Morgunblaðið - 04.06.2004, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 04.06.2004, Qupperneq 36
MINNINGAR 36 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ F yrir mánuði öðlaðist ung bandarísk kona að nafni Lynndie England heims- frægð. Ekki fyrir íþróttaafrek, útlit eða sönghæfi- leika, heldur fyrir að að vera í bandaríska hernum í Írak og koma fyrir á myndum af niðurlægðum íröskum föngum. Myndirnar staðfesta pyntingar og niðurlægingu á föngum sem mannréttindasamtök á borð við Amnesty International höfðu fyrir löngu bent á að ættu sér stað. Þær urðu hins vegar ekki fréttaefni fyrr en þær náðust á mynd. Ljós- myndin er máttugri en penninn, að því er virðist. Myndirnar frá Abu Ghraib af- hjúpuðu í einu vetfangi ákveðna goð- sögn sem hef- ur verið furðu lífseig. Hún er sú að þrátt fyr- ir þær hörmungar sem stríð valdi, séu herir nauðsynlegir til þess að verja heiður föðurlandsins. Sam- kvæmt goðsögninni eru tengsl milli hermennsku og karlmennsku. Hinn dæmigerði hermaður er ung- ur karlmaður sem berst fyrir þjóð sína af hugsjón. Þegar stríðið er unnið heldur hann þreyttur en brosandi heim á leið. Konan og börnin kyssa hann á flugvellinum og blaðaljósmyndari festir fjöl- skylduna hamingjusömu á filmu. Þrátt fyrir að oft hafi verið bent á þann hrylling sem stríð hafa í för með sér, er enn óútskýranlegur ljómi yfir þeim og kemur hann skýrt fram í mörgum bandarískum bíómyndum. Viðbrögð ýmissa háttsettra bandarískra embættismanna og íhaldssams fólks vestanhafs við pyntingunum, sýna hversu annt þessu fólki er um að goðsögninni um heri og stríð sé viðhaldið. Þing- menn hafa sagt að þeir skilji ekki hvernig „þetta fólk“ komst í banda- ríska herinn og lýst undrun á að annað eins geti gerst innan vé- banda hans. Bush-stjórnin hefur lagt áherslu á að pyntingarnar í Abu Ghraib séu alls ekki lýsandi fyrir starfsemi hersins og að þeim „örfáu“ einstaklingum sem að þeim stóðu, verði refsað. Að átökunum loknum verði fangelsið svo rifið. Sérstaka athygli mína vöktu við- brögð Ann Coulter, íhaldssams dálkahöfundar vestra, við málinu, en hún virðist varpa sökinni á pyntingunum á kynsystur sínar. Sagði Coulter að mál Lynndie England sýndi að ekki ætti að hleypa konum í herinn. Konur væru einfaldlega grimmari en karlmenn! Skoðum fyrst goðsögnina um hermanninn hugumprúða, sem berst stoltur til sigurs í stríði fyrir þjóð sína. Staðreyndin sú að marg- ir hermenn í bandaríska hernum eru ungt fólk af fátækum uppruna. Í þessu fólki blundar ekki þrá til þess að berjast í stríði fyrir föð- urlandið. Í nýlegri grein í blaðinu Guardian útskýrir einn þeirra her- manna sem nú sætir rannsókn vegna misþyrminga á föngum í Írak, veru sína í hernum með eft- irfarandi hætti: „Ég vissi ekkert um herinn nema að þeir myndu greiða skólagjöld mín í háskóla.“ Aðrir fara í herinn til þess að eiga kost á ókeypis heilbrigðisþjónustu. Hin smávaxna Lynndie England ólst upp í hjólhýsahverfi í Vestur- Virginíu, einu fátækasta ríki Bandaríkjanna. Til þess að fyrirbyggja allan misskilning er rétt að geta þess, að undirrituð telur fátækt ekki rétt- læta misgjörðir og pyntingar á fólki. En óhætt er að fullyrða, að margt fólk sem gengur í herinn, gerir það ekki af löngun til þess að falla að ákveðinni karlmennsku- ímynd, eða vegna þess að það lang- ar til þess að verða sent á átaka- svæði. Fullyrða má að ýmsir bandarískir hermenn líti fyrst og fremst á veru sína í hernum sem leið til þess að brjótast úr fátækt. Ekki kemur heldur á óvart að pyntingar eigi sér stað