Morgunblaðið - 10.06.2004, Side 12

Morgunblaðið - 10.06.2004, Side 12
ERLENT 12 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ TVEIR af hverjum þremur Bosníu-Serbum álíta Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtoga sinn, hetju samkvæmt niður- stöðum skoðanakönnunar sem kynntar voru í gær í Bosníu og Hersegóvínu. Karadzic var forseti hins sjálfskipaða fríríkis Serba inn- an Bosníu og Hersegóvínu á stríðsárunum 1992 til 1995 og er nú ofarlega á lista yfir eft- irlýsta stríðsglæpamenn. Kosið um Chavez YFIRKJÖRSTJÓRN Venes- úela staðfesti á þriðjudag að gengið yrði til þjóðaratkvæða- greiðslu 15. ágúst um hvort svipta eigi forseta landsins emb- ætti. And- stæðingar for- setans hafa safnað yfir tveimur og hálfri milljón undirskrifta sem nægir til þjóð- aratkvæðagreiðslu. Samtök Ameríkuríkja áttu þátt í því að knýja fram at- kvæðagreiðsluna en þau óttast og átök milli stuðningsmanna og andstæðinga Chavez. Allawi starfs- maður CIA TALSMENN bandarísku leyniþjónustunnar CIA sögðu í gær að Iyad Allawi, forsætis- ráðherra Íraks, hafi leitt sam- tök sem stóðu að sprengjutil- ræðum í Írak á tíunda áratugnum. Aðgerðirnar voru liður í til- raunum til þess að steypa Saddam Hussein af stóli. Engin skjöl virðast vera til yfir þessar aðgerðir en Allawi var ráðinn hjá CIA árið 1992 og líklegt að tilræðin hafi staðið fram til árs- ins 1995. Veikur eða ekki? MIJAILO Mijailovic, bana- maður fyrrum utanríkisráð- herra Svíþjóð- ar, Önnu Lindh, gæti sloppið við lífs- tíðarfangelsi ef tekið verður tillit til niður- staðna nýrrar geðrannsókn- ar. Þar er því haldið fram að hann hafi verið veikur á geði þegar hann réðst á Lindh og stakk hana til bana en sam- kvæmt niðurstöðum fyrri rann- sókna var hann heill á geði þeg- ar hann framdi morðið. Má spá DÓMARI við umdæmisdóm- stól í Tennessee í Bandaríkjun- um dæmdi spákonunni Beth Daly í hag á þriðjudaginn þegar hann hunsaði lög Dickson-bæj- ar sem kváðu á um að spákonur og -menn ættu að vara fólk við starfsemi sinni. Dómarinn taldi lögin brjóta á tjáningarfrelsi. Spákonan hefur nú ákveðið að snúa sér að öðru. STUTT Telja Karadzic hetju Mijailo Mijailovic Hugo Chavez TALIÐ er að um 300.000 börn gegni herþjónustu á 30 svæðum í heim- inum, samkvæmt skýrslu Barna- hjálpar Samein- uðu þjóðanna, UNICEF. Ástandið er sagt verst í Búrma þar sem talið er að barnungir her- menn séu um 77.000 talsins en Líbería, Kongó, Angóla og Kól- umbía eru einnig ofarlega á listanum. Með barnahermönnum er átt við einstaklinga yngri en átján ára gamla sem taka á beinan eða óbeinan þátt í átökum. Sum taka þátt í bardögum en einnig er átt við börn sem vinna á annan hátt með hersveitum, t.d. gæta fanga, standa vörð, njósna, eða vinna við að elda ofan í herflokkinn. Áshildur Linnet lauk nýlega meistaraprófi í mannréttindum og friðarfræðslu frá Ríkisháskólanum í Heredia á Kosta Ríka en meist- araprófsritgerð hennar fjallaði um barnunga hermenn í Kólumbíu. Rit- gerðina vann hún meðal annars í Bogota, höfuðborg Kólumbíu. Áshildur bendir á að börn hafi tek- ið þátt í hernaði frá örófi alda en þeim hafi fjölgað eftir að léttari vopn komu til sögunnar. Áður fyrr hafi börn ekki haft líkamlega burði til að bera þau vopn sem notuð voru. Önn- ur ástæða fyrir því að hersveitir nota börn í auknum mæli að sögn Áshildar er hversu auðvelt er að stjórna börn- um. „Sagt er að þau séu óhræddari en fullorðnir og auðveldara að fá þau til að gera ýmislegt. Auðvitað er stað- reyndin þó sú að þau gera sér síður grein fyrir hættunum sem að steðja.