Morgunblaðið - 04.06.2004, Page 33

Morgunblaðið - 04.06.2004, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2004 33 þess fallið að skapa réttmætan grundvöll fyrir beitingu synjunarvalds forseta, önnur mál hefðu valdið meira fjaðrafoki og deilum í samfélaginu og önnur mál hefðu varðað meiri grundvall- arhagsmuni. Ingvi Hrafn sagði að þótt sér hefði ekki hugnast frumvarpið sérstaklega sýndist sér það þó í megindráttum vera í samræmi við þá löggjöf sem gilda t.d. um fjölmiðla í Banda- ríkjunum. Út frá þessu og fleiri sjónarmiðum verði því að teljast sérkennilegt að forsetinn hafi valið einmitt þetta mál til þess að brjóta blað í íslenskri réttarsögu. Þetta vekti upp spurningar um það hvort í þessu fælist tilraun af hálfu forsetans að breyta í grundvallaratriðum hefðum sem myndast hefðu frá stofnun lýðveld- isins um forsetaembættið. Íslendingar hefðu til þess gert kröfu um að embættið væri ópólitískt og hafið yfir flokkadrætti og forsetar væru kjörnir á þessum forsendum og Ólafur Ragnar væri engin undantekning þar á. „Raunar leyfi ég mér að fullyrða,“ sagði Ingvi Hrafn, „að hann hefði aldrei náð kjöri fyrir átta árum síðan ef hann hefði farið fram undir gunnfánum ís- lenskrar vinstrihreyfingar. Þannig að sú spurn- ing vaknar auðvitað hvaðan forsetinn telji sig hafa umboð til þess að taka þessa fordæmalausu ákvörðun.“ Liggur engan veginn fyrir hvort forseti hafi synjunarvald Birgir Tjörvi fjallaði um synjunarvald forseta og rakti rök þeirra sem dregið hafa í efa að for- setinn hafi raunverulegt synjunarvald og sagði ljóst að hægt væri að færa góð og gild rök fyrir þeim túlkunum og því væri ekki rétt, eins og sumir hefðu gert, að telja þau rök mega sín lítils. Þarna ættu raunveruleg lögfræðileg álitamál í hlut. Birgir Tjörvi sagði það því engan veginn liggja ljóst fyrir að forsetinn hefði vald til að synja lögum staðfestingar. „Þó að þetta [synjunarvald forseta] sé mjög spennandi lögfræðilegt viðfangsefni held ég að það sé komið upp alvarlegt ástand og ég held að forsetinn hafi tvímælalaust tekið ranga ákvörð- un. Ekki vegna þess að það sé ótvírætt að hann hafi ekki þetta vald heldur fyrst og fremst vegna þess að það er fullkomin óvissa um það hvort hann hefur það,“ sagði Birgir Tjörvi. Í umræðum að loknum erindum var þeirri spurningu m.a. velt upp í framhaldi af efasemd- um um hvort forsetinn hefði synjunarvald hvað gera ætti í framhaldinu, þ.e. hvort ætti að láta reyna á það fyrir dómstólum eða hver ætti að svara því hvort forsetinn hefði synjunarvaldið eða ekki eða hvort fylgja ætti ákvörðun forset- ans eftir með þjóðaratkvæðagreiðslu. Birgir Tjörvi sagði erfitt að gera sér grein fyrir hvaða lagalegu afleiðingar málið hefði. Ekkert lægi heldur fyrir um hvernig þjóðaratkvæðagreiðsla, ef af yrði, ætti að fara fram. Voru fram- sögumenn sammála því að í raun lægi ekkert fyrir um þessi atriði að svo komnu máli. Hannes Hólmsteinn benti á að annar mögu- leiki væri sá að menn gætu á sama tíma verið þeirrar skoðunar að forseti hefði ekki persónu- lega þetta synjunarvald heldur ráðherra en engu að síður talið allt í lagi að efna til þjóð- aratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin, jafnvel þótt ekki væri um mjög stórt mál að ræða. Það gæti verið pólitískt rétt að gera það. „Þó að ekki hafi verið efnt til þjóðaratkvæða- greiðslu eftir stofnun lýðveldisins þá var t.d. þjóðaratkvæðagreiðsla um áfengismálið. [-] Það getur vel verið að þetta sé sambærilegt mál við áfengismálið í þeim skilningi að það sé ekki stór- mál en kannski rétt að láta bara þjóðina skera úr um það hvort hún vill að eitt fyrirtæki eigi alla fjölmiðlana eða hvort