innan vé- banda hersins og þær eru svo sannarlega ekkert nýtt eða ein- stakt fyrirbrigði. Nú í vikunni skoruðu ellefu samtök og net- miðlar á ríkisstjórn Íslands að koma á framfæri við Bandaríkja- stjórn formlegum og skýrum mót- mælum við þau mannréttindabrot sem viðgangast í herstöð stjórn- arinnar við Guantanamo-flóa á Kúbu. Beiting hervalds felur í sér að reynt er að ná markmiðum með of- beldi. Vissulega er ætlast til þess að hermenn beiti einungis „lög- mætu ofbeldi“ sem ríkisstjórn þeirra hefur fyrirskipað þeim að framkvæma og lítur með velþókn- un á. Ekki kemur samt á óvart að hermenn freistist til þess að taka valdið til að kúga aðra í eigin hend- ur. Alvarlegast við viðbrögð banda- rískra ráðamanna er þó að í þeim felst að sú skoðun að ekkert sé at- hugavert við þær aðferðir sem Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra kjósa að beita í því skyni að „frelsa“ Írak. Hér er átt við stríðið sjálft og þá skoðun bandarískra ráðamanna, að vera erlendra her- liða í Írak sé sjálfsögð og æskileg. Eini bletturinn á hernáminu séu pyntingar „örfárra“ hermanna á föngum í Abu Ghraib. En fórnarkostnaðurinn við stríð- ið er gríðarlegur. Ljóst er að mörg þúsund saklausir borgarar, karlar, konur og börn hafa látið lífið í því. Mér er til efs að margir Banda- ríkjamenn og aðrar stuðnings- þjóðir stríðsins kysu að kalla annað eins yfir sjálfar sig. Ætli við mynd- um ekki vilja að reynt yrði til þrautar að finna lausn, áður en sprengjum færi að rigna yfir okk- ur. Og engu breytir fyrir þá sem beittir voru pyntingum í Abu Ghraib að fangelsið sjálft verði rif- ið. Byggingin sjálf er einungis um- búðir utan um rotið innihald, sem þarf að taka til róttækrar endur- skoðunar. Eftirfarandi orð bandarísks dálkahöfundar um pyntingarnar í Abu Ghraib voru mælt til banda- rísku þjóðarinnar, en þau gætu jafnframt átt við á hinu „staðfasta“ Íslandi. „Ef okkur líka ekki myndirnar af okkur sjálfum frá Abu Ghraib, ætti okkur ekki að líka stríðið.“ Góði dátinn Lynndie …engu breytir fyrir þá sem beittir voru pyntingum í Abu Ghraib að fangelsið sjálft verði rifið. Byggingin sjálf er einungis umbúðir utan um rotið inni- hald, sem þarf að taka til róttækrar endurskoðunar. VIÐHORF Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is ✝ Njáll Hólmgeirs-son fæddist í Fossseli í Reykdæla- hreppi 24. febrúar 1919. Hann lést á dvalarheimilinu Hvammi á Húsavík 26. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hólmgeir Björnsson, f. 24. ágúst 1880, d. 20. mars 1966, bóndi í Fremstafelli, Hriflu, Fossseli, Hömrum, Hjalla og Víðum og kona hans Guðfinna Sigurjóns- dóttir, f. 15. janúar 1885, d. 25. mars 1937. Njáll átti tvær eldri systur: Fjólu, f. 24. mars 1910, d. 17. október 1992, húsfreyju í Glaumbæjarseli, Hömrum og Hjalla í Reykjadal og Sigrúnu Kristbjörgu, f. 13. maí 1914, d. 6. apríl 1973, húsfreyju á Brett- ingsstöðum í Laxárdal, Tungu- gerði á Tjörnesi og Húsavík. Njáll bjó með foreldrum sín- um í Fossseli frá 1919 til 1936 og á Hömrum í Reykjadal frá 1936 til 1938. Bjó síðan með föð- ur sínum, í mótbýli við eldri systur sína Fjólu og mann henn- ar Stefán Jón Tómasson, á Hjalla í Reykjadal frá 1938 til 1962. Njáll kvæntist 3. júní 1962 Aðal- björgu Þorvalds- dóttur, f. 1. október 1916. Foreldrar hennar voru hjónin Þorvaldur Pálmi Guðmundsson, f. 29. júní 1872, d. 15. nóvember 1953 bóndi á Völlum í Þistilfirði og kona hans Jónína Krist- veig Kristjánsdótt- ir, f. 7. október 1874, d. 26. apríl 1947. Aðalbjörg var ekkja Ketils Sigurgeirssonar, f. 