Morgunblaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2004 17 A› s‡na vináttu kemur af sjálfu sér egar Júlía er annars vegar, heillandi og ægilegur fimm sæta ra›sófi, framleiddur af Natuzzi me› áherslu á ítalska hönnun, gæ›i og handbrag›. Natuzzi, sem er lei›andi á heimsvísu í le›ursófum, gefur ér tækifæri á a› velja sófa, hvíldarstóla og fylgihluti í samræmdri heild. %ú finnur lausnina sem hentar ínum lífsstíl best í Natuzzi versluninni. Júlía ra›sófinn kostar frá 471.800 kr. í le›ri og frá 352.000 kr. í Dreamfibre Júlía fæst í le›ri og í ofurmíkróefninu, Dreamfibre, í þriggja sæta sófa og þriggja sæta sófa með tungu. Heimsending er innifalin á höfu›borgarsvæ›inu www.natuzzi.com Natuzzi verslunin - SMÁRALIND 201 Kópavogur - Sími 564 4477 - Verslunin er einnig opin á sunnudögum 13 til 18. It’s how you live TIL ÞESS AÐ GERA VEL VIÐ AÐRA VERÐUR ÞÚ AÐ GERA VEL VIÐ ÞIG ÞÓTT hart hafi verið deilt á George Tenet og bandarísku leyniþjón- ustuna, kom afsögn forstjóra CIA í gær mönnum heldur á óvart vestra. Margir töldu að Tenet hefði staðið af sér verstu orrahríðina en CIA hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að hafa brugðist hlutverki sínu á sviði hryðjuverkavarna og upplýsinga- öflunar fyrir herförina gegn stjórn Saddams Husseins í Írak. Tenet er 51 árs gamall og hafði gegnt embætti forstjóra CIA frá árinu 1997 er Bill Clinton, þáver- andi forseti, fól honum starfið. Raunar hefur aðeins einn maður gegnt embætti forstjóra CIA leng- ur en Tenet. Tenet bar fyrir sig „persónulegar ástæður“ er hann greindi George Bush forseta frá ákvörðun sinni í gær. Líklegt þótti þó í Bandaríkj- unum að afsögn hans yrði sett í samhengi við framgöngu stofnun- arinnar sem hann stýrði. Stöðug varnarbarátta CIA hefur mátt þola stöðuga gagnrýni frá árás hryðjuverka- manna á Bandaríkin 11. september 2001 og ekki bætti úr skák þegar í ljós kom að ýmsar fullyrðingar stofnunarinnar, einkum varðandi meinta gjöreyðingavopnaeign Íraka, reyndust hafa verið byggðar á afar hæpnum forsendum. Tenet sat að baki Colins Powells utanrík- isráðherra 3. febrúar 2003 þegar hann gerði öryggisráði Sameinuðu þjóðanna grein fyrir upplýsingum þeim sem hann kvað Bandaríkja- menn búa yfir og sanna að Írakar réðu yfir gjöreyðingarvopnum. Líkt og alkunna er hafa engin slík vopn fundist í Írak og sérstök rann- sóknarnefnd vinnur nú að því að fara yfir upplýsingar þær sem leyniþjónustan byggði mat sitt á. Hið sama gildir um upplýsingar þær sem CIA bjó yfir fyrir árás hryðjuverkamanna á New York og Washington 11. september 2001. Stjórnvöld hafa jafnan haldið því fram að engin gögn hafi legið fyrir sem bent hafi getað til þess að flugumenn hryðjuverkaforingjans Osama bin Ladens hefðu uppi áform um slíkan verknað. Á þetta hafa nú verið bornar brigður og m.a. verið upplýst að opinberar stofnanir hafi haft margvíslegar upplýsingar er vörðuðu hryðju- verkamennina sem árásina frömdu. Í apríl komst opinber rannsóknar- nefnd að þeirri niðurstöðu að CIA hefði ekki búið sig nógu vel undir hugsanlegar aðgerðir hryðjuverka- manna og gagnrýndi stjórnarhætti Tenets. Nú er óháð rannsóknarnefnd að fara öðru sinni yfir árásina 11. sept- ember og mun hún skila skýrslu sinni í júlímánuði. Vangaveltur voru á kreiki í Washington í gær þess efnis að setja bæri afsögn Tenets í samhengi við þá skýrslu. Hún yrði með öðrum orðum erfið CIA og forstjóranum. Margir höfðu spáð því að gagnrýnin vegna 11. september myndi kosta Tenet starfið. En honum