Morgunblaðið - 04.06.2004, Síða 53

Morgunblaðið - 04.06.2004, Síða 53
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2004 53 VEIGAR Páll Gunnarsson og Dan- inn Mads Jörgensen, sem áttu að fara fyrir sókninni hjá norska úr- valsdeildarliðinu Stabæk í ár og bæta frá síðustu leiktíð, hafa greinilega ekki þolað æfingar liðs- ins í vetur. Báðir hafa átt við þrálát meiðsli að stríða í vor og vill þol- þjálfari liðsins kenna um lélegum æfingagrunni þeirra þar sem þeir hafa einfaldlega ekki haft nógu gott þrek og of lítinn vöðvamassa til að komast í gegnum æfingar. Veigar Páll lék aðeins síðari hálf- leikinn gegn Viking í fyrrakvöld en Jörgensen sat sem fastast á bekkn- um þegar Stabæk beið ósigur, 1:0. Þolþjálfari Stabæk, Thor Øst- hagen, dregur ekki dul á það að bakmeiðsli Veigars Páls og hné- meiðsli Jörgensens stafi af lélegum æfingagrunni. Á síðustu leiktíð hafi æfingar liðsins á undirbúningstím- anum miðast við að styrkja og bæta skrokkinn sem leitt hafi til færri meiðsla í ár nema hjá nýliðunum en þeir Veigar og Jörgensen þurfa á næstu vikum að stunda séræfingar samhliða æfingum hjá liðinu. „Þeir hafa bara ekki haft nógu sterka vöðva til að þola æfingarnar hjá Stabæk,“ segir Thor Østhagen við norska blaðið Budstikka. Veigar Páll þótti sýna góða takta þegar honum var skipt inná í leikn- um við Viking en hann hefur aðeins komið við sögu í tveimur af níu leikjum með Stabæk í deildinni. Nýja sóknarmenn Stabæk skortir þrek og kraft FÓLK  JALIESKY Garcia, leikmaður ís- lenska landsliðsins í handknattleik, er rifbeinsbrotinn og verður ekki með íslenska liðinu í síðari viðureign þess gegn Ítölum á sunnudag. Þeir Ingimundur Ingimundarson og Vignir Svavarsson koma inn í hóp- inn í hans stað. Íslendingar unnu fyrri leikinn 37:31 en sigurvegari við- ureignarinnar mun leika á heims- meistaramótinu í Túnis á næsta ári.  EYJÓLFUR Gíslason, einn af frumkvöðlum Víðis í Garði, var á miðvikudaginn sæmdur gullmerki KSÍ. Eyjólfur varð sjötugur í lok apríl, en hann fékk silfurmerki KSÍ þegar hann varð sextugur.  TÉKKNESKU leikmennirnir Tomas Galasek og Jan Koller munu ekki missa af EM í Portúgal. Þeir meiddust í leik við Búlgaríu á mið- vikudaginn, en meiðsli þeirra eru minniháttar og verða þeir báðir til- búnir í slaginn. Galasek er varnar- maður og Koller fremstur í sókn Tékka.  MUZZY Izzet hefur gengið til liðs við Birmingham City á frjálsri sölu frá Leicester City. Izzet, sem er tyrkneskur landsliðsmaður, hefur spilað með Leicester undanfarin átta ár en eftir að liðið féll úr úrvalsdeild- inni var ljóst að hann myndi yfirgefa félagið. Izzet skrifaði undir þriggja ára samning við Birmingham og hittir þar fyrir fyrrverandi félaga sinn frá Leicester, Robbie Savage.  RONALD De Boer, sem áður lék með Ajax, Barcelona og Glasgow Rangers, mun spila í Katar á næsta tímabili. Þessi fyrrverandi landsliðs- maður Hollands, sem er 34 ára, hef- ur skrifað undir eins árs samning við bikarmeistara Al Rayyan. Ekki er talið ósennilegt að tvíburabróðir hans, Frank De Boer, muni einnig ganga til liðs við Al Rayyan fyrir næsta tímabil.  DAVID Bentley, framherji Arsen- al, hefur verið lánaður til Norwich City út næsta tímabil. Þetta er annar leikmaðurinn sem Norwich fær fyrir næsta tímabil en fyrr í vikunni gekk skoski landsliðsmarkvörðurinn Paul Callagher til liðs við félagið frá Dundee United.  CARLOS Queiroz, fráfarandi þjálfari Real Madrid, staðfesti í gær að hann væri á leið til Englands á nýjan leik til þess að taka við sínu fyrrverandi starfi sem aðstoðarmað- ur Sir Alex Fergusons knattspyrnu- stjóra.  GABRIEL Heinze, varnarmaður PSG í Frakklandi og argentínska landsliðsins, er á leið til Manchester United. Talið er að Heinze kosti 8,5 millj. punda, um 1,1 milljarð kr.  