Morgunblaðið - 04.06.2004, Síða 12

Morgunblaðið - 04.06.2004, Síða 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í FYRRA féllu til um það bil 35 tonn af kjöti við vísindaveiðar á hrefnu og um fjögur tonn af rengi en þeir aðilar sem keyptu kjötið og rengið áttu enn óseld um 23 tonn af kjötinu og um 900 kíló af renginu. Þetta kom fram í svari sjávarút- vegsráðherra, Árna M. Mathiesen, í miðjum síðasta mánuði, við fyrir- spurn Jóhanns Ársælssonar. Í svari ráðherra kom einnig fram að Félag hrefnuveiðimanna, sem sá um veiðarnar undir stjórn Hafrann- sóknastofnunar, hefði fengið allar afurðirnar í sinn hlut og selt smásöl- um og að kjötbirgðirnar væru í eigu Ferskra kjötvara hf. en rengið í eigu verslunarinnar Svalbarða. Líklegt að veiðimenn sjái sjálf- ir um að koma kjötinu í neyslu Gunnlaugur Konráðsson í Félagi hrefnuveiðimanna segir félagið vera að skoða söluna á hrefnukjötinu, ekki sé ólíklegt að félagið reyni að sjá sjálft um að koma kjötinu í neyslu. Það sé hugmyndin. Ekki sé um mikið magn að ræða og menn hafi ekki trú á öðru en hægt sé að koma kjötinu í umferð vandræða- laust ef skynsamlega sé að því stað- ið og það selt nógu víða. En menn þurfi vitaskuld tíma til að undirbúa slíkt. Gunnlaugur segir að í fyrra hafi félagið verið smeykt við að taka að sér kjötið svona seint og beint inn í sláturtíðina og því hafi verið ákveðið að selja allt kjötið fyrir fram svo að menn gætu einbeitt sér að veiðun- um. Gunnlaugur segir að markaðs- setning hjá smásalanum sem hafi keypt kjötið virðist hafa brugðist al- gerlega og kjötið verið selt við allt of háu verði. Hann telur að verðið megi ekki vera meira en 500–600 krónur út úr búð en í fyrra hafi það verið selt á allt yfir 1.000 krónur, á sama tíma og staðan á kjötmarkaði almennt hafi verið mjög erfið. Leifur Þórsson, framkvæmda- stjóri Ferskra kjötvara, segir rúm- lega 20 tonn af hrefnukjöti vera óseld. „Við höfum verið að selja svo- lítið af þessu hér innanlands en það hefur gengið frekar hægt en við er- um að leitast eftir að selja þetta er- lendis.“ Leifur bendir á að fyrirtækið Pelastikk hafi verið búið að fá út- flutningsleyfi frá ráðuneytinu hér til að selja kjötið til Kína. „Við vorum búnir að selja allt magnið til Kína þegar kom undirskrifað bréf frá ráðuneytinu þar sem leyfið var aft- urkallað. Það eru forkastanleg vinnubrögð og ég veit ekki betur en Pelastikk ætli í mál út af þessu.“ Leifur segir ekki fullreynt hvort selja megi allt kjötið innanlands en það myndi væntanlega kosta mikið í markaðssetningu. Meginástæðan fyrir dræmri sölu í fyrra hafi verið að staðan og verðlagning á kjöt- markaði hafi verið skelfileg og þessi viðbót því komið á versta hugsan- legum tíma. Spurður um framhaldið segist Leifur ekki vera „farinn á taugum út af þessum birgðum, ég sel þetta“. Meira en 20 tonn af hrefnukjöti enn óseld Félag hrefnuveiðimanna segir að ekki eigi að vera vandamál að koma kjötinu út ef rétt er að málum staðið Morgunblaðið/Árni Sæberg Kjötið smakkað: Hrefnukjöt eldað í verslun Hagkaupa í fyrrahaust. HOLLIÐ sem opnaði Norðurá lauk veiðum um hádegi í gær og hafði þá landað fjórum löxum. Eins og fram hefur komið veiddust þrír á fyrstu klukkustundinni á þriðjudags- morgninum en einn fiskur náðist í gær. Sá tók á Stokkhylsbrotinu. Þá settu veiðimennirnir