Morgunblaðið - 04.06.2004, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 04.06.2004, Qupperneq 26
LISTIR 26 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ                                      !"           !  "  ! #$   % &       '(     ) !      ' ' * '  '    '! ' %'! ( "   +'   ,  *     +'  - .    ( /+ 0  ,      !  /+ 0 '      # *1(   2'*)        ( /+ 0  0  ! /*!  3"* (   4     '    (   5      * '*)       GRUNNHUGMYNDIN að baki vinnu Subfrau-hópsins, og þar með að baki þessarar sýningar, er næsta al- vörugefin rannsókn á kynhlutverkum og -ímyndum, og sérstaklega hvernig þessir hlutir endurspeglast í líkams- máli og rýmisupplifun. Hljómar gríð- arlega hátíðlega og ekki kannski upp- skrift að sérlega skemmtilegu leikhúskvöldi, en sem betur fer taka þær Undirmálskonur sig ekki sérlega hátíðlega þegar á hólminn er komið. Eins og fram hefur komið í kynn- ingu á sýningunni á hópurinn rætur sínar í námskeiði í Dragspili fyrir konur, þar sem ungar leikkonur frá Norðurlöndunum rannsökuðu atferli, líkamsmál og framkomu karlmanna og sköpuðu í framhaldinu karakter sem þær síðan íklæddust. Það var satt að segja nokkur opinberun að sjá þær birtast í hlutverkum sínum á Nýja sviðinu, átta sig á hversu ná- kvæm og vægðarlaus þessi rannsókn hefur verið, og hve skýrri mynd hún hefur skilað. Og vitaskuld dregur sú staðreynd að hér eru leikkonur að taka á sig þessi gervi athyglina að allskyns smáatriðum í því hvernig karlmenn bera sig, standa, sitja, hreyfa sig, tala og hlusta, sem maður hefur aldrei veitt athygli áður. Og eins og einatt þegar eitthvað er alger- lega satt verður það hryllilega hlægi- legt. Fyrsta hluta sýningarinnar, meðan áhorfendur eru að kynnast (og venjast) strákunum gekk á með hlát- ursrokum við nánast hvaðeina sem þeir sögðu eða gerðu. Form sýningarinnar er öðrum þræði sótt í dragspil og nektarsýn- ingar, er rammað inn með dansatrið- um en er að öðru leyti byggt upp á eintölum eða öllu heldur uppistands- sketsum þar sem hver leikkona lætur ljós sitt skína, og sýnir okkur sinn karakter. Þessir sketsar voru nokkuð misgóðir, og báru þess nokkur merki að vera spunaafrakstur. Nokkrir duttu niður á frekar þreytandi hellis- búaplan í lýsingu sinni á hinum dæmi- gerða karlmanni, áhyggjum af typpa- stærð og vandræðum með að samræma bleiuskipti og boltagláp. Aðrir voru hnyttnir, en eftirminnileg- astur er sá óræðasti, sá sem minnst var upptekinn af boðskap eða meðvit- aðri greiningu á karlmennsku. Þegar persóna Ida Løken, „Råttan“ tók til við að kenna okkur að gera ávaxta- salat eins og mamma hans hafði kennt honum, sveiflandi fiðrildahnífn- um og leggja okkur lífsreglurnar um hreinlæti og val á hráefni með Ramm- stein-sálminn Mutter í bakgrunni tókst sýningin á loft, varð frumleg að innihaldi til viðbótar við óvenjulega forsenduna. En þó innihaldið væri á köflum rýrt var unun að fylgjast með persónun- um, trúa á þær en vera jafnframt sí- fellt að meta og dást að tækninni og alúðinni sem lögð var í að skapa þær. Þetta jafnvægi hélst út alla sýninguna og er til marks um hversu vel er að verki staðið. Það eina sem mætti finna að er að ef til vill eru karakter- arnir of líkir, af of svipuðum þjóð- félagsstiga, allir með of háan innri status miðað við þann ytri (sem er kannski full-einföld leið til að sýna karldýrið). Allir með þykka yfir- breiðslu á innra óörygginu. Í frekari vinnu væri gaman að þróa þá meira í sundur, leggja áherslu á það sem ger- ir þá ólíka frekar en sem hóp. Einnig væri gaman að sjá meira samspil tveggja og þriggja, þar sem munur- inn á stöðu kristallast. Í raun er ekki ástæða til að skrifa langt mál um frammistöðu hverrar og einnar, svo mjög sem þær hafa jafn- sterk tök á viðfangsefninu. Nokkuð mæddi vissulega á Maríu Pálsdóttur sem kynnti þær til sögunnar sem