Morgunblaðið - 10.06.2004, Side 20

Morgunblaðið - 10.06.2004, Side 20
AKUREYRI 20 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Sími 594 5050 Fax 594 5059 Lynghálsi 4//110 Reykjavík VATNSENDABLETTUR VIÐ ELLIÐAVATN KLASSÍSK OG NÚTÍMALEG HÖNNUN VEL STAÐSETT EINBÝLI Á ÞREMUR PÖLLUM MEÐ INNBYGGÐ- UM BÍLSKÚR. Útsýni yfir Elliðaárvatn. Húsið er fokhelt að innan, tilbúið að utan og grófjöfnuð lóð. Vandað með mahóní- hurðum og -gluggum. Húsið er hannað að innan í skemmti- legum nútímalegum stíl. Teikningar og nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu. Opnunartími mán.-fös. kl. 11-18 lau. kl. 11-14 Hverafold 1-3 • Torgið Grafarvogi • Sími 577 4949 Skipagötu 5 • Akureyri • Sími 466 3939 Óskum eftir að ráða starfskraft 25 ára og eldri til afgreiðslu í verslun okkar í Skipagötu 5, Akureyri. Upplýsingar gefur Þorgerður í verslun REKSTRARGJÖLD Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri umfram fjárveitingar á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs námu tæpum 13 milljónum króna, eða um 1,3% af heildargjöldum. „Þetta er í samræmi við væntingar og þær áætlanir sem við lögðum upp með í byrjun árs,“ sagði Vignir Sveinsson, framkvæmdastjóri fjármála og rekst- urs FSA. „Og það út af fyrir sig er ánægjulegt.“ Áætlanir varðandi starfsemi og rekstur sjúkrahússins gera ráð fyrir að afkoma þessa árs verði neikvæð um 37,5 milljónir króna. Rekstraruppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung þessa árs liggur nú fyrir en samkvæmt því hefur launakostnaður hækkað um 1,9% miðað við sama tímabil í fyrra en almenn rekstrargjöld hafa hækkað um 13%. Sértekjur hafa hækkað um 12%. Störfum við sjúkrahúsið hefur fækkað um alls 10,5 stöður, en sú fækkun tengist skipulagsbreyt- ingum sem gripið var til í október á liðnu ári. „Þær áætlanir hafa gengið eftir, þær aðgerðir sem gripið var til vegna hagræðingar í rekstri á síðastliðnu áru eru nú að skila sem svo sem að var stefnt,“ sagði Vignir. Nokkur aukning hefur orðið á aðkeyptri þjón- ustu og skýrir að hluta þá hækkun sem orðið hef- ur á almennum rekstrargjöldum. Lyfjakostnaður hefur á móti lækkað um 5% milli ára sem rekja má til aðhalds í lyfjanotkun og hagkvæmari inn- kaupa í kjölfar útboðs. Umfang starfseminnar er svipað á milli ára og biðlistar hafa minnkað í öllum sérgreinum. „Við erum sátt við stöðuna, það er jafnvægi í starfseminni. Okkar markmið er að halda starf- seminni innan áætlunar og vonandi tekst okkur það. Við vitum hins vegar að það má afar lítið út af bera í þessum rekstri, eitt dýrt tilvik getur sett strik í reikninginn, en þá er bara að finna leiðir til að hagræða á móti,“ sagði Vignir. Rekstur FSA í samræmi við áætlanir að sögn framkvæmdastjórans Rekstrargjöld 13 milljón- ir umfram fjárveitingar NEYÐARSÍMI, sem settur var upp í Kjarnaskógi fyrir nokkrum árum, var nýlega skemmdur. Hlustin var tekin úr honum, þannig að sá sem tekur upp tólið heyrir ekkert í lög- reglunni – en þangað liggur bein lína úr símanum – en lögreglan heyrir hins vegar í viðkomandi því míkró- fónninn í símanum er á sínum stað. Ársæll Magnússon vakti athygli Morgunblaðsins á þessu. Hann er formaður Félags hjartasjúklinga á Eyjafjarðarsvæðinu. Meðlimir þess ganga mikið um í skóginum og félag- ið hafði einmitt forgöngu um það á sínum tíma að