Morgunblaðið - 10.06.2004, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 10.06.2004, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Opið virka daga frá 10-18, lau og sun 13-16. Netsalan ehf. „Alltaf með nýjungar!“ Aðeins það besta! Knarrarvogi 4, 104 Reykjavík - Sími 517 0220 - www.netsalan.com Bílar í sérflokki frá Chrysler Chrysler 300C árgerð 2005, hlaðinn nýjungum Glæsilegur 2ja sæta sportbíll Chrysler Crossfire Báðir bílarnir eru til sýnis á staðnum Bílar sem eru að slá í gegn um þessar mundir! SNIGLARNIR gangast fyrir minningarvöku vegna fallinna félaga í kvöld kl. 21 við Kúagerði á Reykjanesbraut. Verður þar kyrrðarstund „fyrir okkur öll að hugleiða lífið og liðna atburði“ segir í frétt Sniglanna. Komið hefur verið upp minningarreit á slysstaðnum við Þingvallaveg þar sem ungur maður lét lífið í bifhjólaslysi sl. mánudag. Morgunblaðið/Þorkell Minningarvaka vegna fallinna félaga gr. útvarpslaga. Að þessu virtu og í ljósi ofangreindra sjónarmiða telur umboðsmaður verulegan vafa leika á því að gerð og birting ritaðs efnis á heimasíðu Ríkisútvarpsins sem hvorki sé beinn þáttur í miðlun hljóð- varps eða sjónvarpsútsendinga stofn- unarinnar, t.d. fréttalýsingar eða önn- ur dagskrá, né almenn kynning á stofnuninni geti talist til „útvarps- starfsemi“ í merkingu síðari málsliðar 1. mgr. 10. gr. laga um Ríkisútvarpið, eins og það hugtak verði skýrt í ljósi skilgreiningar a-liðar 1. mgr. 1. gr. út- varpslaga á hugtakinu „útvarp“. Um- boðsmaður telur vandséð að sjálfstæð birting ritaðs efnis á heimasíðunni sem aðeins sé unnið fyrir heimasíð- una, geti því talist til útvarpsstarf- semi eða verið þáttur í slíkri starfsemi Ríkisútvarpsins sé slíkt efni ekki beinn liður í því lögbundna verkefni stofnunarinnar að annast hljóðvarp og sjónvarp. Hefur umboðsmaður þá í huga að tekjum Ríkisútvapsins megi eingöngu verja í þágu útvarpsstarf- semi, skv. ákvæði laga um Ríkisút- varpið, en af lögskýringargögnum við ákvæðið verði ekki annað séð en með því hafi verið girt fyrir að tekjur Rík- isútvarpsins yrðu nýttar í öðru skyni en til að standa undir lögbundnum verkefnum stofnunarinnar og þá í samræmi við meginreglur stjórn- sýsluréttar um tekjuöflun opinberra aðila. Ekki sýnt fram á full- nægjandi lagaheimildir Vegna viðhorfa Ríkisútvarpsins í svarbréfum til umboðsmanns tekur hann fram að af ákvæðum útvarps- laga og lögskýringargögnum verði ekki ráðin nein almenn fyrirætlan löggjafans um að núgildandi útvarps- lög hafi við gildistöku sína átt að leiða til þess að undir hugtakið „útvarp“ félli miðlun upplýsinga af hálfu hand- hafa útvarpsleyfa í gegnum alnetið sem ekki væri beinn liður í útsend- ingu hljóðvarps eða sjónvarps. Telur umboðsmaður að Ríkisútvarpið hafi ekki sýnt fram á að fullnægjandi laga- heimild standi til framleiðslu sjálf- stæðs efnis til birtingar á heimasíð- unni. Þá fær umboðsmaður ekki heldur séð að sala auglýsinga sérstak- lega til birtingar á heimasíðu Ríkisút- varpsins falli undir heimila gjaldtöku vegna „[auglýsinga] í hljóðvarpi og sjónvarpi“ skv. 2. mgr. 10. gr. laga um Ríkisútvarpið. UMBOÐSMAÐUR Alþingis kemst að þeirri niðurstöðu í áliti sínu