Morgunblaðið - 04.06.2004, Page 41

Morgunblaðið - 04.06.2004, Page 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2004 41 ✝ Högni Magnús-son fæddist í Drangshlíð í Austur- Eyjafjallahreppi 13. maí 1924. Hann lést 25. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Kristjáns- son, bóndi og kenn- ari í Drangshlíð, f. 1.1. 1883, d. 30.8. 1926 og kona hans Guðrún Þorsteins- dóttir húsfreyja, d. 15. júlí 1952. Systk- ini Högna voru Guð- rún, Kristján, Þor- steinn, Sigurður og Bjarni, sem öll eru látin. Árið 1957 kvæntist Högni Karólínu Ragnheiði Pet- ersen Bye, f. 13.11. 1919. Högni og Karólína slitu samvistir. Dótt- ir þeirra er Guðrún Sólveig, f. 5.3. 1959, var í sambúð með Sig- urði Hávarðarsyni, f. 9.12. 1956. Þau slitu samvistir. Börn Guð- rúnar og Sigurðar eru: 1) Valur Þór, f. 6.3. 1980, sambýliskona hans er Berglind Tómasdóttir, f. 6.6. 1977, dóttir þeirra er Sara Líf, f. 15.7. 2002, dóttir Berg- lindar og fósturdóttir Vals er Hekla Geirdal Arnarsdóttir, f. 5.11. 1995, og 2) Helena, f. 27.9. 1983. Högni kvæntist 21. apríl 1973 Guðrúnu Snæbjörnsdóttur frá Bræðraminni á Bíldudal, f. 11.10. 1912. Börn Guðrúnar og Árna Kristjánssonar, f. 7.11. 1901, d. 8.4. 1966, eru: 1) Kristján, f. 3.12. 1932, maki Unnur Pálsdóttir, f. 16.11. 1946, 2) Magga Alda, f. 21.4. 1936, d. 1.3. 2004, maki Þor- valdur Sigurjónsson, f. 1.10. 1929, 3) Reynir, f. 4.2. 1938, d. 11.2. 1938, 4) Hilmar, f. 4.2. 1938, maki Guðrún Anna Jónasdóttir, f. 4.11. 1939, 5) Snæ- björn, f. 6.3. 1940, maki Hrafnhildur Þór Jóhannesdóttir, f. 20.1. 1947, 6) Rannveig, f. 11.1. 1942, d. 10.6. 2002, maki Ársæll Kópur Sveinbjörnsson, f. 30.3. 1942, 7) Jóna Vestfjörð, f. 4.4. 1943, maki Sólon Rúnar Sigurðsson, f. 1.3. 1942, 8) Auð- björg Sigríður Ragnhildur, f. 10.10. 1944, 9) Hreiðar, f. 10.10. 1945, d. 10.1. 1970, 10) Bjarnfríður Jóna, f. 17.3. 1947, maki Bragi Kristjánsson, f. 8.1. 1945, 11) Björg Júlíana, f. 26.2. 1949, maki Kristján Ólafsson, f. 13.1. 1946, 12) Magnús Jón, f. 11.12. 1950, maki Erna Árnadótt- ir, f. 18.10. 1952, 13) Guðrún, f. 28.3. 1952, maki Guðlaugur Frið- þjófsson, f. 9.1. 1946, d. 2.1. 1999, sambýlismaður Einar Guðmunds- son f. 19.10. 1942, og 14) Sigrún Málfríður, f. 4.11. 1956, maki David Qarrasquillo, f. 6.11. 1960. Högni ólst upp í Drangshlíð hjá foreldrum sínum og bjó þar fram yfir tvítugsaldur en þá fluttist hann til Reykjavíkur. Fyrstu ár sín þar starfaði Högni við húsasmíðar en hóf síðan nám í bifreiðasmíði hjá Agli Vil- hjálmssyni hf. og Iðnskólanum í Reykjavík. Eftir nám starfaði Högni lengst af hjá Strætisvögn- um Reykjavíkur og Guðmundi Jónassyni hf. þar sem hann lauk sinni starfsævi, þá kominn nokk- uð á áttræðisaldur. Útför Högna verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Það er ekki á allra færi að ganga barni, sem misst hefur föður sinn, í föðurstað. Nóbelsskáldið okkar segir í einni bók sinni að fáir væru sem feður, Högni Magnússon var í hópi þeirra fáu. Ég var tæplega ellefu ára göm- ul þegar hann giftist móður minni og tók að sér þetta erfiða hlutverk. Betri föður er tæplega hægt að hugsa sér og fyrir það vil ég þakka Högna með þessari kveðju. Með móður minni má segja að hann hafi fengið allan pakkann og hann stóran. Þar sem ég er yngst systkinanna og það eina þeirra sem enn var hjá móður minni þegar þau giftust varð samband okkar Högna ef til vill nánara en hinna. En öllum í stórfjölskyldunni tók hann eins og sínum eigin afkomendum og gerði þar enga undantekningu á. Því til marks má nefna það að um hver jól sendi hann öllum barnabörnum móður okkar jólapakka og urðu þær æði margar. Var erfitt að fá hann til þess að hætta því þegar