Morgunblaðið - 04.06.2004, Side 19

Morgunblaðið - 04.06.2004, Side 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2004 19 Í DAG eru fimmtán ár liðin frá því að kínverskar öryggissveitir drápu mörg hundruð friðsamra mótmæl- enda á Torgi hins himneska friðar í Peking. Kínversk stjórnvöld handtóku í gær fjölda andófsmanna þar sem þau telja þá líklega til þess að standa fyrir mótmælum af einhverju tagi í tilefni dagsins, að sögn Upplýsingamið- stöðvar mannréttinda og lýðræðis í Hong Kong. Andófsmennirnir voru handteknir á heimilum sínum og er fjölda þeirra haldið á hótelum utan borgarmarkanna að sögn talsmanna miðstöðvarinnar. Þjóðhetjunnar og læknisins Jiang Yanyong og konu hans er saknað en Jiang kom upp um ráðabrugg kín- verskra stjórnvalda þegar þau leyndu upplýsingum um útbreiðslu bráða- lungnabólgu í landinu í fyrra. Mannréttindasamtökin Amnesty International sendu frá sér harðorða yfirlýsingu í gær í félagi við önnur mannréttindasamtök. Í yfirlýsing- unni er krafist óháðrar rannsóknar á atburðunum 1989 og að þeir sem ábyrgð beri á þeim verði leiddir fyrir dómstóla. Mannréttindasamtökin telja líklegt að á annað þúsund manns hafi fallið og krefjast þess að stjórnin láti lausa þá tugi manna sem kínversk yfirvöld handtóku vegna mótmæl- anna. Aðdragandi blóðbaðsins Mótmælin hófust fyrst fyrir alvöru 15. apríl 1989 þegar Hu Yaobang, fyrrum leiðtogi kínverska kommún- istaflokksins og vinsæll umbótasinni, lést. Öflugasti valdamaður landsins, Deng Xiaoping, þótti Hu hafa sýnt mótmælendum linkind og eftirláts- semi. Námsmenn kröfðust lýðræðis- legri stjórnarhátta, umbóta í landinu og jafnvel að kommúnistaflokkurinn ætti að láta af völdum. Mikil valdabarátta hófst þá milli harðlínumanna og umbótasinna í flokknum sem kynti enn undir mót- mæli. Hundruð þúsunda Kínverja héldu til höfuðborgarinnar til þess að krefjast lýðræðislegri stjórnarhátta, umbóta í landinu og valdaafsals kommúnistaflokksins. Mótmælendur hófu hungurverkfall 13. maí. Forsætisráðherrann Zhao Zyiang bað mótmælendur grátandi sex dögum síðar um að yfirgefa torg- ið. Stjórnvöld tóku að óttast algjört öngþveiti í borginni og fengu harð- línumenn innan raða kommúnista vilja sínum framgengt og herlög voru sett í borginni 20. maí. Tíu dögum síð- ar reistu námsmenn styttu úr frauð- plasti sem kölluð var „Gyðja lýðræð- isins“ við mikinn fögnuð viðstaddra. Deng Xiaoping skipaði hernum að reka andófsmenn burt af torginu 4. júní og hundruð óvopnaðra mótmæl- enda féllu fyrir byssum og skriðdrek- um hermanna og öryggissveita. Andófsmenn undir eftirliti Kínversk stjórnvöld hafa bælt nið- ur hvers konar umfjöllun um at- burðina á torginu. Lögreglan fylgist með háskólum og heimilum meintra andófsmanna, símalínur margra þeirra hafa verið skornar og klippt á símtöl fréttamanna við andófsmenn. Óeinkennisklæddir lögreglumenn ganga meðal ferðamanna á Torgi hins himneska friðar og þorðu borgarbúar ekki að tjá sig um atburðina við fréttamenn í gær. „Það er fylgst með mér allan sólarhringinn,“ sagði Ding Zilin, formaður samtaka mæðra sem misstu börn sín á torginu, í viðtali við frönsku fréttastofuna AFP í gær. Kínverski kommúnistaflokkurinn hefur verið við völd í landinu frá árinu 1949 og hafa mannréttindabrot stjórnarinnar