Morgunblaðið - 04.06.2004, Page 23

Morgunblaðið - 04.06.2004, Page 23
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2004 23 Dagskrá í Sandgerði | Dagskrá sjómannadagsins í Sandgerði hefst með sjómannamessu í Hvals- neskirkju klukkan 11 á sunnudag. Skrúðganga fer af stað frá Björg- unarstöðinni klukkan 13.30 og klukkan 14 hefjast hátíðarhöldin við Vitatorg. Þar verður dagskrá í til- efni dagsins með heiðrunum, ræðu- höldum og skemmtiatriðum. Ým- islegt annað verður um að vera í Sandgerði um helgina, í tilefni dags- ins. Hátíðahöldunum lýkur með grillveislu á Vitatorgi þar sem bæj- arfulltrúar glóða mat fyrir gesti. Grindavík | Viðamikil dagskrá er alla sjómannadagshelgina í Grinda- vík. Þar er að vanda haldin sjó- manna- og fjölskylduhátíðin Sjóar- inn síkáti. Setningarhátíðin er í íþróttahús- inu í kvöld, klukkan 19 til 22. Þar verða tónleikar dönsku stúlkna- hljómsveitarinnar Favelachic og hnefaleikakeppni. Síðan verður skrallball fram á nótt. Á morgun, laugardag, verða leik- ir, tónlist og skemmtiatriði allan daginn og sjómannaball í Festi um kvöldið. Dagskráin heldur áfram á sunnu- dag, sjálfan sjómannadaginn. Sjó- mannamessa verður í Grindavík- urkirkju klukkan 13 og síðan gengið að minnisvarða um drukknaða og týnda. Hátíðahöld hefjast við höfn- ina klukkan 14 og síðan verður sjó- mannadagskaffi í Festi. Um kvöldið verða tónleikar í Grindavíkurkirkju. Á föstudag og laugardag verða al- menningsvagnar í förum milli Grindavíkur og Reykjanesbæjar. Fjölbreytt dagskrá á Sjóaranum síkáta Reykjanesbær | Haldin verður kaffihátíð í Reykjanesbæ dagana 11. til 13. júní næstkomandi. Sýn- ingin verður opnuð á afmæli Reykjanesbæjar, föstudaginn 11. júní. Menningar-, íþrótta- og tóm- stundasvið Reykjanesbæjar stendur að kaffihátíðinni og hefur verið unnið að undirbúningi í samstarfi við miðbæjarsamtökin Betri bæ, Kaffitár og fleiri aðila. Kaffitár er með kaffiframleiðslu í Njarðvík og öllum sem flytja inn eða selja kaffi hefur verið boðið að taka þátt. Markmið hátíðarinnar er að vekja athygli á kaffimenningunni en kaffi er önnur helsta neysluvaran í heim- inum – næst á eftir olíu. Ýmis tilboð á kaffi og kaffivörum verða á veitingastöðum og í versl- unum bæjarins og boðið upp á kaffidrykki og rétti. Einhvers stað- ar verður spáð í bolla. Byggðasafn Reykjanesbæjar opnar 25 ára afmælissýningu í nýj- um sýningarsal sínum, Gryfjunni, í Duushúsum á laugardag. Í tilefni kaffihátíðarinnar verður þar sér- stakt kaffihorn með ýmsum munum sem tengjast kaffidrykkju. Spáð í bolla á kaffihátíð Garður | Við afgreiðslu reikninga sveitarfélagsins Garðs fyrir árið 2003 vakti fulltrúi H-listans athygli á því að mikill halli væri á rekstri sveitarfélagsins. Meirihlutinn sagði að uppbyggingin kostnaði verulega fjármuni en hún muni skila sér síð- ar. Reikningar ársins 2003 voru sam- þykktir samhljóða á fundi bæjar- stjórnar í vikunni. Fulltrúi F-listans segir í bókun að hallinn á rekstri ársins sé um 48 milljónir kr. og hafi aukist. Það tákni að ekki sé til króna til annarra verka og afborg- ana, allt verði að taka að láni. Um- hugsunarefni sé að útgjöld hafi auk- ist mun meira en tekjur. Verið sé að ganga á eigur sveitarfélagsins í stórum stíl og flytja bagga á kom- andi kynslóð. „Virðist nú vera full þörf á því að skoða rekstur Garðsins og hvernig ná má jafnvægi í gjöld- um og tekjum,“ segir í bókuninni. Fulltrúar F-listans, sem eru í meirihluta, vöktu athygli á því að mikil uppbygging hefði átt sér stað í Garðinum. „Íbúum hefur fjölgað jafnt og þétt og við höfum þá trú að fjárfestingin muni skila sér síðar.