hópurinn var farinn að telja á ann- að hundrað. Margar minningar fljúga í gegn- um hugann, allar góðar og ber þar engan skugga á. Minnisstætt er mér þegar ég var tólf ára og hafði lengi langað til þess að eignast hring. Ekki hafði sá draumur ræst og þess í stað puntaði ég mig með ómerkilegum koparhring frekar en engum. Fingurinn varð svartur undan hringnum og Högni hefur líklega tekið eftir því. Dag einn eft- ir vinnu kallaði hann á mig og rétti mér lítið skartgripabox, í boxinu reyndist vera fallegur hringur með rauðum steini. Svona var Högni, hann tók eftir hlutunum, var ekki mikið að ræða um þá, en fram- kvæmdi því meira orðalaust. Hann var maður verka frekar en orða. Hugulsemi hans og góðmennsku þekkja allir í fjölskyldunni og langt út fyrir hana. Hann var alltaf tilbú- inn til þess að rétta hjálparhönd og þess nutu margir, vinir og vanda- menn og jafnvel nágrannar. Móður okkar reyndist hann einstaklega vel, ekki síst í veikindum hennar seinni árin og fyrir það viljum við öll systkinin þakka honum. Við er- um öll þakklát fyrir að hafa átt með honum yndislega kvöldstund á átt- ræðisafmæli hans 13. maí síðastlið- inn en þá safnaðist stórfjölskyldan saman og hélt honum veislu. Börnum mínum og barnabörnum var hann besti afi sem þau gátu kosið og er hans sárt saknað af þeim öllum. Veronica mun sakna spilatímanna sem þau áttu saman, hann kenndi henni sín spil og hún síðan honum þau spil sem hún kunni. Saman skemmtu þau sér og hlógu þegar hún reyndi að vinna hann, stundum með smásvindli. Enda sagði Högni í gríni að hún breytti reglunum eftir því sem spil- in legðust hverju sinni. Við munum sakna þess að hann komi ekki í kvöldmatinn eins og hann hefur gert í langan tíma og ræði um stjórnmálin og landsins gagn og nauðsynjar. Þjóðmálin, ásamt umræðum um handboltann og formúluna voru hans uppáhalds- umræðuefni. Skemmtilegast þótti honum ef miklar rökræður urðu og allrabest ef einhver var honum ósammála, þá komst hann verulega á flug. Högni var mikill bókamaður og vel lesinn um ýmis málefni. Oft leitaði ég til hans til þess að fá upp- lýsingar um einhver mál og aldrei var komið að tómum kofunum þar. Við leiðarlok færi ég Högna mín- ar innilegustu þakkir fyrir allt sem hann var mér og fjölskyldu minni. Að kynnast Högna og eiga hann að var mér og okkur öllum eins og Guðs gjöf. Blessuð sé minning hans. Sigrún Árnadóttir. Í dag kveðjum við Högna Magn- ússon. Þegar Högni er nefndur á nafn koma upp í hugann minningar um einstaklega vandaðan og góðan mann. Högni var ekki maður margra orða en hann var maður gerða sinna. Að Högni skyldi kvæn- ast ömmu minni, Guðrúnu Snæ- björnsdóttur, ekkju frá Bíldudal sem hafði eignast fjórtán börn, seg- ir mjög mikið um Högna, því það þurfti óvenjulegan mann til að taka við öllu því sem fylgdi ömmu. Högni var einstaklega ljúfur maður, góðhjartaður, gjafmildur með afbrigðum, og hjálpsamur og síðast en ekki síst ákaflega góður við okkur hin fjölmörgu barnabörn ömmu Guðrúnar. Hann tók okkur öllum sem sínum eigin barnabörn- um sem og barnabarnabörnunum sem einnig eru orðin fjölmörg. Minningin um Högna þegar hann færði mér eina af mínum fyrstu nótnabókum að gjöf þegar ég hóf hljóðfæranám sem barn, mun ég alltaf geyma og þetta segir ýmis- legt um Högna því hann fylgdist með öllum í fjölskyldunni og var umhugað um að styðja við okkur í því sem við vorum að gera. Bókin sú arna er enn í notkun þó að mörg ár séu liðin. Ásamt því að fylgjast vel með öllu því sem var að gerast í fjöl- skyldunni fylgdist hann einnig vel með því sem var að gerast í þjóðlíf- inu. Skoðanalaus var hann síður en svo á þjóðmálunum og pólitíkinni. Hann var vel lesinn, átti