í nokkra laxa sem sluppu. Að sögn Guðmundar Viðarssonar, matsveins í veiðihús- inu við Norðurá, hefur lax sést víða í ánni á síðustu dögum. Þrír stórir laxar fóru upp Glanna í gær, sem er óvenjulegt svo snemma sumars, og fullyrtu þeir sem sáu fiskana að einn hefði verið meira en 18 pund. Urriðaveiðin í Staðartorfu og Múlatorfu í Laxá í Aðaldal hófst fyrsta júní, þar sem veitt er á tvær stangir á hvorum stað, og fór vel af stað eins og veiðin ofar í ánni, í Laxárdal og Mývatnssveit. Þeir sem voru að veiðum fyrsta og annan júní létu vel af sér og sögðust hafa fengið fínan afla, urriða sem voru á bilinu 1,5 til 3 pund en fátt um fiska þar yfir. Bjart veður var fyrri dag- inn en veiðin gekk betur þann síð- ari en þá var meiri dumbungur og fékkst aflinn að langmestu leyti á straumflugur. Góð veiði á Arnarvatnsheiði Veiði á norðanverðri Arn- arvatnsheiði hófst í síðustu viku, og að sögn heimildarmanns er var að veiðum síðustu daga og sneri heim með 21 fisk, voru margir að fiska vel, ekki síst efst í Austurá sem rennur úr Arnarvatni stóra. Erfitt hefur þó reynst að fá fisk til að taka, þar sem hann er stútfullur af æti, flugum og hornsílum. Best gekk að setja í fisk með litlum kúlu- púpum, en einnig gáfu beita og spúnn nokkuð. Theodór Pálsson veiðivörður segir fiskinn vera að stækka í vatn- inu og þakkar hann það skipulegri grisjun veiðibænda sem veiða ár- lega mikið magn af fiski í net. Mikið af fiskinum sem veiðimenn voru að fá síðustu daga er á bilinu eitt til þrjú pund, en þó eru stærri fiskar innanum. Bleikjan er í miklum meirihluta. Veiðileyfi á svæðið selja Þorsteinn Helgason á Fosshóli og Staðarskáli. Veiði á Þingvöllum hefur verið ágæt að undanförnu eftir hlýindi og hafa menn sem til þekkja gert góða veiði, fyrst og fremst á Lambahaga- num en einnig undan Vatnskoti. Verr hefur gengið innar með landi þjóðgarðsins, þ.e. í átt að Vatnsvik- inu, enda gefur bleikjan sig yfirleitt seinna þar. Morgunblaðið/Sigurður Sigm. Bjarni Freyr Þórðarson og Kristján Stefánsson við Arnarvatn stóra. Ágæt sil- ungsveiði nyrðra ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð- herra hefur sent læknum tækni- frjóvgunardeildar Landspítala – háskólasjúkrahúss (LSH) bréf þar sem hann tilkynnir þá ákvörðun sína að veita læknunum heimild til einkarekstrar í tæknifrjóvgun utan spítalans. Nokkur skilyrði eru sett fyrir leyfinu, m.a. um gerð þjón- ustusamnings og samkomulags við Landspítalann um kennslu, notkun S-merktra lyfja, eftirmeðferð á spítalanum ef með þarf og geymslu okfruma og fósturvísa þar til að ný deild tekur til starfa í haust. Að lokinni gerð þjónustusamnings seg- ist ráðherra gefa út endanlegt leyfi. Að sögn Jóns eru þau skilyrði einnig sett að farið verði eftir reglugerðum varðandi verð og þjónustu. Ríkið muni áfram taka þátt í kostnaðinum vegna tækni- frjóvgana, leyfið feli ekki í sér breytingar á greiðsluþátttöku. Með þjónustusamningi verði kostnaðin- um skipt milli spítalans og læknanna. „Ég vil kappkosta að þessi þjón- usta verði áfram fyrir hendi og læknarnir geti komið sér fyrir á nýjum stað án þess að slíta á þenn- an streng. Ég vildi líka eyða þeirri óvissu sem starfsmenn deildarinnar og notendur þjónustunnar hafa ver- ið í. Þar með vonast ég að friður hafi skapast um starfsemina,“ segir Jón en að