tókst að standa hana af sér enda dyggilega studdur af þeim Bush forseta og Dick Chen- ey varaforseta. Embættismenn í Hvíta húsinu sögðu í gær að Tenet hefði ekki ver- ið þvingaður til að segja af sér. Ekki voru allir sammála. Stansfield Turner, fyrrum forstjóri CIA, benti á að forsetakjör færu fram vestra eftir einungis fimm mánuði. „Ég tel að annaðhvort sé verið að reka hann eða gera hann að blóraböggli. Forsetinn telur að hann þurfi að koma sökinni yfir á einhvern og það gerir hann óbeint með því að biðja Tenet um að segja af sér.“ Afsögn Tenets kemur á óvart Hefur stýrt CIA á miklum erfið- leikatímum og sætt harðri gagnrýni George Tenet, forstjóri CIA, kom í marsmánuði fyrir þingnefnd sem falið var að rannsaka árás hryðjuverkamanna á Bandaríkin. Reuters ALÞJÓÐLEGU hjálparsamtökin Læknar án landamæra hafa afráðið að hætta tímabundið starfsemi sinni í Afganistan. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar þess að fimm menn á vegum samtakanna voru drepnir. Norskur sérfræðingur segir að ástandið gerist sífellt ótryggara í landinu. Vickie Hawkins, talsmaður Lækna án landa- mæra, sagði að ákveðið hefði verið að fresta frekara hjálparstarfi í Afgan- istan. Á miðvikudag létu þrír starfsmenn samtakanna og tveir aðstoðarmenn þeirra lífið í árás sem gerð var á bif- reið þeirra í Baghdis-héraði í norður- hluta landsins. Þetta svæði hefur ver- ið talið fremur öruggt fram til þessa. Þau sem týndu lífi voru Helene de Beir frá Belgíu, norski læknirinn Egil Kristian Tynæs, Hollendingurinn Willem Kvint, Fasil Ahmad, afgansk- ur túlkur þeirra og bílstjórinn sem hét Besmillah. Norðmaðurinn hafði verið í tvo mánuði í landinu, belgíska konan fimm og Hollendingurinn var að ljúka sex vikna dvöl. Árásarmennirnir beittu hríðskota- rifflum og svo virðist sem hand- sprengju hafi einnig verið varpað að bifreiðinni. Maður sem kvaðst vera talsmaður talibana, sem stjórnuðu landinu þar til að þeir voru hraktir frá völdum eftir hryðjuverkin í Banda- ríkjunum í september 2001, lýsti yfir ábyrgð á árásinni og nafngreindi þorpið þar sem hún fór fram. Lýsti hann og yfir því að frekari árásir yrðu gerðar þar sem „alþjóðlegir hjálpar- starfsmenn [störfuðu í landinu] í þágu Bandaríkjamanna“. „Í stríði gegn öllu og öllum“ Kristian Berg Harpviken, sérfræð- ingur í málefnum Afganistans við Norsku friðarrannsóknastofnunina (PRIO), sagði í samtali við dagblaðið Aftenposten að öryggisástandið yrði sífellt erfiðara í landinu. Auk norska læknisins var norskur hermaður drepinn skammt fyrir utan höfuð- borgina, Kabúl, fyrir tíu dögum. Harpviken vísaði til þess að hjálpar- starfsmennirnir hefðu verið myrtir á svæði sem fram til þessa hefði verið talið sæmilega öruggt og svo virtist sem viðleitni til að tryggja öryggi nærri Kabúl væri að mistakast. Hins vegar væri á engan veg unnt að bera ástandið í Afganistan saman við það sem ríkti í Írak nú um stundir. Aðspurður kvaðst Harpviken telja að árásir undanliðinna daga kynnu að tengjast kosningum sem fram eiga að fara í landinu í haust. Er hann var spurður hvaða tilgangi það gæti þjón- að í huga ódæðismannanna að ráðast gegn starfsfólki hjálparsamtaka sagði hann: „Einstakir andspyrnuhópar hafa lýst yfir stríði gegn öllum og öllu því sem tengist friðarviðleitni og rík- isstjórninni í Kabúl.“ Hjálparstarfsmenn myrtir í Afganistan Talibanar hóta frekari árásum Norskur sérfræðingur segir ástandið gerast sífellt ótryggara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.