sjálfur fjölmargar bækur af öllum stærð- um og gerðum; allt frá fræðibókum og ævisögum til skáldsagna og handbóka og hefði án efa átt auð- velt með langskólanám ef kostur hefði verið á, á ungdómsárum sín- um. Nú fyrir stuttu hélt fjölskyldan upp á 80 ára afmæli Högna og þar var gaman að sjá svo marga úr fjöl- skyldunni samankomna og fagna með honum þessum merkisviðburði í lífi hans. Hann var hamingjusam- ur og ánægður og þótti vænt um hve margir sáu sér fært að koma og gleðjast með honum. Að Högni skyldi halda heilsu alveg til síðasta dags er ákaflega mikils virði. Ástvinum hans öllum sendi ég hugheilar kveðjur, minningin um góðan mann mun lifa. Sigrún Hildur. Elsku afi, þegar ég frétti af þínu skyndilega andláti var ég erlendis og án allra minna ástvina, vina og ættingja. Þegar ég frétti þetta fékk ég sting í hjartað og tárin runnu niður. Sama kvöld lá ég inni í hót- elherbergi og kveikti á kerti. Það var mikil kyrrð og friður og þótt ég væri ein fann ég fyrir návist þinni. Það sem ég minnist mest er áhugi þinn á því sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Hann hefur verið mér mikill stuðningur í gegnum skólann. Þú varst alltaf sá fyrsti sem ég talaði við þegar ég fékk ein- kunnir mínar. Síðasta samtal okkar var einmitt svoleiðis. Einnig hef ég snúið mér til þín þegar kemur að pólitík. Ef eitthvað vafðist fyrir mér skýrðir þú fyrir mér og hefur eflaust smitað mig af skoðunum þínum. Ég man líka eftir ævintýraferð- unum þegar ég kom að heimsækja þig í Hafnarfjörðinn. Við systkinin byrjuðum á að fara niður í fjöru og safna skeljum og kuðungum sem við svo færðum þér og í staðinn fengum við hjá þér heitar kleinur og mjólk. Þegar ég varð svo eldri og komin með bílpróf kom ég til þín í nokkur skipti og við snæddum saman kvöldmat og horfðum saman á fréttinar. Þú varst alltaf búinn að sjóða kartöflurnar og búinn að taka til steikarapönnuna fyrir mig. Þrátt fyrir þögnina, nutum við návistar hvort annars. Þú ert í miklu uppáhaldi hjá mér og ég á eftir að sakna þín sárt. Þú ert svo stór hluti úr lífi fjölskyld- unnar og ómissandi við öll tæki- færi. Þú hefur reynst öllum svo vel og verið kletturinn okkar. Það á eftir að vera tómlegt án þín, og ég kvíði fyrir jólunum sem verða aldr- ei eins án þín. Þú hefur fyllt hjarta mitt af væntumþykju og ást og hugann af minningum og fróðleik sem ég mun njóta allt mitt líf. Takk fyrir allt saman, elsku afi. Helena. Amma og afi bjuggu lengi í Gnoðarvoginum og þegar við krakkarnir komum í bæinn utan af landi var það alltaf fastur punktur í tilverunni að heimsækja ömmu og Högna afa. Ef lýsa ætti Högna, væri það sennilega best gert með þeim orðum að hann hafi verið dag- farsprúður og rólegur maður sem ekki fór mikið fyrir, öðlingur. Hann hafði gaman af lestri góðra bóka og oft sat hann og las meðan við spjölluðum við ömmu, stundum hafði maður þó á tilfinningunni að hann væri að fylgjast með okkur, þó að við fyrstu sýn liti út fyrir að hann væri að lesa. Stundum kom það fyrir, ef við krakkarnir vorum að bralla eitthvað, að afi Högni tók að hristast dálítið, eins og hann væri að hlæja, þó ekkert heyrðist í honum. Aldrei skellti hann þó upp úr og aldrei skammaði hann nokk- urt okkar, heldur tók fljótlega til við lesturinn aftur, eins og ekkert hefði í skorist. Oft laumaði afi Högni einhverju til okkar þegar enginn sá, aurum til að kaupa gott- erí fyrir úr sjoppunni á horninu eða súkkulaðibita jafnvel kandís sem virtist alltaf vera til þegar við kom- um í heimsókn. Við barnabörnin höfðum afa Högna reyndar síðar meir grunaðan um að þykja sjálf- um gott að fá sætt með kaffinu. Högni hafði gaman af því að ferðast og