Morgunblaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 24
AUSTURLAND 24 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Egilsstaðir | Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra hélt, ásamt nefnd um stofnun þjóðgarðs eða verndar- svæðis norðan Vatnajökuls, fund á Egilsstöðum í fyrrakvöld. Var markmið fundarins að fá viðbrögð frá heimamönnum við kynningar- skýrslu sem gefin var út í síðasta mánuði. Nefndin hefur lagt til að unnið verði að stofnun þjóðgarðsins á ár- unum 2004 til 2012 og að um hann verði sett sérstök lög. Tryggja á aðild heimamanna að stjórnun og rekstri garðsins og halda núverandi landnýtingu innan þjóðgarðsmarka. Sjö sveitarfélög hafa hagsmuna að gæta ásamt fjölda landeigenda. Þá á að skilgreina mismunandi svæði innan markanna í samræmi við flokkunarkerfi IUCN. Eignarhald óljóst á jöklinum norðanverðum „Eignarhaldið á jöklinum sjálfum er óljóst“ sagði umhverfisráðherra á fundinum. „Óbyggðanefnd hefur úrskurðað um eignarhald á jökl- inum í sveitarfélaginu Hornafirði. Þar voru átta landeigendur sem gerðu kröfu í ísinn og vildu meina að þeir ættu hluta af jöklinum sjálf- um. Niðurstaða óbyggðanefndar var að jökullinn sjálfur sé þjóð- lenda.“ Samkvæmt þjóðlendulögunum höfðu landeigendur málskotsrétt þangað til í gær. Siv sagði að gerðu þeir kröfur um eignarhald á jökl- inum myndi það tefja þjóðgarðs- ferlið og væru eignarhaldsmál það sem tefði mest fyrir. „Leysist þetta hins vegar farsællega mun verða tilhneiging hjá mér og okkur að opna fyrsta áfanga Vatnajök- ulsþjóðgarðs jafnvel í sumar, því þá er eignarhald klárt á meirihluta sunnanverðs jökulsins,“ sagði Siv jafnframt. „Eignarhald er þó alger- lega óljóst að norðanverðu og menn vita ekki hvernig það mun þróast. „Ég veit ekki alveg hvað sá ágæti ráðherra boðar með þessum orðum,“ sagði Sigvaldi Ragnarsson, varaoddviti Norður-Héraðs, um þá staðhæfingu Sivjar að eignarhald á norðanverðum jöklinum væri óljóst. „Ég veit ekki til að ágreiningur sé um eignarhald á þessu landi og vísa því á bug.“ Kom fram að sýslumörk hefðu alltaf skipt jörðum og heima- menn ættu því jökulhettuna sam- kvæmt því. „Það verður að vera skýrt hvað eru eignarlönd og hvað þjóðlenda. Úr því verður að skera þó erfitt sé,“ svaraði Siv. „Ég er ekki að boða eitthvað nýtt í því. Óbyggða- nefnd starfar samkvæmt lögum og hún mun fara yfir þetta svæði eins og önnur.“ Sagði Siv m.a. að í landamerkjabréfum eða gögnum sem menn ættu væri jafnvel talað um að lönd næðu svo langt til suð- urs sem grös greru og átti hún þar við Reykjahlíð í Mývatnssveit. „Hvað þýðir þetta?“ spurði Siv. „Er þetta t.d. beitarréttur? Allskyns svona hlutum þarf að taka á. Ég hef skilið það þannig að hér séu ákveðin svæði sem ekki er full sam- staða um að séu eignarlönd, hvorki einkaaðila né ríkisins.“ Minnst var m.a. á jörðina Brú á Jökuldal í þessu samhengi, en sú jörð mun vera næststærsta bújörð á landinu og litlu minni en Fær- eyjar allar. Stefán Halldórsson, landeigandi og fyrrum bóndi á Brú, sagði af þessu tilefni í samtali við Morgunblaðið að í sínum bréfum væri nákvæmlega tiltekið allt land jökulsáa á milli og væri það við- urkennt af sýslumanni, umhverf- isráðherrum gegnum tíðina og fleir- um. „Aðilum sem alltaf hafa sótt um til okkar landeigenda þegar þeir hafa viljað friðlýsa eitthvað til dæmis. Þess má geta að ég er með þinglýstan leigusamning við Ferða- félagið um lóð undir aðstöðuna í Kverkfjöllum og við annan aðila í Grágæsadal og það hefur enginn vefengt þann eignarrétt. Hvað Klofajökul varðar var deilt á sínum tíma um hvort Kverkfjallaskáli væri innan marka, en Þingeyingar féllust á að hann væri okkar megin af því að landamerkin eru á milli jökulsáa. Þetta hnígur því allt í sömu áttina. Vefengi óbyggðanefnd mín landa- mörk fer ég í mál eins og menn gera í slíkum aðstæðum. Mér þykir einkennilegt að þessi umræða skuli vera í gangi og með ólíkindum að það skuli vera ríkisstjórn sjálf- stæðis- og framsóknarmanna sem stendur fyrir því að reyna að gera upptækar eignir manna.