Morgunblaðið - 10.06.2004, Síða 6

Morgunblaðið - 10.06.2004, Síða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Dodge Ram 2500 Quad Cab Laramie Til afgreiðslu strax Væntanlegur í búðina á föstudag Opið virka daga frá 10-18, lau og sun 13-16. Netsalan ehf. „Alltaf með nýjungar!“ Aðeins það besta! Knarrarvogi 4, 104 Reykjavík - Sími 517 0220 - www.netsalan.com SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra fór í þriggja daga leiðangur upp á Vatnajökul með Jöklarann- sóknarfélagi Íslands (JÖRFÍ). Siv kom heim á þriðjudag en leiðangur félagsins stendur enn og er tilgangur hans margþættur. Meðal helstu verkefna JÖRFÍ eru ýmsar mælingar m.a. mælingar á vatns- hæð Grímsvatna, sem standa hærra en verið hefur frá árinu 1996, og er búist við hlaupi úr þeim mjög fljótlega. Siv sagði að skjálftavirkni á svæðinu væri töluverð og færi vaxandi og því mætti búast við gosi innan tveggja ára í Grímsvötnum. Hún sagði afar litlar líkur á því að fólk eða mannabyggðir yrðu fyr- ir skaða vegna gossins og hlaupsins. Siv sagðist hafa verið spenntust fyrir hæðarmæl- ingu Hvannadalshnúks, hæsta tinds landsins, með GPS-landmælingatækjum en hæð hans hefur verið talin 2.119 m frá því hann var fyrst og síðast mæld- ur fyrir 100 árum. Hún sagði að niðurstöðu mætti vænta eftir um eina og hálfa viku. Þá fæst úr því skorið hvort hæðin sé sú sama eða hvort breyting hafi orðið þar á. Áhugasamir geta kynnt sér meira um ferð Sivjar á heimasíðu hennar www.siv.is. Siv segir að tafir verði á því að opna Vatnajök- ulsþjóðgarð, en ríkisstjórnin hefur þegar samþykkt að jökulhetta Vatnajökuls verði þjóðgarður og þar með stærsti þjóðgarður Evrópu. Það sem veldur töfunum eru deilur um eignarhald en átta landeig- endur í sveitarfélaginu Hornafirði gerðu kröfu í að eiga hluta af jökulhettunni sjálfri í því sveitarfélagi. Óbyggðarnefnd úrskurðaði að jökullinn væri þjóð- lenda en ekki einkaeign. „Tveir landeigendur hafa nýtt sér sinn málskotsrétt og gera áfram kröfu fyrir héraðsdómi að þeir eigi hluta af jökulhettunni í sveitarfélaginu Hornafirði. Eignarhaldið er komið fyrir dómstóla og við bíðum nú eftir niðurstöðu í héraðsdómi. Svo er einnig hugsanlegt að þetta fari fyrir Hæstarétt þótt það sé óljóst á þessari stundu,“ segir Siv. Hún segir að undirbúningsvinna fyrir þjóðgarðinn sé í fullum gangi og bætir því við að ef dómstólar úrskurði landeigendum í vil muni ráðu- neytið semja við landeigendurna um að lönd þeirra væru innan þjóðgarðsins. „Það er alveg opin heim- ild fyrir því í lögum að það sé einkaland í þjóðgarði, þó að það hafi verið talið æskilegra að það sé í al- manna eigu.“ Siv bendir á að fordæmi séu fyrir því að þjóðgarður sé í einkaeigu, t.a.m. sé lítill skiki inn- an Snæfellsjökulsþjóðgarðs í einkaeign. Umhverfisráðherra fór í þriggja daga rannsóknarleiðangur upp á Vatnajökul Búist er við gosi innan tveggja ára í Grímsvötnum Niðurstöðu úr nýrri hæðarmælingu á Hvanna- dalshnúk er að vænta eftir rúma viku. EVRÓPUKEPPNI landsliða í knattspyrnu hefst næstkomandi laugardag og verða allir leikir keppninnar í beinni útsendingu. Með hliðsjón af tölum frá RÚV, um áhorf frá síðustu keppnum, má áætla að rúmlega helmingur Íslend- inga muni fylgjast með keppninni að miklu eða öllu leyti. Einnig ligg- ur það fyrir að 70 af hundraði þjóð- arinnar telja að fréttir eigi að víkja fyrir beinum útsendingum frá stór- mótum eins og EM eða HM í knatt- spyrnu. Ríkissjónvarpið mun hafa þann háttinn á, þegar leikir skarast við fréttatíma, að sýna einnar mínútu langt yfirlit frétta á sama tíma og leikurinn verður smækkaður niður í horn skjásins. Samstarf við Sýn í þágu áhorfenda Sjónvarpið, sem á sýningarrétt- inn frá