verið harðlega gagn- rýnd víða um heim við litlar undir- tektir kínverskra stjórnvalda. Kínversk stjórnvöld óttast fjöldamótmæli Reuters Lögreglumenn reyna að stöðva mótmælagöngu námsmanna í Hong Kong í gær. Að baki þeim má sjá frauðplasts- styttu svipaða þeirri sem námsmenn stilltu upp á Torgi hins himneska friðar fyrir fimmtán árum. Fimmtán ár eru liðin frá fjöldamorðunum á Torgi hins himneska friðar í Peking Peking. AFP. FYRRVERANDI forsætisráðherra Kínverska alþýðulýðveldisins sem einnig er fyrrum aðalritari komm- únistaflokksins, Zhao Ziyang, er nú dauðvona á 84. aldursári sínu, skv. frétt á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Dóttir hans segir heilsu hans svo slæma að búast megi við „hinu versta.“ Zhao var settur í stofufangelsi eftir atburðina á Torgi hins himneska frið- ar í Peking fyrir fimmtán árum en hann hafði áður grátbeðið mótmæl- endur að yfirgefa torgið. Forsætisráðherranum fyrrverandi hefur verið haldið utan seilingar fjöl- miðla af kínverskum stjórnvöldum og hlutverk hans í uppbyggingu lands- ins hefur verið þurrkað út úr kín- verskum sögubókum. Talið er að væntanlegt andlát Zhao geti komið sér illa fyrir komm- únistaflokkinn því ill meðferð flokks- ins á honum verði rifjuð upp af and- stæðingum stjórnarinnar nú þegar fimmtán eru liðin frá hinum hörmu- legu fjöldamorðum. Þora ekki að minnast Zhao Kínverjar vilja ekki tjá sig um Zhao af ótta við aðgerðir stjórnvalda. Fyrrverandi skrifstofustjóri hans, Bao Tong, sem sat í fangelsi í sjö ár af sömu ástæðum og Zhao, segir kín- versk stjórnvöld óttast hann og því séu þau staðráðin í því að þurrka nafn hans út úr huga og hjörtum Kín- verja. Þau vilji hindra það að nær hálfur ann- ar milljarður manna njóti lýðræðis og laga. „Hann fórnaði valdi fyrir hugsjónir sínar,“ segir fyrrum ræðuhöf- undur Zhao, Wu Guoguang, og bætir því við að ríkjandi stjórn þekki aðeins valdið. Zhao hafi staðið fast á andstöðu sinni við að- gerðir öryggissveitanna og ekki reynt að kaupa sér aftur völd með því að játa á sig mistök. Wu segir milljónir verkamanna og bænda atvinnulausar vegna stefnu yfirvalda og óánægjan kraumi undir. Stjórnvöld séu því búin undir hið versta og verði sífellt hæfari í því að halda mótmælendum í skefjum. Hetja eða ekki? „Hr. Zhao og mótmælendurnir létu tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur,“ segir ónefnd, kínversk kennslukona í viðtali við BBC. Hún segir algert öngþveiti hafa blasað við og því verið gripið til aðgerða gagnvart mót- mælendum. Hún segir Zhao ekkert hafa breyst undanfarin fimmtán ár, hann hafi ekki hugmynd um hvernig ástandið sé í landinu. Líklegt er talið að þeir sem notið hafa ávaxta kínversks kapít- alismaséu á sama máli. Li Cheng, sérfræð- ingur í málefnum Kína við Hamilton- háskóla í New York-ríki, segir að Zhao hafi ekki haft hugmynd um það á sínum tíma hvernig taka ætti á mótmælendum á torginu og skort pólitískan stuðning til aðgerða. Það sé ekki hægt að kalla hann hetju því mótmæli námsmanna hafi beinst gegn honum líka. Li segir að andstæðingar stjórn- valda muni lenda í vandræðum með að staðsetja Zhao stjórnmálalega vilji þeir nýta sér nafn hans. Ekki er víst að væntanlegt andlát Zhao muni hafa einhver áhrif á ástandið í Kína. Líklega verður hans þó