Morgunblaðið - 04.06.2004, Side 38

Morgunblaðið - 04.06.2004, Side 38
MINNINGAR 38 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurður ElíasEyjólfsson prentari fæddist í Reykjavík 21. maí 1911. Hann lést á öldrunardeild Land- spítalans í Fossvogi 24. maí síðastliðinn. Foreldrar Sigurðar voru Eyjólfur Sig- urðsson, sjómaður og verkamaður, f. 2. nóv. 1879, d. 14. okt. 1940 og Guðrún Gísladóttir, f. 16. júlí 1880, d. 30. júlí 1971. Systkini Sigurðar voru Gíslína Ragnheiður, f. 28. júní 1904, d. 5. júní 1925, og Jón Elías, f. 21. ágúst 1916, d. 17. nóv- ember 2001. Sigurður kvæntist 1934 Ingi- björgu Pálsdóttur, þau slitu sam- vistir. Sigurður kvæntist 23. júlí 1938 Ragnhildi Sigurjónsdóttur, f. 16. júlí 1918, Sigurðssonar formanns í Brekkhúsi í Vestmannaeyjum og konu hans Kristínar Óladóttur. Börn þeirra Ragnhildar eru: 1) Eyjólfur, f. 29.11. 1938, kvæntur Sjöfn Ólafsdóttur, f. 2.6. 1942, þau eru búsett í Bandaríkjunum. Dæt- Jónsdóttir, f. 28.1. 1946. 5) Guð- rún, f. 1.3. 1952, giftist Haraldi Bjargmundssyni, þau slitu sam- vistir. Börn þeirra eru Unnar, f. 22.11 1971, Arnar, f. 16.3. 1975 og Ragnar Elías, f. 9.2. 1978. Barna- börn eru þrjú. Eiginmaður Guð- rúnar er Hlöðver Sigurðsson, f. 16.3. 1945, þau eru búsett í Reykjavík. Sigurður hóf prentnám í Ísa- foldarprentsmiðju 14. júní 1929 og lauk þar námi og starfaði þar til í október 1941. Starfaði síðan í Vík- ingsprenti sem verkstjóri til októ- ber 1944. Hóf þá störf í Alþýðu- prentsmiðjunni sem verkstjóri í vélasal og starfaði þar til 1964. Stofnaði þá Hagprent hf. ásamt syni sínum Eyjólfi og ráku þeir það fyrirtæki til 1981, er það var selt og Sigurður hætti störfum. Hann sat í Iðnfræðsluráði 1954– 1961 og starfaði lengi í Hinu ís- lenzka prentarafélagi, var rit- stjóri Prentarans, 1947–1956, end- urskoðandi reikninga félagsins 1951–1954, meðstjórnandi 1957– 1961 og varaformaður HÍP 1961– 1964. Sigurður var prófdómari í prentun 1951–1969. Hann var for- maður fulltrúaráðs Alþýðuflokks- félaganna í Reykjavík í tvö ár og starfaði í fjölda nefnda á vegum Alþýðuflokksins og samtaka verkalýðshreyfingarinnar. Sigurður verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ur þeirra eru Guðrún, f. 14.7. 1960, Erla, f. 30.11. 1961, og Katrín Björk, f. 24.9. 1966. Barnabörnin eru átta. 2) Jóhanna Ingibjörg, f. 22.5. 1942, gift Guð- mundi Guðjónssyni, f. 1.11. 1942, þau eru búsett í Hafnarfirði. Börn þeirra eru Ragnhildur, f. 9.5. 1961, Elín, f. 19.12 1964 og Hjördís, f. 8.10. 1971. Barna- börnin eru sex. 3) Gísli Ragnar, f. 19.9. 1943, kvæntist Ólöfu Lilju Stef- ánsdóttur, þau slitu samvistir. Synir þeirra eru Guðmundur Stef- án, f. 22.2. 1964 og Sigurður Ragnar, f. 4.9. 1968. Barnabörnin eru þrjú. Sonur Gísla er Róbert, f. 13.1. 1986. Sambýliskona Gísla er Þórdís Brynjólfsdóttir, f. 28.8. 1949, þau eru búsett í Hafnarfirði. 4) Óli Kristján, f. 23.1. 1946, d. 9.7. 1992, kvæntist Jensínu Janusdótt- ur, þau slitu samvistir. Synir þeirra eru Janus Jóhannes, f. 15.11. 1965 og Sigurður Óli, f. 5.7. 1970. Barnabörnin eru fjögur. Seinni kona Óla er Gunnþórunn Með þessum fátæku orðum vilj- um við kveðja merkan mann, afa okkar Sigurð Elías Eyjólfsson. Hann hefur nú lokið hlutverki sínu í þessum heimi. Afi var húmoristi mikill og með eindæmum stríðinn. Í minningunni var ávallt gaman að vera í kringum hann, ekki síst á Laugarvatni (Miðdal) þar sem hann og amma höfðu búið sér sælureit að heiman. Það var ein- staklega notalegt að heimsækja þau í sveitina og eyða þar degi eða jafnvel tveimur. Oftar en ekki var margt um manninn í dalnum, eink- um á góðviðriðsdögum. Þangað flykktust afkomendur í hópum, þá varð oft