3. desember 1912, d. 14. október 1956, bónda í Stafni, Reykjadal. Aðalbjörg eignaðist tvær dætur með Katli: Kristínu Ingibjörgu og Jónínu Kristveigu. Njáll og Aðalbjörg bjuggu í Víðum í Reykjadal frá 1962 til 1974 og á Narfastöðum í sömu sveit frá 1974 til 1986. Þau brugðu þá búi og fluttu til Húsa- víkur. Bjuggu fyrst í Þórshamri en síðan lengst af á dvalarheim- ili aldraðra, Hvammi. Aðalbjörg lést á sjúkrahúsinu á Húsavík 9. maí 2001. Útför Njáls verður gerð frá Einarsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. (I.Korintubréf 13.) Njáll fæddist og ólst upp til sautján ára aldurs í Fossseli, heið- arbýli á vestanverðri Fljótsheiði. Þaðan af hlaðvarpanum er fagurt að líta til lyngivaxinna heiða og ása, skógarrjóðra, fossa og hrauna, en skammt undan dreifist Skjálfanda- fljót um eyrar og urðir. Líklegt er að þessi stórbrotna fegurð hafi átt nokkurn þátt í að móta hann, ásamt ástríkum foreldrum og systrum. Njáll var hreinlyndur, hæglátur, glaðlyndur og kíminn. Aldrei sá ég hann skipta skapi, enda mun það hafa verið fátítt. Ekki heyrði ég hann hallmæla nokkrum manni. Segja má að kærleikur hans til alls þess sem lifir hafi verið öllu æðra á hans lífsgöngu. Margar eru minningarnar sem leita á hugann nú þegar Njáll, móð- urbróðir minn, er kvaddur. Bernskuminningar frá heimsóknum í Hjalla, á hátíðum og afmælum. Minningar um heimsóknir hans í Þórshamar á haustin í sláturferð- um. Laumaði hann þá gjarnan, kankvís, brjóstsykurpoka að litlum systursyni og strauk hlýrri hendi um vanga. Ljúfar eru allar mínar æskuminningar um móðurbróður minn. Kynni okkar frænda hófust þó fyrir alvöru eftir að faðir minn, sem þá var orðinn ekkill, varð heimilis- fastur hjá þeim Njáli og Öbbu. Margar frístundirnar dvaldi ég hjá þeim á Narfastöðum. Fyrir allar þær sólskinsstundir vil eg nú þakka. Faðir minn Hákon, mágur Njáls í rúm sextíu ár, vill nú að leiðarlokum þakka honum órofa tryggð og vin- áttu allt frá fyrstu kynnum. Einnig fyrir alla hans umhyggju og hjálp- semi sem engin takmörk þekkti. Bróðir minn Jón og fjölskylda hans þakka honum allar liðnar stundir og umhyggju hans í þeirra garð. Að endingu vil eg koma á fram- færi innilegu þakklæti til starfs- fólksins í Hvammi fyrir umönnun og umhyggju fyrir honum allt til loka. Guð blessi minningu Njáls Hólm- geirssonar. Þinn systursonur, Hólmgeir Helgi. Allt undir himninum hefur sinn tíma. Jarðvist Njáls ömmubróður míns er lokið og þótt það væri okk- ur vel ljóst að hverju stefndi þá er dauðinn alltaf jafnendanlegur og maður finnur fyrir sárum söknuði að kveðja þann sem yfirgefur þessa tilveru. Ég var aldrei mikið samtíða Njáli frænda mínum en þær stundir sem ég eyddi með honum eru engu að síður fjársjóður sem maður býr að þó hann hverfi nú yfir móðuna miklu. Fáum er gefið það lundarfar sem Njáll bjó að, hann var einstaklega elskuríkur maður og glaðværð hans og kímnigáfa gátu ekki annað en smitað út frá sér og jafnan fór mað- ur frá honum ríkari í hjarta sínu en áður. Í bernsku minni var alltaf eitt- hvað spennandi við að fara í heim- sókn til Nalla og Öbbu Það eitt að koma í gamla Víðabæinn og kanna alla hans ranghala og leyndardóma var heilt ævintýri út af fyrir sig. Síðan að þiggja veitingar sem voru ætíð afar rausnarlegar og hefðu ekki verið betri þó konungar væru í heimsókn enda var þeim hjónum víst sama um tign manna, þau ein- faldlega elskuðu sitt fólk og veittu ætíð af rausn. Ég kom samt ekki oft í Víðar, og man betur eftir heim- sóknunum í Narfastaði, sé Njál al- veg