að Rík- isútvarpið hafi ekki sýnt fram á að gerð og birting efnis á heimasíðunni ruv.is, eigi sér fullnægjandi lagaheim- ild. Þá segir umboðsmaður jafnframt að Ríkisútvarpið skorti lagastoð til að selja auglýsingar til birtingar á heimasíðunni. Beinir umboðsmaður þeim tilmælum til ríkisútvarpsins að það hagi starfsemi sinni í samræmi við sjónarmið þau sem hann gerir grein fyrir í áliti sínu. Útgáfa á íslensku efni ehf., sem rekur frétta- og fjölmiðlavefinn tunga.is, kvartaði til umboðsmanns yfir „nær ótakmörkuðum heimildum Ríkisútvarpsins til miðlunar efnis á Internetinu“ og „nær ótakmörkuðum heimildum Ríkisútvarpsins til að leggja undir sig Internet-auglýsinga- markaðinn á Íslandi“. Umboðsmaður segir í umfjöllun sinni að leggja verði til grundvallar að útvarpslögum nr. 53/2000 hafi ekki verið ætlað að kveða almennt á um samruna fjarskipta, útvarps og tölvu- notkunar á því sviði sem þau fjalla um. Ekki verði heldur annað séð en að ákvæði útvarpslaga og athugasemdir sem þeim fylgja lúti í aðalatriðum að breyttum aðferðum til miðlunar efnis samkvæmt lögunum. Sé í þeim gert ráð fyrir að menntamálaráðherra geti kveðið á um breytingu á merkjum út- varpsstöðva yfir í stafrænt form í þessu sambandi með reglugerð. Slík reglugerð hafi hins vegar ekki verið sett. Þrátt fyrir að útvarpslög geri með þessum hætti ráð fyrir nýjum möguleikum til miðlunar og dreifing- ar útvarpsefnis sé hvergi í þeim vikið að efnislegri skilgreiningu a-liðar 1. mgr. 1. gr. laganna á hugtakinu „út- varp“ en í því ákvæði sé hugtakið bundið við tiltekna framsetningu efn- is. Þannig sé í ákvæðinu gert ráð fyrir að útvarp, hljóðvarp eða sjónvarp feli í sér útsendingu dagskrárefnis sem ætluð er „almenningi til beinnar mót- töku og dreift er með rafsegulöldum“ og að slík útsending sé í „tali, tónum eða myndum“. Verulegur vafi á að efni á ruv.is geti talist útvarpsstarfsemi Umboðsmaður ítrekar að skýra verði hugtakið „útvarpsstarfsemi“ í merkingu laga um Ríkisútvarpið til samræmis við framangreinda skil- greiningu á hugtakinu „útvarp“ í 1. Álit umboðsmanns Alþingis Telur RÚV ekki hafa sýnt nægar lagaheimildir TVEIR bifhjólamenn hafa látið lífið í umferðinni það sem af er þessu ári en fram að því höfðu liðið tvö ár án þess að banaslys yrði meðal bifhjóla- manna. Samkvæmt bráðabirgðatöl- um frá embætti ríkislögreglustjóra hafa að auki 24 einstaklingar slasast í bifhjólaslysum á árinu. Oftast er um þung bifhjól að ræða og eru 88% slas- aðra karlmenn. Slys á fyrri hluta síð- asta áratugar voru um og yfir 100 á ári en voru komin niður í 60 árið 2001. Nýrri tölur liggja ekki fyrir. Ágúst Mogensen, framkvæmda- stjóri Rannsóknarnefndar umferðar- slysa, segir fjölda slysa mikið áhyggjuefni. Fyrr á árinu lagði hann fram, ásamt Njáli Gunnlaugssyni, bif- hjólakennara, tillögur að bættu ör- yggi bifhjólafólks sem byggðust á skýrslu um bifhjólaslys árin 1999 og 2000. Í skýrslunni kemur fram að bif- hjólaslys eiga sér oftast stað í þéttbýli og helmingur slysanna eigi sér stað við gatnamót en í 80% þeirra tilvika lenda bíll og bifhjól saman. „Öku- menn gæta sín ekki nógu vel á bif- hjólum og eiga það til að keyra í veg fyrir bifhjólamenn. Bifhjólin eru minni en bílarnir og fólk virðist mis- reikna sig við það að meta hröðunina og hraðann á bifhjólunum. Ekki það að hraðinn sé meiri heldur er ökutæk- ið minna og því sýnist fjarlægðin vera meiri og sér ökumaðurinn jafnvel ekki bifhjólin. Það mætti því auka fræðslu ökumanna varðandi bifhjól.