virtist hann hafa mjög gaman af því þegar hann kom ásamt ömmu vestur í Grundar- fjörð. Við systkinin skottuðumst gjarnan í kringum ömmu, hvert með sínum hætti eftir því sem hæfði aldri og þroska, ánægð með að hafa hana hjá okkur, vildum gjarnan hafa hana sem lengst. Við minnumst þess þegar lítill hvít- hærður hnokki fór í leiðangur upp í fjall þar sem við áttum okkar eigin ölkeldu, gosvatn sem gott var að dreypa á og sótti vatn fyrir ömmu sína sem hann kallaði og ynging- arvatn. Þetta var gert svo að amma hefði heilsu og vilja til að heim- sækja okkur oft og stoppa lengi. Högni hafði gaman af þessu, klappaði létt á ljósan koll og sagði það er gott að vera góður við ömmu sína. Hann sá ekki sólina fyrir ömmu og hugsaði vel um hana meðan hún lifði og þegar þau gift- ust hafa sennilega allir í fjölskyld- unni verið mjög ánægðir, því annað eins gæðablóð og Högni afi var, er vandfundið. Hann reyndist öllum í stórfjölskyldunni afar vel, og öllum þótti vænt um hann. Högni var dug- legur til vinnu, var af gamla skól- anum í þeim efnum eins og það er kallað og vildi helst vinna eins lengi og heilsan leyfði, hann var einstak- lega hjálpsamur og það voru ófáar stundirnar sem hann var við að hjálpa einhverjum í fjölskyldunni við smíðar og viðgerðir. Amma átti af fyrra hjónabandi 14 börn og af þeim lifðu 13 og barna- börnin hennar skipta tugum. Það er ótrúlegt til þess að vita að fyrir hver jól lagði afi Högni af stað í verslunarleiðangur og keypti jóla- gjafir handa mörgum tugum barna- barna. Við systkinin nutum góðs af því. Þeir sem komu til ömmu og Högna fyrir jól höfðu á orði að þar hefði stundum verið um að litast eins og í vöruskemmu. Þar gaf að líta fjarstýrða bíla, talandi dúkkur, hauga af lopavettlingum og hosum sem amma hafði prjónað og margt fleira sem setja átti í jólapakkana. Öllu þessu átti svo eftir að pakka og koma út til barnabarnanna. Þessu stússi hafði Högni gaman af að sinna, fór skipulega í verslunarferð- ir fyrir jólin, sennilega meðan amma sat heima og prjónaði á allan fjöldann. Við fráfall Högna missum við barnabörnin hans afa, þó ekki tengdum okkur blóðböndum. Við missum góðan mann, sem annaðist alla tíð vel um ömmu okkar. Vertu sæll, elsku Högni, og guð geymi þig. Elsku Gunna, Valur, Helena, Siddý, Dominique og Veroniqe, við vottum ykkur samúð við fráfall föð- ur, stjúpföður og afa. Arnór Ingólfsson, Matthildur Ingólfsdóttir og Atli Már Ingólfsson. HÖGNI MAGNÚSSON Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR ÖFJÖRÐ, áður til heimilis að Staðarbakka, Eyrarbakka, lést á Kumbaravogi laugardaginn 29. maí. Útför hennar fer fram frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 5. júní kl. 14.00. Jarðsett verður í Selfosskirkjugarði. Markús Þorkelsson, Þórarinn Öfjörð Sigurðsson, Helgi Ingvarsson, Sveinn Ármann Sigurðsson, Guðrún Guðbjartsdóttir, Þorkell Heimir Markússon, Ragnhildur Benediktsdóttir, Magnús Öfjörð Markússon, Sandra Pálsdóttir, Kolbrún Markúsdóttir, Agnar Bent Brynjólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður okkar, tengdaföður, bróður og afa, AÐALGEIRS AXELSSONAR fyrrv. bifreiðarstjóra, Grenivöllum 28, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks dagþjónustunnar á elliheimilinu Hlíð og starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Skjaldarvík fyrir góða umönnun. Petrína Ágústsdóttir, Agnes Aðalgeirsdóttir, Hersteinn Brynjúlfsson, Ágúst Jón Aðalgeirsson, Þorgerður Aðalgeirsdóttir, Helgi Borg Jóhannsson, Axel Aðalgeirsson, Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir, Snjólaug Aðalgeirsdóttir, Ólafur Axelsson, Selma Jónsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.