kepninni, mun sýna alla leikina 31, þar af 26 leiki beint. Jafnframt hefur verið gerður samn- ingur við Sýn um að sýna beint þá fimm leiki sem Sjónvarpið getur ekki boðið upp á í beinni útsend- ingu. „Það má segja að þetta sam- starf brjóti blað í íþróttaumfjöllun hér á landi,“ segir Samúel Örn Erlingsson, yfirmaður íþróttadeild- ar RÚV. „Þetta samstarf er fyrst og fremst í þágu áhorfenda þannig að þeir eigi kost á því að sjá alla leikina í beinni útsendingu. Þeim sem að þessari keppni standa og selja réttinn að henni þykir þetta fyrirkomulag einnig æskilegt þó að það sé ekki sett sem skilyrði. Þá er þetta mikilvægt skref í þeirri um- ræðu sem hefur farið fram um ger- valla Evrópu, sem snýst um það að almenningur skuli hafa aðgang að sem flestum stórkeppnum.“ Samúel er ánægður með sam- starfið við Sýn og segir að framhald verði á því. „Við gerðum heilmikið samkomulag við Sýn og í framhald- inu munu þeir taka þátt í því að sýna frá Ólympíuleikunum með okkur og það mun auka möguleika íslenskra áhorfenda verulega á því að sjá það efni sem þeir vilja sjá. Þeir koma mjög fagnandi að þessu samstarfi rétt eins og við og það er mikil eining meðal okkar um þessa hluti.“ EM í knattspyrnu hefst á laugardag Talið að um helming- ur Íslendinga fylgist með keppninni ÞINGFEST voru í Héraðsdómi Austurlands í gær mál vegna úr- skurða óbyggðanefndar í sveitarfé- laginu Hornafirði, áður A-Skafta- fellssýslu, frá því í lok síðasta árs. Bæði ríki og landeigendur áfrýja úr- skurðunum og vilja að þeim verði hnekkt og tekið tillit til þeirra upp- haflegu krafna um mörk þjóðlendu og eignarlanda á og við sunnanverð- an Vatnajökul. Næst verða málin tekin fyrir í byrjun september. Óbyggðanefnd birti úrskurði um fimm svæði í desember sl; Öræfi, Suðursveit, Mýrar, Nes og Lón. Þjóðlendulínan var dregin við jök- ulrönd Vatnajökuls eins og hún var talin hafa verið í kringum 1998, þeg- ar þjóðlendulögin tóku gildi. Að auki var nyrðri hluti Stafafellsfjalla, svo- kölluð Lónsöræfi, úrskurðaður þjóð- lenda en smájöklar utan meginjök- ulsins töldust tilheyra viðkomandi eignarlandi. Var kröfum margra landeigenda hafnað um að jarða- mörk næðu inn fyrir jökulröndina. Ríkið höfðar einkamál vegna Stafafells og Skaftafells, auk jarðanna í kringum Jökulsárlón á Breiðamerkursandi, þ.e. Fjalls, Fells og Breiðamerkur. Á móti áfrýja úrskurðum óbyggðanefndar landeigendurnir í Stafafelli í Lóni vegna Lónsöræfa, í Skálafelli og Hoffelli í Nesjum vegna Lamba- tungna og á Kvískerjum í Öræfum vegna Ærfjalls, sem úrskurðað var þjóðlenda hjá óbyggðanefnd. Ólafur Björnsson hrl. er lögmaður nokkurra landeigenda í þessum mál- um. Hann segir mikið annríki um þessar mundir hjá lögmönnum sem sinna óbyggðamálum. Auk málaferla fyrir Héraðsdómi Austurlands sé verið að skila inn kröfum landeig- enda til óbyggðanefndar vegna Gull- bringu- og Kjósarsýslu og í haust megi vænta dóms Hæstaréttar um þjóðlendumörk í Biskupstungum og öðrum uppsveitum Árnessýslu. Þá er beðið úrskurða óbyggðanefndar um Rangárvalla- og V-Skaftafells- sýslur. Lögmenn eru því að störfum á þremur dómstigum; fyrir óbyggða- nefnd, héraðsdómi og Hæstarétti. Þingfesting í Héraðs- dómi Austurlands Áfrýjað á báða bóga EINAR Nielsen garð- yrkjumaður stendur í körfulyftu og sagar of- an af grenihekki í átta metra hæð í góðviðrinu í gær. Hekkið er í Gró- anda sem er garð- plöntustöð í Mosfells- dal. Björn Sigurbjörns- son, eigandi Gróanda, vill meina að þetta sé hæsta hekk landsins og varpar um leið þeirri spurningu til áhuga- samra hvort eitthvert hekk á Íslandi sé hærra, en það sem vex hjá honum í Mosfells- dalnum. Greni- hekk sagað Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.