“ Áshildur segir að börn séu þó að mörgu leyti verri hermenn en full- orðnir. Þau séu líklegri til að slasast á vígvellinum, segja frekar frá leynd- armálum herflokksins og eigi til að skipta um lið og fara yfir til andstæð- inganna. „Þeirra takmark er fyrst og fremst að lifa af, fæst fara þau í stríð af hug- sjónaástæðum. Oftast er það þannig að þeim er rænt og þau neydd til að taka þátt í stríði.“ Eru oft að leita eftir öryggi Barnungir hermenn í Kólumbíu eru taldir vera um 11–14 þúsund tals- ins en vandinn þar er ólíkur því sem áður hefur þekkst að því leyti að 80% barnungra hermanna virðast ganga sjálfviljug til liðs við vopnaðar sveitir, að sögn Áshildar. Þau börn sem eru í mestri hættu á að leiðast út í her- mennsku eru þolendur heimilis- ofbeldis en einnig börn sem beitt hafa verið kynferðisofbeldi, börn sem koma úr barnmörgum fjölskyldum þar sem oft er ekki nóg að bíta og brenna, munaðarleysingjar og börn í dreifbýli sem búa nálægt átakasvæð- um. „Þau eru sem sagt oft að leita eftir öryggi, telja sig munu sleppa við ofbeldi, en líta líka á hermennsku sem einu leiðina til að fá félagslega viðurkenningu,“ segir Áshildur. Upplýsa eitt morð af hverjum þúsund Borgarastyrjöld hefur geisað í landinu síðustu 39 árin þar sem skæruliðahópar berjast gegn stjórn- völdum en auk þess sín á milli. Stærsti skæruliðahópurinn FARC hefur um 7.400 barnahermenn á sínum snærum en algengast er að börn séu tekin inn í hersveitir þegar þau eru 11–13 ára gömul. „Ofbeldi í Kólumbíu er komið á mjög hátt stig og fólk er orðið sam- dauna því. Þannig má til dæmis nefna að af hverjum þúsund morðum sem framin eru, og þá alveg óháð stríðinu, má búast við að einungis eitt upplýsist. Mannrán eru daglegt brauð og enginn kippir sér upp við þau.“ Hún bendir á að eitt sem gerir starf hjálparstofnana eins og UNI- CEF erfiðara í Kólumbíu en ella er að stjórnvöld vilja ekki viðurkenna að borgarastyrjöld geisi í landinu held- ur tala þau alltaf um hryðjuverka- árásir skæruliða. Hjálparsamtök eru því í landinu í boði stjórnvalda og allt starf verður að vera í samvinnu við þau. Hóparnir misjafnir Skæruliðahóparnir koma misjafn- lega fram við börnin, sum búa við daglegt ofbeldi og hungur. Mörg þeirra verða vitni að morði og sum eru látin fremja morð. „Börn sem taka þátt í stríði eru svipt æsku sinni. Hermennskan á eftir að móta þroska þeirra og lífsviðhorf. Það er samt hægt að hjálpa þeim að komast aftur inn í samfélagið en hvernig tekst til fer hins vegar eftir því hvernig er unnið með þeim eftir á og líka eftir því hvaða hóp þau tilheyrðu. Það er reyndar algengt á meðal fyrrverandi barnahermanna að þeir hafa oft háleita drauma um hvað þeir vilja verða, til dæmis læknar eða hjúkrunarfræðingar, eitthvað sem snýst um að hjálpa öðrum,“ segir Ás- hildur. Hættulegt að flýja Hermennskan er gjarnan víta- hringur því þótt börnin vilji komast út úr henni getur verið hættulegt fyr- ir þau að flýja ef þau nást aftur. Þau búa stundum yfir hættulegri vitn- eskju sem ekki er talið æskilegt að aðrir komist yfir. Hafa stjórnvöld stundum brugðið á það ráð að flytja börnin yfir í annað hérað til að vernda þau. Áshildur segir að á vegum stjórn- valda í Kólumbíu séu verkefni í gangi sem miða að því kenna krökkum sem hafa verið hermenn að verða aftur nýtir þegnar í samfélaginu. „Sum eru vön því að allt, jafnvel minnstu skær- ur, sé leyst með ofbeldi. Stundum þurfa þau jafnvel að læra það sem okkur finnst einföld samskipti eins og að leika sér í fótbolta án þess að allt fari í háaloft.