Morgunblaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
P
oul Schlüter segir flest grunnatriðin í
samvinnu Norðurlandanna vera í lagi,
um hálf öld sé síðan þau hafi ákveðið að
mynda með sér eitt sameiginlegt at-
vinnusvæði og norræna vegabréfa-
sambandið hafi siglt fljótlega í kjölfarið. Þetta hafi í
raun verið samningar sem hafi markað tímamót á
heimsvísu í samvinnu sjálfstæðra þjóðríkja. Engu
að síður hafi verið og séu margvíslegar minniháttar
en oft óþægilegar hindranir sem trufli það mark-
mið að gera Norðurlöndin sem mest að einni heild.
Nú hafa margir staðið í þeirri trú að þessi mál
hlytu öll að vera í lagi, að Norden væri í orden?
„Staðreyndin er sú að þessar hindranir voru
margar og eru enn nokkuð margar en minniháttar.
En fólk sem lendir í þeim upplifir engu að síður oft
mikla gremju og óþægindi vegna þeirra. Við viljum
gjarna sjá Norðurlöndin sem eitt svæði og því er
mikilvægt að fjarlæga þesssar hindranir. Ég hófst
handa við þetta verkefni í byrjun árs fyrra og hef
því unnið að þessu í hálft annað ár. Og okkur hefur
satt að segja þegar orðið verulegt ágengt.
Það má segja að öll grunnatriðin séu í lagi,
þ.e.a.s. sá grundvöllur sem lagður var fyrir 50 árum
þegar Norðurlandaráðið ákvað að skapa einn sam-
eiginlegan atvinnumarkað á Norðurlöndunum. Það
þýddi að ríkisborgarar eins af Norðurlöndnuum
gætu farið til annars þeirra, sest þar að og fengið
sér vinnu án þess að þurfa fá sérstakt samþykki eða
leyfi yfirvalda til þess. Þetta voru í raun stórtíðindi
á þessum tíma því þetta gerðist fyrir tíma Evrópu-
bandalagsins og alþjóðavæðingar síðari tíma.
Stuttu eftir þetta var gengið frá norræna vega-
bréfasambandinu. Það var í raun heimsviðburður
því slíkt samkomulag þekktist þá hvergi í heim-
inum.“
Hverjar eru þessar hindranir?
„Þrátt fyrirr að grunnatriðin séu í lagi er mikill
fjöldi minnihátttar ásteytingarsteina, einkum fyrir
fólk sem býr í einu af Norðurlöndunum en vinnur í
öðru. Þetta verða menn sérstaklega varir við á Eyr-
arsundssvæðinu eftir að brúin yfir sundið kom til
sögunnar og tengdi saman Danmörku og Svíþjóð.
Þá komu upp alls kyns atriði sem ollu mönnum
gremju eða óþægindum, eins og til að mynda
skattamálin. Við borgum sjálfsagt um 50% að með-
altali í tekjuskatt þannig að þetta eru mikilvæg at-
riði. Skattkerfin á Norðurlöndunum eru mismun-
andi og við erum að vinna með þau mál. Við náðum
miklum áfanga í fyrra þegar dönsk og sænsk
stjórnvöld náðu samkomulagi í skattamálunum.
Það samkomulag leysir langflest vandamálanna
sem menn hafa verið að glíma við.“
Hvað með aðrar hindarnir sem þú hefur glímt við
í þessari vinnu?
„Ég get nefnt sem dæmi þegar fólk þarf að verða
sér úti um kennitölur vegna flutnings á milli Norð-
urlandanna. Ef Dani flyst til Svíþjóðar er nauðsyn-
legt fyrir hann að fá kennitölu þar strax því hana
þarf hann að nota þegar hann ætlar að útvega sér
íbúð. Setjum sem svo að honum takist það og hann
ætli að skrifa undir húsaleigusamning. Þá segir sá
sem ætlar að leigja honum íbúðina að hann þurfi að
fá kennitöluna hans. Daninn fer því á viðkomandi
hagstofu og segist vanta kennitölu en þá fær hann
þau svör að skilyrðið til þess að fá hana sé að hann
sé með húsnæði! Þannig að þarna eru menn komnir
í hring. Svona hlutum þurfum við náttúrulega að
koma í lag.“
Hvað með sameiginlegar kennitölur fyrir Norð-
urlöndin?
„Við létum skoða það en það kom á daginn að
slíkt myndi kosta óhemju mikið fé, það þyrfti að
breyta öllum kerfum alls staðar. Þannig að það var
nánast ógerlegt. Í stað þess komum við upp fyr-
irkomulagi sem virkar þannig að sveitarfélagið,
sem menn flytja frá, greinir sveitarfélaginu þangað
sem menn ætla að flytja frá flutningnum. Þannig á
ný kennitala á að bíða manna í nýja sveitarfélaginu
þegar þeir koma þangað. Þetta er til mikilla bóta.
