Morgunblaðið - 04.06.2004, Page 60

Morgunblaðið - 04.06.2004, Page 60
60 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Stórviðburður ársins er kominn! Brad Pitt, Orlando Bloom og Eric Bana í magnaðri stórmynd undir leikstjórn Wolfgang Petersen. B rad P i t t , O r lando B loom , E r ic Banai l l i KRINGLAN Sýnd kl. 2, 3.30, 4, 5, 6.30, 8 og 11. HEIMSFRUMSÝNING Nýjasta og mest spennandi myndin um Harry Potter er komin í bíó. Stórkostlegt ævintýri fyrir alla fjölskylduna sem enginn má missa af! Ráðgátur leysast, leyndarmál verða uppljóstruð. Sýnd kl. 6, 7, 9 og 10. B.i.14 ára.Sýnd kl. 3, 4, 6, 7, 9 og 10. Sýnd í stóra salnum 3, 6 og 9. Sýnd kl. 6 og 9. B.i. 12 ára Stórviðburður ársins er kominn! Brad Pitt, Orlando Bloom og Eric Bana í magnaðri stórmynd undir leikstjórn Wolfgang Petersen. Í SNERTINGU VIÐ TÓMIÐ SKONROKK Kvikmyndir.is HJ MBL J.H.H Kvikmyndir.com „Þetta er stórkostlegt meistaraverk“ ÓÖH, DV tt r t r tl t i t r r , . . i ir. Það er óralangt síðan ég sá jafn skelfilega grípandi mynd. Án efa ein besta myndin í bíó í dag. KD, Fréttablaðið l í j f lfil í i . f i i í í í . , r tt l i ÓENDANLEG ÁSTRÍÐA ÓDAUÐLEGAR HETJUR GOÐSÖGNIN SEM MUN LIFA AÐ EILÍFU! L Í L J I LIF ILÍF ! B rad P i t t , O r lando B loom , E r ic Banai l l i  SV MBL Sýnd kl. 5.  Tvíhöfði  DV  Roger Ebert Chicago Sun Tribune FRÁ LEIKSTJÓRA „THE MUMMY“ OG „THE MUMMY RETURNS“ HEIMSFRUMSÝNING Nýjasta og mest spennandi myndin um Harry Potter er komin í bíó. Stórkostlegt ævintýri fyrir alla fjölskylduna sem enginn má missa af! Ráðgátur leysast, leyndarmál verða uppljóstruð. BRESKA hljómsveitin Starsailor heldur tónleika hér á landi eftir viku, nánar tiltekið nk. föstudag, á Nasa við Austurvöll. Í samtali við Morgunblaðið í vikunni sagðist James Walsh, söngvari og aðallagasmiður sveit- arinnar, að þeir félagar hlökkuðu mjög til tónleikanna. Hann segir að þeir hafi beðið lengi eftir tækifæri til að sækja Ísland heim og leika fyrir íslenska unnendur sína. „Það hefur verið látið einkar vel af landi og þjóð við okkur þannig að Ísland er eitt af lönd- unum þar sem við viljum spila.“ Nasa tekur einungis um 700 manns og segist Walsh mjög sátt- ur við það. „Það er fínt að staðurinn skuli ekki vera stærri. Alltaf betra að byrja smátt og vinna sig svo upp. Ég kann alltaf betur við nálægð- ina við áhorfendur en að leika á stórum leikvöngum fyrir þús- undir manna. Þá er mun erfiðara að ná sambandi við áhorfendur. “ Ítarlegra viðtal við Walsh verð- ur í Fólki í fréttum um helgina. Samkvæmt nýjustu upplýs- ingum eru aðeins um 250 miðar eftir á tónleikana og má því búast við því að uppselt verði á næstu dögum. Miðasala fer fram í versl- un Og Vodafone í Síðumúla 28 og á vef Icelandair, www.farfugl- inn.is. Húsið verður opnað kl. 20, upphitunarhljómsveit verður til- kynnt síðar. Starsailor stígur á svið upp úr kl. 22. Miðaverð er 3.500 og aldurstakmark 20 ár. Starsailor leikur á Nasa eftir viku Báðu um að spila á Íslandi Starsailor er ættuð frá Wigan, sem er miðja vegu milli Liverpool og Manchester. Í KVÖLD á Café Kulture á Hverfisgötu verður sannkölluð salsaveisla. Dansinn mun duna undir styrkri stjórn salsakenn- arans Carlos Sanchez og vefsíð- an