“ Fram kemur að auknar kröfur hafi verið gerðar um þjónustu sveit- arfélaga en ríkisvaldið stuðlað að því að tekjur þeirra hafi minnkað. Nauðsynlegt sé að skapa sveitar- félögunum tekjustofna til að þau geti staðið við skuldbindingar sínar. Halli á rekstri sveit- arfélagsins Sandgerði | Opnuð hefur verið í Fræðasetrinu í Sandgerði sýning á verkum eftir Erlu Reynisdóttur Van Dyck. Á sýningunni eru ofin veggteppi, hraðskissur og málverk. Erla er fædd í Reykjavík 1950. Hún stundaði nám við Myndlistar- og handíðaskóla Íslands og síðan við Emerson-háskólann í Englandi, var við Eurythmy Peredur-lista- miðstöðina og hjá Jeremy Gale. Hún hefur sýnt á fjölda sýninga hér á landi og í Bretlandi. Hún hefur kennt veflist við skóla hér á landi, í Bretlandi og Ástralíu og starfar nú í Bretlandi. Verkin verða uppi út ágústmán- uð. Fræðasetrið er opið alla virka daga frá klukkan 9 til 17 og frá kl. 13 til 17 um helgar. Sýning: Erla Reynisdóttir Van Dyck við veggteppið Rósamundu. Sýnir verk sín í Fræðasetrinu Njarðvík | „Ég sá mikla möguleika í þessu húsnæði og auk þess fannst mér leiðinlegt að sjá það í niður- níðslu,“ sagði Ævar Ingólfsson, sem rekur Toyotaumboðið í Reykja- nesbæ, í samtali við Morgunblaðið, en hann vinnur nú að endurbótum á „gamla Toppnum“ við Njarðarbraut. Íbúar í Reykjanesbæ og vegfar- endur um Reykjanesbraut hafa veitt endurbótunum á sexhyrnda glerhús- inu við Fitjar athygli og mikið hefur verið rætt um hvað það eigi að hýsa í framtíðinni. Blaðamaður Morg- unblaðsins tók hús á Ævar Ingólfs- syni í Toyotasalnum í vikunni, en hann festi kaup á húsinu fyrir nokkru og hóf að umbylta því. Ævar sagði að í fyrstu hefði staðið til að austurrísk verslanakeðja fengi inni í húsinu en þegar fyrirtækið ákvað að fresta opnun á Íslandi um nokkurt skeið hefði hann ákveðið að leigja það eða selja. „Þannig var að eiginkona mín, Helga Steinþórs- dóttir, hafði augastað á austurrískri verslunarkeðju, sem hún vildi fá um- boð fyrir hér á landi. Hún hafði verið í sambandi við fyrirtækið og það tek- ið jákvætt í málið, en síðan varð raunin sú að þeir vildu fresta þessu um tvö ár. Við vorum þá búin að kaupa húsið og byrjuð að láta hanna endurbætur, enda sáum við mikla möguleika í því. Þetta er alveg frá- bært verslunarhúsnæði upp á tæpa þúsund fermetra og nú er bara spurning hvort einhver önnur versl- anakeðja eða fyrirtæki hafi áhuga á húsnæðinu.“ Fleiri vildu á Fitjar Svili Ævars, arkitektinn Gusta Novak, hannaði breytingarnar, sem meðal annars fela í sér að allt gler hefur verið tekið úr grind hússins, þakið klætt og útveggir hækkaðir. Og það eru einmitt útveggirnir sem gefa húsinu skemmtilega möguleika. „Útveggirnir verða glerjaðir þannig að hægt verður að horfa inn í húsið allt um kring. Ég sé fyrir mér að hægt verði að hafa útstillingar allan hringinn og fólki gefist kostur á að labba umhverfis húsið og skoða það sem er í boði.“ Ævar hefur alltaf haft mikla trú á þessu svæði fyrir verslun og þjón- ustu og nú þegar umhverfið allt í kring hefur tekið miklum stakka- skiptum er Ævar hinn ánægðasti. Segja má að hann hafi verið einn af frumherjunum í uppbyggingu svæð- isins. „Það höfðu nú ekki margir trú á því að bílasalan myndi ganga þeg- ar ég sótti um lóð undir Toyota- salinn hér á Fitjunum. Menn hér á Suðurnesjum hristu bara hausinn og héldu að ég væri orðinn galinn, en menn á höfuborgarsvæðinu, meðal annars Toyotaumboðið, lýstu yfir ánægju með staðsetninguna. Mér sýnist svo að ekki líði á löngu þar til við hér verðum bara orðin mið- svæðis, miðað við þá íbúabyggð sem er og mun rísa bæði við Grænás og í Innri-Njarðvík.“ Þegar Toyotasalurinn var opn- aður í janúarbyrjun 1998 var aðeins tvö fyrirtæki fyrir við Fitjar, Frum- herji og Hagkaup. Nú eru fyr- irtækin á annan tug og gæti enn átt eftir að fjölga. „Þetta hefur gengið vel hér frá fyrsta degi og viðtökur verið góðar. Enda var það svo að þegar hinar bílasölurnar í bænum sáu sölutölur frá okkur eftir flutning þá fóru þær að huga að húsnæði hér,“ sagði Ævar Ingólfsson að lok- um. Toppurinn tekur stakkaskiptum í höndum nýrra eigenda Sá möguleika í húsnæðinu Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Toppurinn: Ævar Ingólfsson vinnur nú að endurbótum á sexhyrnda glerhýsinu við Njarðarbraut og sér fyrir sér að í framtíðinni muni það hýsa verslun, eina eða fleiri. Hægt verður að hafa útstillingar allan hringinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.