Ég get líka nefnt sem dæmi að öll norrænu lönd-
in greiða fæðingarorlof en reglurnar eru dálítið
breytilegar á milli landanna. Ég veit til að mynda
dæmi af finnskri konu sem flutti til Svíþjóðar og
giftist þar sænskum manni. Þau bjuggu alveg við
norsku landamærin og hún fékk sér vinnu í Noregi.
Skömmu síðar varð hún ólétt og þá kom auðvitað
upp það vandamál hver ætti að borga henni fæðing-
arorlof. Átti Finnland að gera það af því að konan
var finnskur ríkisborgari? Átti Svíþjóð að greiða
því hún var búsett þar eða Noregur þar sem hún
vann? Þannig að það geta verið „göt“ af þessu tagi í
kerfinu og í þessi göt ætlum við að stoppa.“
Hvernig miðar þessari vinnu?
„Þessi vinna gengur raunverulega mjög vel og í
fyrra náðum við að setja fram ýmsar tillögur og úr-
bætur og við munum halda þeirri vinnu áfram í ár.
Það höfum við m.a. gert hér í dag á fundi norrænu
menntamálaráðherranna. Við erum ekki að tala um
stórmál í samskiptum landanna en það er engu að
síður afar mikilvægt að leysa þau. Í dag höfum
samþykkt yfirlýsingu um æðri menntun. Hún
gengur út á það að æðri menntun, sem menn hafa
aflað sér í einu Norðurlandanna, verði viðurkennd í
þeim öllum. Þetta er vitaskuld mikilvægt skref. Og
nú liggur fyrir að norrænu ráðherrarnir ætla að
skoða iðnmenntunina líka en þar lenda margir í
vandræðum. Þeir hafa nú sett af stað vinnu til þess
að ná fram gagnkvæmri viðurkenningu á réttindum
iðnaðarmanna en það atriði hefur vafalaust valdið
mörgum vandræðum. Þessi atriði tryggja meiri
hreyfanleika fólks milli landanna en það er auðvitað
meginmarkmiðið með allri þessari vinnu.“
Æ algengara að menn búi
í einu landi og vinni í öðru
Schlüter segir að nú sé mun meira um það á Eyr-
arsundssvæðinu, þ.e. í Danmörku og Svíþjóð, að
menn vinni í öðru landinu en búi í hinu. „Vanda-
málin sem við erum að glíma við tengjast að miklu
leyti Danmörku og Svíþjóð annars vegar og svo
Noregi og Svíþjóð. Svíþjóð og Noregur eiga saman
lengstu landamærin í Evrópu og það er mikið um
að menn menn vinni í öðru landinu en búi í hinu
landinu nálægt landamærunum. Það er ýmis vand-
mál sem tengjast því.
Ég get líka nefnt að núna eru um tíu þúsund
manns sem fara á milli Danmerkur og Svíþjóðar
vegna vinnu sinnar en þessi fjöldi ætti í raun að
vera á bilinu 40 til 50 þúsund. Þetta þyrfti að ganga
hraðar fyrir sig.“
Hefurðu þurft að kljást við kerfis- eða skrifræði í
þessari vinnu?
„Ó, já. Það hef ég gert því það eru víða afar dug-
legir embættis- og skrifstofumenn á Norðurlönd-
unum. En þeir verða að læra að vinna með okkur og
til þess þarf stundum atbeina sterks ráðherra. Allir
norrænu ráðherrarnir hafa sýnt þessum málum
mikinn áhuga. Og til þess að leysa þessi vandamál
þarf ákveðna ráðherra sem treysta sér til þess að
beita sér gegn skrifræði þegar með þarf,“ segir
Poul Schlüter.
Ryður úr vegi hindrunum
á milli Norðurlandanna
Unnið hefur verið að því að ryðja úr vegi hindrunum á
milli Norðurlandanna þannig að þau geti myndað enn
sterkari heild. Arnór Gísli Ólafsson ræddi við Poul
Schlüter, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur,
sem hefur verið í fararbroddi í þessu starfi.
Morgunblaðið/Jim Smart
Poul Schlüter: „Til þess að leysa þessi vandamál
þarf ákveðna ráðherra sem treysta sér til þess
að beita sér gegn skrifræði þegar með þarf.“
arnorg@mbl.is
YFIRLÝSING sem nefnd er við
Reykjavík og sem hefur það að
markmiði að auka og efla samstarf
milli háskóla á Norðurlöndum og
auðvelda nemendum að fá nám sitt
viðurkennt á öllum Norðurlöndum
var undirrituð í gær á fundi
menntamálaráðherra Norðurlanda.