kátt í kotinu. Stundum slógum við upp grillveislum eða glæsilegum kaffiveislum. Okkur var alltaf tekið opnum örmum sama hversu mörg við vorum. Kæri afi, við bjóðum þér góða nótt og leyfum þér að hvíla þig núna, guð geymi þig. Faðmur hans vegur er væng haf og geiminn þér guð gaf um eilifð sem einn dag hans frelsi er faðm lag (Ingimar Erlendur Sigurðsson.) Elsku amma, Gunna, Hanna, Diddi og pabbi, megi guð vera með ykkur. Katrín, Guðrún og Erla Eyjólfsdætur. Ó, Guð vors lands, ó, land vors Guð, vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn. Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans þínir herskarar, tímanna safn. Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár, og þúsund ár dagur, ei meir, eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár, sem tilbiður Guð sinn og deyr. Íslands þúsund ár, eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár, sem tilbiður Guð sinn og deyr. (Matthías Jochumsson.) Elsku afi, við bræðurnir vijum fá að kveðja þig með fáeinum orð- um. Margar okkar bestu æskuminn- ingar eru úr sumarbústaðnum hjá ykkur ömmu í Laugardalnum, efst í huga eru allar veiðiferðirnar nið- ur í ós ásamt sögunum sem þú sagðir okkur. Kvöldin í Laugar- dalnum eru einnig ógleymanleg, kakóið hennar ömmu, olíuljósin og svarthvíta sjónvarpið, fuglasöng- urinn, frelsið og friðurinn. Það var svo margt í fari þínu, afi, sem heillaði okkur og má þar nefna hversu skipulagður, rétt- sýnn og lífsglaður þú varst. Jafn- vel núna síðustu ár varstu alltaf tilbúinn að taka eitt sumar í viðbót þó að heilsunni væri farið að hraka. Hjörtu okkar eru full af þakklæti og kærleika til þín, elsku afi. Guð blessi þig og geymi, í Jesú nafni, amen. Unnar, Arnar, Ragnar Elías og fjölskyldur. Elsku langafi, takk fyrir allar þessar yndislegu og skemmtilegu stundir sem við höfum átt saman. Allur fótboltinn sem við horfðum á og töluðum um var æðislegur og líka allt hitt sem við gerðum. En við erum ekki endanlega farin frá hvort öðru, við hittumst aftur á ný, elsku langafi. Svona er bara lífið. „Eitt sinn verða allir menn að deyja.“ Elsku langamma, ég sendi þér alveg æðislegan styrk og ykkur öllum. Elsku langafi, hafðu það gott, við sjáumst svo aftur, bless, bless og takk fyrir allt. Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson.) Kveðja Tinna Soffía Traustadóttir. Fallinn er í valinn öndvegismað- ur, föðurbróðir minn, Sigurður Eyjólfsson. Hann kvaddi saddur lífdaga í hárri elli, 93 ára gamall. Hann var einn af þeim sem smit- aðist af berklum á fyrri hluta síð- ustu aldar og dvaldist á Vífils- stöðum. Þaðan áttu því miður ekki margir afturkvæmt en Siggi frændi sneri aftur með brúði sína, Ragnhildi Sigurjónsdóttur, sem lif- ir mann sinn. Sigurður lærði prentiðn og það fag stundaði hann síðan alla starfsævi sína. Það var fyrir hans atbeina að ég og synir hans, Óli og Eyjólfur, lærðum prent. Sigurður var prófdómari í prentiðn árum saman, sat um árabil í stjórn Prentarafélagsins og barðist ötul- lega fyrir kjörum stéttar sinnar. Hann var einhver tryggasta og heiðarlegasta manneskja sem ég hef kynnst og mátti margt af hon- um læra. Sigurður var staðfastur jafnaðarmaður alla tíð og starfaði innan Alþýðuflokksins um árabil. Þau Ragnhildur höfðu bæði gaman af þjóðmálum og stjórnmálum og fylgdust alveg ótrúlega vel með þeirri umræðu sem var í gangi hverju sinni. Unun höfðu þau af því að ræða um þessi mál við gesti sína sem voru margir því þau hjón voru gestrisin og góð heim að sækja. Sigurði og Ragnhildi varð 5 mannkosta barna auðið en urðu fyrir þeirri miklu sorg að missa son sinn, Ólaf Kr. – atorkumann- inn Óla í Olís, sem lést þegar hann var aðeins 