óbreyttu hefði þessi starfsemi lagst niður í sumar þar sem starfsmenn deildarinnar hafa allir sagt upp störfum sínum eða verið sagt upp á Landspítalanum. Niðurstöðunni fagnað Guðmundur Arason, læknir á tæknifrjógvunardeild, sagðist í samtali við Morgunblaðið fagna niðurstöðu heilbrigðisráðherra. Áframhaldandi starfsemi hafi verið tryggð og mikilvæg skref stigin í átt til nýrra tíma í heilbrigðisþjón- ustunni hér á landi. Niðurstaðan marki einnig tímamót varðandi at- vinnufrelsi lækna. Guðmundur leggur áherslu á að starfsemin haldi óbreytt áfram, þótt hún fari fram utan spítalans. Boðið verði upp á betri aðstöðu, bæði fyrir starfsmenn og þá sem fara í þessa meðferð. Stefnt sé að því að eyða biðlistum eftir tæknifrjóvgun, en um 200 manns hafa verið á slíkum listum undanfarið. Að sögn Guð- mundar verða allir starfsmenn deildarinnar ráðnir á nýjum stað og starfsemin hefjist vonandi í sept- ember eða október nk. Lágmarks- starfsemi verður á Landspítalanum næstu vikurnar vegna sumarleyfa. Niðurstaða heilbrigðisráðherra í máli tæknifrjóvgunardeildar LSH Læknar fá heimild til einkarekstrar utan spítala MEISTARAFÉLAG húsasmiða fagnar í dag hálfrar aldar afmæli sínu með pomp og prakt. Baldur Þór Baldvinsson, húsasmíðameistari og formaður félagsins, segir að mikið verði um dýrðir í kvöld. „Við ætlum að bjóða fé- lagsmönnum, samstarfsmönnum öllum og vel- unnurum ásamt mökum til veislu í Sóltúninu. Þar ætlum við að vera með ýmis skemmti- atriði.“ Baldur bætir því við að lag félagsins verði frumflutt í flutningi Aldísar Ólafsdóttur, við texta eftir föður hennar. Í veislunni í kvöld er einnig fyrirhugað að undirrita samning við Suð- urlandsskóga vegna gróðursetningar á 215.000 plöntum í Kiðabergi í Grímsnesi þar sem fé- lagsmenn eiga sumarbústaðalóðir. Stærsta atvinnu- rekendafélag landsins Félagsmenn eru 320 talsins og er félagið stærsta atvinnurekendafélag landsins að sögn Baldurs. Varðandi þróun á meðal húsasmíða- meistara segir Baldur að hún hafi verið veruleg í gegnum tíðina, „Ég er búinn að vera starfandi húsasmíðameistari síðan 1980,“ og segist hann vera á sjötta ári sem formaður félagsins, og hafði þar áður verið í stjórn félagsins í 10 ár. „Okkar menn hafa verið mjög duglegir að til- einka sér allar þær nýjungar sem í boði hafa verið. Allir stærstu byggingameistarar í Reykjavík eru hér innandyra.“ Baldur talar einnig um mikla blöndun meðal félagsmanna, bæði stóra og smáa aðila. Hann segir að það hafi verið minna um nýliðun í félaginu nú á tím- un en verið hafi á árum áður. „Það hefur ekki gengið nógu vel að fá nýja menn í félagið, það er kannski meira og minna vegna þess að nú er félagsaðild öll sömul frjáls, og það eru bara svo margir sem gjarnan vilja nýta sér alla þá þjón- ustu sem þeir vilja fá en taka ekki þátt í því að greiða.“ Baldur segir að sú staða hafi stundum komið upp að menn, sem eru ekki skráðir í nein félög, hafi lent í vandræðum sem lítið hafi verið hægt að gera í. Því sé æskilegast að menn séu í skráðir í félagasamtök ef upp komi óvænt atvik. Meistarafélag húsasmiða fagnar í dag 50 ára afmæli félagsins Duglegir að tileinka sér allar nýjungar Morgunblaðið/Eggert Baldur Þór Baldvinsson gegnir formennsku í Meistarafélagi húsasmiða á afmælisárinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.