“ Takmark barnanna er fyrst og fremst að lifa af Reuters Líbería er eitt þeirra landa þar sem börn hafa verið neydd til að stunda hermennsku en talið er að slíkt eigi sér stað á um 30 svæðum í heiminum. Hér sést ungur drengur sem barðist í Líberíu í borgarastyrjöldinni þar í fyrra. Sífellt fleiri börn gegna herþjónustu í heiminum. Bryndís Sveinsdóttir ræddi við Áshildi Linnet sem hefur nýlokið meistaraprófsritgerð um barnunga her- menn í Kólumbíu. Áshildur Linnet ’Sagt er að þau séuóhræddari en fullorðnir og auðveldara að fá þau til að gera ýmislegt.‘ bryndis@mbl.is JOHN Ashcroft, dómsmála- ráðherra Bandaríkjanna, neitaði á fundi með þing- mönnum í fyrradag að birta opinberlega skýrslu frá ráðuneytinu en í henni er því haldið fram, að á stríðs- tímum sé forseti Bandaríkj- anna ekki bundinn af lögum og alþjóðasamningum um bann við pyntingum. Kom þetta fram á fundi Ash- crofts með dómsmálanefnd öld- ungadeildarinnar en þar fullyrti hann, að George W. Bush forseti hefði aldrei skipað svo fyrir, að brjóta mætti fyrrnefnd lög. Á þriggja tíma fundi með dóms- málanefndinni gengu þing- menn mjög hart að Ash- croft og einkum demó- kratar, sem sögðu, að með skýrslu dómsmálaráðu- neytisins hefði verið lagður grunnur að því, sem gerð- ist í Abu Ghraib-fangelsinu í Bagdad. Demókratar sögðu, að hugsanlega hefði Ashcroft gerst sekur um óvirðingu við þingið með því að neita að birta skýrsluna en sumir repúblikanar sögðu, að yrði skýrslan birt, væri hætta á, að umheimurinn mistúlkaði stefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart pynt- ingum. Neitaði að birta pyntingaskýrslu John Ashcroft Washington. AP.SÆNSKI tóbaksframleiðandinn Swedish Match er ósáttur við að mega ekki selja vöru sína, hið svo- nefnda „snuff“, í öðrum ríkjum Evr- ópusambandsins, að sögn netsíðu norska blaðsins Aftenposten. Hefur fyrirtækið nú borið málið undir ESB- dómstólinn. Sænska stjórnin hefur tjáð ESB að hún telji rangt að banna snuff en leyfa aðrar tegundir tóbaks. Rök ESB hafa verið að gömul hefð sé fyrir venjulegu neftóbaki, sem einnig er hægt að taka í vörina, og ekki sé hægt að banna sígaretturnar vegna mikilvægis þeirra í efnahagn- um. Lögmenn Swedish Match segja hins vegar að gömul hefð sé fyrir snuffi í Svíþjóð. Finnski lögfræðingurinn Tuula Pynnä er ósammála Svíunum. Hann bendir á að snuff sé mjög ávanabind- andi og erfitt að átta sig á því hvort fólk sé að nota það. „Nemandi getur notað snuff í tímum án þess að kenn- arinn taki eftir því og ég get verið með snuff í vörinni og samt blaðrað í allan dag,“ segir hann. Lögmenn Swedish Match hafa lagt fram niðurstöður rannsókna sem þeir segja að sýni að munnkrabba- mein sé ekki algengara meðal not- endanna en annarra og snuff sé ekki fyrsta skrefið hjá fólki sem fari síðan að reykja. Franskir embættismenn hafa á hinn bóginn lagt fram gögn um rannsóknir sem gefa til kynna að tengsl séu milli munnkrabba og munntóbaks. Ósáttir við snuff-bann

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.