46 ára gamall. Það var þeim mikið áfall. Þegar Prentarafélagið keypti jörðina Miðdal í Laugardal var Sigurður einn af þeim fyrstu sem þar reisti sér og sínum sumarbú- stað. Þangað var alltaf gott að koma til Sigga frænda og Ragnhildar og þar áttu þau hjónin sólskinsstund- ir með börnum og barnabörnum. Sigurður hlóð batteríin fyrir átök haustsins sem var og er enn vertíð prentarans og þeirri vertíð fylgdi jafnan langur vinnudagur og lítil frí. Fyrir austan stundaði Siggi veiðar, þolinmæði hans þar sem annars staðar voru engin takmörk sett. Það var klukkutíma gangur hvora leið í veiðina og oft var hann við klukkutímum saman og þar átti hann góðar stundir einn með sjálfum sér. Þær stundir skiptu hann meira máli en aflinn sem oft var rýr. Það segir sitt um hvað bú- staðurinn á Laugarvatni var þeim hjónum kær að þrátt fyrir heilsu- brest fóru þau síðasta sumar og dvöldu þar í nokkrar vikur eins og þau hafa gert á hverju sumri síðan bústaðurinn var byggður. Og líkt og jafnan áður komu þau endur- nærð til baka. Milli föður míns og Sigurðar var einkar kært bræðralag, fullt virð- ingar og væntumþykju og á þeirra samband bar aldrei skugga. Fyrir nokkuð mörgum árum síðan, um 1972, fórum við saman Gæsavatna- leið, Siggi, pabbi, ég og Einar mágur. Þessi sex daga ferð var okkur öllum mjög eftirminnileg og vakti það athygli okkar hinna hversu vel Siggi var lesinn, þekk- ing hans á landinu og þeim slóðum sem við fórum um var ótrúleg þó hann hefði aldrei komið þarna áð- ur. Bræðurnir voru ekki alltaf sammála um örnefni á leiðinni og hvor var fastur fyrir á sinni skoð- un, höfðu að sjálfsögðu báðir rétt fyrir sér. Upp úr þessu stofnuðum við Þverhausafélag Íslands þar sem annar var formaður og hinn gjaldkeri og hélst sú skipan á með- an báðir lifðu. Ég læt hér lokið fá- tæklegum orðum um eftirminni- legt tryggðatröll og votta Ragn- hildi, frændsystkinum mínum og fjölskyldum þeirra samúð mína. Jóhannes Jónsson. Fallinn er frá í hárri elli Sig- urður Elías Eyjólfsson prentari. Mig langar að minnast hans með nokkrum orðum. Strax á náms- árum mínum í prentiðn sótti ég flestalla fundi hjá Hinu íslenska prentarafélagi. Þar var margt rætt og oft deilt hart. Menn voru oftast mjög áhugasamir um ýmis málefni til hagsbóta fyrir félagið enda flestir vel félagssinnaðir. Margir voru og ágætir ræðumenn. Meðal fundarmanna, sem til máls tóku var Sigurður Eyjólfsson. Hann kom ekki oft í ræðustól, en ég tók eftir því að þegar hann lagði til mála var vel eftir því tekið, hann var ekki langorður en tillag hans var nákvæmt og skynsamlegt. Á þessum árum var hann ritstjóri „Prentarans“, stéttarblaðs okkar, og stýrði hann blaðinu mjög vel. Fyrstu persónulegu kynni mín af Sigurði voru þegar hann var próf- dómari að prentnámi mínu loknu. Ekki hvarflaði að mér þá að við ættum eftir að verða mjög góðir kunningjar í nær fjóra áratugi. Þegar ég bættist í hóp þeirra fé- lagsmanna HÍP sem reist hafa sumarhús í Miðdal kynnist ég Sig- urði fljótlega. Hann hafði verið stjórnarmaður í félagi okkar sum- arhúsaeigenda og um tíma formað- ur. Þegar ég varð stjórnarmaður í Miðdalsfélaginu var hann mér oft innanhandar í mörgum málum, sem leysa þurfti, enda ákaflega skýr og fróður. Sigurður og sonur hans, Eyjólfur, stofnuðu prent- smiðjuna Hagprent árið 1964. Til marks um heiðarleik þeirra feðga og félagsþroska má benda á, að aldrei þurfti að hafa afskipti af Hagprenti í vinnudeilum. Þetta veit ég vegna vinnu minnar í verk- fallsvörslu fyrir HÍP. Sigurður og eiginkona hans, Ragnhildur Sigurjónsdóttir, voru sérlega þægileg heim að sækja. Frú Ragnhildur var skörugleg húsfreyja og húsbóndinn rólegur og yfirvegaður. Að