Morgunblaðið - 10.06.2004, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 10.06.2004, Qupperneq 22
SUÐURNES 22 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Glæsilegt einbýlishús, Foss- vogsmegin í Kópavogi, byggt árið 1998. Húsið er 172 fm, auk þess sérstæður bílskúr 32 fm. Allt fullfrágengið á vandað- asta máta - góð staðsetning. Í húsinu eru m.a. 3 stór svefnherbergi, stórar stofur, tvö bað- herbergi og stórt eldhús o.fl. Opið hús í dag frá kl. 18-21. OPIÐ HÚS Í DAG – EINBÝLI ASPARGRUND 3 - KÓPAVOGI Tilvalin fyrir verslun eða aðra starfsemi. Frábær staðsetning í nágrenni við öflug fyrirtæki. Nr. 3a er ca 250 fm jarðhæð og 130 fm 2. hæð. Nr. 3b er ca 250 fm jarðhæð og 130 fm 2. hæð. Hægt er að opna á milli. Hæðirnar hafa sérinngang svo mögulegt er að leigja þær sér. Upplýsingar í síma 897 3703 og ester@bakkar.is TIL LEIGU - ATVINNUHÚSNÆÐI SKEIFAN 3a og 3b Njarðvík | „Ég var í popp- og rokk- hljómsveitum þegar ég var yngri, alltaf söngvari. Með árunum hefur tónlistaráhuginn hins vegar þróast í þessa átt,“ sagði Rúnar Þór Guð- mundsson tenór í samtali við Morg- unblaðið, en hann mun á laugardag halda sína fyrstu einsöngtónleika. Rúnar Þór hefur verið að læra söng á undanförnum sex árum, fyrst í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar en er nú í einkatímum í Reykjavík, „til að vinna með röddina“, eins og Rún- ar Þór orðar það sjálfur. Hann hefur lokið miðstigi í söng en sagðist í samtali við blaðamann ekkert vera að einblína á stigpróf í augnablikinu, heldur röddina. „Ég byrjaði hjá Sig- urði Sævarssyni í tónlistarskólanum hér en flutti mig síðan í Söngskólann í Reykjavík þar sem ég nam hjá Guðmundi Jónssyni. Á undanförnum árum hef ég hins vegar verið í einka- tímum, fyrst hjá Sigurði Demenz en nú hjá Gunnari Guðbjörssyni,“ sagði Rúnar og bætti við að veganestið frá þessum ólíku kennurum væri gott. Að undanförnu hefur Rúnar Þór verið að koma lítillega fram, aðallega í brúðkaupum og jarðarförum, en hann söng einnig á krýningarkvöldi Fegurðarsamkeppni Suðurnesja í síðasta mánuði. „Ég hafði nú svo sem ekkert hugsað um að halda tón- leika, en það hafa svo margir verið að ýta á mig og benda mér á að ég þurfi að kynna mig, svo ég ákvað að láta til leiðast.“ Tónleikar Rúnars Þórs verða í Listasafni Reykjanesbæjar, Duus- húsum, laugardaginn 12. júní kl. 16 og á dagskrá verða bæði þekkt ís- lensk sönglög og erlend, en einnig ítalskar aríur. Þeim sem þekkja til Rúnars Þórs finnst sennilega með ólíkindum hvernig hann finnur tíma til þess að sinna þessu áhugamáli sínu. Með vinnu er fjölskyldan að byggja sér einbýlishús, börnin eru orðin þrjú og eiginkonan er einnig í námi samhliða vinnu. „Ég fer inneftir að jafnaði einu sinni til tvisvar í viku en það er nauðsynlegt að hafa eitthvað annað fyrir stafni en þetta daglega amst- ur,“ sagði Rúnar að lokum og ekki ósennilegt að íbúar við Lágseylu í Innri-Njarðvík eigi eftir að heyra ómþýðan söng í bland við hamars- höggin. Ungur tenór heldur sína fyrstu einsöngstónleika Söngurinn nauðsynlegur