hún vill að það séu settar reglur um það að eitt fyrirtæki eigi ekki alla fjölmiðlana, efnt verði til þjóðaratkvæða- greiðslu um það og það er alveg hægt að gera það óháð því hvort menn telja að synjunarvaldið sé hjá forseta eða ekki,“ sagði Hannes. mbættisins á fundi SUS u stórt álsskot Morgunblaðið/Eggert F.v. Ingvi Hrafn Óskarsson, Helga Árnadóttir, Birgir Tjörvi Pétursson og Hannes H. Gissurarson. Þór Vilhjálmsson og Sigurð-ur Líndal, fyrrverandilagaprófessorar við Há-skóla Íslands, skiptust á skoðunum um synjunvarvald forseta Íslands á morgunverðarfundi Lög- mannafélags Íslands í gærmorgun. Þór telur að forsetinn hafi ekki per- sónulegan málskotsrétt en Sigurður er öndverðrar skoðunar; hann telur að forsetinn hafi málskotsrétt. Sigurður hóf fundinn og vísaði til 2. greinar stjórnarskrárinnar, 19. greinarinnar og 26. greinarinnar. Í annarri grein segir m.a.: „Al- þingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önn- ur stjórnarvöld samkvæmt stjórnar- skrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið.“ Í 19. grein stjórnarskrárinnar segir: „Undirskrift forseta lýðveld- isins undir löggjafarmál eða stjórn- arerindi veitir þeim gildi, er ráð- herra ritar undir þau með honum.“ Og í 26. greininni segir m.a. „Ef Al- þingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveld- isins til staðfestingar […]. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður laga- gildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í land- inu[…].“ Sigurður sagði að þessi ákvæði fælu það í sér að forsetinn tæki þátt í löggjafarvaldinu með því að stað- festa lagafrumvörp. Undirskrift hans veitti þeim lagagildi. Hann gæti þó synjað lagafrumvarpi staðfest- ingar. Þá bætti Sigurður því við að forsetinn gæti gefið út bráðabirgða- lög skv. 28. grein stjórnarskrárinn- ar. „Þetta er hlutdeild forseta Ís- lands í löggjafarvaldinu,“ sagði Sigurður. „Auðvitað er það annars eðlis en hlutdeild Alþingis,“ útskýrði hann. „En þannig var þetta ákveðið í stjórnarskrá lýðveldisins árið 1944.“ Sigurður sagði að löggjafarvaldið væri þannig tvískipt. Lagatexti alveg skýr Sigurður fjallaði einnig um 13. grein stjórnarskrárinnar en fyrri hluti hennar hljóðar svo: „Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.“ Sigurður spurði hvaða valds væri þarna verið að vísa til. Til að svara því vísaði hann á aðra grein stjórnarskrárinnar. Þar væri ein- ungis gert ráð fyrir því að Alþingi og forseti Íslands fari með löggjafar- vald. Vísaði hann einnig til athuga- semda ákvæðisins frá árinu 1944 og sagði að þar væri beinlínis tekið fram að forsetinn færi með það vald án atbeina ráðherra. „Texti annarr- ar greinar er alveg skýr sem og texti 26. greinarinnar.“ Sigurður sagði að ítarleg umræða hefði farið fram á Alþingi um stjórn- arskrána árið 1944. Í þeirri umræðu hefði hvergi annað komið fram en að forsetinn hefði þetta vald persónu- lega. Hann hélt áfram að vitna í at- hugasemdirnar. Þar segði m.a. að ekki hefði þótt fært að veita forseta algjört synjunarvald eins og kon- ungur hefði haft. Forsetanum væri því einungis fenginn réttur til að skjóta lagafrumvarpi undir þjóðar- atkvæði. Ákvörðun um slíka stað- festingarsynju eða málskot til þjóð- aratkvæðis tæki forseti án þess að beiðni ráðherra þyrfti til. „Getur þetta verið skýrara?“ spurði hann. „Ég er þá ekki læs ef þetta er ekki skýrt.“ Sigurður lagði áherslu á að hafa þyrfti í huga að greinargerðir í laga- frumvarpi væru í sjálfu sér ekki lög. Slíkar greinargerðir væru þó mik- ilvæg lögskýringartæki. Og þau væru sívaxandi lögskýringartæki í norrænum ritum. „Ég er þó ekki endilega sammála því, en segi að þær fá vaxandi gildi. Það er kjarni málsins.