Morgunblaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2004 27 GRADUALEKÓR Langholts- kirkju fer í tónleikaferð um helgina. Fyrstu tónleikarnir verða í Dalabúð í Búðardal í kvöld kl. 21. Á laugardeginum verða tónleikar í Hólmavíkurkirkju kl. 17. Á sjó- mannadaginn 6. júní syngur kórinn við messu í Ísafjarðarkirkju og heldur tónleika í kirkjunni kl. 17 sama dag. Á efnisskrá verða sýnishorn af verkefnaskrá vetrarins. Fluttir verða þættir úr Gloriu eftir Vivaldi og einnig úr páskaverkinu Håb eft- ir danska tónskáldið John Høybye. Auk þess verða á efnisskránni vor- og sumarlög, íslensk og erlend m.a. Johann Strauss. Einsöngvarar úr röðum kór- félaga verða María Vigdís Kjart- ansdóttir og Þóra Sif Friðriksdótt- ir en þær luku báðar grunnprófi nú í vor frá söngdeild Kórskóla Lang- holtskirkju en það samsvarar 3. stigi eftir gamla tónlistarskóla- kerfinu. Sl. sumar fór kórinn í tónleika- ferð til Finnlands, þar sem hann var gestur á Sympatti-kórahátíð- inni. Kórarnir héldu sameiginlega tónleika í upphafi og í lok ferðar- innar en fóru síðan hver fyrir sig í viku tónleikaferð um Finnland. Kórfélagar eru á aldrinum 12–18 ár. Stjórnandi kórsins hefur frá upphafi verið Jón Stefánsson. Gradualekórinn á faraldsfæti Eitt óbrigðult merki þessað sumarið sé gengið ígarð er þegar Brúðubíll-inn hefur starfsemi sína, en í dag frumsýnir Brúðubíllinn Bláref barnapíu í Árbæjarsafninu kl. 14. Allt var á fullu við undirbún- ing þegar blaðamaður kom við í Brúðubílnum, þar sem hann stóð á vesturbakka Tjarnarinnar, fyrir neðan leikskólann Tjarnarborg, fyrr í vikunni og náði tali af Helgu Steffensen, umsjónarmanni Brúðu- bílsins; Vigdísi Másdóttur, sem stjórnar brúðunum ásamt Helgu, og Birgi Ísleifi Gunnarssyni, bíl- stjóra og tæknimanni sýning- arinnar. „Ég er svo heppin að hafa sama fólkið með mér í Brúðubíln- um núna og í fyrrasumar, enda af- ar gott að vera með vant fólk með sér,“ segir Helga, en Vigdís stjórn- aði brúðunum með Helgu síðasta sumar og Birgir hefur keyrt Brúðubílinn síðustu fjögur sumur. Þau voru bæði sammála um að ekki væri hægt að hugsa sér skemmti- legri sumarvinnu, enda fátt ánægjulegra en að sýna krökkum brúðuleiksýningu. Líkt og síðustu sumur mun Brúðubíllinn sýna á gæsluvöllum Reykjavíkur og útivistarsvæðum í júní og júlí. Boðið verður upp á tvær sýningar í sumar, því í júní mun Brúðubíllinn sýna Bláref barnapíu en í júlí verða sagðar Sögur úr Brúðubílnum. Sýnt er tvisvar á dag, annars vegar kl. 10 og hins vegar kl. 14 og tekur hver sýning um 30 mínútur, enda mik- ilvægt, að sögn Helgu, að sníða sýningarnar að þörfum barnanna og hafa þær ekki of langar. Sem fyrr er tónlistin fyrirferðarmikil í sýningum Brúðubílsins og segist Helga velja lög sem sungin eru á leikskólunum þannig að krakkarnir eigi auðvelt með að taka undir. Í gegnum tíðina hefur oft verið ákveðið þema ríkjandi á hverju sumri og í ár má segja að þema Brúðubílsins séu refir og úlfar. „Þannig vill til að í fyrra bættist Blárefur í leikarahóp Brúðubílsins og varð hann svo vinsæll meðal áhorfenda að við sáum ástæðu til að hafa hann aftur með í sumar,“ segir Helga og það er engum of- sögum sagt að Blárefur sé vinsæll, því meðan þremenningarnir voru að æfa leikinn fylgdust krakkarnir á Tjarnarborg spennt með og gerðu sitt besta til að ná athygli Blárefs, ýmist með vinki eða hróp- um. Þegar æfingunni síðan lauk trítlaði Vigdís, í hlutverki Blárefs, yfir til þeirra til að heilsa upp á þau og vakti það mikla kátínu krakkanna. Blárefur er einmitt í aðal- hlutverki í Bláref barnapíu því í sýningunni situr hann uppi með þrjá litla frændur sína sem hann þarf að passa. Hann kemst að því hve mikið púl það er að vera barnapía og reynir allt hvað hann getur til að fá Lilla til að hjálpa sér við verkið. Yrðlingunum þremur finnst enda miklu skemmtilegra hjá Lilla þar sem hann er mun dug- legri að segja þeim sögur heldur en Blárefur frændi. Meðal gesta sem líta í heimsókn er Úlli úlfur, en hann segir yrðlingunum þremur hina réttu útgáfu af samskiptum sínum við grísina þrjá. Því að sögn Úlla má rekja ógæfu grísanna til þess að hann var einfaldlega með hræðilegt kvef þennan dag, auk þess sem erindi hans til grísanna var að hann vantaði bolla af sykri til að geta bakað afmælisköku handa ömmu sinni. Það verður síð- an hver að gera upp við sig hvorri sögunni hann trúir. Handrit, brúðugerð og leikstjórn er í höndum Helgu Steffensen. Um leikraddir sjá Sigrún Edda Björns- dóttir, Þórhallur Sigurðsson (Laddi), Pálmi Gestsson, Valur Freyr Einarsson, Helga Steffensen og Vigdís Másdóttir. Tónlistar- og upptökustjóri er Vilhjálmur Guð- jónsson og búningar í höndum Ingibjargar Jónsdóttur. Næstu sýningar verða mánudaginn 7. júní kl. 10 við Arnarbakka og kl. 14 við Brekkuhús, en allar nánari upplýs- ingar um sýningardaga og -staði má finna í Dagbók Morgunblaðsins og á vef ÍTR, en Brúðubíllinn starfar á vegum ÍTR. Sem fyrr mun Brúðubíllinn leggja land undir fót og fara í leikferð út á land í ágúst og september, en hægt er að panta Brúðubílinn hvert á land sem er. Þess má að lokum geta að sýn- ing Brúðubílsins í sumar er, að sögn Helgu, tileinkuð Jóni E. Guð- mundssyni, myndlistarmanni og brautryðjanda í brúðugerð, sem nýverið féll frá, en það var Jón sem stofnaði Brúðubílinn seint á átt- unda áratugnum og rak hann í nokkur ár áður en Helga tók við árið 1980. Brúðubíllinn frumsýnir í Árbæjarsafninu í dag Blárefur snýr aftur og gerist barnapía Morgunblaðið/Ásdís Helga Steffensen, Birgir Ísleifur Gunnarsson og Vigdís Másdóttir ásamt kunnuglegum persónum Brúðubílsins. silja@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.