síminn var settur upp. „Síminn var reyndar settur upp fyr- ir tíma gemsanna, þannig að hann er líklega ekki jafnnauðsynlegur og þá en þó er slæmt að hann skuli ekki fá að vera í friði. Einhver gæti þurft á símanum að halda sem ekki væri með gemsa,“ sagði Ársæll við Morg- unblaðið. Morgunblaðið/Skapti Ársæll Magnússon, formaður Félags hjartasjúklinga á Eyjafjarðarsvæð- inu, við neyðarsímann í Kjarnaskógi. Neyðarsími í Kjarnaskógi skemmdur STARFSMENN Háskólans á Ak- ureyri bjóða um þessar mundir íbúum Akureyrar og Suður- Þingeyjarsýslu upp á heimsóknir og svo verður næstu vikur. Mark- mið þeirra er að taka viðtöl við einstaklinga sem fæddir eru fyrir 1940 og nýta viðtölin í rannsókn- arverkefni sem kallast Heilsu- tengdir hagir eldra fólks í dreifbýli og þéttbýli. Elín Díana Gunnarsdóttir sál- fræðingur og Sólveig Ása Árna- dóttir, sjúkraþjálfari, báðar lekt- orar við Háskólann á Akureyri fengu á dögunum rannsóknarstyrk frá Háskólanum á Akureyri og KEA, en hann gerði þeim kleift að gera hugmynd þessa að veruleika. Einnig taka þátt í verkefninu tveir hjúkrunarfræðingar og lektorar við Háskólann á Akureyri, Hafdís Skúladóttir og Ásrún Sigurð- ardóttir. Þá hafa rannsakendur fengið til liðs við sig þrjá nem- endur úr Háskólanum á Akureyri, sem munu ferðast milli staða og taka viðtöl við þátttakendur nú í sumar. Liðsaukinn er nauðsyn- legur þar sem 250 einstaklingum verður boðin þátttaka. Af þeim eru 160 búsettir á Akureyri og 90 í dreifbýli Suður-Þingeyjarsýslu. Markmið rannsóknarinnar er að afla upplýsinga um ýmsa þætti sem tengja má heilsu á efri árum, m.a. hreyfingu og hreyfingarleysi, langvinna verki, streitu og aðgengi að ýmis konar heilbrigðis- og fé- lagsþjónustu. Sérstök áhersla verður lögð á að bera saman hagi fólks í dreifbýli og þéttbýli. Vonir eru bundnar við að niðurstöður rannsóknarinnar verði nýttar til að byggja upp þjónustu vð eldri Ís- lendinga jafnt í dreif- og þéttbýli. Rannsaka heilsu eldri Norðlendinga BROTIST var inn í hús Siglinga- klúbbsins Nökkva við Höephner að- faranótt mánudags. Sá eða þeir sem þar voru á ferð söguðu sig inn um glugga á húsinu og höfðu á brott með sér fjóra siglingagalla, bæði blautgalla og þurrbúninga, alla í fullorðinsstærðum. Þeir voru í eigu félaga í siglingaklúbbnum og kosta allt að 60 þúsund krónur hver, þannig að um töluvert tjón er að ræða fyrir eigendurna. Annað var ekki tekið í innbrotinu, þannig að ljóst þykir að þjófarnir voru á höttunum eftir umræddum göllum. Þeir sem kunna að hafa séð til mannaferða á svæði siglinga- klúbbsins aðfaranótt mánudags eru beðnir um að láta lögreglu eða Nökkva vita.    Siglingagöllum stolið AÐALSTEINN Helgason, fram- kvæmdastjóri landvinnslu Sam- herja, hefur ákveðið að láta af störf- um hjá félaginu á þessu ári. Gestur Geirsson tekur við starfi hans 1. júlí nk. Aðalsteinn hefur starfað hjá Sam- herja og tengdum félögum frá árinu 1992 eða samtals í tólf ár. Í sumar og fram á haust mun Aðalsteinn vinna við erlend verkefni sem tengjast starfsemi Samherja. Gestur hefur stjórnað rækju- vinnslu félagsins undanfarin ár. Hann útskrifaðist sem sjávarútvegs- fræðingur frá Háskólanum á Ak- ureyri árið 1995 og hefur starfað hjá Samherja frá þeim tíma. Gestur tekur við af Aðalsteini

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.