“ Of dýrt að gera ráð fyrir vegagerð innan þjóðgarðs Óánægju gætti á fundinum með að ekki væru markaðar skýrari til- lögur að greiðfærum vegum innan þjóðgarðs og að honum en raun bæri vitni. Magnús Jóhannesson ráðuneyt- isstjóri umhverfisráðuneytis svaraði því m.a. til að það hefði verið póli- tísk ákvörðun. „Við skoðuðum ýms- an kostnað í þessu sambandi, t.d. að leggja malbik á leiðina frá Kára- hnjúkum og yfir á Dyngjufjallaveg, sömuleiðis veg inn í Kverkfjöll og leggja heilsársveg inn á Brúarjökul af Kárahnjúkavegi. Við töldum ekki að þetta væri ein af grunn- forsendum fyrir því að fara út í þá fjárfestingu sem þjóðgarðurinn er vissulega. Nefndin óttaðist að væri vegagerð sett þarna inn myndu menn afgreiða tillögurnar um þjóð- garð í heild sinni út af borðinu vegna kostnaðar. Það er því af póli- tískum ástæðum sem þetta er ekki sett inn. Við segjum hins vegar að ef af þjóðgarðinum verður og við sjáum ferðamannastraum aukast, muni klárlega verða lagðir þarna vegir. Í dag erum við að slást um vegagerð alls staðar í landinu og viljum ekki að á þessu stigi fari menn að slást um þetta við einhverja þjóð- vegagerð eða hringveginn, það væri að dómi nefndarinnar pólitísk skissa.“ Eignarhald á Vatnajökli norðanverðum óljóst segir umhverfisráðherra en heimamenn vísa því á bug Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir „Eignarhaldið á jöklinum er óljóst,“ sagði Siv Friðleifsdóttir á fundi um stofnun þjóðgarðs eða verndarsvæðis norð- an Vatnajökuls. Ekki er gert ráð fyrir uppbyggðum vegum innan þjóðgarðs að svo stöddu segir ráðuneytisstjórinn. Tekist á um jarða- mörk að Vatnajökli LANDIÐ Ólafsfjörður | Nemendur í 1. bekk Barnaskóla Ólafsfjarðar skruppu á dögunum í heimsókn að bænum Hlíð í Ólafsfirði, þar sem húsráð- endur, Svanfríður Halldórsdóttir og Gunnar L. Jóhannsson, eru með fiskeldi og reykja silung sem þau selja í neytendaumbúðum. Börn- unum þótti óskaplega gaman að sjá lömbin á túninu og alla silungana, allt frá smáseiðum upp í slátur- stærð, í kerunum. Á myndinni má sjá tvö barnanna og gæti annað þeirra verið að segja: Nei, sjáðu, þarna er fiskur! Í heimsókn í sveitinni Morgunblaðið/Helgi Jónsson Fljót | Í vor var sáð korni í um 270 hektara lands í Skagafirði sem er svipað og sáð hefur verið í und- anfarin ár. Að þessu sinni setti þó leiðinleg veðrátta strik í reikning- inn hjá nokkrum bændum og hættu a.m.k. tveir bændur í Fljótum við sem ætluðu að byrja kornbúskap í vor. Að sögn Eiríks Loftssonar ráðu- nautar hjá Leiðbeiningamiðstöð- inni á Sauðárkróki náðist að vinna og sá í meirihluta landsins fyrir 1. maí. Þá gekk í norðan hríðarveður sem stóð í sex daga þannig að ekki var hægt að vinna neitt að ráði í jarðvinnu í tíu daga og hjá nokkr- um frestaðist sáning fram undir 20. maí vegna þess hvað landið var blautt og erfitt yfirferðar. Þótt þetta sé nokkuð seint sáð eru að sögn Eiríks þokkalegar lík- ur á að fá bærilega uppskeru. Það ræðst af tíðarfarinu í sumar en þó er alveg ljóst að nú skortir ekki raka í jörðina meðan fræið er að spíra sem er mikið atriði varðandi væntanlega uppskeru. Af einstökum sveitum í héraðinu er langmest land undir í Akra- hreppi enda hentar Blönduhlíðin landfræðilega afar vel til korn- ræktar. Þeir sem eru stærstir í kornræktinni vinna landið sjálfir og hjálpast þá nágrannar gjarnan að. Í nokkur ár hefur Bessi Vé- steinsson bóndi í Hofsstaðaseli, sem rekur vélaútgerð, unnið tals- vert fyrir bændur sem eru í korn- rækt, séð um að plægja, tæta flagið og sá fræinu. Þetta á einkum við þar sem minna er umleikis og mönnum þykir ekki borga sig að fjárfesta í tækjum. Bessi sagði í samtali að kornræktin væri búin að festa sig í sessi í Skagafirði. Helsta vandamál þeirra sem stunda korn- rækt væri að það vantaði aðstöðu til úrvinnslu á korninu í héraðinu. Menn væru komnir með talsverða reynslu og þekkingu á þessu sviði og allan nauðsynlegan tækjabúnað. Ef aðstaða til mölunar og blönd- unar væri fyrir hendi sagðist hann telja að mikil aukning yrði í þessari ræktun enda hefði sýnt sig að hér- aðið hentaði ágætlega til korn- ræktar. Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Grétar Vésteinsson var að sá kornfræi í Fljótum á dögunum. Það veitti ekki af 140 hestafla dráttarvél við verkið því landið var á köflum forblautt að sögn Grétars. Kornræktin er búin að festa sig í sessi Borgarnes | Ákveðið var að fara í vikulestrarátak í vor í 4. bekk í Grunnskólanum í Borgarnesi og fannst börnunum það mjög skemmtilegt, að þeirra sögn. Til- gangurinn var að efla lesskilning og lestrarfærni og vekja áhuga barnanna á bókmenntum. Vegna þess hve áhugasöm börnin voru var ákveðið að leggja saman fjölda les- inna blaðsíðna fram að skólalokum. Þær reyndust vera 15.200 samtals. Allir nemendur lögðust á eitt með því að lesa bæði heima og í skól- anum og var allt skráð. Nemend- urnir í bekknum eru 14 talsins. Lásu 15.200 blaðsíður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.