gestgjafinn, og gerði það vel. Karlinn hennar Maríu, Siggi var skemmtileg- ur og vafalaust hefur einhverntíman sést til hans á sveitaballi klukkan korter í þrjú. Sérstaka athygli mína vakti svo Marcel, sköpunarverk Kristinu Alstam, sem býr að glæsi- legri djúpri söngrödd sem hún lét sig ekki muna um að beita við flutning á Sixteen Tons án þess að blikna. Lokaatriðið var sterkt, þegar leik- konurnar svifta sig karlgervinu og standa hreyfingarlausar og þöglar drykklanga stund með nafn sýning- arinnar letrað á nakta líkamana. Og blálokin, þegar hinn ólétti gestaleik- ari Kristjana Skúladóttir svífur inn, krýpur niður, lyftir kjólnum sínum og sýnir okkur áletrunina: „It’s a boy.“ Skemmtilega órætt, ljóðrænt, mót- sagnakennt og snjallt. Þessi lok og landnám leikkvennanna í karlaheim- inum eru best heppnuðu hlutar sýn- ingarinnar og leiða hana til sætis sem ein eftirminnilegasta leikhúsupplifun vetrarins. Frekari vinna með þessa hugmynd óskast, og fleiri heimsóknir frá þeim Undirmálsfrúm. LEIKLIST Subfrau Leikendur: María Pálsdóttir, Kristina Alstam, Ida Løken, Lotten Roos, Sonja Ahlfors, Sofia Törnqvist og Kristjana Skúladóttir. Borgarleikhúsinu laugardag- inn 29. maí 2004. THIS IS NOT MY BODY „Ein eftirminnilegasta leikhús- upplifun vetrarins,“ segir Þorgeir Tryggvason um Subfrau. Þorgeir Tryggvason Dragspil á röngunni Morgunblaðið/ÞÖK SÍM-húsið kl. 18 Guðbjörg Há- konardóttir og Guðný Hafsteins- dóttir opna sýningu. Á sýningunni eru málverk eftir Guð- björgu og nytjahlutir úr postulíni og fleiri efnum eftir Guðnýju. Sýningin stendur til 25. júní og er opin virka daga kl. 9–16. Leikhús listamanna í Klink og Bank, Brautarholti kl. 21 Leikhús listamanna byggist á því að myndlistar- og tónlistarmenn setja verk sín á svið í formi leikhúss. Hver listamaður leikstýrir 15 mín- útna leikþætti. Listamenn í Leikhúsi listamanna eru einnig leikarar í verkum hinna og er það skilyrði fyr- ir uppsetningu. „Þarna er leikhús í sínu einfaldasta og pönkaðasta formi,“ segir í kynningu. Dagskrá Leikhúss listamanna nær yfir þrjú kvöld. Fyrsta sýningin er í kvöld en þá setja á svið verk Ingi- björg Magnadóttir, Gísli Galdur og Ásdís Sif Gunnarsdóttir. Annað kvöldið er 11. júní kl. 21 og þriðja kvöldið 18. júní kl. 21. Leikverk og Sjónverk fara öll fram í Klink og Bank en ferðast út um allt hús. Mæting og kynning fer fram í Berlín sem er salur á jarðhæð Klink og Bank, gengið inn bakatil. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is PÁLL Hersteinsson, ritstjóri bók- arinnar Íslensk spendýr, og Jón Baldur Hlíðberg, er myndskreytti bókina, afhentu forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrsta ein- tak bókarinnar við hátíðlega athöfn í Húsdýragarðinum í gær. Í Íslensk- um spendýrum er gerð grein fyrir lifnaðarháttum og sögu hátt í sextíu spendýrategunda á Íslandi, en stór hópur vísindamanna kom að skrif- unum. Bókina prýða um þrjú hundr- uð vatnslitamyndir, en að auki má finna fjölda skýringarmynda og korta sem hjálpa lesendum að átta sig á útbreiðslu og lifnaðarháttum dýranna. Í máli Drafnar Þórisdóttur, út- gáfustjóra Vöku-Helgafells, kom fram að unnið hefur verið að bók- inni Íslensk spendýr síðustu þrjú ár. Þetta er þriðja bókin í alfræðiritröð Vöku-Helgafells, en áður hafa kom- ið út bækur um íslenska fugla og ís- lenskar eldstöðvar. Hún þakkaði Páli, sem ritstýrði bókinni ásamt því að skrifa bróðurpart bókarinnar, og Jóni, er sá um myndskreytingarnar, gott samstarf. „Þessir tveir menn, fræðimaðurinn og listamaðurinn, eru báðir sérfróðir um íslenska náttúru og það skilar sér í vönduðu og góðu riti,“ sagði Dröfn. Páll Hersteinsson lýsti þeim skrýtnu tilfinningum sem bærðust innra með honum nú þegar hann loksins héldi á eintaki af bókinni. Hann rifjaði upp hve flókið og sér- kennilegt ferli það væri að standa í bókaútgáfu, þar sem álagið ykist stöðugt fram að prentun og næði í raun hámarki þegar bókin ætti að vera farin í prentsmiðjuna. „Þegar bókin svo loks er farin í prentun er ekki laust við að það myndist ákveð- ið tómarúm þar sem maður er ekki viss hvort maður er bara feginn eða fullur eftirsjár yfir því verkinu skuli vera lokið.