“ Í skýrslunni kemur fram að bif- hjólafólk gleymist stundum þegar unnið er að hönnun umferðarmann- virkja. „Þegar Vegagerðin og borgin eru að hanna umferðarmannvirki væri æskilegt að fram færi ákveðin umferðaröryggisrýni ásamt fulltrú- um bifhjólafólks. Bifhjólamenn eru að fá fulltrúa í umferðarráð núna en ég veit ekki til þess að bifhjólamenn séu í umferðaröryggisrýni hjá Vegagerð- inni eða hjá borginni,“ segir Ágúst. Hann hefur einnig áhyggjur af fjölda réttindalausra ökumanna á minni bifhjólum sem margir hverjir eru á unglingsaldri. Hann bendir á að rétt væri að samræma aldursskilyrði vegna þessara leyfa. „Það er ákveðið gat þarna því hægt er að fá æfinga- leyfi á létt bifhjól við 15 ára aldur. Menn sleppa því oft að fara í prófið vegna þess að þegar þeir eru 16 ára hefst undirbúningur að bílprófi. Það er mun meira spennandi og í kjölfarið fá margir sér aldrei fullgild réttindi á létt bifhjól.“ 24 hafa slasast í bif- hjólaslysum á árinu MARKÚS Örn Antonsson útvarps- stjóri segist vænta þess að við end- urskoðun laga um Ríkisútvarpið, sem boðuð hefur verið með haust- inu, verði sérstaklega tekin afstaða til þess hvort Ríkisútvarpinu eigi að vera óheimilt að birta á heimasíð- unni fréttir á ritmáli, sem þó tíðkist hjá útvarpsstöðvum hvarvetna ann- ars staðar. „Við munum þ.a.l. vænta þess að það liggi fyrir hrein og klár nið- urstaða löggjafans um það atriði varðandi okkar starfsemi í framtíð- inni,“ segir Markús Örn. Hann seg- ir að væntanlega þýði þetta líka, að umboðsmaður Alþingis sé að mæl- ast til þess að annað efni sem hafi verið á vefnum en ekki á dag- skránni, verði fjarlægt. „Það þætti okkur mjög miður því að þar er m.a. um að ræða sérstaka vefi sem gerðir hafa verið um menningarlegt efni og Íslandssögu, sem við vitum að er mikið notað, t.d. af skólafólki.“ Markús segir að það stangist þó á við það ákvæði, sem komi fram í lögum um Ríkisútvarpið, að það skuli stunda fræðsluútvarp í sam- vinnu við fræðsluyfirvöld og sér- staklega verði ætlað fé til þess á fjárlögum. Það hafi hins vegar aldr- ei verið gert, en RÚV sé að leitast við að koma til móts við það sjón- armið að vera með fræðsluútvarp, og þá í þessu formi. Tekið á athugasemdum ESA Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segist gera ráð fyrir að við endurskoðun laga um Ríkisútvarpið verði tekið á at- riðum sem lúta að athugasemdum Eftirlitsstofnunar Evrópusam- bandsins (ESA) til Ríkisútvarpsins um að reyna að aðgreina sam- keppnisrekstur og þann rekstur sem fellur undir almannahlutverk stofnunarinnar. „Sú endurskoðun kemur til með að nýtast okkur í svörum okkar til ESA,“ segir Þor- gerður. Tekið skal fram að henni hafði ekki gefist færi á að kynna sér álit umboðsmanns Alþingis í gær. Væntir niðurstöðu löggjafans um ruv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.