ljóslifandi fyrir mér hvernig hann hló og spaugaði, tók bakföll og strauk sér um andlitið eins og hann táraðist af gleði yfir öllu og engu. Það var engin uppgerð að hann hafði gaman af því að fá ættingjana í heimsókn „elsku fólkið mitt“ sagði hann jafnan, kyssti mann minnsta kosti tíu kossa fasta og innilega og hló svo með öllu andlitinu í fölskva- lausri gleði yfir lífinu. Þegar ég kom síðast til þessa góða frænda míns var hann þrotinn að heilsu og kröftum en samt fékk ég að sjá þetta einstka hamingjublik augna hans yfir því að hitta „elsku fólkið sitt“, ég fann að hann þekkti mig. Daginn eftir var hann allur. Elsku Nalli minn, ég þakka þér fyr- ir allar góðu og gefandi stundirnar, við grátum brottför þína en þér verður vel fagnað af þeim sem bíða þín í eilífðarlandinu. Brosir dagur, brosir nótt, blíða og ylur vaka, skepnur fyllast fjöri og þrótt, fuglar glaðir kvaka, döggin blikar, grundin grær, gjörvallt segir fjær og nær: Sjáið sigur lífsins. (H. Hálfd.) Ingibjörg Sigtryggsdóttir frá Steindal. Fyrstu minningarnar sem ég á um Njál er að ég er að fara fram í Hjalla með móður minni og ferð- uðumst við með mjólkubílnum í Laugar. Þar beið Nalli við brúsa- pallinn að sækja okkur á gömlu Farmal-dráttarvélinni og urðu mikl- ir fagnaðarfundir sem og alltaf þeg- ar Njáll hitti fólkið sitt. Ég man þetta eins og það hefði gerst í gær, hvernig hann fagnaði okkur, nota- lega sönglið hans á leiðinni og hvernig hann hélt um stýrið. Hann hélt með annarri hendinni um stýr- ismiðjuna og stýrði þannig. Síðar hef ég oft hugsað um hvort ekki hafi verið nokkuð erfitt að stýra með þessu móti þar sem ekki var þessi ágæta dráttarvél með vökvastýri. Þegar ég var krakki og lengi síðan furðaði ég mig á hvernig Nalla tæk- ist að halda tóbakinu í pípunni, píp- an hans var nefnilega ekki eins og venjuleg pípa með góðri holu fyrir tóbakið, í hans pípu var nánast eng- in hola, svei mér þá ef hausinn á pípunni var ekki nærri kúptur, en hann gat látið tóbakskornin tolla á pípuhausnum og fylgdist ég með þessu af athygli, beið eftir að allt hryndi af en það gerðist ekki. Síðan eru góðar minningar um heimsóknir í Víðar, þegar hann hafði flutt þangað. Í minningunni var þessi gamli bær heill ævintýra- heimur einhvernveginn eins og þar væru endalausir ranghalar og her- bergi sem gengið var inn í hvert af öðru og þessar heimsóknir voru al- veg dásamlegar, að fara um bæinn, hitta Nalla og finna hvað maður var hjartanlega velkominn og svo voru veitingarnar á heimili Nalla og Öbbu alveg heill kapítuli út af fyrir sig, með endalausum hnallþórum, silungsbrauði, kleinum, pönnukök- um og endalausu góðgæti og ekki látið af að hvetja mann til að borða eins mikið og maður gat í sig látið. Það er næsta víst að þetta var ung- um matlystugum dreng sérstakt ánægjuefni. Njáll var sérstaklega glaðsinna og man ég alla tíð eftir hans bjarta brosi sem náði yfir allt andlitið og augun ljómuðu af gleði hvenar sem maður kom til hans. Síðustu ævárin var hann á dvalarheimilinu Hvammi og þar vann hann hug og hjarta allra, bæði starfsmanna og annara. Elsku Njáll, ég og fjólskylda mín kveðjum þig og þökkum fyrir að hafa verið þér samtíða. Far þú vel frændi og vinur, Stefán Sigtryggsson frá Steindal. NJÁLL HÓLMGEIRSSON Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför föður míns, tengdaföður og afa, GUÐMANNS HEIÐMARS, Öldugötu 7a, Reykjavík. Gunnar Þór Guðmannsson, Sigrún A. Jónsdóttir, Katrín Ösp Gunnarsdóttir, Björn Þór Gunnarsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.