í hinu daglega amstri Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Tenór: Söngurinn hljómar um íbúðahverfið þar sem Rúnar Þór Guðmundsson er að byggja sér hús, að minnsta kosti meðan hann æfir sig fyrir fyrstu einsöngstónleikana. Tónleikar hans verða í Duushúsum á laugardag. FJÖLBRAUTASKÓLI Suðurnesja verður með kennslu á flugþjónustu- braut á vormisseri. Um er að ræða starfsnám í þjónustu við flugfarþega og er brautin skipulögð í samstarfi við Flugþjónustuna á Keflavíkur- flugvelli (IGS). Fjölbrautaskóli Suðurnesja hefur sett sér þá stefnu að byggja upp námsbrautir í tengslum við atvinnu- lífið á svæðinu og er nýja flugþjón- ustubrautin liður í því, að sögn Ólafs Jóns Arnbjörnssonar skólameistara. Námið hefur verið undirbúið í tæp þrjú ár, í samvinnu við Flugþjón- ustuna á Keflavíkurflugvelli, sem er dótturfélag Flugleiða og annast þjónustu fyrir Icelandair og fleiri flugfélög á Keflavíkurflugvelli. Starfsemi í fluginu er að aukast mjög og áætlað að farþegarflutning- ar eigi eftir að aukast mjög á næstu árum. Það kallar á aukna menntun og þjálfun í þeim starfsgreinum sem tengjast henni, segir í kynningu um námið á vef Fjölbrautaskólans. Starfsnám á Keflavíkurflugvelli Námið stendur eina önn, samtals 22 einingar, og á að undirbúa nem- endur fyrir vinnu við innritun og bókun og alla almenna þjónustu við ferðafólk. Bóklegt nám fer fram í skólanum en starfsnámið hjá IGS á Keflavíkurflugvelli. Ætlast er til að nemendur hafi lok- ið um það bil þriggja ára námi á tungumálabraut framhaldsskóla til að geta skráð sig á brautina og vera orðnir nítján ára. Einnig er fólk sem orðið er 25 ára og hefur víðtæka starfsreynslu hvatt til að sækja um þótt það fullnægi ekki almennum forkröfum. Flugþjónustubrautin er sú eina á landinu og á skólameistarinn von á að nemendur komið víðar að en af Suðurnesjum. Fjöldi nemenda verð- ur þó takmarkaður. Miðað er við 24 nemendur. Ef vel tekst til vonast Ólafur Jón til að framhald verði á þessu námi við skólann. Nám á flugþjónustubraut getur verið hluti af námi til stúdentsprófs en það veitir ekki sérstök starfsrétt- indi. Ólafur Jón segir mikilvægt að nemendur verði í starfsnámi undir handleiðslu starfsmanna IGS og það ætti að auka möguleika þeirra á starfi við innritun og aðra þjónustu við flugfarþega að námi loknu. Innritun á flugþjónustubrautina stendur yfir til 11. júní. Nýjung í starfsemi Fjölbrautaskóla Suðurnesja kynnt Morgunblaðið/Ásdís Innritun: Nemendum flugþjónustubrautar verður meðal annars kennt að innrita farþega í flug. Myndin er tekin í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Kennsla á flugþjón- ustubraut á vormisseri Fór alla leið | Ökumaður sem lögreglan í Keflavík mældi á 119 kílómetra hraða á Reykjanesbraut í fyrradag sinnti ekki fyrirmælum lögreglu um að stöðva bifreið sína. Hann hélt áfram og stansaði ekki fyrr en hann var kominn á leið- arenda í Keflavík. Lögreglan tek- ur fram á vef sínum að hraði öku- tækisins hafi ekki verið mikill eftir að lögreglan hóf afskipti sín en ökumaðurinn borið því við að hann hefði verið að flýta sér á staðinn.    