Morgunblaðið - 10.06.2004, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 10.06.2004, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Það er nú annaðhvort að eiganda landsins sé sýndur sá sómi að hann fái að ráða einhverju um gang mála. Borgarbyggð 10 ára Líf og fjör í Borgarbyggð Borgarbyggð heldurupp á 10 ára af-mæli sveitarfé- lagsins á morgun. Í til- efni af því mun bæjarstjórn halda hátíð- arfund þar sem tekin verður ákvörðun um stofnun húsafriðunar- sjóðs og verða 10 einstak- lingar úr Borgarbyggð sérstaklega heiðraðir fyr- ir mikið og gott starf í þágu samfélagsins. Einn- ig mun gamla „pakkhús- ið“ í Borgarnesi tekið formlega í notkun að nýju eftir gagngerar breytingar. Í kjölfarið hefst svo Borgfirðingahá- tíð sem stendur fram yfir sunnudag og verður hún óvenju glæsileg, að sögn Helgu Halldórsdóttur, forseta bæjarstjórnar Borgarbyggðar. – Hvað verður gert á afmæl- isdaginn? „Við ætlum að byrja daginn á því að heimsækja leikskólabörn í Borgarbyggð og afhendum þeim boli sem eru merktir sveitarfé- laginu. Það stendur líka á þeim „við erum framtíðin“, af því að börnin okkar eru framtíðin. Síð- an verður hátíðarfundur bæjar- stjórnar klukkan 11, þar verða lagðar fram tvær tillögur, ann- ars vegar að stofna húsafriðun- arsjóð og hin tillagan gengur út á það að heiðra 10 einstaklinga fyrir gott framlag til samfélags- ins. Síðan klukkan hálfþrjú verður „pakkhúsið“ opnað, en húsið er 115 ára gamalt og við höfum verið að vinna að því síð- astliðin 10 ár að gera þetta pakkhús upp, og fengið til þess stuðning frá ríkinu og húsafrið- unarsjóði. Þarna munum við vígja húsið upp á nýtt og þar verður opnuð verslunarsaga Borgarness, sem Páll Guðbjarts- son hefur verið að taka saman fyrir okkur. Þessi sýning verður opin þar í pakkhúsinu í sumar og síðan er stefnan að næsta sumar muni Kjartan Ragnars- son hafa húsið til afnota fyrir landnámssýningu sína, sem hann er að vinna að. Ólafur Thors, fyrrverandi forsætisráð- herra, er fæddur í einu af þess- um húsum en það eru þrjú hús á þessu svæði. Faðir hans var verslunarstjóri þarna þegar hús- ið var byggt. Þetta eru sögu- fræg hús og hafa legið svolítið í láginni en nú eru tvö þeirra ný- uppgerð og glæsileg, og þriðja húsið er ennþá íbúðarhús í einkaeigu. Nú eru 10 ár ekki hár aldur. Sérstaklega þegar litið er til þess að flest þau sveitarfélög sem sameinuðust 1994 og 1998 og mynda Borgarbyggð, höfðu verið til í aldaraðir. Því eru 10 ár sannarlega skammur tími í starfsemi sveitarfélaga. Við telj- um samt ástæðu til að halda upp á þessi tímamót og gera okkur dagamun. Á þessum 10 árum hefur Borgarbyggð vaxið og dafnað. Ótrú- legar breytingar hafa orðið á atvinnuháttum í sveitarfélaginu á þessum árum. Þær breytingar hafa í raun gert sveitarfélagið sterkara og íbúana samhentari en áður. Óhætt er því að segja að við get- um á afmælisdaginn horft já- kvæð til framtíðarinnar.“ – Hvað verður svo um að vera á afmælinu? „Klukkan fjögur verður kaffi- samsæti, þá er öllum íbúum í sveitarfélaginu boðið í kaffi á hótelinu. Þar verðum við með borgfirsk skemmtiatriði. Hall- dóra Björk Friðjónsdóttir söng- kona, sem kláraði sitt söngnám í Borgarnesi, mun syngja fyrir okkur við undirleik Þorsteins Gauta Sigurðssonar, sem er ætt- aður úr Tungunum. Barnakór grunnskólans í Borgarnesi ætlar að syngja fyrir okkur en stjórn- andi hans er Steinunn Árnadótt- ir. Svo mun Unnur Halldórs- dóttir, sem er þekkt fyrir ýmislegt, m.a. að framleiða góð- ar kjötsúpur og vísur, flytja okkur hugvekju um sveitarfélög fyrr og nú á léttu nótunum.“ – Hvað verður um að vera á Borgfirðingahátíðinni? „Á föstudagskvöldinu verður baðstofukvöld í Hriflu í Bifröst í nýja salnum þar. Það verða skoskir, írskir og íslenskir sögu- menn á Búðarkletti og segja sögur frá sínum þjóðlöndum, sannar og minna sannar. Þetta er svona fyrst en svo er dag- skráin inni á heimsíðu Borgar- byggðar (www.borgarbyggd.is), þetta er svo gríðarlega umfangs- mikil dagskrá.“ – Hvaða sveitarfélög standa að hátíðinni? „Borgarbyggð er eitt af sveit- arfélögunum, og langfjölmenn- ast með tæplega 2.600 íbúa. Svo er Borgarfjarðarsveit, Hvítár- síðuhreppur og Skorradalur, það eru þessi fjögur sveitarfélög sem standa að Borgfirðingahá- tíð. Hátíðin fer í rauninni fram í öllum þessum sveitarfélögum að einhverju leyti, það eru ein- hverjar uppákomur í öllum sveitafélögunum.“ – Hvernig er að búa í Borgarbyggð? „Það er náttúrulega best í heimi. Það er al- veg yndislegt, við er- um bæði með sveit og borg. Þú hefur í rauninni allt, þú hefur sveitina, þéttbýlið og allt félags- og menningalíf er blómlegt og ef eitthvað vantar upp á tekur það ekki nema klukkutíma að skreppa í höfuðborgina. Það hef- ur verið að fjölga fólki hjá okkur langt yfir landsmeðaltal undan- farin ár. Lífsgæðin eru gríðar- lega mikil á þessu svæði.“ Helga Halldórsdóttir  Helga Halldórsdóttir, forseti bæjarstjórnar Borgarbyggðar, er fædd 2. september 1962 og al- in upp á Minni-Borg á Snæfells- nesi. Helga hefur búið í Borg- arnesi síðan 1981. Hún var bæjarfulltrúi á árunum 1998–2002 og hefur verið forseti bæjarstjórnar síðan 2002. Helga starfar einnig á skrifstofu Bún- aðarsamtaka Vesturlands. Hún er gift Mýramanninum Gunnari Jónssyni og eiga þau þrjú börn. Yndislegt að búa í Borgar- byggð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.