Morgunblaðið - 04.06.2004, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 04.06.2004, Qupperneq 48
48 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ KÆRA ritstjórn Morgunblaðsins. Mig langar til að benda ykkur á eitt í sambandi við vinnubrögð ykk- ar við birtingu aðsendra greina. Ég ber mikla virðingu fyrir „um- ræðunni“ á síðum blaðsins og ég skrifa þar oft sjálfur. Í „um- ræðunni“ getur fólk tjáð skoðun sína án tillits til embættis síns, ald- urs, menntunar eða kyns. Mér finnst þetta sannarlega vitnisburður um lýðræði þjóðfélagsins. Mörgum lesendum finnst það sama og þeir senda greinar sínar í „umræðuna“. Þess vegna verður greinarhöf- undur hins vegar að bíða talsvert lengi þangað til greinin hans birtist í blaðinu. Kannski tvær vikur að með- altali, en stundum einn mánuð eða lengur. Einu sinni birtist grein, sem ég sendi í byrjun júlímánaðar, í blaði sem kom út eftir jól! Samt er það skiljanlegt að greinarhöfundur verður að bíða nokkurn tíma og ég ætla ekki að kvarta yfir því. Aftur á móti vil ég biðja ykkur, kæra ritstjórn Morgunblaðsins, um að láta greinarhöfunda vita hvort greinin muni birtast innan skamms eða ekki, eftir að þið fáið hana senda. Flestir greinarhöfundar senda greinar sínar vegna þess að þeir hafa eitthvað að segja við les- endur. Mér finnst óþægilegt og ósanngjarnt ef við bíðum í tvær eða þrjár vikur eftir birtingu greinar sem birtist svo aldrei. Persónulega finnst mér óþægi- legt að senda sömu grein til fleiri blaða samtímis og geri það ekki. Ef grein birtist ekki innan ákveðins tíma missi ég tækifærið til að tjá skoðun mína á málinu. Ég skil að blaðið getur ekki birt allar aðsendar greinar og verður að velja. En ef greinarhöfundur getur fengið til- kynningu um það fljótlega, mun hann geta sent greinina til annarra blaða eða vefrita. Ég tel að hann eigi rétt á því að reyna það. Kæra ritstjórn Morgunblaðsins. Ég sendi þetta bréf í formi opins bréfs, þar sem ég tel að margir greinarhöfundar eigi þessa ósk sam- eiginlega. Ég vona innilega að þið endurskoðið vinnubrögðin aðeins, svo að greinarhöfundar missi ekki tjáningarfrelsi sitt. Bestu kveðjur, TOSHIKI TOMA, prestur innflytjenda, Holtsgötu 24, Reykjavík. Aths. ritstj.: Morgunblaðið leggur áherzlu á að birta allar greinar sem blaðinu berast að því tilskildu að þær séu birtingarhæfar. Mæli- kvarðinn er fyrst og fremst sá, að í þeim felist ekki meiðyrði. Blaðið hefur takmarkað lengd aðsendra greina við 5000 tölvuslög með orða- bilum. Það er mjög erfitt að fá greinarhöfunda til þess að halda sig innan þeirra marka. Takist það hins vegar komast fleiri greinar fyrir í blaðinu dag hvern og biðtími stytt- ist. Stundum eru höfundar að skrifa um efni, sem er tímabundið m.a. vegna umræðna í samfélaginu. Í slíkum tilvikum er reynt að láta þær greinar hafa forgang fram yfir ótímabundið efni. Ritstjórn Morg- unblaðsins þykir mjög miður ef höf- undar verða að bíða of lengi eftir birtingu greina sinna. Á því er þó hægt að ráða bót ef höfundar halda lengd greina sinna innan settra marka í stað þess að þrýsta á um birtingu, þótt greinar séu mun lengri en til er ætlast. Í sumum til- vikum er erfitt að tímasetja birtingu greina. Undanfarnar vikur eru dæmi um það en vegna umræðna um fjölmiðlamál hefur mikill fjöldi greina um það efni borizt Morgun- blaðinu og nauðsynlegt að birta þær greinar áður en frumvarpið varð að lögum. Vonandi felst í framan- greindu einhver skýring á því, sem Toshiki Toma fjallar um. Opið bréf til Morgunblaðsins Frá Toshiki Toma: Grettir Grettir Smáfólk KETTIR GERA SKRÍTNA HLUTI SKRÍTNA... GERA KETTIR EITTHVAÐ? VISSIRÐU ÞAÐ AÐ DAGURINN Í DAG ER ALVEG NAUÐALÍKUR GÆRDEGINUM? EF ÉG VISSI EKKI BETUR ÞÁ GÆTI ÞETTA VERIÐ GÆRDAGURINN ER EKKI EITTHVAÐ SEM ÞÚ ÞARFT AÐ GERA? EKKERT SEM GETUR EKKI BEÐIÐ ÞANGAÐ TIL Á MORGUN ÉG FÆDDIST EINN VORMORGUN Á HUNDABÝLINU BRÁARHÆÐ. ÉG VAR EINN AF SJÖ HVOLPUM. PABBI MINN ELSKAÐI MIG. ÞAÐ VORU GÓÐIR DAGAR. HUNDAÚTGÁFAN BAÐ MIG AÐ SKRIFA SJÁLFSÆVISÖGU... Risaeðlugrín © DARGAUD HJÁLP!! DÍNÓ DÍNÓ!! BÍDDU AÐEINS, ÉG KEM AFTUR! FJLÓTT FLJÓTT! framhald ... BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. KRISTINN Jakobsson er stundum talinn einn besti knattspyrnudómari landsins. Það var erfitt að koma auga á það í leik ÍA og Fram. Þegar gróf- asti knattspyrnumaður landsins (Stefán Þórðarson, ef einhver skyldi velkjast í vafa, ekki Bjarnólfur) er að, dugar dómaranum ekki að líta undan og láta hann óáreittan við iðju sína. Enda var það svo að leikurinn fór gersamlega úr böndunum. Tveir Skagamenn áttu að fjúka af velli fyr- ir ljót brot og einn Framari fyrir hefndarbrot. Kristni ber að hafa í huga að þegar hann lætur leikinn þróast með þess- um hætti eru fótboltamennirnir á vellinum settir í hættu – eins og raunin varð í þessum leik. Það var ekki honum að þakka að ekki fór enn verr. Þá horfði Kristinn Jakobsson á Gunnlaug Jónsson toga í Ríkharð Daðason inni á teig til að koma í veg fyrir að hann næði að skalla að marki. Togið var svo áberandi að það teygðist á treyjunni til hins ýtrasta, en ekkert dæmt. Eftir hvaða reglu dæmdi milliríkjadómarinn þarna? Mér er spurn. Ef ástæðan fyrir aðgerðaleysi knattspyrnudómarans er sú sem ég held að hún sé, hræðsla við þennan sem stendur á hliðarlínunni og leið- beinir dómaranum, ja þá þarf greini- lega að fá formann Vinstri grænna til að segja Kristni til með viðeigandi hætti. EINAR S. HÁLFDÁNARSON, Hverafold 142. Dómgæsla ekki til fyrirmyndar Frá Einari S. Hálfdánarsyni:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.