www.salsa.is verður form- lega opnuð. Sanchez hefur verið að kenna salsa á Íslandi í tíu ár og útskrifað hundruð nemenda en fast athvarf áhugafólks um salsa hefur ekkert verið – þar til nú. Á www.salsa.is verður nefnilega hægt að ganga að spjalli um salsa, sækja upplýs- ingar um námskeið og salsa- uppákomur, kynna sér sögu dansins, skrá sig fyrir frétta- bréfi og svo framvegis. Salsa- dansinn er upprunninn í Kúbu árið 1930. Árið 1970 varð svo mikil salsavakning í New York og er formið eitt af vinsælli dansformum samtímans. Bjarni Lúðvíksson hjá salsa.is segir að ráðist hafi verið í þessa starfsemi vegna áðurnefndrar vöntunar á athvarfi. „Kvöldið á morgun verður jafnframt fyrsta salsakvöldið af sex sem við munum halda í sum- ar,“ segir Bjarni. „Áætlað er svo að enda þetta salsasumar á heljarkarnivali á menningarnótt í Reykjavík.“ Bjarni hvetur sem flesta til að mæta, og þeir sem hafa aldrei stigið salsaspor geta verið óhræddir því Sanchez verður á staðnum eins og áður segir og mun bregðast ljúfmannlega við öllum spurningum og sýna þeim sem þurfa grunnsporin. Vefsíðan salsa.is formlega opnuð í kvöld á Café Kulture Salsasamfélag á Íslandi Kvöldið hefst klukkan 21.00. www.salsa.is Morgunblaðið/Jim Smart Carlos Sanchez HARRY Potter er aftur snúinn og hefjast sýningar á þriðju mynd- inni, Fanganum í Azkaban, í dag í kvikmyndahúsum um land allt. Myndin var forsýnd fyrir troð- fullum stóra salnum í Háskólabíói á miðvikudag og var ekki annað að sjá á viðbrögðum gesta, sem klöppuðu og hrópuðu að sýningu lokinni, en að hún félli vel í kram- að. Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum í dag en breskir aðdáendur fengu fyrstir að sjá myndina þegar hún var frumsýnd þar á mánudag. Hún var heldur ekki lengi að slá met því engin mynd hefur halað inn eins miklar tekjur á einum degi í Bretlandi og Potter gerði á frumsýningardag- inn. Dómar eru farnir að birtast um myndina og eru flestir á þá leið að hún sé myrkari og um leið sterk- ari en þær fyrri. Gagnrýnandi The Hollywood Reporter segir myndina t.a.m. „sláandi sjónarspil sem er dýpri, myrkari og tilfinn- ingaþrungnari kvikmyndagerð á bókmenntaundri J.K. Rowling, og tekst að vera trú anda bókarinnar um leið og hún er fyrst og fremst kvikmyndaupplifun.“ A. O. Scott hjá New York Times segir hana fyrstu Harry Potter-myndina sem virki eins og alvöru bíómynd fremur en eins og myndskreyting á bókunum. Gagnrýnandi Variety er ekki alveg eins hrifinn; segir myndina vissulega hafa meiri vigt en hinar en kvartar undan því að hún standi ekki alveg ein og sér, heldur sé greinilega hluti af lengri sögu. En skv. samantekt hjá Metacritic og Rotten Tomatoes eru gagnrýnendur vel yfir meðallagi sáttir. Á Metacritic er hún með 76 af 100, sem er mjög gott, og samkvæmt útreikn- ingum þeirra á Rotten Tomatoes er hún með 87% rauða og ferska tómata af 100%. Potter kominn Katrín Björgvinsdóttir, Rósanna Andrésdóttir og Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir voru uppáklæddar og tilbúnar fyrir nýju Potter- myndina. Morgunblaðið/Sverrir Ofsalega spenntir. Alexander Húgó, Árni Fannar og Tómas Árni á forsýningunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.