“ Taka ekki gildi Sigurður fjallaði einnig um þátt- töku forsetans í stjórnarathöfnum. Kom fram að hann teldi að ef forseti Íslands synjaði undirskrift undir ákvarðanir framkvæmdarvaldsins þá tækju þær ekki gildi. „Um stjórn- arathafnir er ástæðulaust að fjöl- yrða,“ sagði hann, „en það má segja í örfáum orðum að ef forseti neitar að ljá atbeina sinn í stjórnararthöfn þá verði ekkert af henni.“ Sigurður fjallaði að síðustu um þá stöðu sem nú væri uppi varðandi fjölmiðlalögin svonefndu og synjun forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, um að staðfesta þau. „Mér er ekki nokkur leið að sjá þessa kreppu, upplausn og óáran sem á að fylgja þessu,“ sagði hann. „Atkvæðagreiðslan á að fara fram og menn eiga að sætta sig við úrslit hennar. Ef frumvarpið verður sam- þykkt, þá er það ágætt. Ég mun ekki segja orð. Einhverjir munu kannski fara í mál. Það er þeirra mál. […] Ef það er fellt, hvað þá? Verður þá ekki málið bara tekið upp og skoðað betur og ný og önnur lög sett? Það gerist nú ekkert annað. Mér er ekki nokk- ur leið að sjá hvaða áföll dynja yfir þjóðfélagið ef menn vilja gera þetta skaplega. Ég hef jafnvel bent á eina leið; það er að Alþingi sjálft felli lög- in úr gildi. Það er afskaplega ein- falt.“ Þór Vilhjálmsson sagði í upphafi máls síns að hann hefði fyrir tíu ár- um sett fram þá hugmynd eða kenn- ingu að í 26. grein stjórnarskrárinn- ar fælist ekki persónulegt vald fyrir forseta til að skjóta lagafrumvarpi til þjóðaratkvæðis. Sagði hann að sam- kvæmt þeirri kenningu hefði stað- festingarsynjun forsetans enga þýð- ingu. Sagðist hann byggja þessa kenningu á 26. greininni og 13. grein stjórnarskrárinnar, en í þeirri síðar- nefndu segi að forsetinn láti ráð- herra framkvæma vald sitt. Telur Þór að þarna sé verið að vísa til lög- gjafarvaldsins og framkvæmdar- valdsins. „Ég vil taka fram að hvorki í 13. greininni né 26. greininni eru bein og skýr orð sem leysa úr þessu,“ sagði hann. Þór sagði m.a. að í umræðum á Al- þingi árið 1944 væri því ekki mót- mælt að forsetinn hefði málskotsrétt án atbeina ráðherra. Hann benti á hinn bóginn á að hvorki greinargerð- ir né umræður væru lög. Þingmenn hefðu bæði vald og áhrif, þar á meðal ábyrgð á því að gengið verði „sóma- samlega frá lögum þannig að skilja megi hvað í þeim stendur,“ sagði hann. „Þeir settu lögin 1944. Þau voru síðan borin undir þjóðina.“ Sagði hann að lagatextinn væri skýr í þessu sambandi. Á honum þyrfti að byggja. „Það hefði verið létt verk að setja í 26. greinina að forsetinn ætti að skjóta til þjóðaratkvæðis sam- þykktum lögum án afskipta ráð- herra. Það var ekki gert.“ Þór sagði ennfremur ástæðu til að líta yfir íslenska stjórnskipunarsögu, þar til í fyrradag. Sagði hann að saga 26. greinarinnar sýndi að ákvörðun forsetans í fyrradag væri allnýstár- leg. „Auðvitað er það rétt sem Sig- urður Líndal sagði hér áðan að þetta ákvæði hefði aldrei verið afnumið. En þróunin og ástandið í sextíu ár benda til þess hvert viðhorfið hefur verið allan þennan tíma um vald for- setans í löggjafarmálum. Það er ekki neitt. Þetta er tiltölulega einfalt að mínu mati.“ Sagði hann að síðustu að forseti Íslands hefði eftir stjórnar- skránni engin völd. „Við það verður að sitja og hann að una. Þjóðfélagið hefur verið rekið á þann hátt í sextíu ár. Þannig á að reka það áfram.