minnst í sögubókum fyrir það að reyna að afstýra fjöldamorðunum á Torgi hins himneska friðar. Reyna að má út minn- ingu Zhao Ziyangs Zhao Ziyang ARABÍSKAR og ítalskar sjónvarps- stöðvar sýndu í fyrradag myndband með þremur ítölskum gíslum, sem teknir voru í Írak 12. apríl. Voru mennirnir þreytulegir, en virtust ómeiddir. Myndbandinu fylgdu skilaboð frá mannræningjunum þar sem þeir hvöttu Ítali til að fara út á götur og mótmæla stefnu George W. Bush Bandaríkjaforseta og ítalskra stjórnvalda í Írak. Greinilegt var að ákveðið hafði verið að birta mynd- bandið rétt fyrir opinbera heimsókn Bush til Ítalíu, sem hefst í dag. Á myndbandinu sáust gíslarnir sitja í stólum og borða. Einn þeirra sagði á myndbandinu að það væri tekið 31. maí, og að þeir hefðu sætt góðu atlæti. Fjórði ítalski gíslinn, sem tekinn var 12. apríl, var tekinn af lífi skömmu síðar, og sendu mann- ræningjarnir frá sér myndband af aftökunni. Silvio Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu, hefur stært sig af því að vera helsti bandamaður Bush for- seta á meginlandi Evrópu. Ítalir sendu 3.000 manna herlið til Íraks eftir að Saddam Hussein var steypt af stóli. Vinstrisinnaðir stjórn- málamenn, samtök friðarsinna og andstæðingar alþjóðavæðingar hafa skipulagt mótmæli víða vegna komu Bush. Ræningjar etja Ítölum gegn Bush Reuters Á myndbandi mannræningjanna virðast gíslarnir þreyttir en ómeiddir. Ítalskir gíslar á lífi Róm. AP. AFP. ÖNGÞVEITI skapaðist á breskum flugvöllum í gær í kjölfar bilunar í tölvu aðalflugumferðarstjórnarinnar í landinu. Urðu miklar tafir á flugi í allan gærdag vegna þessa, m.a. til og frá Heathrow-flugvelli. Bilunin varð í tölvu sem verið var að ræsa í flugumferðarstjórninni í West Drayton, norður af Heathrow, um klukkan sex í gærmorgun að staðartíma. Allri flugumferð yfir suðausturhluta Englands og til og frá öllum fjórum alþjóðaflugvöllun- um við London, auk smærri valla í borginni, er stýrt frá West Drayton. „Þetta var gamla tölvan í West Drayton, sem á að uppfæra síðar á árinu,“ sagði Alistair Darling, sam- gönguráðherra Bretlands, í viðtali við BBC. Búið var að koma tölvunni í lag um einni klukkustund eftir að hún bilaði, en farþegar sem fóru um Heathrow voru sagðir mega búast við töfum fram eftir degi. Sam- kvæmt upplýsingum Icelandair hafði bilunin engin áhrif á flug félagsins. Öngþveiti á breskum flugvöllum London. AFP. VINNUHÓPUR á vegum norska ol- íumálaráðuneytisins lagði í vikunni til að Norðmenn reyndu að taka foryst- una í notkun vetnis sem orkubera, að sögn vefsíðu tímaritsins Ingeniøren. Er bent á að hægt sé að vinna vetni með umhverfisvænum hætti úr nátt- úrugasi en Norðmenn ráða yfir mikl- um gaslindum innan lögsögu sinnar. Lagt er til að varið verði 900 millj- ónum norskra króna, um 10 milljörð- um ísl. kr., í að rannsaka ýmsa þætti varðandi notkun vetnis á næstu 10 ár- um. Ráðherra olíu- og orkumála, Ein- ar Steensnæs, fékk skýrslu hópsins í hendur á þriðjudag og hyggst fara vel yfir hana. „Ég tel að vetni geti orðið einn af mikilvægustu orkuberum framtíðar- innar þegar haft er í huga umhverf- isvænt orkukerfi til langs tíma,“ sagði ráðherrann þegar skýrslan var kynnt. Norðmenn íhuga vetn- isvinnslu ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.