„Þetta er mjög til framdráttar öllu
háskólasamstarfi hér á Norður-
löndum og auðvitað til hagsbóta
fyrir nemendurna fyrst og fremst,“
segir Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir menntmálaráðherra.
Einnig var samstarfssamningur
milli landanna um nám á fram-
haldsskólastigi undirritaður, en
hann kveður á um gagnkvæm rétt-
indi norrænna nemenda til náms í
almennum framhaldsskólum og á
að auðvelda nemendum sem flytja
á milli landa að fá nám metið inn í
aðra framhaldsskóla á Norðurlönd-
um. „Þetta er mjög til hagsbóta
fyrir marga sem eru að flakka á
milli Norðurlandanna. Við eigum
að sjá til þess að lífsgæði fólks
verði sem mest þannig að það
verði auðveldara fyrir fólk, ef það
kýs svo, að flytjast á milli Norður-
landanna,“ segir Þorgerður Katr-
ín.
Loks ákváðu ráðherrarnir að
efla samstarf á rannsókna- og vís-
indasviðinu enn frekar, „án þess að
það verði byggð einhver stofnun
eða eitthvað slíkt sem hefur of
mikla yfirbyggingu. Við tókum þá
ákvörðun að reyna að stuðla að
auknu samstarfi sem tekur m.a. til
styrkleika landanna hvers fyrir
sig. Það hafa allir eitthvað fram að
færa, allir einhverja sérþekkingu
og það er verið að draga þá sér-
þekkingu fram í því samstarfi,“
segir Þorgerður Katrín.
Menntamálaráðherrar Norðurlandanna undirrituðu Reykjavíkuryfirlýsinguna
Nemendum
auðveldað að fá
nám viðurkennt
milli landa
Reykjavíkuryfirlýsingin undirrituð. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra mundar pennann og
menntamálaráðherrar Finnlands og Noregs, Tuula Haatainen og Kristin Clement, fylgjast með.
ELÍN Hirst, fréttastjóri frétta-
stofu Sjónvarpsins, segir stefnt
að því að hafa þrjá 25 mínútna
þætti með forsetaframbjóðend-
unum þremur á mánudegi,
þriðjudegi og miðvikudegi fyrir
forsetakosningarnar, sem fram
fara 26. júní nk. Hver þáttur
verði tileinkaður einum fram-
bjóðanda og verður, að sögn
Elínar, dregið um röðina.
Þá er stefnt að því að hafa
fimmtíu mínútna umræðuþátt
með forsetaframbjóðendunum
þremur í beinni útsendingu í
Sjónvarpinu, föstudaginn 25.
júní. Verður þeim umræðum
jafnframt útvarpað.
Elín segir aðspurð að for-
setaframbjóðendunum þremur,
Ástþóri Magnússyni, Baldri
Ágústssyni og Ólafi Ragnari
Grímssyni, hafi í fyrradag verið
send bréf þar sem þessir þættir
eru kynntir og þeir beðnir um
að taka þátt í þeim.
Að kvöldi kjördags, 26. júní,
mun fréttastofa Sjónvarpsins
skjóta inn nýjustu tíðindum af
talningu á milli dagskrárliða
Sjónvarpsins, að sögn Elínar.
Bogi Ágústsson, forstöðumað-
ur fréttasviðs Ríkisútvarpsins,
upplýsir einnig að sendur verði
út aukafréttatími Sjónvarpsins
um leið og áreiðanlegar vís-
bendingar liggja fyrir um úrslit
kosninganna. Elín og Bogi
leggja áherslu á að upplýsingar
um nýjustu tölur verði aukin-
heldur að finna á Textavarpinu
og á ruv.is.
Svara spurningum á Rás 2
Frambjóðendunum verður
einnig boðið að koma í beina út-
sendingu á Rás 2 á mánudegi,
þriðjudegi og miðvikudegi í
næstu viku til að svara spurn-
ingum hlustenda. Þá er að sögn
Boga gert ráð fyrir því að
Laugardagsþátturinn, frétta-
skýringaþáttur fréttastofu Út-
varps, verði helgaður forseta-
frambjóðendunum, 19. júní.
Ennfremur er gert ráð fyrir því
að fjallað verði um kosningarn-
ar á Morgunvaktinni og í
Speglinum, vikuna fyrir kjör-
dag. Að kvöldi kjördags er síð-
an gert ráð fyrir kosningaút-
varpi á Rás 2.
Kosningaumfjöllun
Ríkisútvarpsins
Bein út-
sending
frá um-
ræðuþætti