að launin væru greidd frá Landssímanum og hefði Ragnar spurt Sveinbjörn frænda sinn sérstaklega um þetta. Yrði að leggja framburð Ragnars til grundvallar um þetta atriði. Varðandi ákæruatriði sem varðar hylmingu og peninga- þvætti upp á 22 milljónir kr. í 15 tékk- um sagði verjandinn að Ragnar hafi þar verið að sendast fyrir Sveinbjörn með féð og hafi ekki ein einasta króna farið í hans eigin vasa. Varðandi 5,9 milljónir til viðbótar sem runnu frá Landssímanum til hlutafélags Ragn- ars, sagði verjandinn að þar hafi Ragnar verið í góðri trú um að Svein- björn væri að lána sér fé til reksturs félagsins og yrði að leggja þann fram- burð til grundvallar Segir ákæru vera fráleita Verjandi Auðar Hörpu Andrés- dóttur, sem ákærð er fyrir peninga- þvætti upp á 3 milljónir króna af Landssímafénu, sagði útgáfu ákæru í hennar tilviki fráleita, en ákæran yrði ekki skilin öðruvísi en svo að verið væri að ákæra fyrir gáleysi. Sagði hann að ákæruvaldið hefði komist réttilega að orði fyrr um daginn með því að segja Sveinbjörn hafa dregið grandalausa stúlku inn í fjárdráttar- málið og spurði verjandinn hvernig hún hefði átt að vita að féð væri illa fengið. ILLUGI Jökulsson, ritstjóri DV, sendi Morgunblaðinu eftirfarandi bréf í gær: „Morgunblaðið birti í gær langt og einkennilegt bréf eftir Sveinbjörn Kristjánsson, helsta sakborning í Landssímamálinu. Er sú grein öll heldur vesældarleg tilraun til að afla sér samúðar út á það að eiga fjöl- skyldu. Jafnframt eru beinlínis hlægi- legar tilraunir Sveinbjörns til að kvarta undan því að hann fái ekki nægilega mikla sérmeðferð hjá dóm- stólunum til að komast hjá mynda- töku. Við starfsmenn DV reiddumst hins vegar lúalegum tilraunum Svein- björns til að kasta rýrð á starfsheiður tveggja nafngreindra starfsmanna okkar, Eiríks Jónssonar blaðamanns og Kristins Hrafnssonar fyrrv. frétta- stjóra. Báðir áttu þátt í að afla frétta af þessu máli og gerðu það með fullkom- lega eðlilegum hætti. Sérstaklega er lágkúruleg tilraun Sveinbjörns til að koma því inn hjá fólki að kunnings- skapur Kristins við fjölskyldu Svein- björns hafi verið misnotaður með ein- hverjum hætti. Skal því vísað algerlega og afdráttarlaust á bug. Sömuleiðis eru út úr öllu korti til- raunir Sveinbjörns til að mjólka sam- úð út á börn sín með því að fullyrða að „ráðist [hafi verið] á“ á dóttur hans, „níðst á barni sem getur ekki varið sig“ o.s.frv. Jafnframt er talað um „óheilindi“ og „ómerkilegheit“ og að fermingardagur dóttur hans hafi verið „smánaður“. Sannleikurinn er sá að DV greindi frá því í frétt og fyrirsögn að Svein- birni hefði verið birt ákæra í Lands- símamálinu þegar hann kom heim til Íslands frá útlöndum til að vera við- staddur fermingu dóttur sinnar. Það var nú allt og sumt. Engin mynd var af dótturinni, nafn hennar ekki birt og ekkert yfirleitt um hana eða fermingu hennar fjallað á neinn hátt. Þetta er í alla staði skammarlegur málflutningur af Sveinbirni Kristjáns- syni. Maður, líttu þér nær! Illugi Jökulsson, ritstjóri DV.“ Illugi Jökulsson, ritstjóri DV Skammarlegur málflutningur BORIST hefur eftirfarandi athuga- semd frá Kristni Hrafnssyni, fv. fréttastjóra DV: „Undarleg er sending Svein- björns Kristjánssonar, fyrrverandi aðalféhirðis Landssímans og sak- bornings í einu stærsta fjársvika- máli síðari tíma, til mín í yfirlýsingu sem Morgunblaðið birtir í gær. Vís- ar hann til tengsla fjölskyldu minnar og barnsmóður hans og barna í Skotlandi árið 2001 til 2002 og telur mig hafa rofið trúnað við hann og hans fjölskyldu. Þetta er undarlegur snúningur. Rétt er að geta þess að barnsmóðir hans og ég vorum sam- starfsmenn og á þessum tíma var hún fyrrverandi eiginkona Svein- björns en hann heimsótti aldrei heimili mitt. Fullur trúnaður gildir um það sem fram fór á mínu heimili í Skotlandi og tel ég að það ætti að vera Sveinbirni kært. Enginn trún- aður er eða hefur verið á milli mín og Sveinbjörns og því engan trúnað að rjúfa. Greint var frá því í DV að hann hefði komið til landsins til að vera viðstaddur fermingu barns síns en hafi um leið verið birt ákæra í Landssímamálinu. Um það var einn- ig fjallað að hann væri fluttur til fjöl- skyldu sinnar í Skotlandi. Það þarf snúinn þankagang til að finna níð- ingsskapinn í þeirri umfjöllun. Það sem fjölskylda Sveinbjörns hefur mátt þola er á ábyrgð hans og aumkunarvert að reyna að afla sér samúðar með því að beita þeim fyrir sig. Varðandi þeirra þolraunir ætti Sveinbjörn að líta sér nær. Kristinn Hrafnsson, fv. fréttastjóri DV.“ Kristinn Hrafnsson, fv. fréttastjóri DV Veldur hver á heldur RAFSÓL Skipholti 33 • 105 Reykjavík Sími: 553 5600 ENDURNÝJUN OG VIÐHALD E i n n t v e i r o g þ r í r 2 6 6 .0 0 2 lögg i l tu r ra fverk tak i Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.