“ Þór Vilhjálmsson og Sigurður Líndal á fundi LÍ Skiptast á skoðunum um synjunarvald forseta þjóðarat- ega síðan kvæði um alda sjálf- þetta mál, það finnst kýranlegt, vart, bæði Davíð og iðlar geri essu máli, æling eigi rseti stað- að halda iðslu Þórs Vil- um að for- narvald og órnarskrá alögunum merkileg gspeking- að forseti avíð sagði leggja vit sú túlkun ri. Davíð reyna að skránnar, arréttinn, an og því afi heimild tingar. skoðunnar ð Halldóri m að finna ra í þessa atkvæðagreiðslu. Við höfum ákveð- ið það í dag að fá góða og vísa menn til að fara á næstu dögum yfir þessi mál og skila okkur greinargerð um það, út af fyrir sig liggur svolítið á. Það má segja það vegna þess að það segir í stjórnarskrárákvæðinu, 26. greininni, að það skuli gera þetta svo fljótt sem auðið verður, minnir mig að ákvæðið sé. Svo deila menn um það hérna lögspekingar, Eiríkur Tómasson sagði júlí, Sig- urður Líndal segir september– október þannig að menn deila og deila,“ sagði Davíð. Hann segir að lögspekingarnir verði beðnir um að fara yfir málið tiltölulega fljótt og gera greinar- gerð. „Samt að flumbra ekki að neinu og ég held að það sé skyn- samlegt. Það var niðurstaða okkar Halldórs í dag og við höfum borið það undir okkar samráðherra og þeim finnst, eftir því sem ég best veit, skynsamlegt að fara svona að þessu.“ Allt bendir til að forseti gangi erinda fyrirtækis, ekki fólksins Inntur eftir því hvort ekki sé nauðsynlegt að fá stjórnarandstöð- una til samstarfs til að ná almenni- legri sátt um málið, sagðist Davíð ekki eiga von á því að það verði al- menn sátt í málinu við stjórnarand- stöðuna „sem hefur lýst því yfir og fagnað því að forsetinn sé að fara á móti þinginu. Það hélt ég að enginn þingmaður myndi gera“. „Í mínum huga er enginn vafi á því að forsetinn er að fara gegn þinginu, en það þýðir hins vegar það og þannig túlkum við það, að í framhaldinu verði málið að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu, en hann er að fara gegn þinginu. Hann getur ekki skýlt sér á bak við það, enda ef þið skoðið plaggið hans sem hann las upp á þessum blaðamannafundi, þá er allt plaggið, týndar upp rök- semdir stjórnarandstöðunnar og svo í lokin sagt að hann væri ekki að ráðast gegn Alþingi,“ sagði ráð- herra ennfremur. „Hérna er um það að ræða að það eru miklir hagsmunir í húfi hjá einu fyrirtæki. Mér finnst allt benda til þess að Ólafur Ragnar sé að ganga erinda þess, því ekki er hann að ganga erinda fólksins í þessum efnum.“ Ríkisstjórn mun ekki eyða krónu í kynningarstarf Davíð sagði ljóst að ríkisstjórnin muni ekki beita sér í aðdraganda kosninganna til að fá þjóðina til að staðfesta lögin. „Ég tel að ríkis- stjórnin hafi enga heimild til að leggja fram fjármuni til þess að vera með áróður í máli eins og af þessu tagi. Annars vegar er það hins vegar heilt fjölmiðlaveldi, með ógrynni fjármuna, og hins vegar enginn. Ég tel víst að stjórnmála- flokkarnir munu ekki beita sér. Ekki mun Sjálfstæðisflokkurinn leggja fram krónu til að fara í ein- hverja samkeppni í þessu máli. Ekki krónu. Það hefur verið efnt hérna til ófriðar. Sjálfstæðisflokk- urinn fyrir sitt leyti mun ekki taka neinn þátt í slíkum ófriði. Þannig að þetta er allt bara á aðra hliðina, þetta er annars vegar heilt fjöl- miðlaveldi með ógrynni fjár, sem þarna mun beita sér í málinu. Þannig að þetta er ekki mjög heppilegt mál, í fyrsta skipti í sex- tíu ára sögu, að nota með þessum hætti.“ Davíð sagðist þó telja að ríkis- stjórnin yrði að senda lögin inn á heimili kosningabærra manna. „Ég tel það ekki vera áróður, frumvarp- ið eða lögin eru þar, en ég tel að allt annað væri mjög hæpið fyrir rík- isstjórnina að gera,“ sagði Davíð Oddsson í Kastljósþættinum. ðagreiðslu um fjölmiðlafrumvarpið n mun ekki ingabaráttu Morgunblaðið/ÞÖK áðherra mætir í viðtal í Kastljósi Ríkissjón- na synjunar forseta á fjölmiðlafrumvarpinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.