lokum vil ég þakka langa og góða samleið með þeim hjónum í sumarhúsahverfi okkar í Miðdal. Ég samhryggist Ragnhildi og börnum þeirra. Fjöl- skylduböndin þar voru til fyrir- myndar. Blessuð sé minning þessa heiðursmanns, Sigurðar Elíasar Eyjólfssonar. Jón Otti Jónsson. Þá hefur hann kvatt okkur fyrr- um prentarinn, prentsmiðjueig- andinn, alþýðuflokksmaðurinn og ekki hvað síst hinn mikli fjöl- skyldufaðir og mannvinur Sigurð- ur E. Eyjólfsson. Það hefur reynst mér og minni fjölskyldu mikil gæfa að hafa átt ykkur Ragnhildi að vinum í um 40 ár. Þau eru mörg myndskeiðin sem runnið hafa í gegnum hugann á undanförnum dögum og eitt eiga þau sameiginlegt að þau eru öll fögur. Ég er afar stolt yfir að eiga vandað handverk þitt hér í bóka- hillu, þar á meðal er Skútuöldin II bindið 654 blaðsíður og hefur það ekki verið vandalaust fyrir mann um nírætt að vinna það verk. Hafðu þökk fyrir innihaldsríka samfylgd. Ég bið algóðan Guð að gefa Ragnhildi styrk og vernd, hennar missir er mikill. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldunnar allrar frá okkur mæðgum. Guðrún Ág. Janusdóttir, Jóhanna Ásgeirsdóttir. SIGURÐUR ELÍAS EYJÓLFSSON ✝ SigmundurJónsson fæddist á Ólafsfirði 14. maí 1928. Hann lést á Sjúkradeild Heilsu- gæslustöðvarinnar Hornbrekku í Ólafs- firði 31. maí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Jón M. Árnason f. 15.3. 1901 d. 5.4. 1990 og kona hans Ólafía Gísladóttir f. 14.1. 1900 d. 15.9. 1988. Systir Sigmundar var Lisbet Hanna f. 25.9. 1922, d. 9.7. 1944. Sambýliskona Sigmundar var Ingibjörg Einarsdótttir f. 22.8.1930. Þau slitu samvistum. Börn hennar eru: Sigrún A. Ámundadóttir, f. 1955, gift Sig- urði Hermannssyni, þau eiga fjögur börn og Einar Ámunda- son, f. 1959, kvæntur Sigríði J. Sigurðardóttur, þau eiga tvö börn. Sigmundur stundaði nám í Héraðsskólanum í Reykholti og lauk þaðan prófi vorið 1946. 1. júní 1946 hóf hann málaranám hjá Sigurði Hallssyni málara- meistara, jafnframt stundaði hann nám í Iðnskóla Ólafs- fjarðar. Hann út- skrifaðist þaðan 31. maí 1950 og varð í framhaldinu mál- arameistari. Á síld- arárunum var Sig- mundur verkstjóri á síldarplönum t.d. á Hornafirði, Vest- mannaeyjum, Eski- firði og gerðist síð- an einn af eigendum síldar- vinnslunnar Auð- bjargar á Ólafsfirði. Eftir síld- arárin stundaði Sigmundur iðn sína í Ólafsfirði og víðar, jafn- framt sem hann rak sólstofuna á Ægisgötu 12, Ólafsfirði hin seinni ár. Sigmundur tók virkan þátt í félagsmálum Ólafsfirðinga og var meðal annars einn af stofnendum, íþróttafélagsins Leifturs sem hann studdi dyggi- lega alla tíð. Einnig tók hann þátt í starfi Leikfélags Ólafs- fjarðar um áratuga skeið. Útför Sigmundar verður gerð frá Ólafsfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 16. Þú gafst mér skýin og fjöllin og guð til að styrkja mig. Ég fann ei, hvað lífið var fagurt, fyrr en ég elskaði þig. Ég fæddist til ljóssins og lífsins, er ég lærði að unna þér, og ást mín fær ekki fölnað fyrr en með sjálfum mér. (Sigurður Nordal.) Takk, elsku afi minn, fyrir að sýna mér lömbin um vorið, bra bra á tjörninni og dýrin í fjörunni. Ég veit að Guð passar þig uppi í skýjunum núna. Þín litla Ingibjörg. Í dagsins önnum dreymdi mig þinn djúpa frið, og svo varð nótt. Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt, þeim svefni enginn rænir þig. Og þungur gnýr sem hrynji höf mitt hjarta lýstur enn eitt sinn: Mín hljóða sorg og hlátur þinn, sem hlutu sömu gröf. (Steinn Steinarr.) Afi minn þökk fyrir allar góðar stundirnar sem við áttum saman. Ég mun hugsa til þín, elsku afi. Þinn Haukur Örn. SIGMUNDUR JÓNSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.