STEVE Cotterill var í gær ráðinn knattspyrnustjóri Burnley. Cotterill tók við af Guðjóni Þórðarsyni hjá Stoke fyrir tveimur árum en Guðjón var um tíma orðaður við starfið hjá Burnley. SVO getur farið að Þróttur Reykjavík verði í pottinum þegar dregið verður í Evr- ópukeppni félagsliða þann 8. júní næstkomandi. Knatt- spyrnusamband Evrópu út- nefnir tólf lönd sem eiga möguleika á að hljóta þrjú sæti í keppninni sem veitt eru vegna háttvísi. Þar sem Svíar eru efstir á háttvísilista UEFA eiga þeir öruggt sæti í keppninni en dregið verður um tvö sæti og er Þróttur þar á meðal liða frá ellefu löndum. Til að eiga möguleika á að komast í pott- inn verður viðkomandi land að hafa náð meðaleinkunn upp á 8,0 og að hafa leikið tilskilinn fjölda leikja í keppnum á vegum UEFA. Að þessu sinni náðu tólf lönd lág- markinu og er Ísland þar á meðal. Ísland er með 8,008 í meðaleinkunn. Ástæða þess að Þróttur er fulltrúi Íslands í valinu er sú að liðið hlaut háttvísiverðlaun KSÍ á síðasta tímabili. Hátt- vísistuðull UEFA ræðst af fjölda gulra og rauðra spjalda sem íslensk landslið og félagslið fá í keppni á veg- um sambandsins. Þróttur í UEFA- keppnina?Morgunblaðið/Stefán Stefánsson Húnar frá Hvammstanga skörtuðu fögrum skósíðum kyrtlum, sem komu sér vel í roki og rigningu. Hér eru frá vinstri Eygló Hrund Guðmundsdóttir, Kristín Birna Sveinsdóttir, Rannvá Björk Þor- leifsdóttir, Sigurður Örn Sigurðsson, Arndís Eir Sveinsdóttir og Linda Þorleifsdóttir. Bak við hóp- inn stendur þjálfarinn Sveinn Benónýsson. Morgunblaðið/Stefán Stefánsson Sundfólk frá Ungmennafélaginu Þrótti frá Vogum mætti vígreift til leiks og lét sig ekki muna um myndatöku utanhúss. Frá vinstri eru Rebekka María, Hekla Eir, Sólrún Ósk, Jóhann Sævar, Guð- munda Birta, Sjöfn, Einar Óli, Berglind, Petra Ruth, María Jóna Jónsdóttir þjálfari, Kristjana, Eir- þrúður, Thelma Rún, Elísabet Rós, Valgerður, Hákon Þór, Emilía Rós og Ágústa Margrét. KR-ingar létu sig ekki vanta. Hér eru f.v. Ásgerður, Hildur, Rán, Sigmundur, Kolbrún, Adriana, Snær, Eiríkur, Gunnar, Ari og Þór. DREGIÐ var í 32 liða úrslit Visa- bikarsins, bikarkeppni Knatt- spyrnusambands Íslands, í karla- flokki í gær. Liðunum var skipt í tvo hópa, annars vegar þau lið sem unnu sér rétt til þátttöku í keppn- inni með sigri í undankeppninni og hins vegar þau 16 lið sem voru í efstu sætum Íslandsmótsins í fyrra. Bikarmeistarar Akraness lenda á móti HK og verður leikið í Kópa- vogi. Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði bikarmeistaranna, var tiltölulega ánægður með mótherjana. „Þetta er þægilegt ferðalag en vissulega hefðum við getað verið heppnari með mótherja, svona á pappírunum altént. HK er með gott lið og í bik- arnum má búast við öllu, við höfum oft lent í vandræðum í bikarkeppn- inni þannig að það er ekkert gefið í henni,“ sagði Gunnlaugur. Spurður um hvort hann sæi ein- hverja leiki sem hann myndi fara á í 32-liða úrslitunum ef hann yrði ekki að spila á sama tíma sagði Gunnlaugur: „Leikur Breiðabliks og Njarðvíkur er forvitnilegur enda eru þau að berjast í fyrstu deildinni. Hvað aðra leiki varðar veit ég satt best að segja ekki hvað skal segja.“ Eftir nokkra umhugsun kom þó niðurstaðan: „Nei, ég held ég myndi ekki gera mér ferð á ein- hvern af þessum leikjum.“ Liðin sem mætast í 32-liða úrslit- unum eru: Afturelding – Haukar, Reynir Sandgerði – Þór Akureyri, ÍR – Fylkir, Tindastóll – KA, Fjölnir – ÍBV, Selfoss – Grindavík, Breiða- blik – Njarðvík og Tindastóll – KA og verða þessir leikir föstudaginn 11. júní. Daginn eftir, laugardaginn 12. júní, leika: Ægir Þorlákshöfn – FH, Sindri – Víkingur Reykjavík, Fjarðarbyggð – Valur, Víðir – KR, KS – Stjarnan, HK – ÍA, Grótta – Fram, KFS – Þróttur Reykjavík og Völsungur – Keflavík. Bikarmeistar- arnir fá HK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.