“ Páll þakkaði Jóni og þeim tólf höfundum, sem unnu að bókinni, gott samstarf. Hann sagði framlag höfundanna mismikið en allt jafnmikilvægt. Einnig þakkaði hann samstarfið við Vöku-Helgafell og tók fram að þegar væri farið að ræða næsta verkefni. Ólafur Ragnar Grímsson óskaði höfundunum til hamingju með þetta merka framtak og sagði að þeir gætu verið stoltir af vinnu sinni. „Reyndar er ástæða til að óska þjóð- inni til hamingju með þetta merki- lega framlag til menningar og fræða. Þessi bók er sannkallaður kjörgripur sem þjóðin hefur fengið í hendur,“ sagði Ólafur og tók fram að það væri sér sérstakur heiður að geta flutt þetta fyrsta eintak bók- arinnar í hina gömlu þjóð- arbókhlöðu að Bessastöðum þar sem það yrði fólki til ánægju og fróðleiks. Í ávarpi sínu þakkaði Ólafur for- svarsmönnum Vöku-Helgafells fyrir metnað og dugnað í fræði- bókaútgáfu. Hann rifjaði upp að margir erlendir gestir hans á Bessa- stöðum furðuðu sig oft á því að einkaforlög í litlu landi gætu staðið undir útgáfu merkra fræðirita á borð við þetta og undruðust að það væri virkilega markaður fyrir þau. „Það segir okkur mikið um það hvernig þjóðin lítur sinn eigin heim, söguna og menntunina að hún skuli taka verkum á borð við þetta jafn opnum höndum og raun er.“ Að sögn aðstandenda útgáfunnar er mikill fengur að bókinni, enda meira en sjötíu ár síðan sambæri- legt rit var gefið út, en þá gaf Bóka- verslun Sigfúsar Eymundssonar út tímamótaverk Bjarna Sæmunds- sonar um spendýr í bókaflokknum um íslensk dýr. Þegar hún birtist höfðu litlar sem engar rannsóknir verið gerðar á spendýrum á Íslandi og það var ekki fyrr en í kring um 1980 að breyting varð þar á. Í bók- inni Íslensk spendýr er hvarvetna stuðst við nýjustu rannsóknir og birtar ýmsar niðurstöður sem ekki hafa komið fyrir almenningssjónir áður. Forseta Íslands afhent fyrsta eintak Íslenskra spendýra „Sannkallaður kjörgripur“ Morgunblaðið/Jim Smart Höfundar afhenda forseta Íslands fyrsta eintak bókarinnar. RÍKISÚTVARPIÐ hefur tilnefnt verk tveggja íslenskra tónskálda fyrir alþjóðlega Tónskáldaþingið (Rostrum) sem haldið verður í Par- ís dagana 7.–11. júní. Verkin eru Skíma, konsert fyrir tvo kontra- bassa og hljómsveit, eftir Hauk Tómasson, og hljómsveitarverkið Flow and Fusion eftir Þuríði Jóns- dóttur. Verk Hauks Tómassonar, Skíma (konsert fyrir tvo kontrabassa og hljómsveit), var samið á árunum 2001–2002 fyrir kontrabassaleikar- ana Hávarð Tryggvason og Val Pálsson. Verkið var frumflutt á tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands í janúar síðastliðnum. Verk Þuríðar Jónsdóttur, Flow and Fusion, er samið fyrir hljóm- sveit og rafhljóð. Það var upphaf- lega pantað af „Fondazione Zucch- elli á Ítalíu og var frumflutt í Bologna í febrúar 2002. Frumflutn- ingur verksins á Íslandi var á Myrkum músíkdögum á liðnum vetri. Tónskáldaþingið var fyrst haldið árið 1954. Þá tóku fjórar útvarps- stöðvar þátt í þinginu en í ár eru þátttökulöndin hátt í fjörutíu. Tón- skáldaþingið er vettvangur til kynningar á nýjum verkum, en auk þess nokkurs konar keppni, þar sem þátttakendur velja áhugaverð- ustu verkin með sérstakri stigagjöf. Þingið er skipulagt af Alþjóða- tónlistarráðinu (International Music Council) með stuðningi UNESCO, vísinda-, menntunar- og menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þuríður Jónsdóttir Verk Hauks og Þuríðar tilnefnd Haukur Tómasson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.