Rótað í skápum | Brotist var inn í íbúðarhúsnæði við Uppsalaveg í Sandgerði í fyrrakvöld. Lögreglan í Keflavík fékk tilkynningu um inn- brotið upp úr miðnætti. Farið hafði verið inn um opið lausafag á glugga. Þaðan var stolið nokkrum vín- flöskum. Búið var að róta til í skápum og skúffum um allt hús. Ekki er vitað hver eða hverjir voru hér að verki. SKOÐUNARFERÐIRNAR sem Upplýsingamiðstöð Reykjaness skipuleggur standa enn yfir. Í kvöld verður farið um Innri- Njarðvík með Áka Granz. Lagt verður af stað frá Innri-Njarðvík- urkirkju klukkan 20, gengið með ströndinni og til baka að kirkj- unni. Ferðinni lýkur með kaffi- sopa í Kaffitári. Upplýsingamiðstöðin stendur fyrir alls sjö skoðunarferðum um öll sveitarfélögin á Suðurnesjum og er gangan í kvöld sú fimmta og þær tvær sem eftir eru verða farnar næstu fimmtudaga. Samkvæmt upplýsingum frá Upplýsingamiðstöðinni hefur þátttaka verið góð en hún hefur nokkuð farið eftir veðri hverju sinni. Í síðustu viku þegar farið var um Hafnir mættu sjötíu manns. Dagskrá skoðunarferðanna er meðal annars unnt að nálgast í Upplýsingamiðstöð Reykjaness og á vefnum www.reykjanes.is.    Skoðunarferð um Innri-Njarðvík Grindavík | Linda Oddsdóttir og Sigrún Júlía Hansdóttir sýna verk sín um þessar mundir í listsýning- arsal Saltfiskseturs Íslands í Grindavík. Sýningin var opnuð síð- astliðinn laugardag, í tengslum við sjómannadagshátíðina Sjóarann sí- káta. Verk Lindu eru með yfirskrift- inni: Sérð þú það sem ég sé? Mynd- efnið er aðallega sótt í náttúru landsins og í gamla tíma í Grinda- vík. Öll verkin eru unnin í olíu og flest á þessu ári. Verk Rúnu Hans eru með yf- irskriftinni Um mig, frá mér, til þín. Hún er að mestu leyti sjálf- menntuð í myndlistinni en hefur aflað sér þekkingar á fjölda mynd- listarnámskeiða og í námi í iðn- skóla. Sýningin er í Listsýningarsal Saltfiskseturs Íslands og stendur til 4. júlí. Salurinn er opin alla daga frá klukkan 11 til 18.    Sýna saman í Saltfisksetrinu Reykjanesbær | Stjórnsýsla Reykjanesbær er í efsta flokki sam- anburðarsveitarfélaga á heimsvísu, samkvæmt niðurstöðum Bertels- mannprófs, sem er alþjóðlegur stað- all og próf sem mælir gæði í stjórn- sýslu sveitarfélaga. Þetta kom fram á kynningu Haralds Baldersheim, prófessors við Oslóarháskóla, á fundi vinabæja í Finnlandi, að því er segir í frétt á heimasíðu Reykjanes- bæjar. Vitnað er í Baldersheim og sagt að vel á annað hundrað sveitarfélög í Evrópu og Norður-Ameríku séu þátttakendur í Bertelsmann- prófinu. Reykjanesbær sé í hópi tíu efstu. Ekki er vitað til að önnur sveitarfélög hér á landi noti þennan stjórnsýslumælikvarða. Trollhattan, vinabær Reykjanes- bæjar í Svíþjóð, varð efsta sveitarfé- lagið í þessum samanburði og standa sænsk sveitarfélög framarlega á þessu sviði. Stigafjöldi Reykjanes- bæjar samsvarar þó árangri annars og þriðja sveitarfélagsins þar. Stjórnsýsla Reykjanesbæjar fær góða dóma
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.